Alþýðublaðið - 25.04.1950, Page 6
6
ALÞYÐUBLÁÐIP
Þriðjudagur 25. apríl 1950.
Fjðlla-Eyvindur
S 'M 9
Eric Amhler
I GREIPUM DAUÐÁHS
J
FraroÞ. af 5. síðu.
íeikur hann ekki, heldur er
hann þár drengurinn, iðandi af
fjöri og fögnuði yfir því að
vera í réttum. Og Kristín litla
Waage er einn af hugþekkustu
leikendunum á sviðinu.
Sigfús Halldórsson gerði
leiktjöldin. Baðstofan í 1. þætti
er of stór og.gerir það leikurum
erfitt fyrir um hreyfingar og
staðsetningar, auk þess sem á-
horfendur átta sig vart á því,
að þarna sé um venjulega bað-
sofu að ræða. Minna þau húsa-
kynni öllu fremur á skála.
Leiksvið 2. þáttar og 3. eru fal-
leg, en ef til vill helzt til of-
hlaðin. Leiksvið 4. þáttar,
hraunkofinn, er að mínum
dómi misheppnuð, stílræn til-
raun. Leiksvið eiga að vera
-þannig gerð, að þau „leiki
með“. Kofaveggirnir eru þann-
ig gerðir, að áhorfendum þykir
sem hlýtt og notalegt hljóti að
vera innan þeirra, og allt skraf
þeirra Höllu og Eyvindar um
hríðina, er geysi úti fyrir,
hljómar óeðlilega í þessu um-
hverfi. Það liggur við, að hríð-
argusan inn um dyrnar í lokin
komi manni á óvart. Lýsing
sviðsins er hins vegar góð í
þessum þætti, en ekki reynir á
þá tækni fyrr í leiknum.
Frú Guðrún Indriðadóttir,
sem lék Höllu áður fyrr af
þeirri snilld, sem enn er mun-
uð, las forspjall í ljóðum á und-
an sýningu, en síðan hófst for-
leikur Karls O. Runólfssonar.
Áhorfendur fögnuðu leiknum
Vel og í leikslok voru leikendur
kvaddir fram með lófataki.
Iieildaráhrif þessarar leik-
sýningar verða að mínu áliti í
stuttu máli þau, að allra aðila
vegna hefði það verið heppi-
legra að taka ,,Fjalla-Eyvind“
ekki til meðferðar að svo
stöddu. En úr því að horíið var
að því ráði, verður forráða-
mönnum ekki álasað fyrir það
að velja frú Ingu Þórðardóttur
til þess að fara með hlutverk
Höllu, því að við eigum nú sem
stendur enga leikkonu, er væri
líkleg til þess að gera því betri
skil. Og hver sem lítur á leik
hennar með sanngirni, hlýtur
að játa, að hún vaxi sem leik-
kona í hlutverkinu og að leikur
hennar sé á köflum glæsilegt
afrek. En það haggar ekki
þeirri staðreynd, að hana brest- (
ur þá skapgerð, sem hlutverkið
krefst, þegar mest reynir á. Og
einmitt þetta hlýtur að ráða
úrslitunum, þar eð hvert atriði
harmleiksins miðar að loka-
átökunum og undirbýr þau.
Forráðamönnum þjóðleikhúss-
ins ber skylda til þess að gera
ekki meiri kröfur til leikenda
en þeir bera þroska til að verða
sæmilega við, og þeir hafa einn- j
ig augljósar skyldur að rækja
gagnvart viðurkenndum lista-
verkum og höfundum þeirra.
Fullkomin sviðstækni umskap-
ar ekki leikendurna; þær per-
■ sónur, sem nú koma íram á
hinu glæsilega sviði þjóðleik-
hússins, eru að hæfileikum og
þroska þær sömu og þær voru
á leiksviðinu í Iðnó í fyrra,
enda þótt þeim hafi verið sköp-
uð betri skilyrði til þroska í
list sinni, og húri njóti sín
margfalt betur í þessu nýja um-
hverfi, þar sem öll fullkomn-
ustu hjálparmeðöl eru á reið-
um höndum.
