Alþýðublaðið - 02.02.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.02.1950, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. febrúar 1950 ALÞÝÐU8LAÐ1Ð 7 Félagslíf KR og ÍR Æfing í kvöld kl. 8—10. — Mætið allir. Stjórnin. FARFUGLAR! Munið að sækja aðgöngumiðana að árshátíð- inni í síðasta lagi í dag. —• Samtaka nú og mætið öll og takið með ykkur gesti. Nefndin. SKIPAHTG6RÐ RIKISINS „Skjaldbreið” um Húnaflóahafnir til Skaga- strandar hinn 7. þ. m. Tekið á móti flutningi til hafna milli Ingólfsfjarðar og Skagastrand- ar á morgun og árdegis á laug- árdaginn. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á mánudaginn. Jí Jt Tekið á móti flutningi til Vest- mannaeyja alla virka daga. Aivinna Matvöruverzlun vantar duglegan verzlunarstjóra, sem vildi gerast meðeig- andi og gæti lagt fram nokkurt fé. Æskilegt að viðkomandi hefði unnið i kjötbúð áður. Nánari upp- lýsingar (þó ekki í síma) í skrifstofunni eftir hádegi í dag og næstu daga. SALA OG SAMNINGAR Aðalstræti 18. Daglega á boS- stólum heitir og kaldir fisk og kjötréttir. K5id borð og beHur veizlumatur íendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR. Það er afar auðvell Bara að hringja í 6682 og komið verður samdægurs heim til yðar. Kaupum og seljum allskonar notaða muni. Borgum kontant. — Fornsalan, Goðaborg Freyjugötu 1. Verzlunarmenn ræða kjaramál sín á almennum fundi í VR á mánudag ALMENNUR LAUNÞEGAFUNDUR innan V.R. verður haldinn að Félagsheimilinu n. k. mánudag, 6. febrúar. Á þeim fundi verða kjaramálin til umræðu og væntanlega munu þá einhverjar ákvarðanir verða teknar varðandi uppsögn á samn- mgi. Heimilt er að segja upp samn ingum eftir 1. janúar 1950 með eins mánaðar uppsagnarfresti fyrir lok hvers ársfjórðungs. Engin endanleg ákvörðun hef- ur enn verið tekin af hálfu launakjaranefndar og stjórnar V.R. um það, hvaða breyting- ar verði farið fram á að gera við samninginn. Hins vegar hafa stjórn V.R., launakjara- nefnd og stjórnir hinna þriggja deilda félagsins rætt kjaramál- in sameiginlega, en engar við- ræður hafa enn farið fram á milli V.R. annars vegar og at- vinnurekenda (sérgreinafélaga kaupsýslumanna og KRON) hins vegar. Á s._ 1. hausti gerðu launþeg- ar í verzlunarstétt og kaup- sýslumenn með sér nýjan við- auka við kjarasamning stéttar- innar, og var hann undirritað- ur 13. október. KRON og öll sérgreinaíélög kaupsýslumanna innan Verzl- unarráðs íslands, að tveimur undanskildum, undirrituðu þennan samningsviðauka. Þessi tvö félög eru Skókaupmanna- félagið og Félag vefnaðarvöru- kaupmanna. í desember undir- ritaði Félag vefnaðarvörukaup manna hins vegar samninginn og er því skókaupmannafélágið hú eina sérgreinafélag kaúp- sýslumanna, sem ekki hefur gerzt aðili að áðurgreindum samningsviðauka. Allmörg verzlunarfyrirtæki í þessum bæ tilheyra engu sér- greinafélagi og standa sömu- leiðis utan Verzlunarráðs ís- lands. Stjórn V.R. skrifaði flest um þessum fyrirtækjum bréf, þar sem farið var fram á, að þau gerðust aðilar að viðauk- anum. Svör hafa borizt frá all- mörgum fyrirtækjum, og eru fiest þeirra jákvæð. Hins veg- ar hafa enn