Alþýðublaðið - 23.12.1949, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 23.12.1949, Qupperneq 5
Föstudagur 23. des. 1349. ALÞÝÐURLAÐ8Ð 5 Finnur Jónsson: í PÓLLANDI fóru kommúnistar að alveg á sama hátt og í Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi. Þeir fóru í samfylkingu við bændur og verkaruenn. Ekki voru þeir stærri fiokkur en svo, að þeir kröfðust 31% þingfulltrúa. Byrjað var að útrýma for- ustumönnum bænda, síðan kom röðin ag forustumönnum jafn- aðarmanna. Nú eru kommúnistar allsráðandi í Póllandi. Eins og öllum er kuilnugt, féðist rauði herinn inn í Pól- land að austan haustið 1939,1 jafnframt því sem Hitler hóf innrás sína að vestanverðu. Að farir nazistanna, fjöldamorð, þrennur og eyðingarstarf í fangabúðum eru alkunnar og svo hryllilegar að engin orð fá lýst. Hinu hefur minna verið haldið á lofti, hvernig aðfarir Bússa voru, þótt þær væru engu betri en nazistanna. Alls er talið að Rússar hafi í þessari árás, auk þeirra, sem féllu í bardögum, flutt burtu úr Pól- landi 1 500 000 pólskra ríkis- borgara. Meðal þeirra var f jöldi fnanna af Gyðinga- og Ukrainu ættum. Menn þessir áttu fæst- ir afturkvæmt. Allur þorri þeirra lét lífið í hinum hrylli- legu fangabúðum kommúnista í Síberíu. Svo sem nærri má geta var hiikið verk að sortera fólkið, en það höfðu Rússar lengi und- írbúið. Hin pólska deild rúss- tiesku leynilögreglunnar ann- aðist verkið. Foringi hennar þét Boleslav Krasnodebski, og hafði hann gegnt því starfi í þrjú ár. Hann hafði dvalið tvisvar í Rússlandi við undir- þúning. Fyrst árið 1923, á hin- Um svonefnda Leninskóla, sem útskrifað hefur nokkra íslenzka kommúnista, og síðar á árunum 1933—1936. Boleslav fékk rúss- íieskan borgararétt og mikla tiltrú foringjans. Hann tók sér nafnið Boleslav Bierut og er hú forseti hins pólska ríkis. Þegar upp úr slitnaði vin- áttu Hitlers og Stalins hóf Bierut leynistarf í þeim hluta Póllands, er Þjóðverjar her- sátu, og stofnaði kommúnista- flokk, er hann nefndi pólska Verkamannaflokkinn. Áður hafði hann unnið að því sama í þeim hluta landsins, er Rúss- ar hertóku. Starf Beiruts gekk mjög erf- iðlega í fyrstu, því hvorki voru Rússar né kommúnistar vel eéðir í Póllandi, .svo sem skilj- anlegt er. Þegar hann sá, hve íitlu hann fékk áorkað, hóf hann því samninga við jafnað- armenn um samfylkingu og komst að samningum við nokk- urn liluta þeirra undir forustu Josefs Cyrankiewicz, en annar hluti flokksins með Zygmunt Zulawski í fararbroddi neitaði eamfylkingunni. Þegar rauði herinn rak flótta Þjóðverja í Póllandi 1944, var stofnuð pólsk kommúnista- stjórn með íhlutun einvaldans í Moskvu. Kallaðist hún síðar „bráðabirgðastjórn pólskrar þjóðarsameiningar“ og settist að í Varsjá. Hinir þrír miklu ókváðu á fundinum í Yalta að Viðurkenna stjórn þessa með því skilyrði, að í hana bættust landflótta stjórnmálamenn. Varð að samkomulagi, að einn þátttakandi pólsku útlaga- stjórnarinnar í London, bænda- foringinn Mikolajczyk, tæki embætti