Alþýðublaðið - 29.04.1950, Qupperneq 6
ALÞVÐUBLAÐSÐ
Laugardagur 29. apríl 1950
Frú DáríSiu
DalbeÍHu:
Á ANDLEGUM YERÐLAUNA-
VETTVANGI
Lifandis ósköpin öll gat ég
orðið hrifin af því, ssm flutt var
í útvarpinu í fyrrakvöld,. þessu
með verðlaunin og medalíurn-
ar. Ef nokkur ætti í sannleika
sagt skilið að fá verðlaun fyrir
frammistöðu sína í útvarpinu og
fyrir sínar tillögur til úrbóta
,á þjóðarástandinu, þá er það
sánnarlega erindisflytjandinn.
Satt að segja finnst mér, að ó-
athuguðu máli raunar, að hann
hafi funHið eitt allsherjarráð við
öllu, sá maður, — sem sé verð-
laun og medaliur.
Maður sér nú bara til dæm-
is með iþróttirnar. Sér hvernig
unglingarnir hlaupa sig og
sprikla hálfdauða til þess að ná
í verðlaunapening á brjóstið, að
ég nú ekki tali um blaðagrein
með mynd. Hvað væru íþrótt-
irnar hér á landi án verðlauna-
peninga og vonir um mynd í
blöðunum? Þ.etta virtist hann
skilja svo einstaklega vel.
Og það éru ekki bara börnin
og unglingarnir, sem hafa gam-
an af að fá medalíur til þess að
hengja á brjóstið eða að sjá
mynd af sér í blöðunum. Allar
orðurnar og heiðursmerkin sýna
og sanna að þar .eru þeir fuli-
orðnu enn barnalegri en börn-
jn, og ég segi nú bara fyrir
mig, að mér hefur alltaf fund-
izt fálkakrossinn einstaklega
fallegur, svona sem punt. Bezt
gæti ég trúað, að þessi medalíu-
þrá mannsins væri eitthvað í
ætt við andlegu þrána, svo sterk
er hún og samgróin honum. Og
svo er hún tiltölulega meinlaus,
því að enginn gerir neinum
miska með því að bera medalíu
á barminum, nema hvað hann
kann að vekja öfund eigin-
kvenna þeirra manna, sem enga
hafa, — en það er bara prívat-
mál medalíulausra hjóna, sem
medalíumaðurinn á engá sök á.
Og nú er ráðið sem sagt fund-
ið: keppni í öllum greinum, med
alíur í öllum greinum handa
þeim, sem skara fram úr. Nú
er til dæmis afar erfitt að fá
heimatilbúnar vinnustúlkur,
heldur hefur þar orðið að grípa
til erlendrar framleiðslu, og fá
færri en vilja, Ég er viss um,
að þetta myndi óðar breytast,
ef farið væri að veita vinnu-
konumedalíur. Við skulum segja
sem svo, að fyrir að hafa verið
tvo vetur í vist fái stúlkan bronz
pening, silfurpening fyrir fimm
vetur og gullpening fyrir tíu.
Én til þess yrði hún auðvitað
nð hafa alla pappíra í lagi, — og
undirritaða af húsmæðrunum,
en ekki húsbændunum. Allt
verður að taka með í reikning-
inn. Og sú vinnukona, sem ver-
íð hefði hjá sömu húsbændunum
í tólf ár, fengi þess utan fagran
silfurbikar og mynd af sér í
blöðunum, — tekna áður en hún
byrjaði í vinnukonubransanum,
— og titilinn „Stofustúlku-
drottning Reykjavíkur“. Yrði
þetta fyrirkomulag tekið upp, er
ég handviss um að við frúrnar
þyrftum ekki lengi að kvarta
um vinnukonuleysi.
Og auðvitað yrði þetta system
notað á öllum sviðum, þar sem
bví yrði við ltomið. Við skulum
bara taka til dæmis afgreiðslu-
fólkið. Á hverju ári héldu þá
viðskiptavinirnir í hlutaðeigandi
bæjarhverfi fund og kysu svo
og svo margar afgreiðslustúlkur
og svo og svo marga afgreiðslu-
tnenn til þess að hljóta verð-
íaunamedalíur úr bronse, silfri
og gulli, og úr hópi þeirra, sem
hlytu verðlaunin, yrði svo val-
in. jeim afgreiðsludrottning og
einn afg'reiðslukóngur, og þau
fengju svo hvort um sig sinn
bikar og blóm og mynd af sér
í blöðunum. Mikil unun held ég
bað yrði að koma í búðirnar á
eftir og aðra þá staði þar, sem
fólk er afgreitt.
