Alþýðublaðið - 05.01.1950, Page 8

Alþýðublaðið - 05.01.1950, Page 8
Gerizt áskrifendur að Alþýðubiaðinu. Al'þýðubla’ðið inn á hvert heimili. Hringið í síma 4900 eða 4906. Fimmtudagur 5. janúar 1950. rvomio og serjiQ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Allir vilja kaupa ALÞÝÐUBLAÐIÐ Rafmagnslaust á mörgum sföðum að 4 klsf. RAFMAGNSBILUN varð á( aflstóru svæði í bænum í gær- ctag, og stóð bilunin yfir upp undir fjórar klukkustundir. ! Bilunin var út frá spennistöð á Frakkastíg, en orsakir bilun- arinnar og bilunin sjálf er ó- kunn. Þó tókst viðgetðarmönn- urn að koma rafrnagninu á að nýju og voru göturnar, sem straumlausar voru, settar í sambánd við hverfið smátt og srnátt, þannig að alls staðar var komið rafmagn kl. 3.30 til kl. 4. Meðál þeirra gatna. sem raf- roagnsiausar voru, var Farkka- stígurinn, Vallarstræti, Ránar- gata, Brekkustígur., Ánanaust og Grandagarður. Enn fremur voru nokkrir aðrir götuhlutar og einstakar byggingar, þar á meðaL Þjóðleikhúsið, raf- magnslaus. íur fínnsf örendur á víðavangi SÍÐLIÐINN LAUGARDAG fannst maður örendur á víða- vangi norður á Langanesi. Var það Sæmundur Láursson bóndi að.Iieiði á Langanesi. Sæmundur fór heimanað frá scr á föstudaginn og ætlaði að hyggja að hestum, en er heim- korna hans drógst fóru tveir menn að leita hans en fundu hann ekki urn kvöldið. Á gamla ársdag var flokkur manna feng inn frá Þórshöfn til þess að leita Sæmundar. Heyrðu leitar menn brátt hundgá, en hundur hafði fylgt Sæmundi. Gengu leiíarmenn á hljóðið og fundu Sæmund örendar í svokölluð- um Þverárdal, og var hundur- inn hjá líki bóndans. sfarfsafmæli ögreglumanna UM ÁRAMÓTIN áttu 12 lög- reglumenn í Reykjavík 20 ára starfsafmæli, og starfa þeir nú ýrnist hjá sakadómaraembætt- ínu eða hjá lögreglustjóra. Lögreglumennirnir eru þess- ir: Ágúst Jónsson, Ingólfur Þorsteinsson, Jakob Björnsson, Magnús Eggertsson, Magnús Hjaltested, Matthías Guð- mundsson, Matthías Svein- björnsson, Pálmi Jónsson, Sig- urður Ingvarsson, Skúli Sveins son, Stefán Thorarensen og Sveinn Sæmundsson. í GÆR varð drengur fvrir vörubifreið á Hringbrautinni, vestur undir Hofsvallagötu, og rnun drengurinn hafa fótbrotn- að. Var vörubifreiðin að aka fram hjá strætisvagni, þegar drengurinn hljóp út á götuna. Enginn rafmagnsskortur? ef íhaldið hefði ekki svikið Samkvæmt loforðum þess 1946 ætti Sogsstöðio að vera nær tilbúin. ------------------«--------- MEÐ HVERJUM DEGI verður það Ijósara, hversu uggvænlegt útlitið er í rafmagnsmálum bæjarins. Spenn- an er nú allmikið fyrir neðan það, sem hún á að vera, þegar mest er notað af rafmagninu, og perur dofna, plöt- ur hitna verr, viðkvæmar rafmagnsvélar fara að verða í hættu og umferðaljósin slökkna. En hvernig ætli ástgnd- ið verði næsta veíur og veturinn 1951—52, úr því að svona er komið strax. Við síðustu kosningar vantaði ekki loforð frá íhald- inu um rafmagnsmálin. Þá var því lofað: 1) Að toppstöð- in yrði tilbúin ekki síðar en haustið 1946, og 2) Að undir- búningi virkjunar neðri Sogsfossa verði hraðað og fram- kvæmdir ekki hafnar síðar en 1947. Allir þekkja efndirn- ar á þessurn loforðum. Toppstöðin tók ekki til starfa fyrr en 1948 og undirbúningur Sogsstöðvarinnar dróst svo úr hófi fram ,að framkvæmdir eru nú, 1950, rétt að hefjast. Ef íhaldið hefði staðið við þessi lofoi'ð, sérstaklega hið síðara, væri Sogsstöðin nú langt komin og hefði orðið miklu ódýrari, en rafmagnsskortur væri fyrirbrigði, sem Reykvíkingar þyrftu ekki að óttast árum saman. En íhald- ið sveik kosningaloforð sín og bæjarbúar fengu rafmagns- skortinn 1946—48 og fá hann nú aftur 1950—52. Hæpið að ákveða þjóðarfekjur eff- ir skaftframfölum, segir Hagsfofan ♦ ------ Reynir aðra öruggari íeið til að ákveða heildartekjur þjóðarinnar. T I—«1——,■»..... SKATTAFRAMTÖLUM hér á landi er nú svo komið, að Hagstofan viðurkennir opinberlga, að ekki sé öruggt að á- kveða þjóðartekjurnar eftir þeim. I síðasta hefti Hagtíðind- anna er grein um álagningu tekju- og eignaskatts árið 1948 og segir þar: „Hins vegar er ljóst, að allar þessar upphæðir munu vera of lágar, þar sem þær byggjast á skattaframtölum, því sú hefur hvarvetna verið raunin á, að allmikið af tekjum sleppur við skattálagningu. Það þykir því nú orðið öruggara að ákveða þjóðartekjurnar á annan hátt, með því að gera heildaráætlun um alla framleiðsluna á landinu, bæði vörur og þjónustu, og hefur Hagstofan gert nokkur drög til þess.1' Það verður fróðlegt að sjá greiðenda jókst einmg gífur niðurstöður Hagstofunnar af þessari rannsókn, og ætti þá að fást nokkur hugmynd um það, hversu miklum tekjum er stungið undan skatti hér á landi. Samkvæmt skattaframtölum hefur Hagstofan komizt að raun um, að heildartekjur landsmanna voru 1947 meiri en nokkru sinni fyrr, eða 1222, 7 milljónir króna, en árið áður var sú upphæð 1024,7 milljón- ir. Þessar upphæðir hafa áður verið sem hér segir: 1935 1940 1942 1944 1946 1947 106 millj. 213 — 544 — 794 — 1025 — 1223 — Tala skattgreiðenda var á ár- inu 1948 hærri en nokkru sinni fyrr. Einstakir tekjuskatts- greiðendur voru þá 58 957, en voru 1947 eklci nema 53 564. Tala einstakra eignaskatts- lega, úr 21 516 upp í 32 225, og á eignakönnunin án efa sinn þátt í því. Tekjuskattskyld fé- lög voru 1948 977. Meðaltekjur skattskyldra ein staklinga voru 17 000 kr. Bretar og kjarn- orkumálin BRETAR hafa sent Banda- ríkjamönnum orðsendingu um kjarnorkumál, að því er New York Times segir frá. Telur blaðið, að Bretar muni ekki vilja hefja framleiðslu á kjarn- orkusprengjum, heldur ein- beita sér að frekari lcjarnorku- rannsóknum, en óska þess hins vegar, að Bandaríkjamenn geymi einhverjar birgðir af kjarnorkusprengjum í Bret- landi- .. iJLtiSÁ Truman viss umr ai iýðræi slarist á ko r B Flutti í gærdag áramótaræöu sína í þinginu í Washington. —.------------------ TRUMAN FORSETI flutti í gær ræðu í Bandaríkjaþingi, þar sem hann ræddi hag ríkisins, og lét hann í ljós fullvissu sína á því, að lýðræðisríkjunum mundi takast að vinna bug á kommúnistahættunni. Hann kvað mikið hafa áunnizt og benti á, að fyrir þrem árum hafi verið yfirvofandi hætta á því, að öll Evrópa og Miðjarðarhafslöndin lentu í klóm kommúnista. Hann kvað miklu hafa verið komið til leiðar um endurreisn efnahags Norðurálfuríkja, og benti á það öryggi, sem þau heíðu skapað sér með Atlantshafsbandalaginu. Truman lagði á það aðalá-*- herzlu í ræðu sinni, að höfuð- tilgangurinn í stefnu Banda- ríkjanna væri að koma á friði í