nokkur fyrirtæki látið undir höfuð leggjast að svara, þrátt fyrir ítrekuð til- maéli. Frétzt hefur, að nokkur fyr- irtæki, sem meðlimir eru í þeim sérgreinafélögum, er gerzt hafa aðilar að samnings- viðaukanum, hafi ekki greitt starfsfólki sínu þær uppbætur á launin, sem samið var um að greiða. Er það miður farið, ef rétt reynist en V.R. getur hins vegar ekkert aðhafzt í slíkum ti'lfellum, nema því aðeins að meðlimir þess kæri öll samn- ingsbrot, sem upp kunna að koma. Launakjaranefnd V.R. ásamt stjórn félagsins, hefur ráðið lögfræðing í sína þjón- ustu til þess að sjá um, að eng- in mistúlkun á samningum við aívinnurekendur geti leitt til þess, að verzlunarlaunþegi vérði sviptur þeim kjarabótum, sem honum ber samkvæmt gerðum samningi. Væntir launakjaranefnd V.R. þess, að ailar deilur, sem upp kunna að rísa vegna mistúlkana á samn- ihgi, verði leystar á réttum vettvangi. Bifreiðainn f I u t n i n g u r i n n Framhald af 5 síðu. Einnig beindi hann þeirri fyrirspurn til fjármálaráð- herra, hvort rétt væri, að bifreiðaeftirlitið hefði á sín- uin tíma fengið fyrirmæli um að inrtheimta þennan söluskatt, en þau fyrirmæli síðar verið afturkölluð. Fjár- málaráðherra færðist undán að svara þessu, en taldi, að! erfitt myndi að innheimta. umræddan söluskatt af þesss^L reiðum í grundvelli þeirra, um bifreiðum og ekki víst, að til þess hefði verið ætlazt af löggjafanum! Fyrrverandi fjármálaráðherra gaf engái*' upplýsingar um þetta mál ogi: vék af fundi, meðan umræðr urnar stóðu yfir. Finnur Jónsson kvað engan vanda að setja öruggar reglur um innheimtu söluskatts aL þessum bifreiðum og ekkert efc. unarmál, að til þess hefði verið ætlazt af löggjafanum. Sagði að láta þá sleppa við sölú- skattinn, er selja nýjar bif- reiðir óuppteknar við þreföldu eða fjórföldu verði, en inh- heimta hann hins vegar a£ eldri bifreiðum, sem ganga kaupum og sölum. ;S;|. Haraldur Guðmundssoxi ræddi í þessu sambandi um erfiðleika lækna í Reykjavík á að eignast bifreiðir, og taldi hann óhjákvæmilegt að bæta úr því. Sigurður Bjarnason á- leit sömuleiðis nauðsynlegt að læknar og aðrir embættismenn utan Reykjavíkur ættu þess kost að eignast bifreiðir. Björn Ólafsson fjármála- ráðherra upplýsti í sambandi við þessar umræður, að hann hefði látið afnema reglurn- ar um innflutning bifreiða, sem keyptar væru fyrir sjó- mannagjaldeyri, frá og með síðustu áramótum. Eigi að síður kvað hann eitthvað . verða enn flutt inn af bif- þar eð viðskiptanefnd hefði gefið ýmis bindandi loforð áður en hann ákvað að fella reglurnar úr gildi. Sagði f jármálaráðherra, að hann teldi engar líkur á því, að íslendingar hefðu efni á að flytja inn fólkshifreiðir eða jeppa á þessu ári, nema því aðeins, að jeppar yrðu taldir til nauðgynlegra landbúnað- artækja. Umræður þessar spunnust út af fyrirspurn, sem Jónas Rafn- hann, að ekki næði neinni átí, ar hafði framsögu fyrir á fundi sameinaðs þings í gær. Leikfélag Hafj-^arfjarðar hefur sýningu á gamanleiknum „Ekki er gotl að maðurinn sé einn" í kvöld kl. 8.30. Vegna jarðarfarar verður aðalskrifstofu okkar lokað frá hádegi í dag. Áfengisverzlun