Alþýðublaðið - 01.03.1950, Qupperneq 7
Miðvikudagur 1. marz 1950.
ÁLÞÝÐUBLAÐI-Ð
7
Opinbert uppboð verður
haldið hjá áhaldahúsi bæj-
árins við Skúlatún fimmtu-
daginn 9. þ. m. kl. 1.30 e. h.
Seldar verða eftir kröfu
tollstjórans í Reykjavík eft-
irtaldar bifreiðir: R—299,
R—439, R—1118, R—1181,
R—1502, R—1668, R—1692,
R—2011, R—2091, R—2440,
R—3038, R—3161, R—3363,
R—3386, R—3488, R—3551,
R—3913, R—3962, R—4328,
R—4632, R—4754, R—4869,
R—4916, R—4969, R—5578,
R—5597, R—5855 og R—
6007.
Greiðsla fari fram við
hamarshögg.
fflorgarfógetinn í Reykjavík.
SKÁTAR! SKÁTAR!
Hjálp í viðiögum.
Námskeið fyrir alla
drengjaskáta byrjar
byrjar í dag,
miðvikudag, klukkan 8 e. h.
Síjórn S.F.R.
Skákmótiðs
Guðjón M. með
ÁTTUNDA UMFERÐ skák-
mótsins var tefld á sunnudag-
inn, og er þá einungis ein um-
ferð eftir, þar til séð verður
hverjir komast í urslit. 9. um-
ferð verður tefld í kvöld, en á
siinnudaginn kemur hefjast úr-
slitaskákirnar.
Leikar standa nú þannig eftir
8 umferðir, að efstur er Guðjón
M. Sigurðsson með 6 vinninga.
Nr. 2, 3 og 4 eru Sveinn Krist-
insson, Guðmundur S. Guð-
mundsson og Benóný Bene-
diktsson, allir með 5Vá vinning.
Nr. 5, 6, 7, 8 og 9 eru Eggert
Gilfer, Baldur Möller, Árni
Snævarr, Friðrik Ólafsson,
og Guðmundur Ágústsson með
5 vinninga hver, og nr. 10 og 11
eru Lárus Johnsen og Þórir Ól-
afsson með 4Vá vinning hvor.
Eftir 9. umferðina, sem tefld
verður í kvöld, má búast við að
6—10 menn komist í úrslit, og'
verður teflt til úrslita á sunnu-
daginn.
í 8. umferð fóru leikar sem
hér segir: Þórir vann Björn,
Baldur vann Árna Stefánsson,
Guðmundur S. vann Gilfer, Jón
vann Hauk, Guðmundur Ág.
vann Lárus, Benóný vann Árna
Snævarr, Friðrik vann, Ingvar,
Hjálmar vann Kára cg Óli
vann Þórð. — Biðskákir urðu
hjá Steingrími og Bjarna og
hjá Pétri og Gunnari, en jafn-
tefli gerðu Sveinn og Guðjón M.
Málfundur FUJ
annað kvöld
MÁLFUNDI Félags ungra
jafnaðarmanna í Reykja-
vík, sem vera átti í kvöld,
verður frestað þar til annað
kvöld, sakir útvarpsum-
ræðnanna um vantraustið á
ríkisstjórnina. Fundurinn
verður á venjulegum stað
og tíma annað' kvöld.
Framhald af 1. síðu.
Skipsmenn á dráttarbátnum
urðu að draga inn slitnu fest-
ina og hafa aðra tilbúna, og tók
það mikinn tíma.
Þá var það um sexleytið í
gærmorgun, að aklcerisfest-
ar „Clam“ slitnuðu og rak
skipið þá upp í klettana
skammt frá gamla Reykja-
nesvitanum. Hafði vindátt
þá færzt í suðvestur, svo að
skipið rak beint á land.
FÓRU í BÁTANA
Þegar „Clam“ var þarna
strandað í miklu brimi og sjó-
gangi, hafði Slysavarnafélag-
inu verið gert aðvart. Búið var
að gera vitaverðinum, Sigur-
jóni Ólafssyni, aðvart, kalla á
björgunarsveit frá Sandgerði
og björgunarskipið Sæbjörgu,
en dráttarbáturinn var úti fyr-
ir strandstaðnum.
