Alþýðublaðið - 05.01.1950, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. janúar 1950.
ALbÝfiUBLAÐIO
Kristinn Gunnarsson:
VIÐ ÁRAMÓT. líta menn til
baka yfir liðið ár. Á þeim tíma-
mótum fremur en endranaér er
reynt að læra af fenginni
reynslu og verða þannig þetur
fær en ella um að leysa vanda-
mál líðandi stundar og komandi
ára. Við þessi áramót er vafa-
laust rætt meira um núverandi
ástand og horfur í efnahags-
aiálum þjóðarinnar og mál,
. sem eru þeim nátengd en npkk-
tið annað. Það er rætt urp af-
komu og erfiðleika einstákra
atvinnugreina og þó einkum
sjávarútvegsins, um dýrtíð. og
kreppu, um atvinnu og atvinnu
leysi, verðlag og tekjur, svarta-
markaðsbrask og húsaleiguok-
ur, skatta og- tekjuhalla ríkis-
sjóðs, gjaldeyrisskort, verzlun-
arjöfnuðinn o. s. frv. Það er
ólíklegt ,að þjóðin hafi nokkru
sinni áður hugsað jafnmikið
og almennt um þessi mál og
einmitt um þessar mundir,
enda ekki að ástæðulausu.
Síðast liðinn áratug hafa orð-
ið hraðari og stórfenglegri
oreytingar á högum og atvinnu
háttum þjóðarinnar heldur en
Bokkru sinni áður. Þar hafa
skipzt á einstæð velmegunarár
og allmikil erfiðleikaár. Ýmsar
foeinar og óbeinar afleiðingar
síðari heimsstyrjaldarinnar or-
sökuðu gífurlegar breytingar á
foögum þjóðarinnar, svo sem
foiið háa verð á útflutningsaf-
iurðurn okkar og hingaðkoma
erlendu setuliðanna og fram-
kvæmdir þeirra hér á landi. At-
vinnulífsstarfsemin jókst veru-
lega á flestum sviðum og at-
vinnuleysis hefur varla orðið
vart síðan í stríðsbyrjun. Gjald
eyristekjur þjóðarinnar jukust
svo mikið, að þrátt fyrir mikla
aukningu á innflutningi söfn-
uiðúst giídir gjaldeyrissjóðir.
Og samtímis áttu sér stað mikl-
ír fólksflutningar úr sveitun-
um til kaupstaðanna, einkum
til Reykjavíkur. Eftir stríðið
voru hinir gildu gjaldeyrissjóð-
ir að nokkru notaðir til þess að
flytja inn ýmis konar neyzlu-
vörur og að nokkru leyti til
jbess að auka og endurnýja
framleiðslutæki þjóðarinnar.
Sú aukning framleiðslutækja
og hagnýting nýjustu tækni
hefur valdið gjörbreytingu á
atvinnuháttum og afköstum í
landbúnaði, sjávarúívegi og
íðnaði. Erlendu innistæðurnar
eru nú gengnar til þurrðar.
Lækkað verð á útflutningsaf-
urðum okkar, aílabrestur á
síldveiðum í fimm sumur í
röð og brotthvarf erlendu
setuliðanna hafá dregið úr
gjaldeyristekjum landsmanna,
«n það er ein meginástæðan
fyrir efnahagsörðugleikum
þjóðarinnar um þessar muridir.
Enn er allt í óvissu, hvernig
traustari grunnur verður lagð-
rar að atvinnulífsstarfseminni
og jafnvægi komið á í eínahags
málum þjóðarinnar.
Þessi þróun í efnahagsmál-
um þjóðarinnar hafði.þau áhrif
á kjör alþýðu manna, að þau
foDtnuðu miög verulega frá því,
sem var fyrir stríð'. Að miklu
leyti átti þessi batnandi af-
koma rót síriá að rekja til þess,.
að atvinna varð næg fyrir alla
og átvinnuíeysinu þar með
raunverulega útrýmt, en einn-
!g var ástæðan sú, að kaup
hækkaði' talsvert og auk þess
komu t.il ýmis hlunnindi vegna
aukinnar félagsmálalöggj afar.
En þrátt fyrir aukna atvinnu,
hækkað kaupgjald og fleira, þá
hefur afkoma alþýðu ekki batn-
að eins mikið og þær breyting-
ar gefa til kynna. Því fer víðs
íjarri eins og allir vita. Á móti
hækkuðu kaupi hefur komið
hækkað verðlag, sem hefur gert
að engu verulegan hluta þeirra
kjarabóta, sem fengust með
nækkuðu kaupi. Einkum hefur
þessi hækkun verðlags orðið
tilfinnanlegri, síðan vöruskort-
ur fór að gera vart við sig fyrir
alvöru og ýmis konar óhæfileg
| fjárgróðastarfsemi og svarta-
markaðsbrask fór að grafa um
j sig. Og þar við bætist, að vegna
j algerðrar óvissu, hvernig ræt-
I i.st úr núverandi efnahagsörð-
j ugleikum, þá hefur atvinnuör-
j yggið stórum minnkað og at-
j vinnuleysi gert vart við sig á
nýjan leik. Enn er of snemmt
að spá nokkru um það, hvaða
áhrif á kjör manna almennt
þær ráðstafanir kunna að hafa,
I sem að síðustu verða farnar til
1 þess að leysa aðsteðjandi
vandamál atvinnuveganna.