Já, það mætti víða koma þessu
kerfi fyrir til stórbóta fyrir alla
aðila. Hvernig væri til dæm-
is, að hlustendur væru látnir
dæma um útvarpsverðlaun ór-
bsga. Þá fengi þá fyrirlesari, upp
lesari, þulur og svo framvegis,
sem sjaldnast hefði verið skrúf
að fyrir, sína gullmedalíu, sá
næstsjaldgæfasti silfurmedal-
íu og eftir því. Og ef svo kæmi
fram á heyrnarsviðið einhver,
osm aldrei hefði verið skrúfað
fyrir, fengi sá eða sú fagran
bikar og tignarheitið „Hljóð-
nemadrottning" eða „Hljóðnema
garpur“ íslands. Auðvitað yrði
athöfninni útvarpað.
Jæja, ég mun ef til vill ræða
betta mál nánar síðar, en aðal-
atriðið er að þetta komizt sem
Cyrst í gang. Takizt það, er
gæfa lands og þjóðar tryggð um
aldur og æfi, og þökk sé beim,
sem fyrst vöktu máls á þessu.
Þeir, eiga skilið tignarheítið
„hugsjónakóngar íslands“.
í andlegum friði.
Dáríður Dulheims.
(TVTYTVlYiYTmTvrdVTVi
Auglýsið í
Alþýðublaðinu!
Eric Ambler
og starði ólundarlega á hann.
„Jæja?“
„José skýrði mér svo frá að
óg skuldaði yður nú tvö þúsund
íranka. Þessi seðill er aðeins
r.eytján hundruð og fimmtíu
íranka virði. Hann dró upp
franska peningaseðla, setti þá
í tíupunda seðilinn o_g rétti
henni.
Hún hrifsaði peningan úr
hendi hans. „Og hvað ætlizt þér
t.il að fá fyrir bessa peninga9“
cagði hún hæðnislega.
„Ekkcrt. Ég hef haft mikla
ánægju af félagsskap yðar.“
Hann opnaði dyrnar. „Verið þér
cælar Josette“.
Hún ypti öxlum, stakk pen-
ingunum í töskuna sína cg sett
i.st út í horn.
„Verið þér sælir. Það er ekki
mér að kenna „þó að þér séuð
heimskingi."
José hló. „Eí yður mundi
kannske snúast hugur, monsie-
ur, „byrjaði hann glettnislega,
þá munum við . . .“
Graham lokaði dyrunum og
gekk eftir ganginum. Hann var
nöeins að hugsa um þao að kom
ast sem fyrst til lilefa síns.
Hann tók ekki eftir Mathis fyrr
en hann hafði næstum því rek-
Lzt á hann.
„Monsieur Graham. Er það
:nögulegt?“
„Ég var einmitt að gá að yð-
ur“, sagði Graham.
„Kæri vinur minn. Þetta
gleður mig ósegjanlega. Ég var
einmitt að brjóta heilann um.
. . .Ég var svo hræddur um . . “
„Ég náði lestinni í Asti“.
Hann tók skammbyssuna úr
vasa sínum. „Ég ætlaði að skila
yður þessu, með kæru þakk-
læti fyrir lánið. Ég er hrædd-
ur um að ég hafi ekki haf t tíma
til að hreinsa hann. Ég skaut
tvisvar sinnum með henni“.
„Tvisvar? Drápuð þér þá
báða?“ Mathis starði á hann
stóreygður.
„Aðeins annan. Hinn dó í bif
reiðaslysi."
„Bifreiðarslysi?“ Mathis hló.
„Það er ný aðferð við að ráða
r.vona glæpahyski af dögum“.
