Alþýðublaðið - 12.07.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.07.1950, Blaðsíða 8
1 LEITIÐ EKKI GÆF- IJNNAR langt yfir skammt; kaupiS miSa í bifreiSahapp- drætti Sambands ungra jafnaSarmanna, — Miðvikudagur 12. júlí 1950 ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK! Takið höndum saman við unga jafnaðarmenn og aS- stoSið viS sölu happdrættis- miða í bifreiðahappdrættl Sambands ungra jafnaSar- manna. J Þrjár orloSsferðir og margar slytlri ferð- iir frá ferðaskrifsiofu ríkisins um helgina. UM NÆSTU HELGI efnir ferðaskrifstofan til þriggja or- lofsferða, og auk þess verða farnar margar styttri ferðir. Ferðirnar eru sem hér segir: Hringferð norður yfir Kjöl og Auðkúluheiði til Blönduóss og suður Kaldadal. Ferð þessi tekur 5 daga og verður lagt af siað kl. 14 á laugardag. Þá er og önnur ferð ráðgerð vestur á Barðaströnd. Fyrsta daginn ekið að Bjarkatlundi, annan daginn farið að Barma- blíð, þriðja daginn út á Skarðsströnd að Skarði og Staðarfelli og fjórða daginn um Kaldadal til Reykjavíkur. Lagt af stað á laugardag kl. 13.30. Þriðja ferðin er inn í Þórs- mörk. Er þetta þriggja daga ferð, en getur þó verið tíu daga ferð, ef menn vilja dvelj- ast inn frá milli helga. Lagt af stað kl. 14 á laugardag. Styttri ferðirnar verða þess- ar: Laugardag kl. 14 farið að Kleifarvatni og til Krýsuvík- ur. Sunnudag kl. 9: Þjórsárdals ferð. Farið inn að Stöng, Gjá- in skoðuð og síðan ekið að Iljálparfossum. Sunnudag kl. 9: Hringferð unn Kleifarvatn, Krýsuvík, Selvog, Þorlákshöfn, Hvera- gerði og Þingvelli til Reykja- víkur. Sunnudag kl. 9: Farið til Þingvalla um Kaldadal að Húsafelli, Barnafossi, Reyk- holti og Hvanneyri til Reykja- víkur. 29 lelðangursmenn feoma með Geysi í dag. / Flygvéön fer 13. GrænSandsför sína í kvöld. „GEYSIR11 fór í gær í áætl- unarferð til Kaupmannahafn- ar og er væntanlegur um kl. 16 í dag. Með vélinni eru m. a. um 20 manns úr leiðangri Lauge Koch. Hafa Loftleiðir þá flutt um 60 leiðangursmenp til Reykjavíkur. Enn eru um 40 manns eftir í Kaupmannahöfn, og munu þeir koma með Geysi nú á næstunni. „Geysir“ mun hafa hér að- eins skamma viðdvöl. Mun hann fara strax í kvöld 'í Grænlandsflug. — Ferðin í kvöld inn yfir Grænlndslökul verður 13. ferð „Geysis“ þang- að. Eru nú birgðaflutningar til leiðangurs P. E. Victors um það bil hálfnaðir. Flutningar þessir ganga samkvæmt áætlun. Fcigrar tvíburasystur. Þessar stúlkur hafa verið kallaðar fegurstu tvíburasystur Ameríku. Þær heita Eleanor og Jeane Fulstone og eru nú á ferðalagi um Evrópu. Leikflokkurinn „6 í bíl" leggur upp í leikför um þrjá landsfjórðunga Sýnir leikritið „Brúna til mánans“ eftir rithöfundinn Clifford Odets. LEIKFLOKKURINN „SEX í BÍL“ leggur af stað á morgun í Ieikför um Vesturland, Norðurland og Austur- land, og mun ferðin taka um fimm vikur. Ráðgerðar eru samtals 35—40 sýningar. Flokkurin mun sýna sjónleikinn „Brúna til mánans“ eftir ameríska leikarann og rithöf- undinn Clifford Odets, og auk þess á nokkrum stöðum „Candida“ eftir Bernhard