Hins vegar er ólíklegt eins og
; nú horfir að þjóðin komist hjá
að taka á sig talsverðar byrðar
vegna þeirra ráðstafana.
Það leikur ekki á tveim tung-
um, að fyrir íslenzku þjóðina
voru stríðsárin óvenjuleg eða
öllu heldur einstæð velmegun-
1 arár, sem sköpuðu skilyrði til
1 þess að bæta mjög verulega og
J varanlega kjör manna almennt.
j Fáir munu neita því, að hagur
' alþýðu hafi batnað frá því, sem
Var fyrir stríð. Fáir munu líka
neita því, að raunveruleg kjör
manna gætu verið betri og at-
vinnuöryggið meira heldur en
það er nú, ef æskilegri leiðir
hefðu verið farnar í fjármála-
stjórn og hagsmunabaráttunni
síðan í stríðsbyrjun. Enginn
skyldi ætla, að þeir erfiðleikar,
sem íslenzka þjóðin á nú við að
etja, eða þau vandamál, sem
leysa þurfti til að komast hjá
dýjrlíðarþróun síðustu ára, séu
eða hafi verið á neinn hátt erf-
iðari viðfangs eða torleystari
en vandamál í efnahagsmálum,
sem nágrannaþjóðum okkar
hefur tekizt að leysa. Öllu held-
ur mætti segja, að efnahagsmál
þeirra, ýmist vegna hersetu
eða styrjaldarþátttöku, hafi
verið mun meiri en hjá okkur.
Að þeim hefur betur tekizt í
bessum efnum en okkur er að
miklu leyti vegna þess, að
vegna meiri pólitískrar eining-
ar eri hjá okkur hafa þau getað
i.tjórnað fjármálum sínum af
:neiri festu og framsýni en við,
og hagsmunabaráttan hefur því
vkki haft í för með sér stór-
kostlegar brevtingar á kaup-
gjaldi og verðlagi.
íslenzk alþýða uggir nú Um
sinn hag, eins og hún hefur
fulla ástæðu til, og harmar, að
okki skyldi stærri hluti af gull-
rtraumi velmegunaráranna
"alla henni í skaut sem raun-
Verulegar og varanlegar kjara-
bætur. Það er þess vegna alveg
sérstök ástæða einmitt nú að
hugleiða vandlega, hvernig
hún geti treyst sín samtök og
tryggt sér í framtíðinni að góð-
ærin færi henni meiri og var-
anlegri kjarabætur en stríðsár-
in gerðu, og einnig, að hún
þurfi ekki að taka á sig óhæfi-
lega mikinn hluta af byrðum
erfiðleikaáranna.
I þeim löndum, sem alþýðan
hefur háð markvissa og sigur-
sæla hagsmunabaráttu og kom-
izt lengst í því að bæta og
tryggja sín kjör, auka félags-
iegt öryggi og leysa ýmis þjóð-
félagsvandamál, þar hefur
hagsmuna- og mannréttinda-
baráttan verið háð með a. m. k.
þremur mismunandi samtök-
um. í fyrsta lagi hefur sú bar-
átta verið háð með samtökum
verkamanna, verkalýðshreyf-
ingunni, sem lengstum hefur
fyrst og fremst starfað á þeim
grundvelli að hækka kaupgjald,
stytta vinnutímann, auka ör-
yggi á vinnustöðvum og á ann-
an svipaðan hátt bæta kjör
meðlima sinna. Síðustu árin
hafa verkalýðssamtökin í vax-
andi mæli lagt áherzlu á að
hafa áhrif á verðlagið og enn
fremur hafa þau farið inn á
þær brautir að rannsaka leiðir
til þess að auka afköst og fram-
leiðslumagn eftir því sem skiln-
ingur hefur vaxið á því, að
vöruframboðið hefur . úrslita-
þýðingu fyrir kaupmátt laun-
anna og raunveruleg kjör. Sam-
vinnuhreyfirigin korn einnig
mjög snemma til sögunnar sem
engu þýðingarminni samtök
fyrir hag alþýðu heldur en
i verkalýðshreyfingin. Jafnframt
j voru þau félags- og menningar- j
! samtök, sem lögðu mikla á-
j herzlu á ýmis konra fræðslu-
I starfsemi. í þriðja lagi hefur
alþýðan hinar pólitísku hreyf-
j ingar eða flokka, sem einkum
hafa það híutverk að hafa á-
j .hrif á og nota löggjafarvaldið
og framkvæmdavaldið á þann
i hátt, sem stuðlar bezt að al-
■nennri hagsæld og blómlegu
J menningarlífi. Án stuðnings
pólitískra flokka hefði hvorki
verkalýðshreyfingin né sam-
vinnuhreyfingin fengið þau
rtarfsskilyrði með breyttri eða
nýrri löggjöf, sem gerir þeim
kleift að njóta sín til fulís. í
fjórða lagi má svo nefna hin
ýmsu menningar- og fræðslu-
ramtök alþýðunnar. sem ýmist
rtarfa sjálfstætt eða á vegum
hinna pólitísku hreyfinga.
