Alþýðublaðið - 02.02.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.02.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmíudagnr 2. februar 1950 Útgefancíi: Alþýffuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. í>ingfréttir: Helgi Sæmundsson. I Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiffslusími: 4900. Affsetur: Alþýffuhúsiff. Alþýffuprentsmiffjan h.f. Baráilan við fíosn- ingaúrsiitin TÍMINN hefur nú farið að dæmi Þjóðviljans og reynir að gefa lesendum sínum í skyn, að Alþýðuflokkurinn hafi ekki átt auknu gengi að fagna við kosningarnar um síðustu helgi. Ræðir hann í þessu sambandi um kosningaúrslitin á þeim stöðum, þar sem Framsóknar- flokkurinn vann á, og kveður upp á þeim forsendum þann úrskurð, að Alþý'ðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið í stað í kaupstöðunum miðað við fulltrúatölu, komm- únistar tapað fjórum, en Fram sóknarflokkurinn bætt við sig jafnmörgum fulltrúum. Þessar upplýsingar eru réttar, hvað kaupstöðunum viðkemur, en eigi að síður aðeins hálfur sannleikur af því, að þagað er um kosningaúrslitin í kaup- túnunum. Það, sem fyrir ligg- ur, er að sjálfsögðu að ræða kosningaúrslitin í heild. En Tíminn lætur slíkt undir höf- uð leggjast í því skyni að leyna lesendur sína vexti Alþýðu- flokksins! Alþýðublaðið birti í fyrra- dag kosningaúrslitin miðað við tölu kjörinna frambjóðenda flokkanna og til samanburðar fulltrúatölu þeirra við bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar 1946. Það leikur þess vegna enginn vafj á því, hvað er satt og rétf í þessu máli: Alþýðu- flokkurinn bætti við sig 9 full- trúum, en tapaði 4. Kommún- istar bættu við sig 2, en töpuðu 6. Framsóknarflokkurinn vann 4, en tapaði 1. Sjálfstæðis- flokkurinn vann 2, en tapaði 6. Alþýðuflokkurinn hefur þann- ig bætt við sig 5 fulltrúum og unnið mest á af flokkunum. Framsóknarflokkurinn hefur bætt við sig 3 fulltrúum. Kom- múnistar hafa tapað 4 fulltrú- um og Sjálfstæðisflokkurinn öðrum 4 fulltrúum. Það, sem á vantar, er því aðeins, að skrif finnar Tímans segi allan sann- leikann og viðurkenni þá stað- reynd, að Alþýðuflokkurinn er sá flokkurinn, sem vann flest ný sæti í bæjar- og sveitar- stjórnum í kosningunum. 1 * Jafnframt heldur Þjóðviljinn áxram að telja lesendum sín- um trú um, að Alþýðuflokkur- inn hafi farið halloka í kosn- ingunum. Hins vegar hefur hann gefizt upp við það von- lausa verk að halda því fram, að kommúnistar hafi verið sig- urvegarar í orrahríð þeirra, en Þjóðviljinn reyndi sem kunn- ugt er í fyrsta tölublaði sínu eftir kosningar að skipta því hlutskipti milli kommúnista og íhaldsmanna, flokkanna, sem biðu ósigur í kosningunum, þegar tveir staðir, Reykjavík og -Norðfjörður, eru undan- skildir! Þjóðviljinn byggir staðhæf- ingar sínar um fylgi Alþýðu- flokksins á kosningaúrslitun- um í Reykjavík einum. En Al- þýðublaðið hefur aldrei haldið því fram, að Alþýðuflokkurinn væri í vexíi í Reykjavík við þessar kosningár, svo að at- hugasemd kommúnistablaðsins er út í bláinn. Alþýðuflokkur- inn jók að vísu fylgi sitt í höf- uðstaðnum frá kosningunum 1946, en tapaði frá kosningun- um í haust, þó að atkvæðatap hans