Alþýðublaðið - 26.11.1949, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.11.1949, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. nóv. 1949. ALÞÝÐUBLAÐlö 3 ! FRA M0R6NITIL KVOLDS! ■ í DAG er laugardagurinn 26.; nóvember. Látinn Guðmundur Scheving sýslumaður árið' 1837 og Otto Sverdrup norskur land könnuður árið 1930. 1 Sólarupprás er kí. 9,30. Sól- Brlag verður kl. 15,00. Árdegis háflæður er kl. 9,45. Síðdegishá flæður er kl. 22,13. Næturvarzla: Laugavegsapó- tek, sími 1618. Næturakstur: Bifreiðastöð 'Hreyfils, sími 6633. Flugferðir FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Gull- faxi kemur frá Prestvík og London um kl. 6 síðd. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík Jcl. 8, frá Borgarnesi kl. 13, frá Akranesi kl. 15, frá Reykjavík kl. 17, frá Akranesi kl. 19. Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss fór frá Hull 23.11. til Reykjavíkur. Fjallfoss er í Keflavík. Goðafoss er á Siglu- firði, fer þaðan í kvöll 25.11. til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Hamborg 24.11. til Póllands og' Kaupmannahafnar. Selfoss er í Leith fer þaðan til Austfjarða. Tröllafoss kom til New York 19 11. frá Reykjavík. Vatnajökull fer frá London 25.11. til Leith og Reykjavíkur. Hekla er í Reykjavík og fer héðan næstkomandi þriðjudag austur um land .í hringferð Esja var á Akureyri í gær á suð urleið. Herðubreið er á Vopna- firði. Skjaldbreið fer frá Reykja vík í kvöld. Þyrill er á leið til Englands frá Reykjavík. Helgi £ór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Foldin er á Húnaflóa, lestar frosinn fisk. Lingstrem er á leið til Amsterdam frá Færeyjum. Söfn og sýníngar Reykjavíkursýningin opin kl. 14—23. Málverka- og höggmynda- sýning Sigurjóns Ólafssonar og Jóhannesar Jóhannessonar að Freyjugötu 41: Opin kl. 13—23. r Ufvarpsskák. 1. borð: Hvítt: Reykjavík, Jón Guðmundsson og Konráð Árna- son. — Svart: Akureyri: Jón Þorsteinsson og Jóhann Snorrason. b c d e f g h 'imm n í ±ii ,na imt 'k pp' 1 i m ■ £> ' M í M; Hvítt: Svart: 1. d2—d4 d7—d5 2. c2—c4 d5xc4 3. Rgl—f3 a7—a6 4. a2—a4 Rg8—f6 5. Ddl—c2 c7—c5 6. d4xcö Dd-3—a5f 7. Bcl—d2 Da5xc5 8. e2—e4 Rb8—c6 Brúðkaup in frá Texas“ með Ry gogers. Sýnd kl. 3 og 5. Gamla bíó (sími 1475): — ,,Þrjár röskar dætur“ (amerísk) Jeanett MacDonald. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Hafnarbíó (sími 6444): — „Dóttir vitavarðarins. Regina Linnanheimo, Oscar Tengström, Hans Straat. Sýnd kl. 5, 7 og 9. „Adolft sterki“. Sýnd kl. 3. Nýja Bíó (sími 1544): • ,,í sólskini“ (þýzk). Jan Kiep- ura, Friedl Czepa og Luli v. Hehenberg. Sýnd kl. 9. ,,Ridd arinn Hugdj'arfi'*. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Stjörnubíó: (sími 81936): ■ ,,Leyniskjölin“ (amerísk). Bob Hope, Dorothy Lamour. Sýnd kl. 7 og 9. „Ævintýri Gulliver í Putalandi. Sýnd kl. 3 og 5. Tjarnarbíó (sími 6485): - „Robert Koch“ (þýzk) Emil •Jannings og Werner Krauss. Sýnd kl. 5, 7 og 9. „Regnboga- eyjan“. Sýnd kl. 3. Tripolibíó (simi 1182): — ,,Hræðslumálaráðuneytið“ (ame rísk). Ray Milland og Marjorie Reynolds. Sýnd kl. 5, 7 og 9. G.egjn verða saman í hjóna-, Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími band af séra Jóni Auðuns í dag,; 9184) :,,Yankee Doódle Dandy“ ungfrú Guðrún Elín Kristins- Sýnd kl. 7 og 9. dóttir og Torfi Þ. Ólafsson, prentari. Heimili þeirra verður að Flókagötu 37. Skemmtanir K VIKMYND AHÚS: Austurbæjarbíó (sími 1384): „Morðingjar meðal vor . . .