Alþýðublaðið - 27.06.1950, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þriðjiulagur 27. júní 1950
Eliífefrisireiislyr
til danskra, finnskra, norskra og sænskra ríkisborgara,
sem búseítir eru hér á Iandi.
Hinn 1. desember 1949 kom til framkvæmda milli-
ríkjasamningur Norðurlandanna um gagnkvæmar greiðsl-
ur ellilífeyris. Samkvæmt þessu eiga danskir, finnskir,
norskir og sænskir ríkisborgarar, semr dvalizt hafa sam-
fleytt á íslandi 5 síðast liðin ár og orðnir eru fullra 67
ára, rétt til ellilífeyris á sama hátt og íslenzkir ríkis-
borgarar.Þeir eiga og rétt til lífeyris fyrir börn sín undir
16 ára aldri, sem hjá þeim dvelja á þeirra framfæri og
koma til greina við ákvörðun uppbótar á lífeyrisgreiðslur
til jafns við íslenzka ríkisbcrgara.
Þeir erlendir ríkisbargarar, sem samningurinn tekur
til og vilja njóta þessara réttinda, eru hér með áminntir
um að snúa sér með umsóknir sínar til umboðsmanns
Tryggingarstofnunar ríkisins og leggja fram sönnunar-
ggn fyrir óslitinni dvöl hér á landi 5 síðustu ár.
Þeir erlendir ríkisborgarar, sem samningurinn tekur
skurðaðan lífeyri, þurfa þó ekki að endurnýja umsókn
sína fyrir næsta bótatímabil, í. júlí 1950 til 30. júní 1951.
Reykjavík, 22. júní 1950.
Tryggingasfofnun ríkisins
kðflskrá
er til sýnis í Skattstoíu Reykjavíkur frá mánu-
degi 26. júní til laugardags 8. júlí, að báðum
dögum meðtöldum, kl. 9 til 16,30 daglega.
í skattskránni eru skráð eftirtalin gjöld:
Tekjuskattur, tekjuskattsviðauki, eignarskattur,
eignarskattsviðauki, stríðsgróðaskattur, trygg-
ingargjald einstaklinga og námsbókagjald.
Jafnframt er til sýnis yfir sama tíma:
Skrá um iðgjaldagreiðslur atvinnurekenda —
vikuiðgjöld og áhættuiðgjöld •— samkvæmt 112.
og 113 gr. laga um almannatryggingar.
Skrá um þá menn í Reykjavík, sem réttindi hafa
til niðurgreiðslu á kjötverði.
Kærufrestur er tvær vikur, og þurfa kærur að
vera- komnar til Skattstofu Reykjavíkur eða í
bréfakassa hennar í síðasta lagi kl. 24 sunnudag-
inn 9. júlí næst komandi.
SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK,
Halldór Sigfússon.
G ina Kaus
Auglýsið í Alþýðublaðinu
Þetta var ekki ósennilegt, og
það varð því sennilegra þegar
mér varð hugsað til þess, í hve
slæmu skapiy. Alexar.der hafði
verið. Hann hafði líkast til leit-
a.ð eftir tækifseri til að sleppa
við að heimsækja systur sína
og verið um nóttina í einhverri
vínstofu, annað hvort með ein-
hverjum kúnningjum sínum
eoa aleinn.
,,Hvers vegna eigum við að
haía áhyggju af því?“ sagði
Lotta. „Við vitum það fullvel,
að hann á það til að vera dutl-
ungafullur.“
Þegar hún sagði þetta, var
hún einmitt að hreinsa hælana
á gulu silkiskónum, sem hún
hafði verið með um kvöldið;
hún bleytti tusku í benzíni og
þvoði hælana. Ég spurði hana, I
hvernig hún hefði farið að því
að óhreinka skóna svona mjög.
„Við Martin gengum gegn-
um borgargarðinn.“
Ég svaraði, að það hefði ver-
ið þurrt veður.
,,Já, en þeir voru einmitt að
vökva blómin,“ svaraði hún.
