Alþýðublaðið - 21.02.1950, Qupperneq 1
^eSurhorfur:
Allhvass suðvestan og
vestan. Lægjandi og
léttir til.
Forustugrein:
Kosningabomba
Churchills.
XXXI. árgangur.
Þriðjudagur 21. febrúar 1950
44. tbl.
Kosningabaráttan í Bretlandi
er nú að ná hámarki sínu; kos-
ið verður rtú á fimmtudagimi
Pravda gagnrýnir Andreiev la
búnaðarráðherra Rús
JsfnaðariTienn og
íhaldsmenn eru
hnifjafnir, segir
Woolton.
AÐEÍNS . TVEIS DAGAR,
dagurinn í dag og morgundag-
urinn, eru nú til brezku kosn-
inganna, og herða flokkarnir
nú áróður sinn sem mest þeir
mega. Woolton lávarður, sem
stjórnar kosningabaráttu í-
haklsflokksins, sagði í gær, að
jafnaðarmenn og íhaldsmenn
væru nú hnífjafnir í barátt-
rnni, og öllum kemur sarnan
um, að ógerningur sé að segja
fyrir um úrslitin, enda þótt
sigurvissa sé mikil í her-
búðum allra flokka.
Kosningarnar fara fram á
fimmtudag og standa yfir í 14
stundir. Verður kosið' á yfir
30 000 stöðum, en auk þess fief
ur verið allmikil kosning utan
kjörstaða, og munu flestir
stjórnmálaleiðtogarnir kjósa á
þann hátt, nema Churchill, sem
mun sjálfur fara á kjörstað í
Kensington í London. Þá er
strangt opinbert eftirllt með
fjáreyðslu í kosningarnar, og
verður til dæmis að skrá allar
bifreiðar, sem notaðar veroa
við flutning kjósenda. Mega
frambjóðendur hafa einn bíl
á hverja 2500 kjósendur í
borgunum og enn fyrir hverja
1500 f sveitum.
Jafnaðarmenn benda fyrst
og fremst á starf sitt undimfar-
in fimm ár og kalla sig „flokk
verkanna“, en benda á úrræða-
leysi íhaldsins. Þeir gera sér
nú von um mikla atkvæðaaukn
ingu í sveitunum.
íhaldsmenn hafa háð kosn-
ingabaráttuna af krafti og oft
haft frumkvæðið í deilunurn.
Þeir gera sér von um aukningu
í iðnaðarhéruðunum, sérstak-
lega kringum Birmingham og
í Lancashire.
Frjálsllyndir tala ekki að-
eins um oddaaðstöðu, heldur
ætla þeir að mynda stjórn.
Þetta er ekki tekið alvarlega,
en úrslit kosninganna geta olt-
ið á millistéttunum, og frjáls-
lyndir geta náð þar miklu
fylgi og haft veruleg áhrif á
úrslitin, að því er viðurkennt
er.
ífalir faka við sfjórn
Somalilands
100 ÍTALSKIR HERMENN
eru nú komnir til Somalilands
og 4000 til viðbótar eru vænt
anlegir þangað næstu daga,
er ítalir taka við umboðs-
stjórn landsins til 10 ára. Að
þeim tíma loknum Verður
landið sjálfstætt. Var þessi skip
an ákveðin af alsherjarþingi
sameinuðu þjóðanna.
Mao Tse-fung við hellisopið
MH
k'-
^ . i - ■ V .
VÍ>t7!i! iV
\ ' . yw "v
.-L
S/'Pb "r 0^
r t • t >. .■rx‘S >
;■ i- • i < > \ w ^
/T* v 1 * ?
A\ t’ . i
K-
d,
Þessi_ teikning, sem nýlega birtist í amerísku blaði, sýnir kín-
verska kommúnistaleiðtogann Mao Tse-tung fyrir utan op
Moskvu-hellisins. fiann tekur eftir því, að mörg spor vísa inn
í þennan helli — en ekkert út úr honum aftur.
Fengy 20 atkvæðiim eða 18% minna við
stjórnarkjör í félaginy nú en í fyrra.
ALLSHERJARATKVÆÐA-
GREIÐSLUNNI um stjórn og
trúnaðarmannaráð í Félagi
járniðnaðarmanna í Reykjavík
lauk á sunnudag klukkan 6, og
fór talning atkvæða fram um
kvöldið. Var Sigurjón Jónsson
endurkjörinn formaður í fé-
laginu. Við talningu atkvæða
kom í ljós, að kommúnistar
hafa tapað 18% fylgi í félaginu
frá síðustu kosningum, eða á
einu ári.
B-listinn, sem borinn var
fram af fráfarandi stjórn og
trúnaðarmannaráði, hlaut 113
atkvæði, en listi kommúnista,
A-listinn, sem borinn var fram
af Snorra Jónssyni og fleiri
kommúnistum, hlaut 86- at-
kvæði, en við síðasta stjórnar-
kjör hlaut listi kommúnista
106 atkvæði.