Loftur Guðmundsson.
EFTIRFARANDI gjafir, á-
vörp og kveðjur bárust við
vígslu þjóðleikhússins:
Félag íslenzkra leikara: Mál
verk af Sigurði Guðmunds-
syni málara afhent af Val
Gíslasyni. Myndir af leikurun
um Árna Eiríkssyni, Friðfinni
Guðjónssyni, Gunnþórunni
Halldórsdóttur, Kristjáni Þor-
grímssyni, og frú Stefaníu Guð
mundsdóttur, afhentar af Þor-
steini Ö. Stephensen formanni
félagsins.
Leikfélag Akureyrar: Skraut
ritað ávarp afhent af Guð-
mundi Gunnarssyni formanni
félagsins. De Norske Teater,
Oslo: Ávarp og kvenbúningur
frá Guðbrandsdal, afhént af T.
Andersen Rysst, sendiherra.
Frá Kungliga Operan Stock-
holm: Blóm og ávarp, af hent af
af Pousette, sendiherra. Frá
Kungl. Dramatiska Teatern í
Stocholm: Sundarstjórahamar
úr silfri, afhent af H. Pousette,
sendiherra. Frá Abbey leik-
húsi í Dublin: Ávarp flutt af
E. Blythe, leikhússtjóra. Frá
Leikfélaginu í Þórshöfn, Fær-
eyjum: Ávarp flutt af H.
Djuurhus, rith. Frá Det Kong-
elige Theater, Kaupmanna-
höfn: Lárviðarsveigur, og frá
Dansk Skuespillerforbund:
Myndastytta af frú Önnu Borg,
eftir Axel Locher, afhent með
ávarpi af Paul Reumert leik-
ara. Frá Hindsgaul, Butiks-
montören, Kaupmannahöfn, og
Kornerup-Hansen stórkaup-
manni Reykjavík: Postulíns-
vasi afhentur af O. Kornerup-
Hansen. Frá Haraldi Björns-
nyni leikara: Stundaklukka, af
hent af gefanda. Frá Sigurði
Skagfield óperusöngvara:
Skrautútgáfa af Faust eftir
Goethe. Frá Bystknder: Chritop
her Fry: Lady not for burn-
ing. Blómakröfur bárust frá:
Menntamálaráðherra, Sendi-
ráði Sovétríkjanna, Leikfélagi
Vestmannaeyja, Leikfélagi
Borgnesinga. Sauðárskróks,
Félagi kvikmyndahúsaeiganda,
írá lögreglustjóranum í Reykja
vík, frá fjölskyldunni Borg og
Ó. Kornerup-Hansén.
Á vígsludegi þjóðleikhússins
hárust því kveðjur og ávörp og
gjafir víðs vegar að. Leilthúsið
ielur sér mikinn heiður að
þeirri vinsemd, sem því hefur
Verið sýndur og stjórn þess
rendir alúðar þakkir öllum
i'eim, sem á þennan hátt hafa
rýnt því sóma og árnað því
mikill,' enda allar innféttingar
að hætta væri talin á að aldur-
til undankomu, þá myndi hann
ekki eiga heila stpnd eftir ólif-
aða. Allt í einu mundi bifreið-
in nema staðar, honum vrði
nkipað að fara út úr henni og
að því loknu mundi hann verða
skotinn til bana svo vel og
marlcvíst eins og hann hefði
verið dæmdur til dauða af her-
rétti og sveit hermanna verið
iátin taka hann af lífi. Hann
fann að blóðið steig honum til
höfuðsins og hann var búinn
að fá höfuðverk. Hann dró
andann ótt og títt og við og við
kingdi hann. Hann reyndi að
anda hægt og reglulega, en það
var eins og öndunarfærin vær
öll úr lagi færð og hann réði
ekki við þau. En hann hélt á-
fram tilraunum sínum því að
hann vissi, að ef hann léti ótt-
ann ná tökum á sér, þá var öll
von úti. Því aðeins mundi hon-
um takast að bjarga sér, að
hann gæti hugsað kalt og ró-
lega og komið þeim á óvart
með eldsnöggum hreyfingum.