Mér fannst í svipinn, að ekk-
ert væri athugavert við þetta,
og á næstu tíu eða tólf dögum
bar ekkert til titla né tíðinda,
sem vekti grun minn. Lotta
vann í búðinni eins .og vant
var. Baróninn ætlaði alveg cð
l<æfa hana í gjöfum og ástúð.
Bréfkort barst frá Martin. Það
kom frá byrgðastöðvunum ein-
hvers staðar á Ítalíu. Hann
sagði, að hann byggist við að
verða þar í tvær til þrjár vikur
áður en herdeild hans færi á
vígstöðvarnar.
Svo rann upp sunnudagur.
Baróninn boroaði hjá okkur.
Eftir að við höfðum matazt,
kom Helmut og baróninn varð
glaður við, því að pilturinn
kom að óvörum og af sjálfs-
aáðum. „Eigum við að fara út,
svo að þú getir skemmt sér svo-
lítið fyrsta kvöldið, sem þú ert
heima?“ spurði hann vinsam-
lega. „Það er að segja, ef stúlk-
urnar eru ekki of þreyttar til
þess að geta farið út.“
„Þóx munt hafa verið í ákaf-
lega fallegum kjól um daginri
í óperunni," sagði Helmut og
sneri sér að Lottu. „Gulum
kjól. Já; dökkhærðar konur
ættu einmitt að klæðast gulu
eins mikið og þær geta. Ég segi
þetta ekki af því, að ég sé svo
afskaplega hrifinn af fánalit-
unum okkar. Ég segi það bara
af einskærri fegurðartilfinn-
ingu.“
Lotta klæddi sig undir eins í
gula kjólinn og virtist glöð og
kát, og augnabliki síðar sáturn
við í bifreiðinni og ókum til
Pötzleindorf, en þar hafði verið
opnað nýtt veitingahús, sem
mikið orð fór af. Meðan á stríð-
inu stóð, komust ýmis veitinga
hús í tízku, ekki sízt nætur-
ldúbbarnir; en vitaskuld að-
eins hjá þeim, sem vel gátu
borgað. Að líkindum valt þetta
á því, hve duglegur eigandinn
hafði verið að hamstra. Að lík-
indum hafði þessi Gassinger 1
Pötzleindorf komizt á einn eða
annan undarlegan hátt yfir mik
ði af áfengi. Þess vegna var líka
salurinn, sem var mjög stór og
einnig fallegur garðurirn, full-
i raf prúðbúnu f ólki, sem virtist
ekki þurfa að spara neitt. Þar
voru margir liðsforingjar.
Þarna hafði Helmut sig meira
í frammi en faðir hans. Hann
útvegaði okkur undir eins á-
gætt borð. Á borðinu stóð lítill
lampi með fallegri hlíf. í stað-
inn fyrir að panta á bcröið
sagði hann við þjóninn. „Þér
vitið hvað við viljum.“ Og við
fengum franskt kampavín.
Okkur leið vel um stund, en
svo fór að kólna, og við fórum
í kápurnar okkar. Lotta var i
svartri silkikápu með mold-
vörpuskinnsb'lydddngum.
„Varstu ekki í brúnni kápu.
þegar þú varst í þessum kjpl
um daginn?“ spurði Helmut. ‘
„Jú, og ég leitaði að henni í
kvold, en mér tókst ekki að
finna hana. Ég hef líkast til
bara gleymt henni í óperunni."
Ég hrökk við. Ég minntist
þess, að ég hafði séð Lottu
koma heim með kápuna á
handleggnum, án þess að vita
hvers vegna, fékk ég hjartslátt.
„Það er ómögulegt,“ sagði
Helmut í lágum hljóðum, en þó
svo ákveðið, að baróninn tók
eftir því.
„Hvers vegna er það svo ó-
mögulegt?“ spurði hann.
