Alþýðublaðið - 16.11.1949, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 16.11.1949, Qupperneq 6
ALÞYÐUBLAÐIÖ Miðvikudagur 16. nóv. 1949 ALPHONSEDAUDEI Leifur Leirs: STUTT EEFRAIN VIÐ ÓEND- ANLEGT THEMA. Og götuvitarnir gaspra við umferðina rautt það stendur maður í óskilum þarna á götuhorninu gult hver hefur týnt sjálfum sér — — — grænt ósköp venjulegur maður dálítið starandi og að því er virðist í þungum þönkum guit hver hefur rautt týnt sjálfum sér------. graent Leifur Leirs (poet politi). í STÆTISVAGNI AUGNABLIKSINS . . . meðan strætisvagninn hröklast og hrelcst um hnjótótt og holótt malbikið, ýskrandi, veinaridi og emjandi í öllum sínum samskeytum, urgandi og argandi í legunr og liðamótum. rembist með rikkjum og skrikkj tim í þrotlausri baráttu við lög- mál tregðunnar, viðnám vegar- áns og sitt eigið orkuleysi, hangi ég, 2,65 metra stuttur Reykvík- ingur, á langrim, þvalri af lófa- taki þúsundanna, sem tróðust inn í þetta rangalaskjól, löngu eftir að það var orðið troðfullt, hangi eins og kjötskrokkur, (II. flokks í innkaupi, I. flokks í út- sölu), meðal kjötskrokka, er skakast og hristast, merjast og meiðast, unz allur vagninn, fram an frá stjórasæti og aftur úr, er orðin ein iðandi samhrist kjöt- kássa, hangandi á langrimum eða húkandí í sætum, samfelld og samhrist kjötkássa, samkvæmt miðflóttalögmálinu, svipt öllum persónulegum hugsunum, ein- kennum, óskum og þrám, — já, jafnvel öllum psrsónulegum grillum og göllum, sem grassera þó í mannfólkinu í lengstu lög, •— unz innihald vagnsins, að undantekinni aflvana aflvélinni og einkennisbúnum bifreiðar- stjóranum, er orðíð eitt stétt- laust, einstaklingslaust, sálar- laust, sviplaust, viljalaust og' vit laust öreigaríki, þar sem enginn á lengur svo mikið sem fót sinn eða hönd að persónulegri sér- eign og veit ekki einu sinni hvar þeir líkamslimir kunna að vera niðurkomnir. . . . . . og strætisvagninn neranr staðar, brýtur einn béaður tító- listi sig úr samhristing sálnanna og líkamanna, gerir uppreisn gegn öreigaríki andleysis og limaleysis, sleppir hönd sinn af slánni, segjandi með orðvana tjáningu treyfingarinnar, þetta er mín hönd og ég hreyfi hana þeg'ar mér sýnist, og samkvæmt bölvunareðli titoismans lætur hann sér það ekki nægja, held- ur fullkomnar hann uppreisn eðlis sins gegn eðlisvana kjöt- kássuheildinni og hreyfir líka fót sinn, meira að segja báðar fætur, hvað orsakar vaxandi, en að vísu tímabundið óróaið ög annarlega byltingakennda hreyf ingu framan frá stjórasæti og aft ur úr — og títóistinn fullkomn ar klofning sinn úr heildinni, opnar afturdyrnar og hverfur út í umkomuleysi einstaklingsins í rúminu,'. . . . . . og strætisvagninn hrökl- ast og hrekst um holóttar og hnjótóttar leiðir og títóistinn gleymist og títóisminn drukkn- ar í öreigasamhristing kjöt- skrokkanna, hangandi á lang- rimum, húkanli í sætum . . . Strætóari. Kaupum ftöskur og glös. Efnagerðin Valur. SÆKJUM HEIM. Hverfisgötu 61. Sími 6205. Sfmirf brauð og sniffur. Til í búðinni allan daginn. Komið og veljið eða símið. SÍLD & FISKUB. ÚfbreiSlð AlþýðablaSlðl smáfugla til matar, safnaði sam an olífugreinum, og steikti þá yfir eldi mitt úti í haganum. Að kvöldi sneri hann heim til þess að setjast að matborði bróður síns. Hann mælti ekki orð, þrátt fyrir hið umburðar- lynda