B-listinn var skipaður þess-
um mönnum:
Formaður: Sigurjón Jónsson.
Fyrsía sinn í 11 ár, sem meðlimur
Poliíburau er þannig gagnrýndur
4
—....... ^.......—
Andreiev hefur verið einn fryggasfi fylgis-
maður Stalins og ráðherra í fjðidamðrg ár
——------—*— ------
PRAVDA, aðalmálgagn rússnesku stjórnarinnar,
birti á sunnudag barðorða gagnrýni á Amdrei Andreiev,
sem varaforsætisráðlíecra og yfir öllum landbúnaði
Sovétrdkjanna. Er hann og ráðuneyti hans ákærð um
slóðaskap og ranga stefnu í landbúnaðarmálum, sem
leitt hafi til þess, að framleiðsla sveitanna hafi orðið
minni en elia.
Þessi gagnrýni í Pravda hefur vakið geysilega athygli um
allan heim, þar sem það ifefur ekki komið fyrir í 11 ár, að
meðlimur í hinu alvalda Politburau sé gagnrýndur opinber-
lega, og slíkt væri óhugsandi án þess að meirihluti stjórnar-
innar stæði á bak við gagnrýnina. Slík skrif um svo liátt-
setían stjórnmálamann, sem auk þess hefur árum saman verið
talinn einn tryggasti fylgismaður Stalins, eru almennt talin
forboði frekari tíðinda í Moskvu.
Varaform.: Loftur Árnason.
Ritari: Egill Hjörvar.
Vararit.: Ingimar : Sigurðss.
Fjármálaritari: Bjarni Þór-
arinsson.
Gjaldk.: Loftur Ásmundsson.
Trúnaðarráð er skipað þess-
um mönnum:
Sólon Lárusson, Einar Guð-
brandsson, Ólafur Ottósson og
Þorsteinn Þórarinsson.
Varamenn í trúnaðarráði
eru: Sigurjón Guðnason og Jón
Jóhannesson.
Hópganga kommún-
ista í Berlín
á páskunum
KOMMÚNISTAR halda fast
við þá ákvörðun sína að fara
hópgöngu um Berlín alla, þar
Andreiev -hefur verið með-
limur Politburau í tæplega 20
ár, og hefur hann stjórnað
landbúnaðarmálum án þess að
starf hans væri gagnrýnt á
þennan hátt fyrr. Fyrirlesari í
brezka útvarpinu í gær full-
yrti, að ritstjóri Pravda hefði
hvorki vald né hugrekki til
þess að prenta slíka gagnrýni
nema eftir skipun frá Polit-
burau sjálfu.
Það, sem Pravda gagnrýndi
Andreiev fyrir, er framkvæmd
á svokölluðu ,,keðjukerfi“ í
samyrkjubúsakp í stað þess að
nota „flokkakerfi11. Hið fyrra
bjrggist meira á einstaklingun-
um og felur ekki í sér eins
mikla „samyrkju", en það hef
ur verið notað undir stjórn
Andreievs í meira en áratug án
gagnrýni. Hins vegar mun það
nú ætlun kommúnista að af-
nema al.gerlega síðustu leifar
einkarekstrar í landbúnaði, og
taka af bændum síðustu kúna
og landskikann, sem þeim hef
ur verið leyft að eiga, en setja
allt undir samyrkjubúin.
Það er staðreynd, "að sam-
yrkjubúsakpurinn er ennþá
mjög á móti skapi rússneskra
bænda, og veit Andreiev þetta
vafalaust flestum betur. Get-
ur því verið um deilu í Polit-
burau að ræða um þetta efni,
en líklegt þykir það þó, að
deiluefnið sé dýpra og meira.
á meðal vesturhluta borgarinn,
ar, með 500 000 manns um
páskana, Blaðið Vorvárts
sagði í gær, að hvorki vestur-
veldin né Rauter borgarstjóri
mundu geta hindrað þetta.
íslenzki saltfiskur-
inn að tapa
vinsældum sínum,
segir SÍF
ÍSLENZKI SALTFISK-
URINN er þegar byrjaður
að tapa þeim vinsældum,
sem liann hefur hingað til
notið í markaðslöndunum,
að því er Sölusamband ís-
lenzkra fiskframleiðenda
segir frá. Haf borizt kvart-
anir frá kaunendum, sem áð-
ur töldu íslenzka íinkinn
bera af hvað gæði snertir.
SÍF hefur hvatt saUtisk-
framleiðendur mjög ein-
dregið til að vanda mjög
verkun fiskjarins, því að
mikið veltur á því, að varan
haldi vinsældum sínum og
mörkitðum, ekki sízt nú, er
siltfiskframleiðsla er að auk-
ast stórkostlega.
Budapesf lokið
RÉTTARHÖLDUNUM í
Budapest er nú lokið, og verð
ur kveðinn upp dómur yfir
Bretanum Saunders og Ame-
ríumanninum Vogler í dag.
Saunder, Vogler og fimm Ung
verjar hafa játað á sig allar á-
kærurnar.