væri miklu minna en kommúnista, sem töpuðu 632 atkvæðum, enda þótt vígstaða þeirra væri miklum mun betri en beggja hinna andstöðuflokka íhaldsins. Það er því tilgangs- laust fyrir Þjóðviljann að halda umræðunum áfram á þessum grundvelli. En vilji hann ræða úrslit kosninganna í heild og segi satt og rétt frá um þau, er engum blöðum um það að fletta, að Alþýðuflokk- urinn hefur unnið á, en komm- únistar tapað, víða stórtapað. Þeirri staðreynd verður ekki breytt með blaðaskrifum, og I'jóðviljanum tekst ekki einu sinni að telja áköfustu fylgis- mönnum kqmmúnista trú um, sð lygi hans sé sannleikur, þar eð þeir eru læsir og skrifandi og geta því dæmt um málið sjálfir. Það dylst heldur ekki þessa dagana, að kommúnistar eru óvenju framlágir og dauf- ir í dálkinn. Það talar sínu máli um kosningaúrslitin, og hreystiyrði Þjóðviljans hafa síður en svo talið kjark í þá. Ósigur heldur áfram að vera ósigur, hvað sem öllum blaða- skrifum líður. Annars er það lærdómsríkt fyrir lesendur Tímans og Þjóð- viljans að lesa forustugreinar og fréttir beggja þessara blaða um kosningaúrslitin. Þar er annað hvort sagður hálfur sannleikur eða heil lygi. Fyrst svo er um tölulegar staðreynd ir eins og kosningaúrslit, geta menn gert sér í hugarlund, hvort ekki muni ástæða til að gjalda varhuga við ýmsu öðru, sem þessi blöð halda fram um önnur atriði í málflutningi sín- um. En það er ekki nema gott, að bæði þessi blöð skuli gera sig ber að óhæfuverkunum fyrst þau hafa á annað borð svarizt til þjónustu við lygina. Þau blekkja þá kannski færri eftir en áður. Alþýðublaðið væntir þess, að hugsandi menn og konur kynni sér kosningaúrslitin og myndi sér sjálfstæða skoðun á þeim. Gögnin liggja fyrir, sam- anburðurinn. er auðveldur og dómsniðurstaðan ætti ekki að vera erfiðleikum háð. Viti born um mönnum getur naumast dulizt, að flokkur, sem bætir við sig 5 bæjarfulltrúum, vinnur meiri sigur en hinn flokkurinn, er bætir við sig að- eins 3, svo að ekki sé rninnzt á hlutskipti þeirra tveggja flokka, sem töpuðu 4 fulltrú- um hvor! En þessar einföldu staðreyndir virðast vefjast fyr- ir skriffinnum Tímans og Þjóð- viljans, þó að þeir séu senni- lega ekki eins fáfróðir og skiln- ingssljóir og þeir látast vera. Fagrar kvikmyndir af íslenzku dýralífi og ís- íenzkri náítúru. — Nauðsynlegt að búa til slíkar kvikmyndir, sem eingöngu eru ætlaðar börnum. — Hörmulegt slys, sem mikið er talað um. — Inn- flutnings- og gjaldeyrisnefnd er úr sögunni. — Fjárhagsráð er tekið við. Kennaraskipti hjá sunddeiid KR SUNDDEILD KR hélt aðal- fund sinn í fyrradag. Lætur Jón Ingi Guðmundsson nú af kennarastörfum hjá KR eftir rúmléga 10 ára starf, og var honum þakkað ágætt starf í þágu félagsins. Hinn nýi kenn- kvikmynda allra. ari, sem félagið hefur ráðið, er Jón Pálsson, yfirsundkennari í MEÐAN ÉG VAR að horfa á Sundhöll Reykjavíkur. þessar myndir fór ég að hugsa KVIKMYNDIR ÞÆR af ís- lenzkum lanclbúnaði og nátt- úru, sem Kjartan Ó. Bjarnason sýndi í fyrsta sinn í Nýja bíó í fyrrakvöld eru fagrar og vel teknar aff dómi Ieikmanns. Fjöl margar þessara mynda úr ís- Ienzkum sveitum — og af Vest- fjörffum, munu vera . meffal hinna fegurstu, senf