ríkisins Engar vörur, ekkerf fif ans, halda áfram að auglýsa öðru hverju, til þess að minna fólkið á það, hvar vörurnar muni fást, þegar þær koma aftur. Firmanafn, sem er á vörum fjöldans, er margfaldur arður fyrir hóf- legt auglýsingaverð, sem vel er vaxúð. áuglýsið í AiþýðublaÖinu. Hringið í síma 4900 og 4906. Hæfileikakönnun og siarfsval (Frh. af 5. síðu.) Gáfnaprófin eru því, eins og fyrr var sagt, aðeins fyrsti lið- ur hæfnisprófanna. Aðrir liðir hæfnisprófanna sýna í aðalatriðum sérhæfileika einstaklinganna. Sum þessara prófa eru einungis gerð fyrir konur, t. d. hjúkrunarhæfnis- próf. Önnur aðeins fyrir karl- menn, t. d. próf, er sýna vissar tegundir verktækni o. s. frv. En flest þessara prófa gilda jafnt fyrir konur og karla. Að gáfnaprófunum loknum eru venjulega gefin hin svo- nefndu áhugapróf. Það eru próf, er sýna áhuga manna á eðli hvers starfs. Þessi áhuga- próf eru mikilvæg, þar sem undantekningarlítið fara sam- an áhugi og hæfileikar. Yerða þessi próf oft til þess að leið- rétta misskilning, sérstaklega hjá unglingum, sem halda sig stundum hafa áhuga á ein- hverju sérstöku hlutverki, þótt svo sé ekki í rauninni. Slík sjálfsblekking stafar af því, að ýmis þau hlunnindi, er starfið veitir, svo sem launakjör, mannvirðingar, félagslíf o. fl. o. fl. — eru lokkandi og löngun til þess að verða þeirra aðnjót- andi kemur þeim til að halda, að þeir hafi áhuga á starfinu sjálfu. Og svo, þegar á reynir, verða þeir fyrst blekkingarinn- ar varir. En próf. þessi leiða í ljós hinn sanna áhuga. Þá koma skapgerðar- og per- sónuleikapróf. Skapgerð manns er mjög áríðandi í starfsvali. Síðast eru hin almennu hæfnispróf, sem eru mjög fjöl- breytt og sýna hæfileika til flestra nútímastarfa, t. d. hand- iðnar, kennslu, læknis- og hjúkrunarstarfa, ritstarfa o. fl. o. fl. Einnig eru nákvæm próf til athugunar á sérgáfum, svo sem listhneigð. Þar sem líkamlegt ástand mannsins hefur mjög mikil á- hrif andlega, þá hafa stofnan- ir þær, er með hæfnispróf fara, sambönd við lækna, þannig að prófandinn fær, áður en rann- sóknin byrjar, nákvæma skýrslu um heilsufar þess, er rannsaka á. Hæfnispróf eru mjög sterk- ur þáttur í mennta- og at- vinnukerfi flestra menningar þjóða nútímans. Með tilliti til hagsmuna þjóðar vorrar höfum við ekki andleg efni á því að evða starfskröftum einstak- linganna með svo hæpnum leik að láta tilviljun ráða mestu ura framtíðarstörf þeirra. Með hæfileikarannsóknum á réttum aldri, sem fer eftir and- legum þroska hvers manns, ætti að vera hægt að hjálpa æskunni um bezta veganestið sem fáanlegt er — það er raun- hæft sjálfsmat. Fimm sækja um bæjarstjóraemb- ættið á Akureyri ^ ' UMSÓKNARFRESTUR unj bæjarstjóraembættíð á Akur» eyri var útrunninn í gær. Firnm umsóknir bárust. Eru þær frá þessum mönnum: Steini Stein- sen rí húverandi bæjarstjóra, Guðmundi Guðlaugssyni fram- kvæmdastjóra á Akureyri, Bergi Sigurbergssyni viðskipta- fræðingi, Reykjavík, Jóni Þor» steinssyni lögfræðingi, Akur- eyri, og Stefáni Ágúst Krist- jánssyni sjúkrasamlagsstjóra, Akureyri. i HAFR. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.