Alþýðublaðið - 05.01.1950, Page 1
y
Veðurhortur:
Ausían og norðaustan stinn-
ingskaldi. Skýjað en úrkomu-
laust að mestu.
Forustugrein:
Afstaða verkalýðsins.
XXXI. árgangur. Fimmtudagur 5. janúar 1950. 3. tbl.
Dollaraskortur Breta
fer ört minnk-
andi, segir Cripps
„Bráðabirgðatillögur" Ólafs Thors komnar fram:
Ný brezk prýstiloftsflugvél
Bretar munu nú standa fremst allra þjóða í smíði þrýstilofts-
flugvéla, eins og vel kom fram á flugsýningu í Farnborougl:
nýlega. Hér sést ein vélin, sem þar var sýnd, Avro 707.
fzkir sfjórnmálamenn
>
m frá Ausfur-Berlín .
Grotewohi, forsætisráðherra Austur-
Þýzkaiands, kominn á hressingarhæii
austur í Sovétríkiunum.
FJÓRIR LEIÐTOGAR frjálslynda demókrataflokksins í
Austur-Berlín flúðu í gær yfir á hernámssvæði Vesturveld-
anna í borginni, eftir að blöð kommúnista höfðu gert á þá
árásir, sem þeim augsýnilega þótti fyrirboði verri tíðinda. Blöð-
in réðust á fimmta manninn úr flokki þessum, sem einnig mun
hafa komizt undan, en ekki er vitað, hvar liann er niður kom-
DOLLARA.SKORTUR Breta
minnkaði stórkostlega á sein-
asta fjórðungi ársins 1949, að
því er Sir Stafford Cripps hef-
ur skýrt frá. Var hallinn á doll-
araviðskiptunum ekki nema 31
milljón sterlingspund, en var
fjórðunginn á undan 540 millj-
ónir. Sir Stafford yarar þó við
of miMlli bjartsýni um lausn
þessa vandamáls. Hann kvaðst
vera mjög ánægður með árang-
urinn af lækkun sterlings-
pundsins.
Cripps skýrði einnig frá því,
að gull- og dollaraeign Eng-
landsbanka sé nú 1688 milljón-
ir, og er það 260 milljona aukn-
ing á síðasta fjórðungi 1949.
Vaxandi stjórn-
málabarátta í
Bandaríkjunum
STJÓRNMÁLASTARFSEMI
fer nú vaxandi í Bandaríkjun-
um, og er það talið öruggt í
Washington, að þingið muni á
þessu ári bera mjög svip þeirra
kosninga, sem fram fara vestra
í nóvembermánuði. Verður þá
kosið til þings og r.vargra ann-
arra embætta, og veltur
á miklu fyrir forsetann að
missa þá ekki meirihluta á
þingi.
Nú virðist allt benda til þess,
að repúblikanar ætli að snúast
til hægri og hætta að taka
undir félagsmálalöggjöf og rík
isafskipti Trumans forseta og
deókrata hans, en taka í þess
stað upp hreinni íhaldsstefnu.
Slík stefna bar að vísu ekki
góðan árangur fyrir John Fost-
er Dulles í kosningunum í
Nevv York í haust, en mun
samt verða ofan á. Er við því
búizt, að þingið hneigist mjög
til sparnaðar, og muni verða
gerðar harðar atlögur að Mar-
shallhjálpinni og öðrum hæstu
útgj aldaliðunum.
ILO, alþjóða verkamálasam-
bandið, hefur ákveðið að bjóða
inu nýstofnaða ríki í Indónesíu
að senda fulltrúa á næstu ráð-
stefnu sambandsins. Er þetta
gert samkvæmt óskum Hol-
lendinga.
inn-
limar hlufa af
Palestínu
ABDULLAH Transjórdaníu-
konungur hefur tilkynnt í An-
nam, höfuðborg sinni, að sá
hluti Palestínu, sem lier hans
lagði undir sig í styrjöldinni,
hafi verið formlega innlimaður
í Transjórdaníu.
mn.
Að því er frjálslyndi flokk-
urinn í Vestur-Berlín hefur
skýrt frá, eru menn þessir allir
réttkjörnir þingmenn í Bran-
denburgarþinginu, löggjafar-
samkomu Austur-Þýzkalands,
en þeir höfðu verið reknir af
þingi samkvæmt rússneskri
fyrirskipun og var þeim gefið
að sök að hafa ófrægt Sovét-
ríkin.
í gærkveldi bárust einnig
fregnir af því, að forsætisráð-
herra hins rússneska leppríkis
í Austur-Þýzkalandi, Grote-
wohl, væri farinn austur til
Rússlands til dvalar á heilsu-
hæli þar, Hann veiktist, sem
kunnugt er, snemma í vetur og
var þá lagður inn í sjúkrahús
rússneska hersins. Þegar þrá-
látur orðrómur kom upp um
það, að veikindi hans mundu
vera pólitísks eðlis, hélt hann
fund með blaðamönnum til að
hnekkja þeim orðrómi. Hann
var svo hress á gamlárskvöld,
að hann gat tekið þátt í nýárs-
fagnaði, en nú er hann skyndi-
lega farinn austur til Rússlands,
á hressingarhæli.
