Alþýðublaðið - 12.07.1950, Blaðsíða 6
0
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. jólí 1950
Félag ungra jafnaðarmanna,
Reykjavík.
Farið verður í vinnu- og skemmtiferð í land félags-
ins að Heiðmörk, laugardaginn 15. júlí n.k. kl. 3 e.h.
F.U.J.-félagar, sem ætla í þessa ferð, eru beðnir um
að láta skrá sig se.m fyrst í skrifstofu félagsins, sími
5020.
Heiðmerkurnefnd F.U.J.
Formannafundur iðnnemasamtak-
anna ræddi reglugerð um iðnnám.
Vildi láta koma á aimenniim kunnáttu-
prófum í þeim iðngreinum, sem slík
próf eru mö^uleg.
----- —» -
FUNDUR formanna iðnnemasamtakanna var haldinn í
iðnaðarmannastofu Hafnarfjarðar dagana 1. og 2. jiilí s. 1. Á
fundinum voru mættir formenn flestra iðnnemafélaganna á'
landinu, auk stjórnar INSÍ. Aðalumræðuefni fundarins var
væntanleg regltigerð um iðnaðarnám. Áleit fundurinn, að hinni
nýju reglugerð bæri að tryggja, að iðnnemum sé veitt fuílkom-
in kennsla í iðninni. Taldi fundurinn að slíkur árangur myndi
nást bezt með árlegum kunnáttuprófum í þeim iðngreinum,
sem slík próf séu möguleg. Fundurinn álítur einsýnt, að iðn-
fræðsluráð noti lieimild þá, er fellst í 19. grein laga um iðnað-
arnám, til þess að setja námsreglur og þá einnig prófreglur
' fyrir árspróf.
Sveinsprófum verði þannig
fyrirkomið, að þau sýnip. sem
bezt, að þeim sem prófið þreyt-
ir, hafi verið kennt fyllilega
allt, er að iðninni lýtur og
hæfni hans til starfsins komi
sem bezt í ljós. Skulu nemend-
ur draga um það hjá prófnefnd,
hvert verkefni þeirra, sem um
er að ræða, þeir leysi af hendi.
Að skýr ákvæði verði sett í
reglugerðina, er tryggi það, að
iðnnemar verði ekki látnir'
vinna önnur störf en viðkoma
iðngreininni, sem þeir eru að
læra.
Fundurinn leit svó á, að
námstími í ýmsum iðngreinum
væri óþarflega langur, og taldi
brýna nauðsyn bera til, að
hlutlaus athugun færi fram á
því, í hvaða iðngreinum megi
nú þegar stytta námstímann.
Enn fremur að núverandi
kvöldskólakerfi sé alveg óvið-
unandi og beinir fundurinn
þeirri áskorun til iðnfræðslu-
ráðs, að það setji nú þegar skýr
ákvæði um aflganingu þessa ó-
réttmæta og úrelta skólakerfis
við Iðnskólann í Reykjavík,
sem og aðra iðnskóla landsins.
Strax og bót hefur fengizt á
núverandi húsnæðisvandræð-
um skólans. í -sambandi við
þessa gömlu réttlætiskröfu iðn-
nema vill fundurinn minna á
þá staðreynd, áð iðnskólinn á
Selfossi er- rekinn einvörðungu
sem dagskóli og telja meistarar
þar, engu síður en nemar, það
skólakerfi til stórra hagsbóta.
Fundurinn skorar á hæstvirt
iðnfræðsluráð að setja þau
skilyrði um kaup og kjör fyrir
áritun iðnnámssamninga, að
lágmarkskaup iðnnema verði
sem hér segir:
Á 1. námsári 40%, á 2. náms-
ári 50%, á 3. námsári 60%, á
4. námsári 70% af samnings-
bundnu kaupi sveina í sömu
iðn á hverjum stað.
Srasaferl Náttúro-
lækningafélagsins
i Hveravtli.
NÁTTÚRULÆKNINGA-
FÉLAG Reykjavíkur efnir um
næstu helgi til briggja daga
grasaferðar á Hveravelli, og
verður mönnum utan félagsins
gefinn kostur á að taka þátt í
henni.
Lagt verður af stað á Iaugar
dag og komið aftur á mánudags
kvöld.
Þeir, sem hug hafa á að taka
þátt í þessari för, geta snúið
sér til ferðaskrifstofunnar og
fengið þar allar nánari upplýs-
ingar um ferðalagið.
