Alþýðublaðið - 03.01.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.01.1950, Blaðsíða 6
8 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Þriðjudagur 3. janúar 1950. GLEÐILEGT NÝÁR ! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. sáp&wsxit# GLEÐILEGT NÝAR! Þökk fyrir liðna árið. Verzlunin Rín, Njálsgötu 23. Gleðilegf nýár! Óskum öllum viðskiptavinum vorum góðs gengis á komandi ári. Brunabótafélag íslands. Kaupfélag Hafnfirðinga. Gleðilegf nýár! Matardeildin, Hafnarstræti 5, Matarbúðin, Laugavegi 42, Kjötbúð Sólvalla. Kjötbúðin, Skólavörðustíg 22. ALPHONSE DAUDET' GLEÐILEGT NÝÁR ! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. GLEÐILEGT NÝÁR ! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Sláfurfélag Suðurlands. tnilli fánanna tveggja, sem gestgjafinn hafði dregið að hún í tilefni hátíðadagsins. Það var mjög hlýtt. Hinn sæti ihnur frá heyinu var yndislegur, og þau gátu heyrt í bumbum og flug- eldum og hljómlistina fra strengjahljómsveit, sem þrammaði eftir götunum. „En hve það er heimskulegt af þessum Courbebaisse að koma ekki fyrr en á morgun!“ sagði La Mornas og teygði út armana, í augum hennar Ijóm- aði glampi frá kampavíninu. „Mig langar til að skemmta mér í kvöld.“ „Já, fjandinn veit, að mig langar líka til þess!“ Hann hallaði sér fram á handriðið við hlici hennar. Handriðið var ennþá brenn- heitt af steikjandi sólargeislun- um. Hann læddi handlegg sín- um lymskulega utan um mitti hennar í tilarunaskvni. „Ó, Paola, Paola!“ í þetta s'kipti tók söngmærin til að hlæja í stað þess að verða reið, en hún hló svo hátt og hjartanlega, að það fór svo, að hann tók undir hlátur' hennar. Svipaðri tilraun var vísað á bug á sama hátt um kvöldið, þegar þau sneru heim frá hátíðahöldunum, .en þar höfðu þau dansað og hámaö í sig sælgæti. Svefnherbergi þeirra voru samliggjandi, og hún söng því til hans i gegnum þilið: „Þú ert of lítill! Ó, þú ert of lítill!“ Þessu fylgdi alls kon- ar samanburður á milli hans og Courbebaisses, sem honum sjálfum var til vanvirðu. Hon- um varð það freisting að svara í sömu mynt og kalla hana Paolu ekkju, en það var of snemmt ennþá. Þegar þau sátu við hlaðið morgunverðarborðið daginn eftir og Paola var orðin óþolinmóð og loks óþreyjufull, vegna þess að Courbebaisse hafði ekki komið, tók Césaire upp úr sitt og sagði hátíðlega: „Hádegi! Því er öllu lokið.“ „Við hvað áttu?“ • „Hann er giftur.“ „Hver?“ „Courbebaisse.“ Smellur! Kjaftshögg! „Já, drengir minn, hvílíkt högg! Ég hef aldrei fengið ann- að eins högg í öllu mínu ásta- makki. Og hún krafðist þess að halda tafarlaust af stað. En það fór engin lest fyrr en klukkan fjögur um daginn. Og sá ótrúi æddi á meðan í lest á leið til Ítalíu með konu sinni. Síðan sneri Paola sér að mér á ný og lét þetta bitna allt saman á mér, barði mig með hnúum og hnefum og klóraði mig. Ja, hvílík óheppni. Svo læsti ég hurðinni að herbergi mínu. Þá réðist hún á húsgögnin. Loks féll hún á gólfið í hræðilegu móðursýkiskasti. — Klukkan fimm var hún sett í rúmið, og þar var henni haldið. En ég æddi af stað til að leita uppi d’Orsay lækni, allur rifinn og blóðugur, líkt og ég væri ný- kominn út úr brómberjarunn- um. Það gildir hið sama um þessi mál og einvígin að því leyti, að maður ætti alltaf að hafa lækni við liöndina. Sjáðu mig' bara í anda æða eftir þjóð- veginum með galtóman mag- ann og í þvílíku steikjándi sóí- þegar ég kom til baka með lækninn. Ég heyrði skyndilega raddir, þegar ég nálgaðist gisti- húsið, og sá mannþyrpingu fyrir neðan gluggann. Guð al- máttugur! Guð almáttugur! Hafði hún nú drepið sig? Hafði hún drepið einhvern annan? Hið síðarnefnda var líklegra, þegar La Mornas átti hlut að máli. Ég æddi áfram, og hvað heldurðu að ég hafi séð? Það var fullt af skrautljóskerum á svölunum, og þar stóð sjálf söngmærin! Hún hafði látið huggast og leit dásamlega út, vafin í einn af fánunum, og grenjaði þjóðsönginn hástöfum sem framlag sitt til hátíða- dagsins, en fyrir neðan stóð mannþyrpingin og klappaði á- kaflega. Og þannig lauk ástamakki Courbebaisses, drengur minn! Ég segi nú samt ekki, að því hafi verið alveg lokið í einni svipan. Maður verður alltaf að gera ráð fyrir stuttu tímabili aðgæzlu eftir tíu ára fangavist. En það versta féll að minnsta kosti á mínar herðar. Og ég skal þola jafnmikið af hendi þinnar vinkonu, ef þú óskar.