Þá var það, að skipsmenn á
„Clam“ reyndu að setja út tvo
báta, og er ekki Ijóst, hvorí
BENZÍN, liráolía og ljósa-
olía hækka stórlega í verði frá
og með deginum í dag, og er
þetta önnur hækkunin á þess-
um vörum á þrem mánuðum,
Benzínlíterinn liækkar um 5
aura, hráolíuíonnið um 25 kr.
og ljósaolíutonnið um 25 kr.
Samkvæmt auglýsingu verð-
lagsstjóra er hið nýja verð á
olíum og bensíni miðað við af-
hendingu frá tank í Reykjavík
sem hér segir:
Benzín kr. 1,12 pr. ltr.
Hráolía kr. 450,00 tonnið.
Ljósaolía kr. 700,00 tonnið-
Sé hráolía og béhzín afhent
á tunnum má verðið vera 3
aurum hærra hvert - kíló af
hráolíu og hver lítri af ben-
bíni. Þá er benzíör og olíu-
verðið þeim mun hærra á öðr-
um stöðum á landínu, sem
flutningskostnaðinym nemur.
gagnryna II
Framhald'af síðu.
skalts. ' y!
Um þessi höíuðátriði og
mörg fleiri snerisít gíígA'
rýni þeirra. Þéiý:sJ.önas og
Klemens töldu þó, eins og
á málum hefði • vfeÉið. haldið
hér á landi, gengis-
lækkun nú óhjakyæmileg.
' •S'^iií
— ... -rv
í garð Finna
RÚSSNESKA stjórnin hefur
sent finnsku stjórninni nýjar
kröfur um framsal stríðsglæpa
manna, sem Rússar segja að
Finnar haldi hlífiskildi yfir.
Svipuð orðsending var send
Finnum um nýárið, en Finnar
svöruðu þá, að>. „stríðsglæpa-
menn“ þessir væru flestir balt-
neskir flóttameha.
ætlun þeirra var að komast út
í dráttarbátinn eða til lands.
Skipti ekki um það togum, að
björgunarbátunum hvolfdi við
skipið eftir skamma stund, og
fórust þar tuttugu og sjö
menn. Alls fóru 31 í bátana, en
fjórir komust heilir á húfi í
land. Komst einn þeirra inn í
hellisskúta undir bjarginu, og
var sigið eftir honum, er björg-
unarsveitin korp á vettvang.
Vitavörðurinn náði hinum
þrem og var þeim veitt að-
hlynning.
Björgunarsveitinni í Grinda-
víli var gert aðvart um
strandið á sjöunda tímanum,
og fóru 30—-40 manns í bílum
út að Reykjanesvita, en sú ferð
sóttist seint, enda vegur mjcig
slæmur. Komu þeir á strand-
staðinn um klukkan hálfníu og
tóku þegar til við björgunina.
Tókst þeim að koma línu um
borð í skipið og ná þeim 19
mönnum, sem eftir voru j
skipinu, heilum á húfi í land,
og blotnuðu þeir ekki einu
sinni. Voru skilyrði góð til
björgunar, og stóð bjargið
nokkru hærra en brúin á skip-
inu.
TVEIR KÍNVERJAR
Á SJÚKRAHÚSI
Á „Clam“ voru samtals 50
manns, þar af 14 Bretar, en 36
Kínverjar. Þeir, sem björguð-
ust, eru flestir við góða líðan,
og aðeins tveir Kínverjar
meiddust svo, að leggja varð
þá á sjúkrahús flugvallarins i
Keflavík. Læknar og sjúkra-
bifreiðar frá Keflavíkurvelli
fóru á strandstaðinn í gær-
morgun. Clayton skipstjóri er
meðal þeirra, sem björguðust,
en hann er, sem vonlegt er,
mjög beygður, sakir hinna
hryggilegu atburða, sem fyrir
hann hafa borið.