hér hafa ver ið sýndar í kvikmyndum. Þaff er unaffslegt að horfa á þessar myndir, aff ferffast meff höfund- inum aff sumri meffan illviffrin geisa fyrir utan unv hávetur. FUGLALÍFSMYNDIRNAR . frá Vestmannaeyjum eru ákaf- lega fróðlegar og eins myndirn- ar af fluglaveiðum og eggja- töku í Eyjum. Hef ég ekki fyrr séð betri myndir af þessum sér- kennilega og að ýmsu glæfra- Iega atvinnuvegi. — í fyrstu myndinni, sem sýnd var, fannst manni gæta of sterks bláma, sér saklega á vatni, en í blómamynd inni virðist manni litirnir vera sannir — og eins í Vestmanna- eyjamyndinni. Ég held að Kjart ani Ó. Bjarnasyni hafi tékizt á- kaflega vel með töku þessara Tvísöngur Halldórs Kiljans GREIN sú, sem Halldór Kiljan Laxness skrifaði í síðasta hefti Tímarits Máls og menn- ingar um dvöl sína austur í Moskvu síðast liðið sumar, hefur vakið mikla athygli; enda kveður þar óneitanlega að ýmsu leyti við nokkuð nýjan tón í skrifum komm- únista um fyrirmyndarríki þeirra austur á Rússlandi. Leynir það sér ekki, að Hall- dór Kiljan hefur í þetta sinn rekið sig á ýmsar óþægileg- ar staðreyndir austur þar, sem illa samrýmast þeim lof- söng, sem bæði hann og aðrir kommúnistar hafa sungið um Sovét-Rússland hingað til. GRElN HALLDÓRS KILJANS hefur af þessum ástæðum ekki aðeins vakið athygli hér á landi, heldur og annars stað ar á Norðurlöndum, svo sem Kaupmannahafnarfregn í Morgunblaðinu á þriðjudags- morguninn bar með sér. Seg- ir þar, að Kau.pmannahafnar- blaðið ,,Social-Demokraten“ hafi gert greinina að umtals- efni vegna þeirra játninga, sem í henni felist um ástand- ið á Rússlandi, og varpað fram þeirri spurningu, hvort Halldór Kiljan muni eftir slíka grein komast hjá því að verða stimplaður sem hættu- legur títóisti. AF ÞJÓÐVILJANUM í gær er helzt svo að sjá, að Halldóri Kiljan þyki sú athygli, sem Rússlandsgrein hans hefur vakið, vera orðin dálítið ó- J þægileg fyrir sig; því að ( Þjóðviljinn skýrir frá því, að j hann hafi sent „Social-Demo- kraten“ skeyti, sakað hann um falsanir á grein sinni og heitið honum öllum ritlaun- um fyrir næstu sögu sína að verðlaunum, ef blaðið geti fundið þeim ummælum, sem það hefur eftir honum, stað í grein hans. ALÞÝÐUBLAÐINU er ekki kunnugt um það, hvað ,,Soci- al-Demokraten“ kann að hafa haft eftir grein Halldórs Kiljans, og af Kaupmanna- hafnarfrétt Morgunblaðsins er það fremur óljóst. Virðist þó, að Halldór Kiljan telji áliti sínu austur á Rússlandi og meðal kommúnista yfir- leitt standa nokkra hættu af því, sem „Social-Demokrat- en“ hefur sagt, og því reyni hann nú að snúa sig út úr því með verolaunabrandara þeirn, sem Þjóðviljinn getur um. Má vel vera að Halldóri Kiljan sé þetta nauðsynlegt. En hetjulegt er það ekki af honum því að jafnvel þótt frásögn ,,Social-Demokraten“ kunni að hafa verið eitthvað ónákvæm, þá verður því ekki neitað, að í grein Halldórs Kiljans fellst þungur áfellis- dómur yfir kjörum óbreyttra verkamanna austur á Rúss- Iandi, og yfir andlegri kúgun þar, einkum við listamenn og rithöfunda, sem hann ætti sannarlega að draga sínar á- lyktanir af, ef hann væri sá maður, sem hann vill vera. EN ÞAÐ LÍTUR ekki út fyrir að hann sé