Alþýðublaðið - 25.02.1950, Side 4

Alþýðublaðið - 25.02.1950, Side 4
i ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Laugardagur 25. febrúar 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. iFréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. • Alþýðuprentsmiðjan h.f. ALÞÝÐUFLOKKURINN Á BRETLANDI hélt meirihluta sínum við hinar nýafstöðnu kosningar og fer áfrarn með stjórn landsins. Sigur hans varð þó ekki eins stórkostlegur og við kosningarnar 1945, enda var fyrirfram vitað, að úrslitin myndu mjög tvísýn. íhalds- flokkurinn hafði gert sér vonir um að virina Bretland á ný og steypa jafnaðarmannastjórn Attleés af stóli. Hann sótti kosningarnar af miklu ofur- kappi, enda hagsmunir flokks- ins og persónulegur stjórnmála- frami forustumanna hans í húfi. En Bretland heldur áfram að vera meginvirki jafnaðar- stefnunnar, og stjórn Alþýðu- flokksins mun einbeita sér að því að fullgera það starf, er haf- ið vár á síðasta kjö"tímabili. Alþýðuflokkurinn tók við völdum á Bretlandi á válegustu tímum í sögu þjóðarinnar. Ægi- leg heimsstyrjöld hafði farið eyðingareldi sínum um Bret- land. Þjóðin, sem fyrrum var voldug og auðug, var fátæk og í sárum. Endurreisnarstarfið krafðist mikillar vinnu og fórn- fýsi. Jafnaðarmannastjórnin neyddist til að koma á strangri rkömmtun og varð að leggja á- herzlu á að halda kaupgjaldi sem rnest í skefjum til að firra land og þjóð jTirvofandi verð- bólgu og afleiðingum hennar. Hún byggði upp starf sitt og stefnu af alvöru og festu á- byrgrar lýðræðisstjórnar, án tillits til vinsælda. Það var því fyrirfram vitað, að hún ætti við ramman reip að draga í kosn- ingunum, þó að árangurinn af stefnu hennar og starfi hafi vissulega komið í ljós. En hann hefur fyrst og fremst verið fólginn í því að afstýra geig- vænlegu böli. Þess vegna er það glæsilegur vottur um þegn- skap og stjórnmálaþroska brezku þjóðarinnar og þó um- fram allt brezkrar alþýðu, að sigur þessara kosninga skyldi koma í hlut Alþýðuflokksins. íhaldsflokkurinn reyndi að sjálfsögðu að hagnýta sér hina erfiðu aðstöðu Alþýðuflokksins í ríkum mæli. Hann lofaði kjós- endum gulli og grænum skóg- um, eins og forréttindastéttirn- ar jafnan gera, þegar þær þurfa að leita til almennings í frjáls- um og lýðræðislegum kosning- um. Hann taldi erfiðleika Breta af völdum heimsstyrj'aldarinn- ar sök Alþýðuflokksins og jafn- aðarmannastjórnarinnar og rieyndi að gera ráðstafanir þær, sem átt hafa drýgstan þáttinn í árangri endurreisnarstarfsins, tortryggilegar í augum kjósend- anna. Hann hugðist nota tæki- færið og sigra Alþýðuflokkinn einmitt nú, vitandi. það, aá hann getur síður vænzt sigurs síðar, þegar árangurinn af end- urreisnarstarfi Breta á grund- velli jafnaðárstefnunnar er orðinn lýðum Ijós, erfiðleikarn- i r sigraðir og hagsæld og öryggi komið í stað fátæktar og óvissu. En þessi von brezka íhaldsins brást. Kosnirigarnar á Bret- Jandi hafa orðið nýr sigur fyrir jafnaðarstefnuna og nýtt. áfall fyrir íhaldsstefnuna, sem marg- ir spáðu, að myndi sigra í þetta sirn. En brezk alþýöa undir for- ustu jafnaðarmanna, hefur ekki aðeins unnið staðbundinn sigur. Hún hefur sýnt og sannað ger- völlum heiminum, að jafnaðar- stefnan stendur í dag fastari fótum en nokkru sinm fyrr, þrátt fyrir geysimikla tíma- bundna erfiðleika og miskunn- arlausa baráttu á tvennum víg- stöðvum •— annars vegar við í- haldsöflin, hins vegar við kom- múnista. Tveggja flokka skipulagið á Bretlandi hefur styrkzt mjög við þessar kosningar. Frjáls- lyndi flokkurinn gerði sér mikl- ar sigurvonir, sém hafa gersam lega brugðizt. Hann er kominn í úlfakreppu milli tveggja aðal- flokkanna og á sér naumast uppreisnar von eftir að hafa farið stórfelldar hrakfarir við tvennar kosningar í röð. Hlutur kommúnista er þá miklum mun minni. Þeir hafa þurrkazt út í kosningunum á Bretlandi og hlotið eftirminnilegan dóm klofningsstarfsemi sinnar með- al brezkrar