bros mágkonu sinnar, en hún kenndi í brjósti um mann- aumingjann og lét hann hafa vasapeninga ón vitundar manns síns. Hann var strang- ur við „ónytjunginn“. Það var fremur vegna væntanlegra en liðinna heimskupara hans. Og sannleikurinn reyndist sá, að ekki hafði fyrr verið bætt Vir áhrifum hins mikla reiðarslags en ættardramb eldra bróðurs- ins varð að spreyta sig á nýrri prófraun. Þrisvar sinnum í viku kom lagleg fiskimannsdóttir á Cast- elesetrið til að sauma. Hún hét Divonne Abríeu og var fædd á hinum kjarrivaxna bakka Rónárinnar. Hún var ósvikin dóttir árinnar. Hún bjdgjaðist áfram sem vatnsjurt. Hún var með höfuðbúnað upp á kata- lónskan máta, sem var í þrennu lagi og féll þétt að litlu höfði hennar. Böndunum var sveifl- að aftur á bak. Hinar mjúku línur hálsins sáust. vel. Hann var dálítið útitekinn eins og andlitið. Það sást niður að hin- um fíngerðu, snjóhvítu línum brjósts og axla. Hún minnti einna helzt á hirðmey við gömlu „ástahirðirnar“, sem áð- ur fyrr héldu sig allt í kring- um Cháteauneuf — bæði í Corrhezon og Vacquerias —- í gömlu byggingunum uppi í hlíðunum, sem nú voru moln- aðar rústir einar. Það var ei þessi hugsun um þennan svip sögunnar, er vakti ást Césaires, því að hann var óbrotin sál, sneydd ímyndun- arafli og ólesin. En hann var stuttur vexti og geðjaðist hon um því að hávöxnum konum. Og hann var ofurliði borinn fyrsta daginn. „Ónytjungur- inn“ var hreinn sérfræðingur í því bralli, sem á sér stað í sveitaþorpunum. Fyrst bauð hann henni á dansleik sunnu- dag nokkurn, síðan gaf hann henni veiðidýr í matinn og svo átti hann með henni stefnumór úti í haganum á eftir. Hann komst að því, að Divonne dansaði ekki, lagði sjálf til veiðidýr í matinn og vav fær um að fleygja „afvegaleiðara“ sínum endilöngum tíu feta vegalengd, þar eð hún var eins sterk og stóð eins föstum fót- um og sveigjanlegu hvítu espi- trén á árbakkanum. Eftir það hélt hún honum í fjarlægð með oddinum á skærunum sínum, sem héngu. við beiu hennar í stálkeðju. Og hún tryllti hann svo af ást, að hann fór að tala um að giftast henni og trúði mágkonu sinni fyrir þessu. Hún hafði þekkt Divonne Abrieu frá barnæsku og vissi, að hún var siðsöm og fáguð stúlka. í innstu fylgsnum hjarta síns fannst henni, að þessi óheppi- lega sameining frá þjóðfélags- legu sjónarmiði yrði ef til vill til að bjarga „ónytjungnum“. En stolt ræðismannsins reis öndvert gegn þeirri hugmvnd, að meðlimur Gaussin d’Ar- mandyættarinnar giftist dóttur leiguliða: „Geri Césaira slíkt, mun ég aldrei líta hann fram- ar“. Og hann hélt loforð sitt. Césaire kvæntist, yfirgaf \ Casteletsetrið og fluttist til i ættingja konu sinnar á böklc- um Rónárinnar. Hin umburð- ■; arlynda mágkona hans færði j honum mánaðarlega litla pen-! ingaupphæð, sem bróðir lians; veitti honum til lífsviðurv'fer- is. Jean litli fylgdi móður sir.ni í þessar heimsóknir. Honura fannst kofi Abrieufjölskvldunn ar mjög skemmtilegur. Það var kringlótt, sótug bygging, sem fjallavindarnir og norðvestan- rokið skóku til. Kofanum var haldið uppi í miðjunni af lóð- réttum staur, sem líktist siglu- tré. Opnar dyrnar mynduðu umgjörð utan um litlu bi-yggj- una, þar sem netin' lágu til þerris og silfrað perluhreistur glitraði og glampaði í möskv- unum. Fyrir neðan lágu nokki'- ir stórir fiskibátar. Þeir