heiminum. Hann kvað komm- únismann ekki aðeins ögra hernaðarlega, heldur ögraði hann lífskjörum og frelsi manna í lýðræðislöndunum, og yrði að standa á verði á öllum sviðum. Forsetinn sagði um innan- ríkismál Bandaríkjanna, að hagur þjóðarinnar hefði aldrei verið betri en nú. Hann kvað höfuðviðfangsefni stjórnar sinnar innanlands vera að vinna gegn atvinnuleysi og halda uppi kaupmætti launa. Þá skoraði forsetinn á þing- ið að halda áfram efnahags- styrk til Norðurálfuríkjanna og kvað stjórn sína mundu berj- ast fyrir því, að svo verði. Ræðunni var mjög vel tekið af þinginu, og hún oft rofin af lófataki þingheims. Magnús Kjartansson lekur sæli Lúðvíks Jósefssonar á alþing! MAGNÚS KJARTANSSON ritstjóri, fyrsti varauppbótar þingmaður Kommúnistaflokks ins, tók í gær sæti Lúðvíks Jós efssonar á alþingi. Las forseti sameinaðs þings bréf, sem Lúð' vík hafði slcrifað forseta neðri deildar, en þar kvaðst Lúðvík ekki geta mætt til þings um sinn vegna anna og óskaði þess að varamaður mætti í sinn stað. Sameinað þing samþykkti síðan kjörbréf Magnúsar, svo og kjörbréf Eiríks Einarsson- ar, annars þingmanns Árnes- inga, en hann hefur ekki mætt fyrr til þessa þings vegna veik- inda. Voru bæði kjörbréfin samþykkt með samhljóða at- kvæðum eftir að kjörbréfa- nefnd hafði rannsakað þau og mælt með samþykkt þeirra. Margir utanbæjarþingmenn voru enn ekki komnir til þings í gær, en forseti sameinaðs þings kvað þeirra von alveg næstu daga. BANDARÍKJASTJÓRN hef ur farið fram á það við Ung- verja, að þeir loki ræðismanns- skifrstofum sínum í Bandaríkj- unum. Telur ameríska stjórnin, MaÖur slasast á leið vinnu, en ugt um orsökina í GÆRDAG slasaðist maður á leið til vinnu sinnar og var komið með hann heim þangað sem hann bjó, en ekki er vitað með hvaða hætti slysið hefur orðið. ! Um klukkan 12.50 fór mað- urinn heiman að frá sér á hjólx en hann býr að Miðtúni 19, en vinnur í vélsmiðju niðri í bæ. Segir ekki af ferðum mannsins fyrr en klukkan 13.05 að komið var með hann slasaðan heim, og getur hann sjálfur enga grein gert fyrir því hvernig slysið orsakaðist, hvort hann hefur fallið af hjólin eða orðið fyrir bifreið, eða slasazt með öðrum hætti. Síðast man mað- urinn eftir sér er hann ók nið- ur Skúlagötuna á móts við Ræsi, en þrátt fyrir eftir- grenslan lögreglunnar hefur ekki hafzt uppi á neinum, senj orðið hefur sjónarvottur að slysinu, og er því alls ekki vit- að hvort það hefur orðið á Skúlagötunni, að minnsta kosti hefur reiðhjólið ekki fundizt þar. < Piltur, sem heima var í hús- inu Miðtúni 19, sá að komið var með manninn í ljósri fólks- bifreið, og biður lögreglan bif- reiðarstjórann, er ók hinura slasaða mannþheim, að gefa sig fram, ef hann kynni að geta gefið einhverjar upplýsingar um slysið og hvar það hefur gerzt. Maðurinn var allmikið meiddur á höfði og víðar. Slökkviliöið kvatt tvisvar út í fyrrakvöld SLÖKKVILIÐIÐ var tvisvar sinnum kvatt út í fyrrakvöld. í annað sinnið að Veðramóti við Dyngjuveg, þar hafði kviknað í reykháf, en skemmdir urðu engar. í hitt skiptið var slökkviliðið kvatt að Grettis- götu 2, en þar logaði í rusli, en skemmdir urðu engar. að Ungverjar hafi ekki haldið samninga sína. ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.