alþýðu. Kommún- istar áttu tvo fulltrúa í brezka þinginu á síðasta kjörtímabili. Þeir féllu báðir við lítinn orð- stír og hvergi lá við, að komm- únistar ynnu þingsæti. Sömu sögu er að sc-gja af þeim fyrr- verandi þingmönnum, er gerzt höfðu bandarnenn kommúnista undanfarin ár og freistuðu end- urkosningar sem óháðir fram- bjóðendur. Þeir kolféllu allir/í kosningunum, svo að brezka þingið á næsta kjörtímabili verður hreint af kommúnistum og pólitískum huldumönnum í þjónustu þeirra. Slíkur er dóm- ur brezku þjóðarinnar yfir þeim mönnum, sem rekið hafa S s s s s MÖNNUM eru enn í fersku minni þau ósköp, sem byrj- uðu í norska kommúnista- flokknum eftir hinn ægilega kosningaósigur hans síðast liðið haust, er hver einasti frambjóðandi kommúnista féll og flokkur þeirra var með öllu þurrkaður út úr noi’ska stórþinginu. Allt fór- í bál og brand í flokknum út af þessum óförum og kenndi hver öðrum. En ekki nóg með það: Minnihluti flokksstjórn- arinnar, undir forustu þeirra Emils Lövlien og Strand-Jo- hansen, rak meirihlutann, sem fylgdi Peder Furubotn, og bar Furubotn sjálfan, gam- alkunnan kommúnista og Moskvupílagrím, hinum hroða legustu sökum, kvað hann sekan um samvinnu við Ges- tapo á- ófriðarárunum og um dauða meira en tuttugu Norð- manna af hennar völdum, en eftir stríðið um samvinnu við sendiráð Bandaríkjanna í Oslo og hvers konar svik önn- ur við hinn heilaga föður í Moskvu. Urðu svo miklar æs- ingar meðal lcommúnista í Noregi út af þessu, að einn þeirra, Strand-Johansen, missti um stund vitið cg varð beint og óbeint erindi hins aust- ræna einræðis hennar á meðal og reynt að veikja samtök lýð- ræðisþjóðanna til eflingar friði, frelsi og mannréttindum. Það er verðskuldaður dómur yíir kommúnistum og meðhjálpur- um þeirra. Athygli alls heimsins hefur beinzt að Bretlandi undanfarna daga. Alþýða lýðræðisríkjanna hefur óskað brezku samherjun- um sigurs. Sigurinn hefur unn- izt, og í hönd fer áframhaldandi starf að endurreisn Bretlands á grundvelli jafnaðarstefnunn- ar. Bretland heldur áfram að vera meginvirki lýðræðisins og jafnaðarstefnunnar eins og það hefur verið eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk. En Bretar hafa ekki aðeins unnið sigur x þágu sjálfra sín. Þeir vísa jafnframt öðrum lýðræðis- ríkjum heimsins veginn að tak- marki velmegunar og öryggis, lýðræðis og frelsis. Fæðiskaupendaíéfags Reyykjsvíkur verður haldinn í húsnæði félagsins Kamp Knox, sunnu- daginn 26. febr. kl. 2. Almenn félagsmál. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Hallveigarstaðakaffi á morgun. — Bréf um peru- vandræðin. — Saga úr viðskipíalífinu. — Um Hiemmstorgið. — Minnisvarði um íslenzka hestinn. — Vatnsþróin ganila. 14. ÞING Sveinasambands byggingariðnaðarmanna var sett í gærkvöldi í Aðalstræti 12. Forseti þingsins var kjörinn Olafur Pálsson mælingafull- trúi. Þingritarar voru kjörnir Kári Þ. Kárason múrari og Gunnar Gestsson pípulagning armaður. Þá fór fram kosning nefna, en þær munu vera fjór ar, sem starfa á þinginu. Forseti sambandsins, Jón G. S. Jónsson flutti skýrslu stjórn arinnar. Mörg mál liggja fyrir þinginu varðandi hagsmuna og velferðarmál stéttanna. 30 fulltrúar þriggja sam- bandsfélaga sitja þingið. ' . HALLVEIGARSTAÐAKON- URNAR .efna til Hallveigar- staðakaffis í TjarnarkMfi á morgun. Félögin, .sem skipá nefndina, er vinnur að j>,I að koma . upp kvennatíeimilinu, leggja fram starfskrafta til að gera veizlulegt í Tjarnarkaffi á sunnudaginn og munu konurn- ar ekki draga af sér við undir- bnninginn, enda fagna þær þvi nú alveg sérstaklega, að þær hafa loksins fengið lóð undir heimili sitt, sem þær eru ákaf- lega ánægðar með.'