Það mundi ekki verða svo erf-
Itt að deyja. Það mundi taka
sina sekúndu — og svo yrði
öllu lokið. Það átti svo sem
fyrir honum að liggja að deyja
Eyrr eða seinna. Og var ekki
betra fyrir hann að fá nú kúlu
gegnum hausinn heldur en að
þurfa að þola langvarandi
veikindi eftir að hann væri
orðinn gamall? Það var alls
ekki svo lítið að hafa lifáð í
fjörutíu ár. Það voru áreiðan-
lega margir ungir menn í Ev-
rópu núna, sem mundu líta á
það sem hreina guðsgjöf ef
þeim væri sagt að þeir ættu að
ná þeim aldri. Þetta var svo
rem allt í bezta lagi ef maður
gat litið á þetta skynsamlega.
Lífið var, þegar allt kom til
alls, ekki svo ákaflega eftir-
sóknarvert. Þetta var eiginlega
ekki annað en að reyna að
klóra sig áfram frá vöggunni
til grafarinnar án þess að
hrufla sig mjög mikið á hönd-
iim og fótum. Hvers vegna
burfti fólk að látá svona, þó að
það ætti í vændum að hætta
ijkyndilega að krafsa sig á-
fram? Já, hvers vegna? En þó
, . . Sjálfur var hann í uppnámi
út af þessu sama.
Hann fann hvernig skamm-
byssan nam við brjóst hans. Ef
beir færu nú að leita á honum?
Cn, nei, þeir mundu ekki gera
það. Þeir höfðu tekið byssu af
honum og aðra frá Kuvetli. Þeir
mundu varla gera ráð fvrir að
um þriðju skammbyssura væri
að ræða. Fimm aðrir menn voru
í - bifreiðinni og að minnsta
kosti fjórir þeirra voru vopn-
aðir. Það vor,u sex kúlur í
5kammbyssunni hans. Ef til
vill tækist honum að skjóta tvo
beirra áður en hann félli. Ef
hann sætti færis, þegar at-
liygli Banats var ekki vakandi.
|)á myndi honum ef til vid tak
ast að skjóta þrjá þeirra, jafn-
vel fjóra, í bezta falli. Ef það
átti fyrir honum að liggja að
verða skotinn til bana, þá ætl-
aði hann að reyna að selja líf
fitt eins dýrt og mögulegt
væri. Hann tók sígarettu úr
vasa sínum, stakk henni upp í
sig og fór svo með höndina í
innrivasann eins og hann væri
að ná í eldspítu, og losaði um
leið um gikkinn á skammbvss-
vxnni. í svipinn datt honum í
hug að láta nú til skarar skríða,
þrífa byssuna og skjóta tafar-
'aust, en athygli Banats var of
vakandi og byssan í hendi hans
örugg. Auk þess var það mögu-
iegt, að eitthvað óvænt kæmi
fyrir, sem gæfi betri mögu-
ieika. Það gat til dæmis átt
rér stað, að bifreiðastjórinn
færi of hratt fyrir horn og
velti bifreiðinni. Hann mátti
til með að vera við öllu búinn.
En bifreiðin ók örugg sína
leið. Gluggum bifreiðarinnar
var rammlega lokað, og rósailm
urinn af Banat fór að gera loft
'ð mollulegt. Maðurinn, sem
Ixorfði út um gluggann, virtist
vera farinn að verða syfjuleg-
ur. Einu sinni eða tvisvar gevsp
aði hann. En allt í einu virtist
hann taka rögg á sig, og, eins
og til þess að hafá eitthvað að
sýsla, dró hann stóra, þýzka
rkammbyssu upp úr vasa sín-
vim og fór að skoða hana. Um
!eið og hann stakk byssunni aft
ur í vasann leit hann rétt í svip
sviplausu augnaráði á Graham,
on leit svo undan, alveg eins
og þeir væru báðir ókuxxnir
farþegar í járnbrautarlest.