vögg- uðu og toguðu í kaðlana. Og ljósgrænar öldur breiðu, glað- lyndu árinnar, glitrandi í birt- unni, gjálfruðu við eyjarnar. Og á unga aldri tók Jean þarna ástfóstri við löng ferðalög og sæinn, sem hann hafði aldrei séð. Útlegð Césaires stóð í tvö til þrjú ár. Henni hefði ef til vill aldrei lokið, ef mikilvægur at- burður hefði ekki gerzt innan fjölskyldunnar. Það var fæð- ing tvíburanna litlu, Maríu og Mörtu. Móðirin veiktist vegna tvíburafæðingarinanr og Cés- aire og konu hans var leyft að koma og heimsækja hana. Eft- ir heimsóknina komust á sætt- ir milli bræðranna. Þær voru ekki á rökum reiscar, en komu alveg ósjálfrátt vegna hins ó- mótstæðilega afls blóðtengsl- anna. Césaire og kona hans settust að á Casteletsetrinu. Heimilisreksturinn féll í hlut Divonne, þar eð vesalings móð- irin var algerlega óvinnufær vegna ólæknandi blóðleysis. en á eftir því fylgdi brátt liðagigt. Divonne varð að líta eftir upp- ,eldi litlu stúlknanna, stjórna hinu fjölmenna þjónaliði og heimsækja Jean tvisvar í viku í skólann í Avignon, svo að ekki sé nú talað um hjúkrun sjúklingsins, sem þarfnaðist stöðugrar umhirðu hennar. Hún var að eðlisfari reglu- söm kona og skýr í hugsun. Hún bætti því menntunar- skortinn upp með gáfum sín- um, kænsku sveitakonunnar og þeim lærdómsmolum, sem enn voru eftir í heila ónytjungsins, er nú var algerlega taminn og agaður. Ræðismaðurinn fói henni að hafa eftirlit með öll- um útgjöldum heímilisreksturs ins, sem voru mjög mikil vegna aukinna byrða og stöðugt minnkandi tekna, sem soguð- ust burt vegna blaðsjúkdóms- ins í vínviðnum. Allir fjarlæg- ari víngarðarnir voru sýktir, en heimagarðurinn var cnn laus við þessa plágu. Og ræðis- maðurinn var ætíð þungt hugsi vegna viðleitni sinnar til að bjarga heimagarðinum með rannsóknum og tilraunum. Þessi Divonne Abrieu, sem hélt fast við höfuðfat hins ó- breytta sveitafólks og stál- keðju saumaiðnar sinnar — þessi kona, er framkvæmdi verk sín sem ráðskona og fé- lagi af slíkri hæversku, forð- aði fjölskyldunni frá fjárhags- öngþveiti á þessum erfiðu ár- um. Sjúklingurinn naut ætíð sama dýra munaðarins, litlu stúlkurnar voru aldar upp hjá móður sinni sem hefðarmeyj- ar og mánaðarpeningarriir handa Jean greiddir reglulega, fyrst í heimavistarskólann, síð- an í skólann í Aix, þar sem hann nam lögfræði, og loks í París, en þangað hafði hann haldið til þess að Ijúka námi sínu. Þau gerðu sér eins litla grein fyrir því og hún, méð hvílíkum kraftaverkum reglu, stjórnar og stöðugs eftirlits henni tókst þetta allt. En fyrsta andlitið, er Jean minntist, þeg- ar hann hugsaði um Castelet- setrið eða leit á myndina þáð- an, sem var upplituð af sól- inni, var andlit Divonne. Fyrsta nafnið, sem hann nefndi, var nafn Divonne, þess- arar góðhjörtuðu - sveitakonu, er honum fannst vera falin á bak við hús forfeðra hans og halda því uppi með viljakrafti sínum. Hann hafði samt forð- azt að nefna þetta virta nafn í áheyrn ástmeyjar sinnar í nokkra daga, eftir að hann hafði komizt að því, hver ást- mey hans var í rauninni. Sama máli hafði gilt um nafn móð- ur hans og annarra meðlíma fjölskyldunnar. Honum gramd ist jafnvel að horfa á myndina að heiman. Hún hæfði svo illa — var alveg glötuð -— þarna á - o L I / T mSSrfmir-iuftijt,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.