það. Því að hvern- ig getur hann viðurkennt hin aumu kjör óbreyítra verka- manna austur á Rússlandi eftir þrjátíu ára sovétstjórn, kúgun listarinnar og mjsnotk un rithöfundanna af - hálfu valdhafanna þar, — og þó haldið áfram að lofsyngja þetta sem það, sem koma skuli? Hér er eitthvað bogið við Halldór Kilján sjálfan. Hann sér, hvernig hinir ó- breyttu verkamenn eru kúg- aðir austur á Rússlandi, og hvernig listamennirnir og rit- höfundarnir eru sviptir frelsi til þess að hlýða sínum eigin innblæstri og misnotaðir til þess að lofsyngja valdhafana. En hann dregur engar álykt- anir fyrir sjálfan sig af þess- um ömurlegu staðreyndum. Hann heldur lofsöngnum um Rússland, nú vísvitandi blekk ingum um það, þrátt fyrir allt áfram, eins og ekkert hafi í skorizt! Þetta er tvísöngur, sem ætti að vera fyrir neðan virðingu skáldsins Halldórs Kiljans Laxness. um það, hve mjök gvikmynda- húsin kvarta undan því að skort ur sé á góðum barnamyndum. Ég sé ekki bstur en að hægt væri að búa til úr þáttum kvik- mynda á borð við þessar myndir Kjartans framúrskarandi góðar kvikmyndir fyrir börn, og ekki til að sýna þeim einu sinni held- ur hvað eftir annað ár eftir ár, með litlum breytingurn. ÉG ER alveg viss um það, að börn myndu skemmta sér kon- unglega við að horfa á þessar myndir, lifnaðarhætti húsdýr- anna, fuglalífið og fjölda márgt annað. Öllum er kunnugt að þau fjölmörgu kaupstaðabörn, sem ekki þekkja lífið í sveitum landsins, og ekki geta notið sam býlis við dýrin og náttúruna, fara mjög mikils á mis. Úr þessu er hægt að bæta með lcvikmynd um. Og mér finnst, sem það sé. einmitt sjálfsagt að fá Kjartan Ó. Bjarnason til þess að búa til svona myndir fyrir börnin. Og í sannleika sagt finnst mér,. að eitthvert kvikmyndahúsið ætti að fá hann eða einhvern annan góðan kvikmyndatökumann til þess að gera þetta. ALMENNINGUR TALAR nú mjög irm hið hörmulega slys, þegar Vörður fórst og fimm menn létu lífið, þar af virðast tveir ekki hafa komizt úr skip- inu þrátt fyrir það, þó að ekki hafi verið annað sýnilegt í all- langán tlma, en að skipinu væri ekki hægt að bjarga. Líf is- lenzkra sjómanna er clýrmætara en skipin sem þeir sigla á. ís- lenzkir sjómenn og samtök þeirra mega aldrei slaka til á þeirri skoðun. — Sjódómur mun nú fjalla um þetta hörmu- lega slys og komast að niður- stöðu um það. BREYTING IIEFUR nú verið gerð á yfirstjórn gjaldeyris- og innflutningsmálanna. Innflutn- ings og gjaldeyrisnefnd hefur nú verið afnumin, en við hefur tek- ið fjárhagsráð. Enn bætist á þess bak — og virtist mörgum þó sem nóg hvíldi á herðum þess. Nú eiga me’nn að snúa sér að því — og aðfinnslum við innflutnings- og gjaldeyrisnefnd linnir loks- ins. iil Pekisig BRETAR hafa ákveðið að scnda fulltrúa sinn hjá kín- versku kommúnistastjórninni til Peidng og að láta hann taka þar við störfum sem sendifull- trua. Hefur brezka stjórnin beðið með að taka þessa ákvörðun til. þess að ganga úr skugga um, hvort kommúnistastjórnin í Peking myndi setja einhver skilyrði fyrir því að veita full- trúa Bretlands viðtöku. Nú þykir sýnt, að engin slík skil- yrði verði sett.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.