Alþýðublaðið - 26.11.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.11.1949, Blaðsíða 4
4* Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. „Beri þeir nú ábyrgðina" BÁÐIR BORGARAFLOKK- ARNIR, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, en þeir eru sem kunnugt er stærstu flokkar þingsins, hafa nú gert árangurslausar til- raunir til þess að mynda stjórn, sem hefði stuðning meirihluta á alþingi. Báðir hafa, þeir byrjað tilraunir sín- ar á því, að snúa sér til Al- þýðuflokksins, en síðan átt stutt samtöl sín í milli. Hvorugur þeirra hefur snúið sér til Kom- múnistaflokksins, enda nú yf- irlýst af öllum lýðræðisflokk- unum, hvað sem einstökum mönnum í einum eða öðrum þeirra kann að líða, að þeir vilji ekkert samstarf við þann flokk eiga um stjórn landsins. Eftir þær viðræður, sem þegar hafa farið fram um stjórnarmyndun, virðist nú varla vera um aðra möguleika að ræða til bess að mynda stjórn innan þings, en að hún yrði minnihlutastjórn eins flokks. Má og af því, að for- setinn fól formanni Sjálfstæð- isflokksins í gær að gera nýja tilraun til að mynda stjórn jafnvel þótt hún styddist ekki við meirihluta þings, ætla, að þeir möguleikar verði nú kannaðir. En beri sú könnun engan árangur virðist það ó- umflýjanlegt, að forsetinn skipi utanþingsstjórn. Eitt af blöðum höfuðstaðar- ins, blað Framsóknarflokksins, Tíminn, lét svo um mælt í rit- stjórnargrein í gær, að fátt vekti meiri undrun í sambandi við tilraunirnar til stjórnar- myndunar, en afstaða Alþýðu- flokksins, sem hann kallar hjá setu. Virðist Tíminn hneyksl- ast sérstaklega á því, að Al- þýðuflokkurinn skuli ekki vera til taks, hvenær sem Framsóknarflokknum þóknast á hann að kalla til þátttöku í etjórn, sem Framsóknarflokk- urinn hefði forustu í. Ekki er það nú samt ólík- legt, að það sé annað sem öllu meiri undrun hefur vakið í sambandi við þær viðræður, sem þegar hafa farið fram um 6tjórnarmyndun; en það er sá ekollaleikur borgaraflokkanna beggja, tveggja stærstu flokka þingsins, að þykjast varla geta ræðst við um sameiginlega stjórn, þótt lítið beri á milli þeirra málefnalega og úrslit hinna nýafstöðnu kosninga bentu alveg ótvírætt til þess, að þeir ættu að standa sam- eiginlega að myndun ríkis- stjórnar, sem þá og hefði ör- uggan meirihluta á alþingi. En svo mikill er persónuleg- ur metingur og valdastreita forustumanna þessara flokka, að það er tæpast að þeir geti talazt við. Það er fyrst og fremst þetta, en ekki málefna- ógreiningur, sem myndun líáúgardagur .<26. llóv:' '1949. meirihlutastjórnar á alþingi strandar á. Og það situr því sízt á Tímanum að brígzla Al- þýðuflokknum um hjásetu við þær tilraunir, sem nú fara fram til stjórnarmyndunar. Alþýðuflokkurinn hefur í hér um bil þrjú ár veitt for- stöðu ríkisstjórn, sem báðir borgaraflokkarnir áttu sæti í með honum; og það var ekki hans sök, að það stjórnarsam- etarf rofnaði. Það var Fram- sóknarflokkurinn, flokkur Tím ans, sem rauf það, af því, að hann fékk því ekki ráðið, að ríkisstjórnin breytti algerlega um stefnu