Walther Ulbricht, tryggasíi
fylgismaður Moskvukommún-
ismans í Austur-Þýzkalandi,
hefur nú tekið við störfum
Grotewohls í f jarveru hans.
«
Sigur Wafdflokksins
í Egyptalandi
WAFDFLOKKURINN hefur
unnið mikinn sigur í kosning-
unum í Egiptalandi, að því er
fregnir þaðan herma. Hafði
flokkurinn, þegar síðast frétt-
ist, fengið 120 þingsæti, en hin-
ir flokkarnir tveir, Sadhista-
flokkurinn og frjálslyndi flokk
urinn, 12 hvor. Alls eru kosnir
309 þingmenn. Wafdistar hafa
rekið mjög frjálslynda stefnu.
Tveir sóttu um borg-
arlæknisembættið
UMSÓKNARFRESTUR um
borgarlæknisembættið í Rvík
var útrunninn um áramótin og
hafa tveir læknar sótt um emb-
ættið; þeir Jón Sigurðsson, nú-
Ef Jrambúðarlausn" hefur ekki
fengizt fyrir febrúarlok, á sölu-
skafíur að hækka upp í 1 prósent!
STJÓRN ÓLAFS THORS lagði ,bráðabirgðatil-
lö‘gur“ sínar fyrir alþingi í gær, er það kom aftur sam-
an til funda eftir jólaleyfið. Ganga þær í aðalatriðum
út á það, að ríkissjóður skuli tryggja bátaútveginum
í janúar og febrúar 75 auria verð fyrir bvert kg. af
nýjuim fiski, í stað 65 aura, sem hann hefur ábyrgzt
áíðustu ár, svo og hraðfrystihúsunum kr. 1,53 fyrir
hvert enskt pund af þorskflökum, ii amieiddum á sama
tímaibilli, cg saltfis'kútflytjendum kr. 2,48 fyrir hvert
kg. af ful'llS'öltuðum istórfiski. Enn fremur á ríkisstjórn-
in að fá heimild til að verja allt að einni milljón króna
til lækkunar á framleiðslukostnaði sjávarafurða á
sama tíma.
í þessum „bráðabirgðatillög-^
um“ ríkisstjórnarinnar, sem
eru í frumvarpsformi og nefn-
ast „frumvarp til laga um rík-
isábyrgð á útflutningsvörum
bátaútvegsins o. fl.“, er gert
ráð fyrir því, að ríkisstjórnin
leggi síðar fyrir alþingi tillög-
ur um „löggjöf, er leysi tii
frambúðar rekstursvandamál
bátaútvegsins“.
En ef löggjöf, sem fullnæg-
ir þeim tilgangi „að dómi
ríkisstjórnarinnar“, liefur
ekki verið samþykkt af al-
þingi fyrir lok febrúar,
skulu ákvæði „bráðabirgða-
tillagnanna“, sem bornar
voru fram á alþingi í gær,
framlengjast til vertíðar-
loka eða nánar til tekið til
15 maí,
og á ríkisstjórnin þá jafnframt
að fá heimild til þess að verja
2,5 milljónum króna til lækk-
unar á framleiðslukostnaði
sjávarafurða fram til þess
tíma.
Enn fremur á ríkisstjórn-
inni þá að heimilast að inn-
heimta söluskatt með allt að
30% af tollverði allrar inn-
fluttrar vöru að viðbættum
aðflutningsgjöldum og áætl-
aðri álagningu 10%. En
sem kunnugt er var sölu-
skatturinn innbeimtur árið,
sem leið, með 6%.
Á með þessu síðasta ákvæði
„bráðabirgðatillagnanna“ að
afla ríkissjóði tekna til þess að
geta risið undir fyrirsjáanlega
auknum kostnaði af hækkun
fiskábyrgðarverðsins.
Þetta frumvarp ríkisstjórn-
arinnar mun verða flutt og
tekið til umræðu í neðri deild
alþingis í dag.
verandi borgarlæKnir, og Bald-
ur Johnsen, héraðslæknir á
ísafirði.
Franska stjórnin bíð-
ur ósigur í þinginu
FRANSKA STJÓRNIN beið
ósigur í atkvæðagreiðslu í
þinginu í París í gær, en segir
þó ekki af sér, þar sem ekki
var um traustsyfirlýsingu að
ræða í máli þessu. Var þetta á-
kvæði um gerðardóm í vinnu-
deilum, sem um var deilt, og
snerust jafnaðarmenn, sem
sitja í stjórninni, á móti á-
kvæðinu.
PAKISTANSTJÓRN hefur
tilkynnt, að hún muni viður-
kenna stjórn kommúnista í
Kína innan skamms.
Fyrsta kjarnorku-
vélin er nú í
smíðum, segir
Trumanforseti
TRUMAN FORSETI skýrði
frá því í ræðu sinni í ame-
ríska þinginu í gær, að nú
væri verið að smíða fyrstu
vélina, sem hagnýta mundi
kjarnorkuna í þágu frið-
samlegra starfa. Hann gaf
engar frekari upplýsingar
um tilraunir þessar, sem
verið er að gera í Banda-
ríkjunum, en sagði, að
mannkynið væri nú á
þröskuldi nýrrar aldar, og
mundi þessara tímamóta
minnst sem einna hinna
mestu í þróunarsögu manns
ins.