Gin a K au s
höndum sér og grét beisklega.
„Að ég skyldi gera þetta. Fað-
ir minn var kammerherra og
ég er uppalin í „Sacre coeur“.
En stríðið hefur snúið öllu við.
Og það kemst aldrei framar
nein regla á hlutina.“
Já, þannig var það. Einnig
heima hjá okkur hafði stríðið
snúið öllu við og ekki gat óg
séð nokkra von til þess að aftur
kæmist hin fyrri regla á hlut-
ina.
„Og hvar er frú Schmied-
el?“ spurði ég.
„Hún fór í kirkjuna til þess
að þakka guði,“ bætti hún við
kaldhæðnislega og þó feimin
alveg eins og hún væri hrædd
við sínar eigin hugsanir.
Herrá Schmiedel var meðai
hinna fyrstu, sem komu Iieim
af vígstöðvunum. Það voru
ekki liðnir nema tíu dagar frá
vopnahléinu og þangað '.il
hann var kominn heim.
Og eftir að hann var kom-
inn kom frú Schmiedel óll
Ijómandi af hamingju stund-
víslega í verzlunina. Hún sagði
að maðurinn hennar ætlaði að
koma innan stundar, fyrst ætl-
aði hann að ganga að gröf
hegra Kleh. Og þegar hann
kom ætlaði ég varla að þekkia
hánn áftur. Hann var enn þá í
óhreinum hermannafötunum
og ástæðan var einfaldlega sú
að öll fötin hans höfðu reynzt
vera orðin of lítil honum. And-
litið var útitekið af sólarvarm-
anum í Suður-Ölpum og það
geislaði af heilbrigði og stolti
Stríðið, sem hafði drepið
hundruð þúsunda ungra og
heilbrigðra pilta, hafði gefið
honum aftur heilsuna, aðeins
orðið honum til ?óðs. Hann
hafði verið um daga og nætur
í tólf hundruð metra hæð í
fjöllunum og þar hafði hann
ekki kennt sér neins meins.
Líkamleg vinna hafði styrkt
haim og stælt og það hafði
komið í ljós að einmitt slík
vinna átti við hann, brjóstmál
hans hafði stækkað og allur
svo — og svo hafði hann verið
geislaði hann af lífsfjöri. Já, og
laus við kvíðann í konunni
sinni fyrir heilsu hans.
Eftir að hann hafði niður-
lútur og í hálfum hljóðum sagt
nokkur orð um dauða herra
Kleh kom í ljós að hann var í
bezta skapi og að hann bar
engan kvíðboga fyrir framtíð
fyrirtækisins. Ilann hegðaði
sér alveg eins og það hefði ver-
ið hann, sem hefði unnið stríð-
ið. Herinn var gersigraður,
Austurríki hafði verið sundrað,
en Schmiedel fannst að sigur
hefði unnizt, og það var ein-
göngu vegna þess, að hann,1
sem hafði alltaf verið svo las-
burða og miður sín, kom heim
í fullu fjöri og við ágæta (
heilsu.
Nokkrum dögum síðar töl-
uðu þeir saman dr. Tucker og
Schmiedel um framtíð fyrir-
tækisins. Það átti sér stað
heima hjá okkur eftir kvöld-
mat. Það kom brátt í ljós, að
blika var á lofti, því að við
skildum strax, að Schmiedel
hafði búizt við því, að hann
yrði strax ráðinn sem forstöðu
maður með fullu og ótakmörk-
uðu umboði, en Tucker aftur
á móti lét það í ljós, en þó
kvíðinn á svipinn, að hann
vildi helzt engar breytingar á
fyrirtækinu.
„Ég er alveg viss um það“,
sagði dr. Tucker, „að Lotta,
eða tilvonandi eiginmaður
hennar, munu, þegar þau
koma hingað og taka aftur við
málunum, gera yður ánægðan
og skapa yður þá aðstöðu, sem
j ður ber með tilliti til dugn-
aðar yðar og ágætu verðleika.
Þér hafið þjónað þessu fyrir-
tæki vel og lengi og eigið því
skilið að fá þá stöðu, sem þér
kjósið, en ég er aðeins fjár-
haldsmaður um stuttan tíma,
og hef því engan rétt til . . .“
Að lokum gekk dr. Tucker
þó svo langt, að auk launanna
ákvað hann að láta Schmiedel
fá ágóðahlut af tekjunum.