í dýrtíðarmálunum, að þjóðinni fornspurðri, og lækkaði gengi krónunnar stór- kostlega. Það var þessi krafa Fram- sóknarflokksins, sem rauf stjórnarsamstarfið og knúði fram hinar nýafstöðnu kosn- ingar; og úrslit þeirra urðu sem kunnugt er þau, að Fram- sóknarflokkurinn vann sigur og að Sjálfstæðisflokkurinn, sem frekar tók undir gengis- lækkunarkröfur hans hélt vel sínu, en Alþýðuflokkurinn, sem lýsti sig algerlega andvíg- an gengislækkun, varð fyrir hlutfallslegu tapi. Það var því alls enginn efi á því, eftir kosningarnar, hvaða flokkum bar, samkvæmt öllum lýðræð- isvenjum í þingstjórnarlönd- um, skylda til þess að standa að stjórnarmyndun og hverj- um ekki. Tíminn og Framsóknarmenn yfirleitt geta því sparað sér öll köpuryrði í garð Alþýðuflokks íns í sambandi við tilraunirn- ar til stjórnarmyndunar. Og Alþýðuflokkurinn getur sagt eins og Skálholtsbiskupinn, cem þótti Norðlendingar ger- ast nokkuð einráðir um bisk- upskjör forðum og leizt ógiftu samlega á: ,,Beri þeir nú á- byrgðina!“ Framsóknarmenn stofnuðu með því að rjúfa stjórnar- samstarfið í haust og knýja pr*- fram kosningar hálfu ári áður en fram áttu að fara, til þess teiks um stjórn landsins, sem nú er leikinn Beri þeir því ábyrgðna. Reyndi ríkisstjórnin að fá bankana til að kaupa sjóveðskröf- ur síldarsjómanna? Fyrirspurn Pinns Jónssonar á al- þingi í gær. FINNUR JONSSON spurð- ist fyrir um hað í neðri deild alþingis í gær, hvort ríkis- stjórnin hefði reynt að fá bankana til að kaupa sjóveðs- kröfur síldarsjómanna í sum- ar. Sagði hann, að margir sjó- rnenn ættu kauptryggingu sína enn ógreidda og væri litið svo á, að tilgangslaust myndi að fá lögfræðingum þær til inn- heimtu, svo að liið opinbera yrði að láta þetta mál til sín taka. Spunnust þessar umræður út af frumvarpi til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast allt að 2 250 000 króna lán til útgerðarmanna, sem stunduðu síldveiðar í sum ar, en frumvarp þetta er stað festing á bráðabirgðalögum. Sagði Finnur Jónsson, að þessi aðstoð við síldarútveginn hefði verið sjálfsögð og óhjá- kvæmileg, en taldi, að meira hefði þurft með tilliti til síld- arsjómannanna. Jóhann Þ. Jósefson sjávar- útvegsmálaráðherra varð fyrir Evörum og kvaðst hafa gert sitt til þess, að bankarnir lán- uðu útvegsmönnum upp í greiðslu kauptryggingarinnar og sagði, að sér eða ráðuneyti sínu hefðu ekki borizt kvart- anir um vanskil á henni. Eigum við enn von á rafmagnsskorti? — Kona skrifar um „blöðru-æði“ og fleira. ÞAÐ VORU fregnir, sem flutti lesendum sínum í gær, að þeir ættu von á lækkandi raf- Epennu, minni straum í vetur og astandiff mundi verffa enn verra næsta vetur. Flest munum við ástandiff í rafmagnsmálum Reykjavíkur fyrir nokkrum ár- um og ég get varla hugsað mér ömurlegra ástand. Þaff var ekki affeins Ijóslaust eða Ijóslítiff, þaff var ekki hægt aff elda og ! auk þess var kalt i mörgum húsum. Þaff er ekki tilhlökkun- arefni aff eiga von á því aff þaff ástand komi yfir okkur enn cinu sinni. KONA skrifar: „Ég las í Al- þýðublaðinu í