“ „Æ, frændi sæll! Hún er ekki þess háttar kona.“ „Vitleysa,“ sagði Césaire og opnaði vindlakassann. Hann hélt vindlunum upp að eyranu til þess að fullvissa sig um, að þeir væru þurrir. „Þú ert ekki sá fyrsti, sem hefiír yfirgefið hana.“ „Það er reyndar satt.“ Og Jean greip fegins hendi í þessa vísbendingu, sem hefði níst hjarta hans fyrir nokkrum mánuðum. Föðurbróðir hans og skemmtilega sagan hans urðu honum í rauninni til nokkurrar hvatningar, en hann gat ekki þolað slikt líf tvöfaldr- ar lygi mánuðum saman. Það var hræsnin og skipting tíma hans, sem hann gat ekki þolað. Hann gæti aldrei tekið slíka á- kvörðun. Hann hafði beðið of lengi. „Hvað ætlarðu þá að gera?“ Meðlimur Árveknishreyfing- arinnar greiddi skegg sitt, gerði tilraunir með ýmis konar bros, stellingar og höfuðhreyf- ingar, á meðan ungi maðurinn barðist við þennan vanda. tííð- an spurði Césaire kæruleysis- legur á svipinn: „Býr hann langt í burtu?-1 „Hver?“ „Nú, auðvitað þessi lista- maður, þessi Caoudal, sem þú stakkst upp á, að skyldi gera brjóstlíkanið af mér. Við gæt- um farið og spurt um verð hans á slíku, á meðan við erum saman.“ Caoudal var mikill eyðslu- seggur, þótt hann væri orðinn frægur, og bjó enn í d’Assas- stræti, þar sem hann hafði notið fyrstu velgengninnar. Á leiðinni þangað spurði Césaire, hver staða þessa listamanns væri í listaheiminum. Hann vissi auðvitað, að hann myndi krefjast mikils verðs, en ehrr- arnir í Tilrauna- og árveknis- hreyfingunni heimtuðu, að á brjóstlíkaninu yrði fyrsta flokks vinna. „Þú þarft ekki að veia hræddur um það, föðurbróðir sæll, ef Caoudal tekur þetta að sér.“ Og hann taldi upp titla myndhöggvarans og virðingar- stöður. Hann var meðlimur í Listastofnuninni, hafði verið sæmdur merki Heiðursfylking- arinnar og fjöldanum öllum af erlendum orðum. „Ónytjung- urinn“ glennti upp augun í undrun sinni. „Og þið eruð vinir?“ „Mjög góðir vinir.“ „Hvílíkur staður er þessi Parísarborg? Hversu maður getur kynnzt merku fólki hérna.“ Caussin hefði skammazt sín dálítið fyrir að játa, að Caou- dal var einn af gömlum elsk- hugum Fanny og hún hafði kynnt þá hvorn fyrir öðrum. En það hefði mátt halda, að Césaire hefði einmitt verið að hugsa slíkt. „Er hann sá, sem bjó til Sapphostyttuna, sem við eig- um heima á Castelet? Þá þekk- ir hann ástmey þína og getur ef til vill hjálpað þér að slíta samvistum við hana. Lista- stofnunin, Heiðursfylkingin. Slíkt hefur alltaf áhrif á kven- fólkið.“ Jean svaraði ekki. Ef til vill datt honum einnig í hug, að hann gæti notfært sér áhrif þessa gamla elskhuga hennar. Föðurbróðir hans hélt áfram og hló hjartanlega: „Heyrðu annars! Þessi bronsstytta er ekki lengur í herbergi föður þíns. Ég þurfti því miður að segja Divonne, að stytta þessi væri af ástmey þinni. Og Divonne vildi alls ekki hafa styttuna þar lengur, þegar hún frétti þetta. Þú þekkir duttlunga ræðismanns- ins og ímugust þann, sem hann Y Myndlislar- skóll F.Í.F. hefst aftur miðvikudaginn 4. janúar. Verður bætt við nýjum nemendum í teiknideild og í tilsögn í meðferð lita. Höggmyndadeildin er fullskipuð. —Kennarar við skólann eru: Ásmiindur Sveinsson myndhöggvari, Þorvaldur Skúlason listmálari, Kjartan Guðiónsson listmálari, og Eiríkur Smith listmálari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.