Alþýðublaðið - 29.01.1950, Side 7
Sunnudagur 29. janúar 1950
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Verkamannabústaðirnir eru bezta lausn húsnæðisvandrœðanna
Tómas Vigfússon:
ÞAÐ er helzt að heyra á
blöðum Sjálfstæðisflokksins
að borgarstjórinn okkar sé einn
mesti byggingafrömuður þessa
bæjar. Þau telja það verk borg-
arstjórans, hvað byggt hefur
verið hér í Reykjavík af íbúð-
arhúsum nú síðustu árin.
Jú, bærinn hefur byggt
Melahúsin, Skúlagötuhúsin og
Lönguhlíðarbyggingarnar; öll
þessi hús eru margbýlishús.
Lönguhlíðarhúsin eru byggð
á borgarstjóraárum þess borg-
arstjóra, sem nú er, en hin
ekki. Bygging þessara húsa
virtist vera að mörgu leyti góð
byrjun og vera tilraun í rétta
ntt, er bæri að stefna að, en
húsin voru byggð á tímum,
þegar erfitt var um vinnuafl og
fleira, og hafa orðið fyrir ó-
sanngjarnri gagnrýni af þeim,
er um þau hafa talað. En var
það Sjálfstæðisflokknum að
þakka að hafin var bygging
þessara húsa? Nei, það var hug-
mynd Alþýðuflokksins, sem
þar var framkvæmd, en nú
telja Sjálfstæðismenn það sína
hugmynd og sín hús.
Þeir, sem hafa verið hér í
bæ síðustu 20 árin minnast
þess ekki, að Sjálfstæðisflokk-
urinn teldi það skyldu sína að
gangast fyrir byggingum íbúða
húsa fyrir almenning, en nú
telja þeir sjálfum sér trú um
að þeir séu fæddir til að byggja
yfir þá húsnæðislausu.
Sjálfstæðismenn í bæjar-
stjórn Reykjavíkur eiga forust-
una, en ekki hugmyndina að
hinum 25 húsum, er nú er ver-
ið að byggja við Bústaðaveg.
En staðsetningu húsanna munu
Sjálfstæðismenn • einir geta
þakkað sér. En hvað um það,
húsin verða byggð og þar koma
íbúðir. Sízt skyldi lasta fjölg-
un íbúða hér í bæ, þar sem
húsnæðisvandræðin þrengja að
fólki.
Dálítið er það nú losaraleg-
ur áhugi í skipulags og bygg-
ingamálum bæjarins að hafa
verið að ljúka við að skipu-
íeggja ákveðið svæði til bygg-
inga fyrir framkvæmdir bæj-
'arins í íbúðarhúsnæði, þegar
allt í einu er hlaupið suður á
Bústaði, en hin skipulögðu
svæði geymd. Sjálfstæðismeiri-
hlutinn veit ekki enn hvert
hann ætlar að leiða holræsi frá
Bústaðahúsunum, hefur þó ef-
íaust eftir sinni venju haldið
marga einkafundi um málið
með öllum bakvörðum og ráð-
gjöfum.
Flestir bæir, sem eru í þró-
un, reyna að taka fyrir ákveð-
in byggðahverfi til bygginga
og reyna að ljúka byggingum í
þeim, þar' sem götur og lóðir
hagnýtast bezt þannig. Það er
vitað að gatnagerð hér í bæ er
stór útgjaldaliður fyrir bæjar-
rjóð og þá borgarana um leið.
Það ætti því að vera vilji allra
flokka er vilja hag borgaranna,
að gera þann lið sem minnstan,
,en þó sem beztan fyrir bæjar-
búa. Ég lít svo á að þessa^hafi
ekki verið gætt sem skyldi.
Bæjarstjórnin hefur gert sér
of lítið far um að gera þenn-
an lið sér og borgurunum sem
ódýrastan.