“ (þýzk) Hiidegard Knef, W. Borchert. Sýnd kl. 7 og 9. „Rós- 20.30 Erindi: Stúdentalíf í gamla daga (Ingólfur Gíslason læknir). 20.55 Tónleikar: Lög úr kvik- myndinni Mjallhvít. 21.10 Upplestur: í biðsal hjóna bandsins bókarkafli eft- ir Þórunni Magnúsdóttur (höfundur les). 21.30 Tónleikar: Gömul dans- lög. 21.40 Upplesur: Úr minningum Kristínar Sigfúsdóttur skáldkonu (Jón úr Vör les). Hafnarfjarðarbió (sími 9249): „Tarzan og veiðimennirnir' Sýnd kl. 7 og 9. SAMKOMUHÚS: Hótel Borg: Danshljómsveit leikur frá kl. 9 síðd. Iðnó: Nýju dansarnir kl. 9 s.d. Ingólfscafé: Eldri dansarnir frá kl. 9 síðd. Góðtemplarahúsið: SKT gömlu dansarnir kl. 9. tJr öllum áttum Barnasamkoma verður í Guð spekifélagshúsinu í dag kl. 2. Til skemmtunar verður kvik mynd, upplestur, leikþættir, og enn fremur verður sögð, saga. .Öllum börnum heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir og kostar eina krónu. ÍNCCLFS CAFÉ Opið frá kl. 8.45 árd. Frásöp Hermanns m við» ræðurnar við Álþýðuflokkinn -• -----------—....— Yfirlýsing frá Gísla Guðmundssyni al- þingismanni og svar AíþýðuBlaðsins. Frá Gísla Guðmundssyni alþingismanni hefur Al- þýðublaðinu borizt eftir- farandi yfirlýsing: MEÐ ÞVÍ að ég var beðinn að skrifa ,,minnispunkta“ um viðræður þær, er fram fóru milli Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins um stjórnar- myndun, vil ég vegna ummæla Alþýðublaðsins 24. þ. m. um að Hermann Jónasson hafi „fals- að“ „sameiginlega bókun“ taka þetta fram: Greinargerð þá um viðræð- urnar, frá fulltrúum Fram- sóknarflokksins, sem Hermann Jónasson birti í viðtali sínu við Tímann, skrifaði ég og afhenti honum sem greinargerð okkar, fúlltrúa Framsóknarflokksins, en ekki „sameiginlega bókun“, enda er hún í viðtalinu birt sem greinargerð okkar og ó- breytt samkvæmt handriti mínu. Væri eitthvað missagt í greinargerð þessari, er það því mín sök fyrst og fremst. En eftir því, sem ég get bezt séð, er þar allt rétt hermt. Ummæl- in um viðhorf Alþýðuflokksins til kommúnista voru sérstak- lega staðfest af Stefáni Jóh. Stefánssyni forsætisráðherra í símtali við mig, vegna fyrir- spurnar frá mér um hvort þau væru rétt eftir honum höfð. Veit ég að hann kannast við þetta. Ég vil taka það fram, að hin „sameiginlega bókun“, sem Al- þýðublaðið birtir, segir líka al- veg rétt frá um það, er full- trúum flokkanna fór á milli, þótt hún sé að sumu leyti ýtar- legri en greinargerð okkar. Við könnumst við allt, sem þar er sagt. Milli „bókunarinnar“ og greinargerðar okkar er því ekk- ert ósamræmi, og því í raun- inni ekki um neitt að deila í því sambandi, sem betur fer. . Með þökk fyrir birtinguna. Gísli Guðmundsson sé alveg rétt, að hann hafi staðfest það í símtali við Gísla Guðmundsson, að hann hafi viðhaft þau ummæli um af- stöðu Alþýðuflokksins til kom únista, sem eftir honum séu höfð, enda aldrei farið dult með hana. Hiris vegar hefði hann jafnframt tjáð Gísla Guð mundssyni það, að hann teldi þau ummæli ekki eiga að vera í hinni sameiginlegu bókun um viðræðurnar; enda var þar ekki heldur getið ummæla Ey- steins Jónssonar um afstöðu Framsóknarflokksins til kom múnista, sem voru mjög á sömu leið. Nú segir Gísli Guðmunds- son að vísu, að sú bókun, sem Hermann Jónasson birti í við- tali sínu við Tímann, sé ekki hin sameiginlega bókun, held- ur aðeins „greinargerð full- trúa Framsóknarflokksins“ um viðræðurnar. En til hvers var þá hin sameiginlega bók- un gerð, ef henni á að stinga undir stól, en önnur greinar- gerð, samin af öðrum aðilan- um að birtast í hennar stað? Og hvernig stendur á því, að orðalagið