Alþýðublaðið - 10.12.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.12.1949, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Vaxandi suðaustan átt, snjó- koma og síðan slydda eða rigning. ' dagar fil jóla XXX. árgangur. Laugardagur 10. des. 1949. 277. tbl. Fulltrúar 48 milljóna verkamanna í 56 löndum sameinasf Brezki AlþýÖu flokkurmn vann aukakosninguna í Bradford ------------------- Kosningln vaktl mikla athygli vegna fyingkosninganna snemma næsta ár. æðisins - og einokun auðhringanna Stofnþingi alþjóðasambands verk- lýðshreyfinga hinna frjálsu landa BREZKIR JAFNAÐARMENK unnu aukakosningu í Brad- ford í Yorkshire í fyrradag, og hafa. þar með haldið hverju ein- asta sæti, sem þeir unnu 1946 og gengið hefur verið til auka- kogninga um, en slík frammistaða er einstæð í þingsögu Breta. Að vísu var meirihluti frambjóðanda jafnaðarmanna nú minni en 1946, eða 4000 atkvæði á móti 9000 þá, en óháður fram- andi bættist nú við og fékk rúm 3000. Kosning þessi hefur vak- ið mikla athygli í Englandi, og hefur verið fullyrt, að hún mundi sýna hvert stefnir í brezkum stjórnmálum og hvers megi vænta í þingkosningunum snemma næsta ár. Craddock, hinn nýkjörni þingmaður jafnaðarmanna, hefur sagt, að úr- slitin séu traust á jafnaðarmannastjórnina ensku. Sigrar jafnaðarstefnan eða íhaldið í ásfrölsku kosningunum í dag? ÞINGKOSNINGAR fara í dag fram í Ástralíu, og eru þær taldar orrusta milli íhaldsaflanna og jafnaðarstefnunnar þar í lndi. Undanfarin átta ár hefur Alþýðuflokkurinn verið við völd í Ástralíu, og leiðtogi hans er Joseph B. Chiefley, forsæt- isráðherra. " Hefur stjórn Chiefleys reynt að þjóðnýta bankana, en það verið hindrað af hæstarétti landsins, og enn fremur hefur hún á prjónunum mikla trygg- ingalöggjöf, sem mætir and- stöðu 7000 lækna í landinu. Jafnaðarmenn hafa nú 16 þingsæta meirihluta í 75 manna fulltrúadeild. Nú hefur hins vegar verið fjölgað mjög í þinginu, og verða kosnir 123 menn til fulltrúadeildar, en í öldungadeildinni er fjölgað úr 36 í 60. 19 stiga frost í fyrri nótt, en 1 stigs hiti í gærkveldi FROSTHARKA var um allt land síðastliðinn sólarhring, en síðdegis í gær gekk til suðaust- anáttar og spáði veðurstofan hlýnandi veðri, og jafnvel rigningu síðdegis í dag. í fyrrinótt komst frostið upp í 19 stig á Síðumúla í Borgar- firði og á Þingvöllum, en hér í Reykjavík var það 16 stig. Um hádegið í gær var frostið kom- íð niður í 10 stig í Reykjavík, 13 stig á Akureyri og 5 stig í Stykkishólmi, en í gærkveldi um kl. 8 var það ekki orðið nema 4 stig í Reykjavík og þá var kominn 1 stigs hiti í Bol- ungarvík og á Reynistað. Brotizt inn í 6 bif- reiðar á einni nóftu í FYRRINÓTT var bortizt inn í sex bifreiðar hér í bæn- um, og stóðu þær allar á Skúla- götu og Rauðarárstíg. Rótað var til í bifreiðunum, en ekki er vitað um hvort nokkru hefur verið stolið, og engin tilraun var gerð til þess að aka þeim af stað. Leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar í Ástralíu er Robert Men- zies, og hefur hann barizt gegn sósíalisma jafnaðarmanna á svipaðan hátt og íhaldsmenn í öðrum löndum. „Titoisfi"! Georgi Dimitrov. ÚTVARPIÐ í Belgrad sagði í gær, að kommúnistar hefðu rangsnúið skoðunum Dimi- trovs, liins látna leiðtoga Búlg- ara. Hann hefði ekki verið fjandmaður við Júgóslava, heldur bezti vinur þeirra. Hann hefði viljað bandalag slavnesku Balkanþjóðanna til að varðveita frelsi þeirra. Er þetta í samræmi við sterkan orðróm, sem gengur um það, að Dimitrov, sem lézt austur á Rússlandi, hafi verið „Titoisti“. Útvarpið í Sofiu skýrði frá því í gær, að smurningu Dimi- trovs sé nú lokið, og muni hann varðveittur fyrir framtíðina, eins og Lenin er. FJÓRIR farþegar í rúm- enskri flugvél neyddu í gær flugmann hennar til að fljúga til Júgóslavíu, þar sem þeir báðu um landvist. Voru í flug- vélinni 19 farþegar og fimm flugmenn, auk vopnaðs varð- manns. Réðust farþegarnir á hann, náðu af honum vopnum hans og drápu hann, er hann veitti þeim andstöðu. Stóðu þeir síðan yfir