varaforsætisráðherra. Á fundinum í Potsdam 1945 varð síðan samkomulag milli stórveldanna um að frjálsar og óháðar almennar kosningar ! kvldu ráða um framtíð hinnar pólsku ríkisstjórnar. Jafnaðarmenn höfðu í flestu haft forustu í frelsisbaráttu og. útlagastjórn Póllands. Margir. þeirra neituðu allri samvinnu við kommúnista og dvöldust á- fram í útlegð. Eftir að Miko-1 lajczyk kom heim hófst mikil ^ ósátt milli hans og kommún- istum og gerði samfyikingar- j ista og tók nokkur hluti jafn- cowski afstöðu með kommún- j istum og gerði samfylkingar- , samning við þá. Skyldu þeir berjast sameiginlega gegn aft- urhaldinu og bændaflokki Mi- kolajczyks. Báðir flokkarnir rkyldu þó virða sjálfstæði hvors annars. Landið logaði í innanlands- óeirðum og kom sér vel fyrir kommúnista að hafa leynilög- reglu, sem æfð hafði verið á rússneskan hátt. Yfirmaður þessarar lögreglu heitir Rad- kiewicz og er talinn hafa feng- ið æfingu í Moskvu, á sama hátt og Bierut. Var lögreglunni beitt svo harkalega gegn bændaflokknum og öðrum and- stæðingum kommúnista, að Bevin utanríkismálaráðherra Bretlands fann sig knúðan til að bera fram opinber mót- mæli gegn hinum taumlausu ofsóknum og pólitísku morð- um. Samfylkingin var í fullum gangi. Kommúnistar og samfylk- ingarmenn úr flokki jafnaðar- manna buðu nú hinum flokk- unum upp á sameiginlegan lista við kosningarnar, sem fram áttu að fara 19. janúar 1947, en þá voru 12 ár liðin frá því næstu kosningar þar áður höfðu farið fram. Full- írúum átti að skipta þannig: Kommúnistar 31% Jafnaðarmenn 31% Bændaflokkur (samfylk- ingarsinnar) 28% , Lýðræðisflokkurinn 10% Mikolajczyk neitaði þessu boði og krafðist 30% fulltrúa fyrir flokk sinn. Hófust nú enn harðari ofsóknir gegn flokki hans. Fangelsanir, mann dráp og húsleitir voru daglegir viðburðir. Kosningarnar voru *:krípamynd. Stjórnarlistinn fékk 80% atkvæða. Lýðræðis- flokkurinn 10% og aðrir flokk- ar 10%. Stjórnarstörfum var skipt þannig, að jafnaðarmenn fengu forsætisráðherrann, Cyrankie- wicz, og 7 aðra ráðherra. Kom- múnistar fengu 5 ráðherra, þ. á m. öryggislögregluna og ut- anríkismálin, menntamálin og iðnaðarmálin. Öryggislögregla kommúnista hélt að kosningunum loknum úfram fangelsunum á flokks- mönnum Mikolajczyks og í júní 1947 vor.u síðan hafnar árásir á forustumenn jafnaðar- manna. Voru þeir ákærðir fyr- ir að sýna ríkisstjórninni óvild, fyrir skemmdarverk og sam- vinnu við leynifélagsskap út- lendinga. Meðal hinna hand- teknu var Kazimiers Puzak, höfuð forustumaður og stofn- andi félags, er myndað hafði verið til þess að berjast gegn nazistum í ófriðinum. Allir íiinir handteknu voru úr þeim armi jafnaðarmannaflokksins, ':em hélt uppi baráttu fyrir ■jálfstæði flokksins, og beitt hafði sér gegn listabandalagi við kommúnista. Jafnframt því að handtök- urnar hófust sagði forseti jafn- aðarmannaflokksins af . sér og enn fremur formaður þing- flokks jafnaðarmanna. Hann hafði í ræðu mótmælt ritskoð- un ríkisstjórnarinnar á ræðum þingmanna og var af