Alþýðublaðið - 03.12.1949, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 03.12.1949, Qupperneq 6
6 ALÞYf>UBLAÐ!Ð Laugardagur 3. desembor 1949. Leifur Leirs: VIVACE CON TROPPO (Með strefréttindum.) Trom trarararom rrritsch-------- skrensandi á tveimur bremsulaus keðjulaus telc ég 'beygjuna blindfullur á flughálku lífsins tram trarararam r-r-r-itsh gætið ykkar góðtemplarar lögregluþjónar sið gæðisins og luktarstaurar velsæmisins ég ek bremsulaust keðjulaust og glórulaust á glerfaálku lifsins------ Leifur Leirs (poet benzin). AÐSENT BRÉF FiLfjras Bessason hreppstjórl: Ritstjóri sæll. Margt þykir mér nú ganga öfugt og úrskeiðis í landi voru, og raunar víðar, og sízt að undra, því að nú þykist ég þess fullviss, að fjandinn sé laus. Ég hef verið að rifja upp með mér að undanförnu það litla, sem ég tekizt að smokka sér úr unni, og tel ég mig hafa fengið þar sannanir fyrir því, að jafn- an hafi þeim athafnasama herra hefur það og vakið athygli hnappheldunni öðru hverju, og hafi hann þá um nokkurt tíma- skeið hoppað laus og gert mönnum flest til óþurftar. Þá ehfur það og vakið athygli mína, að sífellt hafa þau tíma- skeið stytzt, sem hann hefur unað í hnapphellunni; gæti það bent til þess, að það haft væri gamalt orðið og úr sér gengið og full þörf orðin endurnýjun- ar; ekki er heldur ómögulegt, að þeim gamla hafi farið fram að leikni, eftir því sem hann iðkaði bragðið oftar, — væri vís til þess, sá skratti, að geta tek- ið framförum. En hvað um það, hvort sem því veldur eðlilegt slit hnapp- heldunnar eða aukin leikni kölska, að hann helzt nú aldrei í haftinu, þá er söm þörfin skipulagðra aðgerða, sem að gagni mega koma. Verðum við, hvað það snertir, að hafa hug- fast, að það er enginn sinnulaus mójálkur, sem þar er við að fást, og dugar því ekki að flana að neinu í skiptum við hann, því verr er af stað farið heldur en heima setið, ef aðgerðirnar koma að misjöfnu eða engu haldi vegna vanhugsunar eða Eljótfærni. Fyrst er nú að athuga, hvort það tjón, er skrattinn veldur, þegar hann gengur laus, er ekki þess vert, að eitthvað sé gert í málinu. Já, — við skulum þá Litast um hér heima fyrir, — fyrst jós hann þjóðina óhófsauði og vandi hana á hvers kyns Lausung og oflæti, síðan setur hann upp óæðri enda, ■— ef hægt er að tala um aeðri enda á þeirri skepnu — sporar svörð- inn hóf og sáir sundrung, tví- veðrung, hlutdrægni, sérdrægni og öðrum eiturplöntum í farið, sem vaxa skjótt og bera þús- undfaldan ávöxt með þjóðinni; — úlfúð, kvíða, kæruleysi og hundakæti að öðru veifinu, en ráðaleysi og uppgjöf að hinu. — Er ekki nóg upp talið til þess að sanna að sá leiði gangi bet- ur bundinn en hoppi og híi laus og liðugur um allar trissur? Hef ég þó með vilja aðeins tal- ið athafnir hans innanlands, en sleppt umheiminum, því að þar gerir hann alla vitlausa; við erum, sem betur fer, tregari i taumi.--------- Nei, bindum hann, góðir hálsar, ríghetfum hann og það sem fyrst. Sæmundur fróði gat teikið á hann eftir nokkurra ára vist í Svartaskóla, að vísu þar undir leiðsögn slungins skóla- | stjóra, — hvað ættum við þá ekki að geta með allri okkar véltækni og kunnáttu. Setjum á laggirnar verkfræðinganefnd, — á ríflegum ríkislaunum, lát- um hana teikna hnapphelduna, sækjum siðan í nafni alþjóðar til viðskiptanefndar og fjár- hagsráðs um nauðsynleg efni, : látum svo vélsmiðjur okkar og j verksmiðjur annast verkið í á- j kvæðisvinnu! Það skal vera 'j stolt okkar ef hnappheldan dugar, að hún