Ættu bæjar- búar að fjölmenna á sunnudag- inn til þeirra og drekka eftir- miðdagskáffið hjá þeim. KJÓSANDI skrifar: „í pistl- unutíi þínum á laugardaginn, Hannes minn, talar þú um vöntun á perum í raftækjabúð- unum og hafa víst margir orðið varir við það. En hvað segir fjárhagsráð um það, hefur ek'ki verið flutt inn eins mikið af perum og vant er? Er það ekki með perurnar eins og margt annað, sem kemur í búðirnar? Það virðist hverfa. Svo langar mig til að segja þér dálítið varðandi þetta spursmál, sem kom fyrir mig rétt fyrir síðustu jól. MIG VANHAGAÐI dag nokkurn um 2—3 15—25 kw, perur, kom ég í nokkrar búðir og spurði um perur og fékk víðast sama svarið, að þær væru ekki til, nema í raftækja- búðum, þar voru mér alls stað- ar boðnar litaðar perur, rauðar, gul'ar, grænar og bláar, sem þeir höfðu brugðið ,ofan í lit og seldu svo fyrir 4 kr. stykkið. Á þessum perum var enginn hörg- ull. Þær voru í hundraðatali í búðuiium. skakkar leikinn í Noregi /. að flytja hann á geðveikra- hæli. ÖLLUM þessum ósköpum hef- ur nú eitthvað slotað og fyrir nokkrum dögum hefur flokks þing norskra kommúnista, svo sem frá var sagt hér í blaðinu, kveðið upp lokadóm í þessum deilum. Var Furu- botn, ásamt tuttugu félögum hans, rekinn formlega og end anlega úr flokknum, en þeir Lövlien og Strand-Johansen, sem hefur nú verið sleppt aftur af geðveikrahælinu, stað festir í sinni tign sem æðstu handhafar Moskvuvaldsins í Noregi. Þýðir þetta vitanlega að Furubotn hefur verið varp að út í hin yztu myrkur og má hann þó vissulega þakka fyrir, að hann skuli vera Norðmaður, en ekki Ung- verji eða Búlgari, svó sem farið er með villutrúarmenn í hópi kommúnista með þeim þjóðum í seinni tíð. En víst má Furubotn muna fífil sinn fegurri, er hann var fyrir rúmum tíu árum sendur frá Moskvu heim til Noregs með makt og miklu.veldi til þess að vera æðsti trúnaðarmaður Stalins þar. S S S S S NORSKIR KOMMÚNISTAP, hafa sem kunnugt er marg- sinnis lýst yfir því, eins og þeir íslenzku, að þeir væru ekki í Kominform, og væru óháðir öllum alþjóðasarritök- um. Þó brá nú svo undarlega við, að nokkrir trúnaðarmenn Kominform voru mættir sunn an úr löndum á flokksþingi kommúnista í Oslo og fara no’rsk blöð ekkert dult með það, að þeir hafi ráðið öllu á flokksþinginu og úrskurðað, að Furubotn og félagar hans skyldu reknir. Kemur hér enn ein sönnun þess, sem haldið hefur verið fram hér í blað- inu, að bókstaflega ekkert sé að marka fullyrðingar bomm- únista á Norðurlöndum, hvort heldur á íslandi eða í Nor- egi, um áð þeir séu ekki í Kominforrn. Þeir eru ná- kvæmlega sömu þrælar þess, eins og kommúnistar alls staðar annars staðar, taka við fyrirskipunum þess um hvað eina og hlíta úrskurði þess í öllum deilumálum, sem upp koma í flokkum þeirra. Öllu er skotið til Kominform og þaðan til hins heilaga föður í Moskvu, ef þörf gerist. Eng- inn kommúnisti þorir að rísa gegn boði hans. ÞEGAR ÉG VAR BÚINN að fá sama svarið í þremur eða fjórum buðum, liringdi ég beint í. verðlagseftirlitið, en þar var mér tjáð, að þeir væru búnir að kæra þetta athæfi til sakadóm- ara, svo ég minnist ekki að hafa heyrt neitt meira um þetta mál. Svona eru nú verzlunarhættirn- ir hér í Reykjavík í öllum greinum og allt líðst þetta og eftirlitið með verðlagiriu er í einu og öllu vægast sagt kák. AÐ GEFNU TILEFNI langar mig til að vita hvort viðskipta- nefndin sáluga hafi tekið lækn- isvottorð varðandi þörf á gjald- eyri til siglinga góð og gild án nokkurrar gagnrýni, sem sagt að fólk hafi bara komið með vottorð frá einhverjum lækní um að þessi og þessi þurfi að sigla sér til lækninga. Þárna finnst mér að þurfi stranga að- gæzlu, því hér er um svo lúa- legt svindl að ræða, ef urn sölc er, sem taka verði mjög strangt á.“ M. G. SKRIFAR: „Pistl.ar þeir, sem nefnast „Bærinn okk- ar“ og birtast oftast nær á mánudögum í dagblaðinu Vísi, eru að ýmsu leyti athyglisverð- ir. Viðfangsefni þessara þátta er í því fólgið, að deila á mis- heppnað skipulag víðs vegar um bæinn, og koma m'eð tfllög- ur til úrbóta. Mun Hörðut Bjarnason arkitekt sjá um þessa leskafla. Framh. á 7. síðu. V

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.