flugmönnunum með brugðnar byssur á leið- inni til Júgóslavíu. er stofnað vegna þess að sam- band það, er til varð upp úr heimsstyrjöldinni, hefur í hönd um kommúnista orðið að verk- færi fyrir Kominform og Moskvuvaldið. Hið nýja alþjóðasam- band setur sér í stefnuskrá sinni að vinna að styttri vinnuviku og tryggðu lág- markskaupi fyrir verka- menn um gervallan heim- inn. Þá gerði stofnþignið allmargar samþykktir varð- andi heimsmálin. Stofnþingið, sem haldið var í London og kaus Hollending- inn Oldenbrock fyrir fyrsta aðalritara sinn, gerði meðal annars þá samþykkt, að gera skuli hið fyrsta friðarsamn- inga við Austurríki, Þýzkaland og Japan. Þá hvatti þingið mjög til alþjóða stjórnar á kjarnorkumálum og kjarn- orkusprengjum. Þingið mælti með alheims afvopnun og lagði eindregið til, að sameinuðu þjóðirnar fengju lögreglulið til þess að framfylgja ákvörðun- um sínum, eins og sáttmáli SÞ gerir ráð fyrir. FANGABÚÐIR OG BROTTNUMIN BÖRN Þá gerði þingið t-vær sam- þykktir um aðkallandi vanda- ísu dæsidlr s Serafevo — tíu s Mrajevo — nu pia s Kostov er sá eini, sem neitar ákærunnm gegn sér. RÉTTURINN í Sarajevo kvað í gaér upp dóm yfir hin- um tíu Rússum, sem þar hafa verið ásakaðir fyrir njósnir fyrir Þjóðverja á stríðsárunum og fyrir Sovétríkip eftir stríð- ið. Fengu Rússarnir frá 3 til 20 ára fangelsisdóm. Rússar þess- ir flúðu allir frá heimalandi sínu eftir fyrri heimsstyrjöld- ina, en fengu aftur borgararétt sinn þar. Réttarhöldin yfir þeim eru almennt lalin vera ögrun af hálfu Titos við Rússa og svar við réttarhöldunum í Budapest og Sofiu. í Sofiu, þar sem ellefu menn eru fyrir rétti kommúnista á- kærðir um samsæri við Tito og njósnir fyrir Vesturveldin, hafa hinir ákærðu nú allir lok- ið yfirlýsingum sínum til rétt- arins. Hafa þeir allir játað á sig afbrot þau, sem þeir eru á- kærðir um, nema- sá þeirra, lauk í gærdag í London FULLTRUAR 48 MILLJONA VERKAMANNA í 56 lönduni luku í gær stoínþingi alþjóðasambands verkalýðsamt'a'ka hinna frjálsu landa í London. Sam- þykkti þingið einróma stefnuskrá hins nýja sambands, þar 'sem skorað er á verkamenn al'lxa frjálsra landa, hver svo sem hörundsllitur þeirra eða trú er, að sam- einast til starfs og vinnan innan samtaka þessara gegn kúgun og ofbeldi einræðisins og einokun auðhring- anna. Þetta nýja alþjóðasamband t mál samtíðarinnar: 1) Þingið fordæmdi hina miklu þrælkun- arvinnu og fangabúðir, sem henni fylgja, í AustUr- og Mið- Evrópu. 2) Þingið fordæmdi brottflutning grískra barna til annarra Balkanríkja. Hvatti þingið til þess, að hinar sam- einuðu þjóðir gerðu þegar ráð- stafanir til þess, að börnin verði aftur flutt til heimkynna sinna. i ---------«--------- Reykvíkingar drekka 48 bús. lítra aí mjólk á dag ■» - -í Næg mjólk í dag og engin skömmtun. REYKVÍKINGAR drekka daglega 47 000—48 000 lítra af mjólk, að því er Mjólkursam- salan hefur tjáð blaðinu. í gær var mjólkin skömmtuð, þar eð daginn áður hafði ekki tekizt að ná mjólk af öllu svæðinu austanfjalls vegna ófærðar, sem var í neðri hluta Ölfussins. í dag mun aftur á móti verða nægjanleg mjólk* fyrir bæinn og verður því engin skömmtun. Undanfarnar vikur hafa dag- lega verið fluttir til Reykja-; víkur 47 000—48 000 lítrar, en það eru þær birgðir, sem dag- lega fara til neyzlu. Undanfarna daga hefur Hellisheiðin verið ófær vegna snjóa og hafa mjólkurbílarnir að austan komið um Þingvalla- veginn. B r sem mestur er, Kostov, fyrr- verandi varaforsætisráðherra. Hann neitar sekt sinni einn. Meðal hinna ákærðu er Ma- kedóníumaður, sem kveðst hafa verið flugumaður Titos til þess sendur að koma fvlgis- mönnum Titos til valda í ma- kedónsku hreyfingunni, og áttu þeir að vinna að því að ná búlgörsku Makedóníu undir Júgóslavíu. Jerúsalem ALLSHER J ARÞIN G Sam- einúðu þjóðanna ræðir enn um stjórn Jerúsalemsborgarð og eru um það hörð átök. Helzt hallast fulltrúar að alþjóðlegri stjórn, en bæði Gyðinga og Arabar hafa mótmælt því fyr- irkomulagi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.