Við Hringbraut vestan Kapla
skjóls eru til lóðir fyrir marg-
býlishús, með öllum leiðslum
og jafnvel skilyrði til hita-
veitu. Þar hefði verið hægt að
byggja allt að því allar þær
íbúðir, sem nú er verið að reisa
við Bústaðaveg. Það virðist
heldur ekki hafa vaknað áhugi
meirihluta bæjarstjórnar
Reykjavíkur fyrir að hagnýta
betur eyður í eldri hluta Reykja
víkur. Þessi lausung í bygginga
málum gerir Reykjavík mikið
ógagn hvað útlit og fegrun
snertir, sem öllum flokkum
mun þó vera áhugamál að verði
bætt. Það er alsiða að eftir að
byggðahverfi hafa verið reist,
eru stórgrýtishaugarnir á lóð-
um og fyrirhuguðum götum
svo árum skiptir. En á sama
tíma er bærinn að láta vinna
við hafnargerðir; grjótuppfyll-
ing sótt í holtin í námunda við
byggðahverfin, sem eru í smíð-
um eða jafnvel fullbyggð; en
þar má ekki taka grjótið, sem
væri til stórþæginda og sparn-
aðar fyrir byggjendur, bænum
enginn kostnaður, en stórt
spor til fegrunar.
Alþýðuflokkurinn er ekki að
berjast fyrir því að eingöngu
séu byggð hér margbýlishús,
hann vill að byggð séu hús er
uppfylli kröfur um góðar og
heilsusamlegar íbúðir, en helzt
að sem mest frjálsræðis gæti í
byggingaframkvæmdum al-
mennt. En á sama tíma og hús-
næðisvandræðin þjá borgar-
ana, telur hann nauðsyn á að
haga byggingum þannig að sem
mestrar hagsýni gæti. Hér í
bæ hafa verið byggð hús, sem
kölluð eru tvístæðuhús, þann-
ig að tvö hús standa saman;
þau eru almennt 2 hæðir auk
kjallara, með íbúð á hvorri
hæð. Þessi hús hafa gefizt vel,
þau skapa sundurlausa byggð,
þar sem lóð er við hvert hús.
Þessi hús eru ódýrust í bygg-
ingu fyrir utan 3ja hæða marg-
býlishús. Það eru þannig hús
og margbýlishús, sem ætti að
kyggja nú, þegar húsnæðis-
vandræði steðja að og fjárhag-
ur ríkis, bæjar og einstaklinga
er svo óviss sem hann er nú.
Við nánari athugun er
vafamál, hvort hér hefði
þurft að vera þau húsnæð-
isvandræði, en nú steðja að,
með þeim byggingafram-
kvæmdum, er verið hafa frá
því 1943, ef rétt hefði ver- I
ið á hlutunum haldið. Eftir
skýrslum byggingafullírú-
ans í Reykjavík hafa verið
byggðir 923.234 rúmmetrar
af íbúðarhúsnæði frá byrj-
un árs 1943 og til ársloka
1948. Það samsvarar 3077
íbúðum 300 rúmmetra að
stærð; 300 rúmmetra íbúð
samsvarar sem næst 75—80
fermetra íbúðum, og að auki
geymslum í kjöllurum. Ef
reiknað er með að 5 manns
komist af með 300 rúmmáls
metra íbúð, ætti þetta hús-
næði að hafa tekið á móti
15 385 manns, sem er sem
næst sú fjölgun, er varð í
bænum á þessum árurn.
Nú var nokkuð fanð að
bera á húsnæðiseklu á árinu
1942, en ekki meira en hægt
hefði verið að ná upp með því
að draga úr byggingu verzlun-
ar- og skrifstofuhúsa.
En til þess hefði þurft að
lögfesta húsmarksstærðir á
íbúðum.
Maður á erfitt með að kom-
ast hjá þeirri hugsun að ein-
hver leiðasti blettur á stjórn-
Framh. á 11. síðu.
Þessi mynd sýnir stofu í verkamannabústöðunum, smekklegt
herbergi, en hóflegt að stærð.
Þessi gangur í verkamannabústöðunum er ólíkur hinum óhóf-
íegu ,,holum“ í villunum, sem eru heilar stofur, er fara tiJ
einskis sem íbúðarhúsnæði.
Smekklegt og hentugt eldhús í verkamannabústöðum. Hér er
ekki rúrni eða byggingarefni eytt til einskis.