þeim á- rtæðum stimplaður sem íhalds- sinni. Þegar hér var komið hófu blöð kommúnista harða hríð að jafnaðarmannaflokknum og ásökuðu hann um að veita mót töku ýmsum af fylgismönnum Mikolajczyks. Blað jafnaðar- manna mótmælti þessum ásök unurn, en viðurkenndu þó, að verið gæti nauðsyn á að losna við eitthvað af hægri mönn- um, enn fremur nauðsyn á nánari samvinnu við Rússa í utanríkismálum. Kommúnistar hófu nú hreins- un í sínum eigin flokki, til þess að gefa hinum gott fordæmi, og losuðu sig við „drykkju-1 menn og aðra siðspillta menn“. | Jafnaðarmenn hófu þá einnig hreinsun og losuðu sig við alla pem áberandi höfðu barizt fyr- ir sjálfstæði flokksins. Þeirra á meðal fjölda manna, sem barizt höfðu í andstöðuhreyf- ingunni gegn Þjóðverjum. Þegar brottrekstrarnir stóðu rem hæst komst varaforsætis- ráðherrann Gomulka, sem þá var einn af leiðtogum komm- únista, en er nú fallin í ónáð, svo að orði í ræðu, að brýna nauðsyn bæri til að sameina þessa tvo verkalýðsflokka. Kröfur þessar voru síendur- teknar í blöðum kommúnista. Þrátt fyrir þetta héldu jafn- nðarmenn enn fram sjálfstæði sínu. Forsætisráðherra flokks- ins lýsti því yfir í ræðu 1. maí og tveim mánuðum síðar sam- þykkti framkvæmdastjórn flokksins, að halda áfram sam- vinnu við kommúnista, en á sjálfstæðum grundvelli jafn- aðarmannaflokksins. Um miðjan desember 1947 var 27. ársþing jafnaðarmanna kvatt saman í Breslau. Go- mulka, kommúnisti sá er áður getur, var gestur þingsins. Við þingsetninguna hélt hann ræðu og hvatti mjög sterkum orð- um til sameiningar flokkanna. Þrír höfuðleiðtogar jafnað- armanna vísuðu kröfu Go- mulka á bug í ræðum sínum, en hvöttu jafnframt mjög til aukinnar sam'vinnu og sam- íylkingar við kommúnista. í samþykkt, er flokksþing- ið gerði, var ákveðið að halda áfram samvinnu við kommún- ista á grundvelli samningsins :"rá 1946, en í honum var á- kvæði um sjálfstæði beggja "iokkanna. Enn kröfðust blöð kommún- ista sameiningar og eftir að ,,sameining“ hafði farið fram í Tékkóslóvakíu tóku forustu- menn jafnaðarmanna að linast í andstöðu sinni. Hinn 18. marz 1948 lýsti Cyrankievicz því yfir, að stjórnir flokkanna væru að undirbúa samninga um sam- einingu. Fregn þessi vakti (Frh. á 7. ciöa.) Eftir KRISTMANN GUÐMUNDSSON. Leikmanns þankar SELST UPP I DAG Bækur og rifföng h.f. Austurstræti 1. — Sími 1651. — Laugavegi 39. Hrafnisfa blað dvalarheimilis aldraðra sjómanna. verður selt á götunum í dag. Sölubörn komi í Bókfell, Hverfisgötu 78, klukkan 1 e. h. HÁ SÖLULAUN. Vegna íbuðarhúsa Reykjavíkurbæjar við Bústaðaveg óskast tilboð í 100 litla miðstöðvar- katla fyrir olíukyndingu, og kyndingartæki fyrir þessa katla. Útboðslýsing fæst á skrifstofu Vatns- og hitaveitunnar, Pósthússtræti 7, gegn 50 króna skilatryggingu. Reykjavík, 22. des. 1949. HELGI SIGURÐSSON. eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðsluna vita, ef þeir hafa ekki fengið jólablaðið. Afgreiðsla Álþýðublaðsins

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.