BJÖRGUNARSVEITIN
ÞORBJÖRN
Það var ekki fyrr en í þriðja
skoti, að björgunarsveitinni
„Þorbirni" frá Grindavík tókst
að koma línu til skipsmanna á
"„Clam“. Fyrri línurnar lentu i
loftneti skipsíns. Formaður fé-
lagsins er Sigurður Þorleifs-
son, en formaður sveitarinnar
’éé Tómas Þorvaldsson og
sRýtta er Árni Magnússon.
Skipsmenn voru allir komnir í
land um klukkan tíu.
SKIPIÐ TALIÐ ÓNÝTT
. „Clam“ er aðeins 50—70
metra frá landi, og er yfir-
bygging skipsins lítið sem ekk-
ert brotin. Þó er skipið talið
ónýtt, þar sem botninn mun
mikið skemmdur, og olíubrák
er um allan sjó. Brezka út-
varpið sagði frá því í gær, að
þj.örgunarskip væri á leiðinni
þingað frá Skotlandi til að at-
huga, hvort skipinu veröur
bjargað.
Framh. af 1. síðu.
unum og dró þá stór skip þessa
,Jeið til Englands.
„Englishman" er 762 lesta
skip frá Hull.
Þegar „Clam“ var lagt inn
við olíustöðina í Laugarnesi
upphaflega, munu hafa verið
skiptar skoðanir um það með-
al kunnugra, hvort óhætt væri
að leggja skipinu þar, og munu
ýmsir hafa varað við því.
Maðurinn minn,
Skúlaskeiði 20, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn fimmtudaginn 2. marz kl. 1.30 frá
þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Blóm afbeðin. En þeir,
sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast minnist
Heilsuhælisjóð Náttúrulækningafélags íslands.
Fyrir mína hönd og sonar okkar.
Sigvún Sveinsdóttir.
Fósturfaðir minn,
f^lagnússoBi
frá Nesjavöllum,
andaðist að Elliheimilinu Grund mánudaginn 27. febr.
Ingólfur Þorsíeinsson.
Nr. 3/1950.
Innflutnings- og gjaldeyrisdeild fjárhagsráðs hefur
ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og olíum:
1. Benzín .............. ltr. 1,12
2. Hráolía ................ — 450,00
3. Ljósaolía .............. — 760,00
pr.
ltr.
tonn
Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er miðað við
afhendingu frá „tank“ í Reykjavík eða annarri innflutn-
ingshöfn, en ljósaolíuverðið við afhendingu á tunnum í
Reykjavík eða annarri innflutningshöfn. Sé hráolía og
benzín afhent í tunnum, má verðið vera 3 aurum hærra
hvert kíló af hráolíu og hver lítri af benzíni.
í Hafnarfirði skal benzínverð vera sama og í Reykja-
vík. í Borgarnesi má benzínverð vera 5 aurum hærra hver
lítri, og í Stykkishólmi, ísafirði, Skagaströnd, Sauðár-
króki, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Norðfirði
og Eskifirði má verðið vera 7 aurum hærra hver lítri. Ef
benzín er flutt á landi frá einhverjum framangreindra
staða, má bæta einum eyri pr. lítra við grunnverðið á
þessum stöðum fyrir hverja 15 km. sem benzínið er flutt
og má reikna gjaldið, ef um er að ræða helming þeirrar
vegalengdar eða meira.
Á öðrum stöðum utan Reykjavíkur, sem benzín er
Jlutt til sjóleiðis, má verðið vera 11 aurum hærra en í
Reykjavík. . 4..1
Verðlagsstjóri ákveður verðið á hverjum sölustað
samkvæmt framansögðu.
í Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í
Reykjavík. í verstöðvum við Faxaflóa og á Suðurnesjum
má verðið vera kr. 40,00 hærra pr. tonn, en annars staðar
á landinu kr. 50,00 pr. tonn, ef olían er ekki flutt inn beint
frá útlöndum. í Hafnarfriði skal verðið á ljósaolíu vera
hið sama og í Reykjavík, en annars staðar á landinu má
það vera kr. 70,00 hærra pr. tonn, ef olían er ekki flutt
beint frá útlöndum.
Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í
verðinu.
1950.
Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. marz
Reykjavík, 1. marz 1950.
VERÐL AGSST J ÓRINN.
Auglýsið í Alþýðublaðinul