hafi að öllu leyti I verið unnin innanlands, •— I enda mundi vart geta betri I auglýsingu um hæfni og dugn- að verkfræðinga vorra og iðn- aðai-manna en það, að þeir hefðu gert þeim hníflótta hað haft, er héldi. Já, — og þegar þetta allt væri búið og gert, mundi stjórnmálamönnum vor- um það létt verk að hneppa karl í haftið! Þetta verður að gerast og gerast fljótt — hann ALPKOHSE DAIiDET - SAPPHO Tvöföld röð götuljóskeranna, i Sigurboginn gnæfandi í fjar-! Lægð upp úr myrkrinu og nokkrar stjömur tindrandi á ræmu, er sást af himninum, -— allt þetta myndaði óraunveru- legan bakgrunn, er virtist gegnsaer. Á hominu á Pergo- lésestræti, mjög nálægt gisti- húsinu, lyfti hún upp hattslæð- unni fyrir síðasta kossinn og yfirgaf Jean þar ruglaðan og fullan andstyggðar á íbúðinni sinni, sem hann sneri ei heim til, fyrr en hann mátti til. Hann bölvaði fátæktinni og var næstum reiður fólkinu á Casteletsetrinu vegna fórnar- innar, sem hann va'r að færa vegna þess. í nokkra mánuði kvöldu þau sig til að lifa slíku lífi, sem að lokum varð alveg óþolandi, þar eð Jean varð neyddur til að heimsækja hana sjaldnar en áður vegna slúðurs þjónustu- fólksins. Og Fanny gerðist æ reiðari vegna nízku Sanchés- fjölskyldunnar — bæði móður og dóttur. Hún hugsaði þögul um að hefja búskapinn með Jean og koma litla heimilinu á Laggirnar að nýju. Hún fann, að þolinmæði elskhuga hennar var brátt að þrotum komin, en hún vildi heldur láta hann hefja máls á þessu fyrst. Sunnudag nokkurn í apríl- mánuði mánuði birtist Fanny skrautlegar klædd en venju- Lega, með stóran hatt og í mjög látlausum vorbúningi. Þau voru ekki rík. En búningurinn féll fagurlega og þétt að ynd- islegum líkama hennar. „Farðu fljótt á fætur. Við erum að fara í hádegisverð upp í sveit.“ „Upp í sveit?“ „Já, úti í Enghien, heim til Rósu. Hún hefur boðið okkur báðum.“ Hann sagði ekkert í fyrstu, en hún lagði fast að honum. Rósa fyrirgæfi það aldrei, að heimboði hennar væri neitað. „Þú getur lagt þetta á þig mín vegna. Mér finnst ég gera nóg.“ Sumarhöll Rósu var á ströndum Enghienvatns. Fyrir framan hana teygði sig breið grasflöt-niður að lítilli vík, þar sem nokkrar kænur og gondól- hefur þegar leikið allt of lengi lausum hala, — og ef við ger- um það ekki, er ég hræddur um, að enginn taki sér fram um það.--------- Það er bara þetta með við- skiptaneínd og fjárhagsráð, hvort leyfin fást fyrir nauðsyn- legu efni, ef með þarf? Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. ar vögguðu sér við festar sín- ar. Höllin var stór, fagurlega skreytt og búin fögrum hús- gögnum. í loftunum og skraut- glerinu endurspeglaðist glitr- andi vatnið úti fyrir og hinar glæsilegu, háu limgirðingar í garðinum, sem þegar voru þaktar grænum blöðum og út- Gprungnum sýringum. Óað- finnanlegir einkennisbúningar þjónustufólksins og garðstíg- arnir þar sem eigi sást stráögn, var hinu tvöfalda eftirliti Ros- ariu og Pilar gömlu móður hennar til sóma. Hádegisverðurinn var þegar byrjaður, er bau komu, þeírn i hafði verið sagt rangt til veg- 1 ar, og höfðu því villzt og hald- Ið umhverfis vatnið eftir gang- ctígum á milli hárra veggja. Jean leið illa, og sú vanlíðan hans náði hámarki við hinar köldu móttökur húsmóðurinn- ar, sem var bálreið vegna þess ; að þau höfðu látið hana bíða. ' Honum geðjaðist heldur ekki að útliti hinna íáránlegu norna, sem Rósa kynnti hann fyrir með ökukarlarödd sinni. j Þetta voru þrjár „glæsikonur“, ' en þannig kalla hinar frægu gleðikonur