„Ég held að ég muni geta var-
ið það, ^ví að um leið* og þér
gætið hagsmuna fyrirtækisins
sem venjulega launaður starfs
maður verðið þér einnig þar
að auki, sem sá starfsmaður
þess, sem er kunnastur öllum
rekstrinúm, að geta komið
fram með nokkrum myndug-
leik“.
En varla hafði Schmiedel
gert sig ánægðan með þessi
ummæli um myndugleikann,
þegar hann fór að útskýra
hann og dr. Tucker þá að
draga úr honum.
„Við veráum að endurnýja
vörubirgðirnar", sagði Schmi-
edel. „Upp á síðkastið höfum
við aðeins selt. Við eigum eig-
inlega ekkert, sem er yfir tru
karöt, og mér skils af hókun-
um að einmit.t núna sé mikil
eftirspurn eftír verðmætum
skartgripum. Stríðsgróðahá-
karlarnir og kerlingarnar
þeirra, eru kröfuhörð á þessa
bluti“.
„Það, sem komið hefur inn
á síðustu mánuðum herár far-
ið til þess að borga veðlánin á
húsinu“, sagði Tucker. „Það er
ekkert til af reiðu fé“.
„Við fáum lán, seljendurnir
veita okkur gjaldfrest“.
„Skartgidpaverzlunin Kleh
tekur ekki lán. Fyrirtækið
mun halda áfram að starfa og
brjóta ekki venjur sínar“.
Schmiedel beit á vörina.
„Við lifum á óvenjulegum
tímum“, sagði hann. „Já, ein-
mitt á óvissum og ruglings-
legum tímum. Hvér veit hvað
morgundagurinn færir okkur.
Ef til vill verða demantar ekki
verðlausir hér, þó að þeir séu
það í Rússlandi nú sem stend-
ur“.'
„Jæja“, sagði Schmiedel,
„ég er aðeins ráðinn starfs-
maður við fyrirtækið og verð
að fara eftir því, sem ákveðið
er-hverju sinni, en mína eig-
in peninga, alla sem ég á, mun
ég nota til þess að kaupa gim-
steina, því að ég þykist - viss
um að þeir muni aftur stíga
mjög í verði . . .“
Að þessu loknu bað Schmie-
del um leyfi til þess að segja
stríðsekkjunni upp. Það var
alger óþarfi að hafa hana, þar
sem verzlunin fór minnkandi
og varð um leið einfaldari.
Hún hvarf líká á brott í lok
mánaðarins og ég hef aldrei
fengið að vita, hvort hún fékk
aðra atvinnu, eða hvort hún
hrökklaðist niður á við, niður
í það dýpi, sem hún hafði
horft niður í óttasleginn dag-
inn sem stríðinu lauk.
Hver vikan leið af annarri,
en ekki kom Lotta heim að
heldur.
Systurnar voru enn bá í Fel-
ixhof. Skorturinn á lífsnauð-
synjum var ekki minni í
Múnchen eftir að stríðinu lauk
heldur en hann var áður. Það
voru líka pólitískar óeirðir
þar og upphlaup. Irene þorði
ekki að flytja inn í stórhýsi
sitt með barnið.
„Hér erum við hins vegar
öruggar11, skrifaði hún „Bænd
urnir í nágrenninu eru orðn-
ir vinir okkar. í haust áttum
við meira ■ en nóg af fóðri
handa kúnni okkar og getum
miðlað öðrum, enda fáuna. við
í staðinn eldivið og kjötmat.
Við höfum meira en við getum
torgað af nýjum eggjum.
Gluggar hjá okkur standa oft
opnir svo að hér er gott loft,
en ofnarnir eru stófir og. hita
ágætlega“.
Irene skrifaði oft svona bréf
og að lokum lauk hún þeim
öllum næstum því á sama hátt.
„En vitanlega yrðum við ein-
mana, ef Lotta færi frá okk-
ur“.
Lotta skrifaði mildu sjaldn-
ar en Irene og alltaf heldur
stuttaraleg bréf. Það var næst
um því eins og maður gæti
lesið feimni milli línanna í
þeim. Hún gerði aldrei minnstu
tilraun til þess að gefa okkur
skýringu á því, hvers vegna
hún þyrfti endilega að vera
um kyrrt í Felixhof. Hún bað
mig bara að fyrirgefa það að
hun skyldi láta mig vera eina
og einstaka sinnum sagði hún
eitthvað á þessa leið: „Ég get