Þeir höfðu verið á þessari öku
fero í tuttug og fimm mínútur.
Þeiri fóru gegnum lítið ósjá-
íegt þorp. Þar var lítilfjörlegt
kaffihús og benzíntankur fyrir
framan það. Graham sá nokkr
ar íátæklegar verzlanii', en svo
virtust þeir halda upp dálitla
hæð. Graham varð var við það
að nú hvarf öll byggð, en í stað
inn komu óræktarleg tré og
grjótaurðir. Hann gerði. ráð
fyrir, að þeir væru að fara upp
á hæðirnar fyrir norðan Génúa
og vestan við járnbrautargöng-
in hjá Pontedecimo. Skyndilega
r-tefndi bifreiðin til vins’tri inn
á lítinn hliðarveg .milli þéttra
'irjáa og rétt á eftir fór him í
"yrsta gír upp allháa brekku éft
ir mjóum og ógreiðíærum vegi.
Graham sá skógarrjóður og
i vört tré.
Það var einhver hreyfing við
hlið hans. Hann sneri sér snögg
iega til þeirrar hliðarinnar og
mætti augum Möllers.
Möller kinkaði kolli. ,,Já, mr.
Graham. Hér nemum við víst
staðar og þér farið ekki
lengra.“
„En . . . en hótelið. . Gra-
ham fann hvernig blóðið
streymdi til höfuðsins. Hann
stamaði og kverkarnar herpt-
ust saman.
Bláfölu augun störðu á
hann. Möller deplaði ekki auga
,,Ég er hræddur um, mr. Gi'a-
ham, að þér séuð ákaflega
heimskur maður. Eða, getur
það verið, að þér haldið að ég
sé heimskingi?“ Hann ypti öxl-
um. En mér er sama. Það hef-
ur engin áhrif hvort sem er. En
ég þarf að biðja yður að síð-
ustu dálítillar bónar. Þér vitið,
að þér hafið valdið mér ákaf-
lega miklum örðugleikum, ó-
[xægindum og fjárútlátum.
Væri til of mikils mælzt af mér,
að þér létuð nú staðar numið á
þeirri braut? Þegar við nenium
nú staðar, og þér verðið beðinn
að fara út úr bifreiðinni, þá
bið ég yður að gera það án iriót
mæla og án þess að það þurfi
rxð beita yður valdi. Ef þér haf
ið ekki til að bera nógu mik'nn
manndóm á slíku augnabliki
rem þessu, þá ættuð þér þó að
geta skilið það, að Jxað er til
cinskis að eyðiléggja eða
tkemma þessa ágætu bifreið“.
Hann snei’i sér við um leið,
kinkaði kollinum til mannsins,
rem var í fraltkanum, en hann
barði með knúnum í rúðuna á
milli sætanna. Bifreiðarstjór-
inn hemlaði og' bifreiðin stöðv
aðist og um leið reis maðurinn
í frakkanum upp til hálfs, greip
um hurðarlásinn og opriaði dvrn
ar. Um leið kirikaði Möiler kolli
til Banats og skakkt bros
loreiddist um kjálka morðingj-
nns.
Á sama augnabliki lét
Graham til skarar skríða. Síð-
nsta von bans varð að engu.
Honum var ekki undankomu
auðið. Þeir ætluðu að di'epa
hann og þeim stóð alveg á sama
hvort honum væri það fvllilega
íjóst eða ekki. Þeir höfðu að-
eins áhyggjur af því ef blóð
bans mundi sjást í bifreiðinni.
Hkyndilegur ofsi greip hann,
hver einasta taug í líkama hans
var spennt til hins ýtrasta, hann
'kalf frá hvirfli t.il ilja. en það
var bardagaskjálfti. Hann ætl-
aði að selja líf -sitt dýrt. Hann
rrein eldsnöggt skammbvssu
''Jatthis úr vasa sínum og skaut
beint í andlit Banats.
Jafnvel meðan ómurinn af
skotinu var enn í eyrurn hans
sá hann svip Banats gjörbreyt
ast í einni svipan og bá mvnd
var hann með í augunum er
beilla.