Ef til vill hreinsa ég hana_alls
ökki“, bætti hann við.og skoð-
aði byssuna með aðdáun, Ég
held að nú fyrst verði hún mér
dýrmætur minjagripur“. Hann
leit upp. Var ekki allt í lagi
með skilaboðin, sem þér báðuð
mig fyrir?“
„Jú, allt var í bezta lagi og
ég þakka yður innilega fyrir
alla aðstoð yðar og hjálp.“ Hann
hikaði. „Það eru ekki neinar
veitingar í lestinni. Ég á dálít-
ið af smurðu brauði í klefan-
um mínum. Ef þér og kona yðar
vilduð líta inn til mín. .
„Þakka yður fyrir vingjarn-
legt boð, en ég get því miður
ekki þegið það. Við förum úr
iestinni í Aix. Og bráðum er-
um við komin þangað. Fjöl-
;:kylda mín er þar. Það verður
gaman að hitta hana eftir svona
langan tíma. Hún . . .“
Dyrnar á næsta klefa opn-
uðust og frú Mathis glápti á þá.
„Ó, þarna ertu þá“. Allt í einu
starði hún á Graham. Svo kink
aði hún ólundarlega kolli.
„Hvað er nú á seyði, chéri?“
„Ekki minnast á hvað?“
spurði frú Mathis tortryggin á
svipinn. „Hvað leynibrugg er-
uð þið með?“
„Já, það er von að þú
spyrjir“, hann veifaði til Gra-
hams. „Ég og monsieur Graham
höfum myndað samsæri til þess
að sprengja Frakklandsbanka í
loft upp, taka fulltrúadeildina
herskyldi, skjóta tvö hundruð
fjölskyldurnar og setja á lagg-
'trnir kommúnistastjórn“.
Hún leit í flýti í kringum sig
hrædd og hikandi. „Þú mátt
ekki segja svonalagað, ekki einu
dnni að gamni þínu“.
„Að gamni mínu?“ Hann
gretti sig og afskræmdi í fram-
an. „Þú munt sannarlega kom-
nst að raun um hvort þetta er
eintóm grín, þegar við drögum
þessa auðvaldshunda út úr stór
um lúxusvillum sínum og bú-
um til úr þeim kjötstöppu
með hríðskotabyssunum11.
„Glugginn. Þú opnaðir hann
og fórst svo út til þess að
reykja“.
,,Þá verður þú að loka hon-
um, chéri“.
„Heimskinginn þinn. Nú er
nóg komið af svo góðu.“
Mathis ypti þreytulega öxl-
um og rétti út höndina. „Ver-
ið þér sælir vinur minn, Ég
mun ekki minnast á þessi mál.
Þér getið treyst mér í einu og
öllu“.
„Robert. Hugsaðu þér, ef ein
hver heyrði þig tala svona. Guð
minn almáttugur . . .“
„Mér er andskotans sama. All
ur heimurinn fær að vita þetta
innan stundar“.
„Ég var bara að biðja þig
um að loka glugganum, góði
minn. Ef það hefði ekki verið
svona afskaplega vont að loka
honum þá hefði ég gert það
Bjólf. . .“
Dyrnar lokuðust að baki
þeim.
Graham stóð um stund við
gluggann og horfði á grátt
mistrið leggjast yfir landið.
Ilann hlakkaði til að komast
heim tií Englands, heim til
Stephanie, heim til alls þess
sem beið hans.
Hann sneri til klefa síns og
hugsaði sér að fá sér brauðsneið
og sötra í sig ölið, sem þjónn-
inn hafði fært honum.
Endir.
Ný framha!dssaga ÁlþýðyhSaSsInss
Systurnar eftir Ginu
------^------
NÝ FRAMHALDSSAGA hefst hér í blaðinu á morg-
un; er það ein af kumiSustu sögum skáldkonunnar Ginu
Kaus, en Alþýðublaðið hefur áður birt eina af sögum
hennar. í þessari sögu er sögð saga tveggja systra. Það
er saga mikilla ástríðna og meinlegra örlaga. Hér er um
ágæta skáldsögu að ræ'ða. Er ekki efamái, að hún muni
falla lesendum blaðsins vel í geð.
Þeir, er eiga vangoldna
reikninga á {sjéðleikhússb^giinguns,
eru beðnir að framvísa þeim í skrifstofu húsameist-
ara ríkisins fyrir hádegi n.k. fimmtudag, 3. maí.
Reykjavík, 27. apríl 1950.
EINAR ERLENDSSON.
Auglýsið í ÁlþýðublaSinu!