Alþýðublaðið - 25.02.1950, Síða 5

Alþýðublaðið - 25.02.1950, Síða 5
L.augardagur 25. febrúar 1950 A' ÞÝÐUBLAÐEÐ 5 VIKUNA, sem hófst 23. júní, var róstusamt í Berlín og loft allt lævi blandið. Sokolovsky lét boð og tilkynningar út ganga og hópar kommúnista reyndu ao stofna til múgæs- inga. Rússar freistuðu að skjóta Berlínarbúum skelk í bringu með vopnaglamri. Þeir komu þeim orðrómi á kreik, að her- sveitir víggrimmra Mongóla væru í þann veginn að halda inn fyrir au.sturlandamæri her námssvæðisins. Rússneskar hersveitir gengu fylktu liði við landamæri hernámssvæðis þeirra í Berlín, þar sem ekki gat hjá því farið, að borgarbú- ar á svæði bandamanna veittu þeim athygli. Sokolovsky tilkynnti að mat- vælaforðinn í borginni hrykki aðeins til hálfs mánaðar, . og R.ússar myndu aðeins sjá borg- arbúum á sínu hernámssvæði fyrir matvælum. í blöðum þeim, er út komu undir hand- arjaðri þeirra, var sagt frá því, að þegar Rússar tækju öll völd í fcorginni í sínar hendur, myndu fjölskyJdur Bandaríkja- manna, er þar dveldust, verða kyrrsettar, unz „ákvörðun, varðandi þær, hefði verið tek- in“. Allar samgöngur á Elbe \oru stöðvaðar. Rafmagnssam- bandið við Vestur-BerJ.ín var rofiö og hernámssvæði okkar í borginni var skyndilega orðið eins konar eyland, einangrað og afskekkt, 100 mílur inni á rússneska hernámssvæðinu. Rússum — og flestum öðr- «m — var ókunnugt um það, að við höfðum þegar undirbú- ið varnarráðstafanir. Þann 25. marz, þrem mánuðum áður en samgöngubanniö hófst fyrir al- vöru, höfðu sérfræðingar á mín um vegum og í samráði við mig, unnið að ráðstöfunum, gegn einmitt slíkum aðgerð- um. Okkur var að vísu ekki fyllilega ljóst með hvaða hætti þær aðgerðir yrðu, en vildum verá við öllu búnir. Meðal annars komum við upp nokkr- um byrgðum af matvælum og kolum og skipulögðum hagnýt- ingu þeirrar litlu raforku, sem framleidd var í Vestur-Berlín. Þegar ég bauð brezku og frör.sku hernámsráðsfulltrúun- unum heim til mín og sýndi þeirn með mestu leynd þær áætlanir, er ég hafði látið gera, hlutu þær misjafnar undir- tektir. Þegar franski hershöfð- inginn Ganeval hafði kynnt sér þær, sagði hann: ,,Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að Rússar sýni af sér slíka grimmd, en ekki er það óhugs- andi, og er ég því fegnastur, að þessar áætlanir skuli hafa verið gerðar“. Hins vegar varð brezki hers- höfðinginn Herbert agndofa af undrun, þegar hann hafði at- hugað áætlanirnar okkar. ,,Þeir gera það aldrei!“ hrópaði hanu, ,,en fari svo. verðum við skjótt að láta undan“. Undir niðri bjóst hann fastlega við því, að Rússar myndu hrekja okkur úr Berlín um eða eftir 1. október. Hann gat með engu móti fall- ízt á að við gæutm haldizt við í borginni, ef til samgöngur banns kæmi, enda þótt ég sýndi honum það svart á hvítu, að við hefðum byrgðir af matvæl- um, kolum og lyfjum, sem ættu að geta enzt borgarbúum unz okkur hefði tekizt að skipu leggja flutninga í lofti. í raun Endurminningar Fíank Howley herhöfðingja: réttri höfðum við yfir forða til 34 daga að ráða, þar á meðal 200 smálestir af niðursoðinni mjólk og 50 tonn venjulegrar mjólkur. An þess forða myndu sex þúsundir þýzkra barna hafa fallið úr hungri og harð- rétti, þegar fyrstu dagana, sem samgöngubannið stóð. ,,Loftbrúin“ tók til starfa 26. j.