hvora aðra. Þetta voru þrjár fornfálegar skækj- ur, sem höfðu verið þáttur í dýrð annars tímabils keisara- I veldisins. Nöfn þeirra voru jafnfræg og mikilla Ijóðskálda eða sigursælla hershöfðingja - WUkie Cob, Sombreuse, Clara Desfous. Já, það var enginn vafi á því, að þær voru allar „glæsikon- ur“, klæddar eftir nýjustu tízku í töfrandi búningi allt frá fíngerðum flibbanum að r.tígvélunum. En þær voru svo fölnaðar, málaðar og dyftaðar. Sombreuse var búin að misss öll. augnahárin. Augu hennar voru lífvana og varir hennar máttlausar. Hún þreifaði með henainni um borðið í leit að diskinum, gafflinum og vín- glasinu. Clara Desfous •— La Ðesfous — var ógurlega feit og uppblásin. Hún var með hita- poka við fæturna. Á borðdúkn- um hélt hún sýningu á vosal- íngs gigtveiku, kræklóttu fingrunum sínum, er þaktir voru glitrandi .hringum, sem Var jafn erfitt að setja upp og ná af og væru þeir hringir í rómverskri gestaþraut. Cob var mjög grönn. Hinn unglegi vöxtur hennar jók á hin hræði- Legu áhrif, sem holdiaust andlit hennar hafði. Það var líkt and- liti sjúks fjölleikahússfífls, krýnt heiðgulu faxi. Hún var algerlega á vonarvól. Eignir hennar höfðu verið teknar iög- tak;. Hún hafði farið til Monte- Carlo til þess ao reyna einu sinni onn að koma fjárhag sín- um á réttan kjöl með bralli í síöasta sinn, en hafði snúið heimleiðis alveg auralaus al- veg frá sér af ást íii rnyirJar- legs starfsmanns í spilávitir.u, sem vildi ekki sjá hana. Róm hafð' skotið skjóishúii yíir- har.a, sá fyrir henni og stærði sig aí því. Allar þessar konur þekktu Fanny og buðu hana velkomna með þessum orðum, er gáfu til kynna, að þær þóttust sýna Lítillæti hið mesta. „Hvernig gengur, litla mín?“ í kjóln- um sínum, sem kostaði þrjá franka meterinn, og án skraut gripa, nema rauðu nælunnar frá Kuyper, leit hún út fyrir að vera óreyndur nýliði á með- meðal þessara hryllilegu, skreyttu uppgjafahermanna saurlifnaðarins. Munaðurinn umhverfis þær, ljósið, sem endurvarpaðist frá vatuinu og himninum og streymdi í gegn- lim vængjahurðina í setustof- unni, blandað vorilminum — allt þetta gerði þær enn draugs légri útlits en venjulega. Þama var Pilar gamla, móð- Li’ Rósu, „Grýla“, eins og hún kallaði sig á fransk-sænska hrognamálinu sínu. Hún var ósvikinn api með lífvana, hrjúfa húð. Gleitt brosið bar vitni um grimmilega illgirni hennar, sem var henni í blóð borin. Grétt hár hennar var stuttklippt og náði aðeins nið- ur að eyrum líkt og á smá- strák. Hún var með breiðan,, bláan sjómannakraga á ellileg um, svörtum satínkjólnum. „Og herra Bichito“, sagði Rósa, er hún hafði kynnt alla gesti sína, og beindi athygli Gaussins að hrúgu af bleikri baðmull á borðdúknum, sem kamelljónið lá skjálfandi á. „Jæja, hvenær kemur að mér? Ætlarðu ekki að kynna mig?“ spurði hávaxinn maður J með uppgerðarkæti. Hann var með gráýrótt skegg, mjög vel klæddur, en ef til v.ill nokkuð stirðlegur í Ijósa vestinu sínú og með háa flibbann. „Alveg rétt! Hvenær kemur að Tatave?“ hrópuðu konurn- ar hlæjandi. Húsmóðirin nefndi nafn hans hirðuleysis- Lega. ! Tatave var De Potter, hinn mikilhæfi tónlistarmaður, hinn dáði höfundur að tónverkun- um Claudia og Savonarole. Jean hafði aðeins snöggvast komið auga á hann á dansleik Déchelettes. Hann varð nú undandi við að verða var við slíkan skort á Ijúfmennsku og glaðlyndi hjá þessum mikla iistamanni. Hinn strangi, reglulegi svipur þessa tréand-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.