Shaw. Leikflokkurinn „Sex í bíl“ var stofnaður í fyrra vor og fór þá í leikför víðs vegar um landið; hafði samtals 48 sýn- ingar utan Reykjavíkur og 8 sýningar í Reykjavík. Vega- lengdin, sem flokkurinn ferð- aðist þá, var um 4600 kílómetr- ar, auk loft- og sjóferðalaga. Þá sýndi flokkurinn „Candidu" og auk þess ýmsa smáþætti og vann sér miklar vinsældir. Nú leggur hann upp með nýtt leikrit, og er það eftir Clifford Odets, en hann er tal- inn , röð fremstu leikritaskálda Bandlaríkjanna. Sjálfur byrj- aði hann á leiklistarbrautinni aðeins 15 ára gamall, en 1935 byrjaði haím að skrifa leikrit, og hefur hvert leikritið rekið annað eftir það og vakið mikla athygli. „Brúin til mánans“, sem „Sex í bíl“ sýna nú á ferða lagi sínu, er sjötta leikrit höf- undarins, samið 1939. Leikrit- ið er í þrem þáttum og gerist í biðstofu tannlæknis eins í New York. Bjarni Guðmundsson blaða- fulltrúi hefur þýtt leikinn á íslenzku. Auk þessa leikrits mun leik- flokkurinn sýna „Candidu“ á nokkrum stöðum, þar sem ekki var komið við í fyrra, og jafn- vel verða bæði leikritin sýnd á einstaka stað. í leikflokknum eru sömu lekiarar og í fyrra, það eru þær Hildur Kalman og Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Jón Sigur- björnsson, Lárus Ingólfsson, Gunnar Eyjólfsson og Þorgrím- ur Eyjólfsson, og loks hefur Baldvin Halldórsson bætzt í hópinn, en hann leikur eitt að- alhlutverkið í „Brúnni til.mán- ans“, þannig, að nú eru það raunar „Sjö í bíl“ eða 6X1, en flokkurinn hefur ákveðið að halda gamla nafninu. Fyrsta sýningin að þessu sinni verður í Borgarnesi ann- að kvöld, en þar verður önnur sýning á föstudag. Síðan verð- ur haldið vestur um Snæfells- nes og Vestfirði, og því næst ijm Norðurland til Austfjarða. Gissur Bergsleinsson forsefi hæslarétlar GISSUR BERGSTEINSSON hæstaréttardómari hefur verið skipaður forseti hæstaréttar frá fyrsta september í haust til sama tíma að ári. Vinna hafin á ný við byggingu rann- sókna- og tilraunasfofunnar j Fjárhagsráð hefor íeyft aö kiallari hússins verði reistur á þessu ári. ■■ - ■■■ ■» VINNA hófst nýlega við byggingu rannsókna- og til- raunastofnunar fyrir sjávarútveg landsmanna á lóðinni Skúlagötu 4 liér í bæ. Grunnurinn að bvggingu þessari: var grafinn á síðast liðnu ári, en fresta varð þá frekari framkvæmdum vegna skorts á byggingarefni. Fjárhagsráði hefur nú veitt leyfi til þess, að kjallari hússins veroí steyntur á þessu ári. Byggingu þessari er ætlað að verða framtíðar bústaður fyrir rannsóknar- og tilraunastarf- semi landsmanna á sviði fiski- íræði og fiskiðnaðar. Þegar hún er fullgerð verða í henni rannsóknarstofur fyrir sér- fræðinga á þessum sviðum, auk þess bókasafn, sjóbúr til rann- sókna á lifandi fiskum og til- raunaverksmiðja, þar sem gera má framleiðslutilraunir á flest- um sviðum fiskiðnaðarins. Einnig er gert ráð fyrir, að í byggingunni verði aðstaða til námskeiðahalds fyrir verk- stjóra og aðra starfsmenn í fiskiðnaðinum. Síðan 1946 hef ur hluti af útflutningsgjaldi af sjávarafurðum runnið