úní. Við það, sem þegar er frá þeirri starfsemi sagt, hef ég litlu að bæta, enda þótt það þrekvirki flugmanna vorra verði seint fullrómað. Þeir létu hvorki myrkur né storma hindra sig í hinu hættulega starfi og allmargir þeirra týndu lífinu. Þeir voru hetjur, og þeir björguðu Berlín. rlið fyrsta, sem ég beyrði um hina fyrirhuguðu loftbrú var það, að Clay hershöfðingi kall- aði mig á fund sinn bann 25. júní og sagði: „Frank, ég hef lagt svo fyrir að nokkrar flug- vélar kæmu hingað. Þær verða ekki margar, en þetta kemur. Getur þú annazt affermingu þeirra, og hvaða vörur eru það, sem þú telur okkur vanhaga mest um?“ Eg játa, að ég var vantrúað- ur á loftbrúna. Ég gat ekki skilið, hvernig flestar lífsnauð- synjar handa 920 þúsund fjöl- skyldum yrðu fluttar loftleiðis. En ég svaraði: „Við skulum sjá svo um að flugvélarnar verði. affermdar jafnskjótt og þær lenda, og okkur vanhagar mest um mjol“. Ég bað um mjölið fyrst og fremst vegna þes, að auðvelt er að matreiða það á margan hátt og það hefur mikið næringargildi. Fyrstu flugvélarnar, sem komu, voru gamlar herflugvél- ar, C 47, flestar þeirra enn felumálaðar. Þær lækkuðu flugið' yfir húsarústunum um- hverfis Tempelhofflugvöllinn og fluttu okkur fyrstu 200 smálestirnar. Og smátt og smátt fjölgaði C 47 flugvélun- um yfir borginni; stærri vélar, C 54, bættust í hópinn og auk þess brezkar flugvélar, unz flugvélagnýrinn varð að sam- felldum hávaða yfir borginni, nótt og dag. Þegar nóvemhcr og desember voru liðnir, mán- uðirnir, þegar flugskilyrðin eru verst, varð okkur ljóst, að loft- brúin var bjargráð, sem óhætt var að treysta. Svona fór það. Hinn full- komni glæpur, sem Rússar undirbjuggu af ýtrustu ná- kvæmni, reyndist ekki full- komnari en slíkir glæpir hafa jafnan reynzt. Enda þótt þeim tækist að hindra allar sam- göngur og aðflutninga um land — og vatnaleiðir, gleymd- ist þeim í Kreml, að „vegur var yfir“. Við gerðum hins vegar allar nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að loftbrúnni yrði haldið áfram til ársins 1950, — og lengur, ef með þyrfti. Samt sem áður sátu Rúss- arnir furðulengi við sinn keip. Þeir höfðu fastráðið að hrekja okkur brott úr Berlín, hvað sem tautaði. Þetta voru örðugir tímar. Þegar veturinn gekk í garð, kom í Ijós, að berklaveiku börn in í sjúkrahúsunum skorti á- breiður og hlýjan rúmfatnað. Á heimilunum ríkti kuldi og myrkur. Við gátum ekki látið hverri fjölskyldu í té meira en 50 kg. af kolum vikulega. Við urðum að skipta rafstraumin- um milli borgarhverfa, þannig, að hvert hverfi fékk rafmagn tvisvar sinnum á dag, tvær klukkustundir í einu. Konurn- ar urðu oft að fara ofan klukk- an þrjú að nóttu til þess að elda matinn. Berlínarbúar liðu neyð, en þeir báru sig vel. Þá dáðist ég að Þjóðverjum í fyrsta skipti á ævinni. Þrátt fyrir alla samninga, máttum við sífellt eiga von á því að Rússar gripu til enn róttækari aðgerða og beittu valdi. Ég hafði þungar áhyggj- ur vegna konu minnar og barna. En ekki augði að flýja af hólmi; við urðum öll að sýna það í verki, að bandamenn væru staðráðnir í að láta ekki hrekja sig úr borginni, hvern- ig sem allt veltist. Éinkum mundi það hafa haft miður æskileg áhrif á kjark Borgar- búa, ef fjölskylúur háttsettra