„Gamli stúkuþjónninn þekk-
ir Eottu alvtg eins vel og hann
þekkir okkur. Hann hefði á-
reiðanlega verið búinn að senda
henni hana fyrir löngu eða
símað til hennar og minnt hana
á hana. Hefur þú ekki líka einu
sinni verið í kápunni síðan?‘ö
„Nei,“ svaraði Lotta. „Ég
hef ekki farið í þennan kjól síð-
an, annars hefði é'g áreiðanlega
tekið eftir því, að mig vantaði
kápuna."
Það var ekki meira talað um
þetta, og ekkert gaf til kynna,
að þetta liefði haft nokkur áhrif
á Lottu. En kápan fór ekki úr
huga mínum. Hundrað sinnum
reyndi ég að fullvissa sjálfa
mig um það, að Lotta hefði leit-
að illa að kápunni, og að hún
héngi einhvers staðar þar, sem
ég mundi strax finna hana. En
það, sem fyrst og fremst gerði
mig órólega, var framkoma
Helmuts.
„Eigum við ekki að ganga
svolítið um?“ sagði Helmut. Og
baróninn var því strax sam-
þykkur. „Við skulum labba
gegnum Schottenwald. Bifreið-
in getur ekið þjóðveginn og
tekið okkur hinum megin. Rat-
ar þú ekki?“ spurði hann
Lot.tu. „Veiztu ekki, hvar mað-
ur kemur út úr honum?“
„Jú, við komum til Neu-
waldegg," svarað’ Lotta. „En
þetta er ekki Schottenwald.
Hann er þarna, nær Húttel-
dorf.“
„Já, þú ratar ágætlega. Rat-
arðu þetta líka í rnyrkri?"
En Lotta svaraði því ekki, og
þá sagði ég, að fyrir stríðið
hefðum við herra Kleh stund-
um labbða hér um með báðar
systurnar, já, næstum því á
hverjum góðviðrisdegi.
Við gengum gegn um skóg-
inn. Það var niðamyrkur, svo að
við héldumst í hendur til þess
að við dyttum ekki.
„Það hljóta að vera hér ljós-
ker, en það hefur bara ekki
verið kveikt á þeim,“ sagði
baróninn. „Það er stríðið, sem
veldur. Það er ekki öruggt að
vera hér fyrir friðsama borg-
ara.“
„En hér er ágætt að vera
fyrir elskendur, pabbi minn.
Þú mátt ekki gleyma húsnæðis
vandræðunum. Og hver hefur
ráð á því um þessar mundir,
að fara í sæmilegt gistihús?
Ekki einu sinni synir þínir.
Jafnvel þau gistinús, sem leigja
út herbergi ldukkustund í einu
eða svo, eru troðfull alla tíma
sólarhringsins, og auk þess er
það ekki rómantíske, og svo er
það líka hættulegt fyrir stúlk-
ur frá góðum heimilum. Allir
þessir vesalings strákar, sem
eiga að fara tií vígstöðvanna og
vilja gjarna- skemmta sér sem
bezt þeir mega síðustu stund-
irnar, sem þeir eru heima, þeir
slá sér stundum út á næturnar.
Skógurinn breiðir opinn faðm-
inn á móti slíkum mönnum, og
myi’krið og þögnin segja ekki
frá, að minnsta kosti er það
svona á sumrin.“
„Þetta er alveg nóg, dreng-
ur minn,“ sagði baróninn. „Við
skulum heldur taka skóginn til
íyrirmyndar og þegja um þessi
mál.“ Hann vildi ekki að talað
væri á þennan hátt í návist
Lottu. Hann sleppti handlegg
Helmuts og gekk á undan með
Lottu.
Helmut gekk við hliðina á
mér og flautaöi. „Þér skuluð
segja Lottu, að hún hafi sézt,“
sagði hann stundu síðar.
„Hvað eigið þér eiginlega
við? Ilafi sézt til hennar?“
„Já, um daginn, þega hún
fór í óperuna með Martin.
Nokkrir vinir mínir sátu í garð-
G
O
T