dag, að búið væri að gera gangskör að því að banna sölu á lituðum gúmmíblöðrum, sem hafa verið til sölu í nokkr- um verzlunum og freistað barn- anna. En lögreglustjóri lét hafa eftir sér í sambandi við þetta bann: ,,að minnsta kosti til að byrja með“. Ég er nú á þeirri Bkoðun, að þessar blöðrur eigi alls ekki að koma á markaðinn nftur — þótt litarefnið í þeim •reynist óskaðlegt. ÉG VEITTI athygli nokkrum emábörnum, sem búa við sömu götu og ég, og voru að leikjum. Þau virtust hafa fengið „blöðru æði“. Mörg þeirra voru mjög Ula útleikin, andlit og hendur útkámað í lit. Veit ég að mæðr- unum væri mikill ógreiði ger, ef þessi skratti kæmi aftur í verzlanir. Börn una áreiðan- lega hag sínum ekkert verr, þótt ' bærinn sé „blöðrulaus“. Og ENGAR gleffi- I fyrir utan óþrifnaðinn, sem’ af Alþýffublaffið þessu leikfangi stafar, kostar 0]bœgileg skyrsla íyrir bœjaríhaldið það töluvert fé og suð og arg á heimilinum. Ef Nonni og Gunna eiga blöðru, þá vill Sigga litla líka eiga eina eða tvær. Gúmmíið kostar erlendan gjaldeyri. Nær ekki nokkuiri útt að eyða honum í slíkan óþverra sem þennan. Látum ís- lenzka ,,blöðruiðnaðinn“ ^iga Eig. Við þurfum ekkert á hon- um að halda. í SAMBANDI VIÐ þessar lituðu blöðrur datt mér í hug grein, sem birtist í einu dag- blaðinu hér í sumar. í henni var eagt frá fundi þekktra vísinda- tnanna, sem haldinn var — að mig minnir ■— í Þýzkalandi, um rannsóknir á krabbameini. Tveir af vísindamönnum höfðu komizt að þeirri niðursótðu að ýmis litarefni, sem notuð eru við matargerð, gætu orsakað þennan óhugnanlega sjúkdóm, og ekki . sízt smjörliturinn. Ég fór að íhuga hvort ýmis litarefni, sem notuð eru hér, g'ætu ekki verið varhugaverð. Tökum t. d. vínarpylsur. Soðið af þeim verður blóðrautt. Nýlega er komin á markaðinn léttreykt BÍld, en framleiðandanum hefur víst fundizt hún skrautlegri ef hún væri rauð að lit. í fyrra fékkst léttreykt síld ólituð. Hún var mjög ljúffeng og ódýr. Því en slík síld ekki til sölu nú? SKYLDI matvælaeftirlitið vera nógu vel á verði með að Isiðbeina fólki í því, hvað forð- ast ber? Eitthvað hljóta þessir umræddu erlendu vísindamenn að hafa til síns máls, og' væri ekki rétt að gefa gaum að orð- um þeirra, t. d. í sambandi við smjörið. Fólk myndi áreiðan- lega heldur kjósa hvíta eðlilega litinn á vetrarsmjörinu heldur en láta blanda í það lit, sem gæti verið varhugaverður.11 ÞEIR REYKVÍKINGAR, sem lesa eingöngu Morgunblaðið, fengu í gærmorgun þær góðu fréttir á baksíðu blaðsins, að það séu færri húsnæðislausar fjölskyldur nú hér í bænum en í fyrra. Það fór ekki mik- ið fyrir þessari fregn, — hún var eins og meðal Heimdall- arfundur. EN VONANDI hafa lesendur blaðsins lesið fregnina til enda. Þetta var tilkynning frá húsaleigunefnd, og, sem vænta mátti, hafði Morgun- blaðið falið meginatriði frétt- arinnar aftast í frásögninni, þar sem minnst ber á því. Þetta aðalatriði er sú stað- reynd, að enn búa 1677 manns í bröggum í Reykja- vk, þar af 419 börn, svo og það, að braggarnir eru marg- ir svo illa á sig komnir, að