Bandaríkjamanna hefðu skyndi lega verið fluttar brott úr borg- inni. Rússar spöruðu heldur ekki að koma þeim kviksögum á kreik, að nú heíði konu mína bilað kjarkinn og væri hún á förum frá Berlín. Það var ósatt með öllu, enda þótt við hjón- in óskuðum þess oft, . að hún rnætti hverfa á brott með börn- in. Kona mín horfðist í augu við staðreyndirnar og lét engan bilbug á sér finna. „Ef í harð- bakkana slær,/1 sagði hún við mig eitt sinti, og ekki gremju- laust, „munu rússnesku her- mennirnir hafa mig sér til dægrastyttingar“. „Ég veit það“, svaraði ég. Annað var ekki við því að segja. Við tókum atburðunum eins og efni stóðu til. Ég svaf með skammbyssu undir koddanum. Þótt við kviðum ekki 'neinlín- is neinu, sakaði ekki að vera við öllu búinn. Og í raun réttri höfðu Rúss- ar þegar beitt valdi, ó þann eina hátt, sem þeir þorðu að beita því. Með þvingunarráð- stöfunum sínum höfðu þeir skipt Berlínarborg í tvö her- námssvæði, og þess utan gerðu þeir allt, sem þeir máttu til þess að skjóta borgarbúurn skelk í bringu. Borgarstjórn Berlínar hélt síðasta fund sinn í ráðhúsi borgarinnar, en það stendur á rússneska hernámssvæðinu, 16. september. Þeir í borgarstjórn- inni höfðu áður fengið að kenna á bellibrögðum Rússa; leiguþý þeirra höfðu hvað eftir annað gert tilraun til að hleypa upp fundum þeírra, og þóttust þeir því ekki geta mætt til þessa fundar án þess að heirn væri var það að páverandi yfiiborg- arstjóri, dr. Friedensburg, sendi í því skyni 46 óeinkennisbúna menn úr legregluliði Vestúr- Berlínar til ráðhússins. Þegar meðlimir borgarstjórn arinnar voru í.þann veginn að hefja fundinn, ruddist þúsund nianna h'ópur, leiguþý Rússa, að ráðhúsinu, sprengdu upp dyrnar, ruddust inn í salinn, æpandi og bölvandi, og hrakti meðlimi borgarstjórnarinnar út úr ráðhúsinu. Því næst kom rússneska lögreglan á vettvang og tók að leita uppi lögreglu- mennina frá Vestur-Berlín, en þeir höfðu leitað skjóis fyrir árásum múgsins og íundið at- hvarf í skrifstofum Bret.a. Frakka og Bandaríkjamanna. Þetta var ljótur leikur, sð ekki sé sterkara aö orði kve'ð- io. 23 lögregluþjónar frá Vest- ut Berlín voru handjárnaðir og dregnir, kveinandi af otta, út ur skrifstofum bandarísku sendisveitarinnar, en yfirmað- ur skrifsfofunnar mátti ekkert aðhafast, þar eð sveit rúss- neskra lögregluliða, vopnuð léttum hríðskotabyssúm, hafði umkringt hann á meðan á þessu stóð. Hinir lögregluþjón- arnir, 26 talsins, dvöldust í skriístofum frönsku og brezku sendisveitanna um nóttina, en lögreglulið Rússa hafði um- kringt bygginguna. í heilan sólarhring dvöldust þeir í byggingunni, en um nótt- ina, þann 7. september gaf Sokolovsky marskálkur yf-ir-' manni franska hernámsliðsins, Koenig hershöfðingja, loforð um að lögreglumennirnir sltyldu fá að hverfa aftur til Vestur-Berlínar. Ganeval her- fcringi náði sambandi við Koti- kov herforingja og sagði hon- um, hver loforð Sokolovsky hefði gefið. Kotikov hét því, að kalla rússneska lögreglulið- ið þegar frá byggingunni. Ganeval sendi tvær franskar herbifreiðir þegar til þess að sækja þýzku lögreglumennina. Rússneska lögregluliðið um- kringdi þá enn bygginguna og neitaði harðlega að leyfa þeim þýzku að hverfa á brott, Gane- val reyndi þá að ná aftur sam- bandi við Kotikov og