til greiðslu á stofnkostnaði bygg- ingarinnar. Nemur gjald þetta Va % af útflutningsverðmæt- inu, og er það tryggt bygging- unni til ársloka 1953. GÍrt er ráð fyrir, að húsið verði reist í áföngum, þannig, að sem fyrst megi taka nokk- urn hluta þess í notkun. Hve skjótt verður hægt að ljúka við bygginguna verður að sjálf- sögðu fyrst og fremst undir fjárhagsafkomu þjóðarinnar komið. Um nauðsyn þessarar bygg- ingar verður ekki deilt. Horf- urnar í afurðasðlumálum sjáv- arútvegsins eru slíkar, að grandskoða verður alla mögu- leika til aukinnar fjölbreytni í framleiðslu og gera gangskör að því, að gjörnýttur verði all- ur sá afli, sem á land berst. Þá er það ekki síður nauðsynlegt, að aflað sé sem ítarlegarstra upplýsinga um lifnaðarhætti og göngur nytjafiskanna, svo að sem fyrst fáist skýring t. d. á fyrirbrigðum eins og þeim, sem valda hinum miklu breyt- ingum á síldaraflanum hér við land og haft hafa svo geigvæn- leg áhrif á alla afkomu lands- manna. Sérstök nefnd sér um bygg- ingu þessa, en í henni eiga sæti þeir Davíð Ólafsson fiskimála- stjóri, sem er formaður, dr. Þórður Þorbjarnarson, for- stöðumaður rannsóknarstofu Fiskifélagsins, Árni Friðriks- son fiskifræðingur og Hafsteinn Bergþórsson framkvæmdar- stjóri. — Halldór H. Jónsson arkitekt hefur gert uppdrætti að byggingunni. í GÆR varð Neskaupstaður rafmagnslaus og vatnslaus vegna aurrenslis af völdum | stórrigninga. Stórir einkabílar !á enga hjólbarða. EINKABIFREIÐAR, sem eru af sömu stærð og leigubif- reiðar, fá nú ekki lengur neina hjólbarða eða slöngur, vegna skorts á þessari vöru. Undan- farna daga hefur skömmtunar- skrifstofan úthlutað nokkru af bifreiðagúmmíi til leigubif- reiða, og verða þeir látnir sitja fyrir meðan birgðir endast, en einkabílarnir af sömu stærð verða að sitja á hakanum. Aftur á móti hafa litlir einka bílar getað fengið gúmmí fram að þessu, og von er á bif- reiðagúmmíinu frá Ítalíu, en það eru eingöngu fyrir smá- bíla, eða þá sem nota hjól- barðastærð undir 616. Jón Þorláksson leggur upp iisk á r M JÓN ÞORLÁKSSON, einn af bæjartogurum Revkjavíkur, er nú kominn til ísafjarðar úr veiðiferð til Norðurhafa. Mun togarinn leggja afla sinn, sem var góður, á land á ísafirði og verður hann verkaður þar. Á- stæðan til þess, að fiskurinn er lagður á land á ísafirði, er sú, að aðstæður til saltfiskverkun- ar eru þar allgóðar, en hvergi nærri nógu góðra enn í Reyljja- vík. Verður fiskurinn þurrkað- ur að nokkru leyti úti og að nokkru í þurrkhúsi Kaupfélags ísfirðinga. -----------------— Hýr flugvöllur lii- búlnn í Kóreu. MAC ARTHUR hefur til- kynnt, að flugher samcinuðu þjóðanna ninni í lok þessarar viku geta byrjað að nota nýjan flugvöll, sem gerður hefur ver- ið í Suður-Kóreu. Munu orustu flugvélar þá geta flogið miklit lengur og gert lengri árásir, er þær þurfa ekki að fljúga alla leið yfir til Japan. Verið er að gera annan flugvöll í Kóreu og miðar verkinu hratt, eins og lagningu þessa fyrsta flugvallar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.