varla er hægt að hafast við í þeim. SAMVIZKAN ER SLÆM, þeg- ar blaðamenn Morgunblaðs- ins eru látnir taka aðalatriði slíkrar fréttar og fela það aftast í frásögninni. Sam- vizka íhaldsins í þessu máli er vissulega slæm, því að bæj- arstjórn þess hefur ekkert fyrir þetta fólk gert og hús- næðisvandræði þess eru jafn óleyst og þau voru, þegar fyrst var flutt í braggana. Þess vegna er frásögn Morg- unblaðsins eins umsnúin og raun ber vitni. ÞAÐ ER ÓÞÆGILEGT fyrir íhaldsmeirihlutann sáluga í bæjarstjórn að fá slíkar fregnir rétt fyrir kosningar. Það er óþægilegt að vera minntur á, að ennþá búa á fjórða hundrað fjölskyldur í bröggum, sem eru að verða algerlega óhæfir til íbúðar. Það er óþægilegt að vera minntur á það, að mörg hundruð börn í Reykjavík hafa aldrei sofið í ferstrendu herbergi og mörg hundruð húsmæður hafa orðið að halda saman heimilum og ala upp börn sín við þær aðstæð- ur, sem þetta bráðabirgða- húsnæði erlendra hermanna veitir. ÍHALDIÐ er og verður sama íhaldið og það hefur alltaf verið. Fyrir tuttugu árum þorðu íhaldsmenn að kalla það „tilfinningavæl jagnaðar- manna“, þegar þeir börðust fyri rráðstöfunum í húsnæð- ismálum og voru að „þenja sig og grenja um dimmu, köldu og röku kjallarahol- urnar“ eins og það var orð- að. Nú þora íhaldsmenn ekki að tala svóna lengur, af því að þeir óttast almenningsálit- ið. En þeir skilja enn ekki örlög fólks, sem í bröggun- um býr. Þeir byggja ,,flott“ og þeir byggja „dýrt“ en þeir byggja ekki fyrir fólkið í bröggunum. ÞEGAR HÚSALEIGUNEFND birtir svo tölur sínar um það fólk, sem allra verst er statt í húsnæðismálum, þá er þeirri fregn snúið við og aðalatrið- in falin í frétt Morgunblaðs- ins. Hugarfarið, sem á bak við slík vinnubrögð felst, er vissulega hið sama og fólst á bak við orð Ólafs Thors 1929, er hann talaði um „tilfinn- ingavæl jafnaðarmanna“. Allt tal um braggana og fólkið, sem í þeim býr, um eða yfir 40 fjölskyldur, sem eru á ver- gangi, er vafalaust „tilfinn- ingavæl jafnaðarmanna11 í eyrum broddborgaranna, sem stjórna bænum. Én Alþýðu- flokksmenn munu halda „til- finningavæli“ sínu áfram, þar til lausn er fengin á þessu máli. Guðsþjónusla á veg- um guðfræðideildar EINS og mönnum er kunn- ugt hafa á liðnum árum öðru hverju farið fram í kapellu háskólans guðsþjónustur á veg um guðfræðideildar háskólans. Munu þær nú haldar í vetur að minnsta kosti einu sinni í mán uði. Söngflokkur Nessóknar annast söng undir stjórn Jóns ísleifsonar söngstjóra. Fyrsta guðsþjónustan á þessum vetri mun fara fram sunnudaginn 27. nóv. og hefjast kl. 2 e. h. Séra Björn Magnússon prófess or prédikar. Allir velkompir. BARNASAMKOMUR á veg- um dómkirkjusafnaðarins hefj- ast í Tjarnarbíói á sunnudag- inn kl. 11. Séra Jón Auðuns mun annast þær eins og í fyrra- vetur; en þá voru þær geysi fjölsóttar og vinsælar af börn- unum. Á hverri samkomu er kvikmynd sýnd, sögur sagðar, sungið og talað við börnin. Þessar samkomur verðá í Tjarnarbíói annan hvern sunnudag ld. 11. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.