á þessari greinar- gerð fulltrúa Framsóknar- flokksins er alveg það sama og á hinni sameiginlegu bókun að öðru leyti en því, að á ein- um stað eru felld niður úr henni nokkur orð, en á öðrum bætt inn í hana álíka mörgum, sem passa í kram Hermanns Jónassonar í makki hans við kommúnista? Allt ber þetta að einum brunni: Hermann þurfti að segja þannig frá viðræðunum við Alþýðuflokkinn, að komm- únistar yrðu ekki styggðir. Þess vegna þarf að taka það fram, að Alþýðuflokkurinn hafi elcki gefið kost á neinu samstarfi um stjórn, sem kommúnistar tækju þátt í, en þegja um það, að Eysteinn lýsti y’fir því sama fyrir hönd Framsóknarflokksins! alþm. ATHS. ALÞÝÐUBL.: Út af þessari yfirlýsingu Gísla Guð- mundssonar alþingismanns hefur Stefán Jóh. Stefánsson forsætisráðherra látið svo um mælt við Alþýðublaðið, að það Hvað slík frásögn eða grein- argerð um viðræður Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins á að kallast, er máske aukaatriði. En Alþýðublaðið leyfði sér að kalla hana föls- un og telur sig ekki hafa kveð ið of sterkt að orði. Gönuhíaup Sigurðar GuSnaíenar Framhald af 1. síðu. verkamanna á vinnustöðum. 3KOÐUN „VISSRA SJÓ- MANNA“. Sigurður Guðnason reyndi að afsaka þetta gönuhlaup sitt með þeirri staðhæfingu, að þessi skoðun væri ekki han.3 sjálfs heldur „vissra mann.a meðal sjómannastéttarinnar“. Talai hann, að frumvarpið um öryggi á vinnustöðum væri gerólíkt togaj-avokulög- unum, því að fyrrnefnt frum- varp fjallaðí á éngan hátt urn vinnutíma verkamanna Svar- aði Gylfi Þ. Gíslason þeim ue- mælum hans rneð því að skír • skota til fimmta kafla frum- varpsins, en hann fjallar ein- .mitjt um vinnutíma v.erk.E- manná. Hefur .Sigurður Guðna son því ekki aðeins látið þs.o henda sig ’ að mæla fyrir af námi vökulaganna. ef honum einnaðist við meirihluta al- þingis, heldur hefur hann sannað á sjálfan sig, að hann hefur ekki kynnt sér fruno- varpið um öryggi v.erkamanna á vinnustöðum. Og þetta er formaður stærsta verkamanna félags landsins og einn af „for- ustumönnum‘: kommúnista í verkalýðsmálum! Stefán Jóh. Stefánsson kvaðst ekki trúa því, að sjómannasamtökin :í landinu myndu fallast á þá skoðun Sigurðar Guðnasonar að afnema bæri togaravökir- lögin og hrakti ýtarlegu þá firru kommúnistaþingmanns- ins, að sjómenn nytu ni skemmri hvíldar en verso hefði á skútunum í gamla daga. HJÁLPIN, SEM BRÁST. Einar Olgeirsson reyndi að koma til liðs við flokksbróS- ur sinn Sigurð Guðnason, eo niðurstaðan af ræðum hans varð sú, að hann var sammáia Stefáni Jóh. Stefánssyni og Gylfa Þ. Gíslasyni í öllum að- alatriðum og þar af leiðancli ósammála Sigurði Guðnasyni, þingflóninu, sem hann ætlaði að hjálpa! Kristinn Pétursson opnar myndlisfa- sýningu í dag í DAG opnar Kristinn Pét- ursson höggmynda og mál- verkasýningu í ‘ Listamanna rkálanum, og er þetta í raun- inni afmælissýning, því að í ár eru liðin 25 ár síðan hann tók fyrst þátt í myndlistasýningu, en það var á „Statens höstuí- etilling“ í Osló, sem jafnan hef ur þótt merk sýning. Á sýningu þessari eru sýnis- horn af ýmsu því sem Kristinn hefur málað og mótað á þess- um tuttugu og fimm árum; meðal annars 12 olíumálverk, 54 vatnslita og pastelmynásr, 10 teikningar og sex högg- myndir. Af vatnslitamyndum má nefna seríu sögulegra mynda úr lífi og umhverfi Haf.a ar-íslendinga fyrr á árum. Eru myndir þessar teiknaðar árið 1934, en málaðar í ár. Þá eru og landslagsmyndir víðs vegar að af landinu, margar frá Vest- fjörðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.