tókst það, en ekki fyrr en klukkan fjög- ur síðdegis eftir margar árang- urslausar tilraunir. í það skipt- ið hét. Kotikov því við dreng- skap sinn, að þýzku lögreglu- mennirnir skyldu fá að hverfa heim til sín óáreittir. í trausti á það drengskaparheit og lof- orð Sokolovskys marskálks, gengu þýzku lögreglumennirn- ir út úr byggingunni, en rúss- nesku lögregluliðarnir hand- séð fyrir einhverri vernd. Því tóku þá óðara og óku með þá í dánabúi Guðmundar Guðmundssonar, sem bjó á Braga- götu 24, hér í bænum, og andaðist 5. jan. 1950, verður haldinn í skrifstofu borgarfógeta í Tjarnargötu 4, mánu- daginn 27. þ. m. kl. 1014 f.h., og verða þá teknar ákvarö- unir um meðferð eigna búsins. Skiptaráðandinn í Reykjavík. 24. febr. 1950. Kr. Kristjánsson. Orgel (Liebsmanns). Sófasett og tvíbreiðúr svefn- dívan meo höfðagafli til sölu á Barónsstíg 10 B. íil leigu gott herbergi í miðbænum samur miðaldramaður kem- í rólegu húsi. Aðeins reglu- ur til greina. Tilboð til Alþýðublaðs- ins fyrir næsta miðvikudag, merkt 343 A. í fangelsi. Þannig reyndist það að treysta loíörðum og dreng- skaparheitum rússnesku jTir- mannanna. Þrjá af lögregluþjónunum þýzku dæmdu .Rússar til all- langrar fangelsisvistar, en hin- um var sleppt úr haldi að nokkrum tíma liðnum. Þessi atburður hafði mikil áhrif á Berlínarbúa, og haíi Rússar gert sér vonir um, að atferli þeirra yrði til þess að veikja viðnámsþrótt borgarbúa, munu þeir hafa orðið fyrir verulegum vo’nbrigðum. Þann 9. septeinber söfnuðust um það bil 300 þúsundir borgarbúa fyrir framan ríkisþinghúsið gamla og mótmæltu harðlega þessu atferli. Fyrst í stað var mannfjöldinn tiltölulega ró- legur, en þeg'ar hann hafði hlýtt á nokkrar eldheitar mót- mælaræður, fór að bera á nokk urri ákyrrð. Skyndilega beind- ust augu allra að Brandenborg arhliðinu, sem nú var landa- mærahlið rússneska hernáms- svæðisins. Nokkrir unglingar voru teknir að klífa upp súlur hliðsins, en uppi á hliðbogan- um blakti rauði fáninn. Þegar unglingarnir náðu upp á bogann, rifu þeir rauða iánann niðui og vörpuðu hon- um til jarðar. í sama bili bar að sjö rússneska hermenn, sem staðið höfðu vörð yið rússneska styrjaldarminnismerkið. Þeir náðu fánanum af múgnum, sem hugðist brenna hann og skutu síðan á mannfjöldann. Kvað þá við þúsundradtiað öskur múgsins, sem virtist reiðubúinn til alls. Er óvíst, hver vandræði hefðu af þessu iiiGtizt, hefði ekki brezkur for- ingi gengið til rússnesku her- mannanna, rólegur og öruggur, e;ns og ekkert væri um að vera, og rekið þá með spansk- reirspriki sínu einu að vopni inn á rússneska hernámssvæð- ið. Rússneska bifreið, hlaðna hermönnum, bar þarna að, en mannfjöldinn hrakti hana á brott með grjótkasti. Nokkrir fleiri árekstrar urðu, sagt var að einn maður hefði fallið, en allmargir særzt hættulega. Síð- an slotaði storminum jafn skyndilega og hann hafði skoll- ið vfir. Berlínarbúar höfðn látiö álit sitt í ljós, svo að ekki varð um villzt. Jafnvel þegar flutning’abann- ið olli okkur sem ' mestum vandræðum, hitti ég Kotikcv oft, og ofta-st var það hann, sem átti erindi við mig, vegna eins og annars, sem hann skorti, en ég gat látið honum í té. Og enda þótt- Rússar hefðu Framhald á 6. siSu. i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.