Islenzk alþýða hefur mýndað
-ér öll þessi mismunandi hags-
rnuna- og félagssamtök, sem að
ofan greinir. Hins vegar hafa
þau verið of veik og ósamstillt
og árangur af starfi þeirra þess
vegna ekki orðið sem skyldi.
Hin pólitísku samtök hafa ver-
ið klofin af vel kunnum ástæð-
um, sem ekki verða raktar hér.
Og það er órækur vottur um
mikið óunnið starf fræðslu- og
menningarsamtakanna, að ís-
lenzk alþýða skuli ekki enn
hafa náð að sameinast um
grundvallarreglur laga og lýð-
ræðis, sem mannréttinda- og
menningarþjóðfélag verður ó-
hjákvæmilega að byggja á.
Verkalýðshreyfingin hefur
unnið ómetanlegt starf fyrir ís-
lenzka alþýðu á liðnum áratug
um. Síðustu árin :hefur samt
greinilega komið í Ijósv hver
takmörk sigursælli verkaiýðs-
baráttu eru sett. Verkalýðs-
hrevfingin befur getað knúið
fram hærra kaup í krónutali en
áður, en þær kjarabætur, sem
þannig fengust, urðu minni og
skamtnvinnari en efni stóðu til,
vegna breytinga á verðlaginu.
j Þess vegna hefur athygli ís-
i lenzkra verkalýðsleiðtoga góðu
Kaupum
flöskur og g!ös.
Efnagerðin Valur.
SÆKJUM HEIM.
Hverfisgötu 61.. >
Simi 6205.
Kaupum fuskur
Baídursgötfj 30.
Tíu ára gamall Mjómsveitarstjóri
heilli beinzt meir og meij að
raunverulegum kjörum, bæði
kaupgjaldi og verðlagi. Aðeins
skynsamleg fjármálastjórn get-
ur komið í veg fyrir mjög mikl-
ar sveiflur á verðlagi almennt
og kaupmætti peninganna.
Hins vegar getur samvinnu-
hreyfingin haft veruleg áhrif
til lækkunar á verðlagið frá
því, sem það ella myndi vera á
hverjum tíma. Á meðan póli-
tískur klofningur hindrar fram-
kvæmd slíkrar fjármálastjórn-
ar, sem tryggir að fengnar
kjarabætur með hækkuðu
kaupgjaldi hverfi ekki fljót-
lega að miklu leyti í hækkuðu
verðlagi, er þeim mun rnikil-
vægara, að þau hagsmuna- og
.fálagssamtök, sem fyrst og
fremst bæta hag sinna félags-
manna með lækkuðu vöruverði
og betri vörudreifingu fái not-
ið sín til fulls.
Samvinnuhreyfingin á sér
þegar langa og merkilega sögu
hér á landi. Hún hófst hér sem
bændahreyfing, en náði síðan
oruggri fótfestu í bæjunum.
Hún er nú orðin fjölménnustu
og öflugustu félagssamtök
meðal þjóðarinnar og hefrir
þegar unnið mikla sigra og
orðið mikið ágengt í því, að
bæta hag sinna félagsmanna.
Nú er svo kómið, að kaupfélag
er í öllum bæjum landsins, og
sýnt er, að fólkið í bæjunum
er vel á veg komið með að læra
að meta gildi samvinnuhreyf-
ingarinnar. Enn er samt míkið
óunnið verk þar til möguleikar
samvinnusamtakanna til að
auka hagsæ'd almennings hafa
að mestu leyti verið notaðir.
Og það er vissulega mikil á-
stæða til .þess einmitt nú eftir
feynslu síðast liðins áratugs
um þróun kaupgjalds og verð-
iags, að þeir margvíslegu mögu
leikar, sem samvinnusamtökin
hafa til þess að gera vex-zlun
og vörudreifingu hagkvæmari
og ódýrari og á annan hátt
auka hagsæld og velmegun, séu
fyllilega notaðir.
Kristhm Gunnarsson.
---------------------
Kviknar í báS
j’ýrir nokkrum mánuðum var mikið talað um barnungan ítalskan hljómsveitarstjóra, Pier-
.no Gamba, sem þá var á ferðalagi norðan A1 pafjalla og stjórnaði hljómsveitum á opinber-
um hljómieikum. — Nú 'hefur hann fengið keppinaut, einnig ítala, Roherto Benzi, sem
sx aðeins 10 ára, og einnig er hljómsveitarstjó :i. Hér á myndinni sést hann á æfingu í París.
Á NÝÁRSDAGSMORGUN
kl. 6,30 var slökkviliðið kvatt
ves.tur í skipasmíðastöð Daní-
cls Þorsteinssonar, en þar hafði
koirtið uppp eldur í bát, út frá
olíukyndingu. Slökkviliðinu
lókst brátt að slökkva eldinn
og skemmdir urou litlar.
Þetta var eina brunaútkallið
á allri nýársnótt.
Lesið Álþýðubidðið 1