Alþýðublaðið - 02.08.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 02.08.1950, Qupperneq 4
4 ALMÐUBLAÐÍÐ Miðvikudagur 2. ágúst 1950. ÍJtgefandl: Alþýðuflokkuriim. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. : litstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingashni: 4906. Afgreiðsítisimi: 4900. Aðsetur: Aljýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Vafdaafsal Leopofds LEOPOLD Belgíukonungur, sem nú verður að leggja niður völd í hendur syni sínum Bau- doin, virðist ekki hafa gert sér það Ijóst fyrr en um seinan, að „konungdómurinn af guðs náð“ er úr sögunni, að minnsta kosti í lýðfrjálsum löndum. Hann virðist ekki hafa gert sér það Ijóst, að á okkar dögum er það ekki konungsins að ráða, held- ur aðeins að ríkja. Þetta virð- ast konungaættir Bretlands, Norðurlanda og Hollands hins vegar hafa skilið mætavel. Þess vegna hefur konungdóm- urinn í þessum löndum lagað sig svo vel að lýðræðinu, að hann stendur þar alls staðar mjög föstum fótum. En það stendur hann ekki í Belgíu. Það mun minnstu hafa munað, að einþykkni Leopolds yrði honum alveg að falli; og það er enn eftir að sjá, hvort hinum unga og óreynda syni hans tekst að bæta svo fyrir skyssur föðurins, að konungdómurinn eigi sér einhverja framtíð enn þar í landi. * Leopold átti, er hann kom til valda, að hafa mikla -mögu ieika til þess að samlaga kon- ungdóminn í Belgíu hinu vax- andi lýðræði þar og tryggja hann þar með um ókomin ár. Hann fékk í arf miklar vin- sældir föður síns, Alberts Belg- íukonungs, sem barizt hafði með hermönnum sínum þraut- seigri baráttu öll ár fyrstu heimsstyrjaldarinnar, þó að hér um bil allt land hans væri á valdi hin þýzka innrásarhers, og sýndi eftir stríðið sérstakan skilning á hinum breyttu að- stæðum konungdómsins í Belg- íu eins og í öllum öðrum lýð- ræðislöndum. Og er Leopold gekk að eiga Astrid, bróður- dóttur Gústafs Svíakonungs, þótti það enn auka líkurnar til þess, að hann myndi semja sig að siðum konungdómsins í öðr- um lýðræðislöndum Vestur- og Norður-Evrópu, þar sem kon- ungdómur og lýðræði hafa sam íagazt á svo undraverðan hátt. En það kom fljótt í ljós, að Leopold hafði hvorki hófsemi né víðsýni til þess að feta í fót- spor föður síns; og hinnar vin. sælu, sænsku drottningar sinn- ar naut hann ekki nema nokk- ur ár. Hún fórst í bifreiðarslysi, sem þau hjónin urðu fyrir suð- ur í Alpafjöllum, svo sem mörgum er enn í fersku minni. Eftir það fjölgaði þeim fréttum stöðugt frá Belgíu, að Leopold konungur vildi fara sínar eigin leiðir, án tillits til stjórnar og þings. Hann vildi sjálfur fá að ráða, og þá ekki hvað sízt ut- anríkismálapólitík lands síns, sem hann þóttist ætla að bjarga undan hörmungum nýrrar, þá þegar yfirvofandi heimsstyrj- aldar, með hlutleysi milli Frakklands og Englands ann- ars vegar og Þýzkalands Hitl- ers hins vegar. * Þessi pólitík, sem stakk svo mjög í stúf við stefnu og hetju- skap föður hans, leiddi að end- ingu í annarri heimsstyrjöld- ihhi til þeirra- viðburða, sém að minnsta kosti helmingur belg- ísku þjóðarinnar hefur aldrei fyrirgefið Leopold síðan. Hann gafst upp fyrir árás Hitlers með allan belgíska herinn, og gerði það á hættulegustu stundu fyrir Frakka og Breta, sem komnir voru til liðs við hann, og án þess að ráðfæra sig við þá. Afleiðingin varð sú, að annar fylkingararmur Breta, sem hafði haft belgíska herinn sér til hliðar, stóð eftir ber- skjaldaður fyrir leiftursókn Hitlers og varð með naumind- um forðað frá gereyðingu við Dunkerque. Allt er mönnum þetta enn í fersku minni, og eins hitt, hvernig Leopold settist eftir þessa viðburði að í konungshöll sinni í Laeken hjá Briissel, sem eins konar stofufangi Hitl- ers, meðan ráðherrar hans, þar á meðal hinn þekkti jafnaðar- mannaforingi Spaak, sem síð- ustu missirin hefur reynzt á- kveðnastur andstæðingur hans, fóru til Bretlands, eins og stjórn Noregs skömmu áður, og héldu baráttunni áfram þaðan. Má með sanni segja, að Leo- pold hafi á þessari örlaga- stundu þjóðar sinnar farizt mjög ólíkt Hákoni Noregskon- ungi, sem fór með ráðherrum sínum til Bretlands og tók þátt í útlegð og baráttu þeirra og norsku þjóðarinnar öll ófriðar- árin. Leopold hélt sig hins vegar í Laeken og naut þar náðar Hitl- ers, enda fór það ekki lágt, að hann hefði sætt sig vel við þá tilhugsun, að Hitler yrði sigur- vegari í styrjöldinni. Og þar á ofan gekk hann nú að eiga Ret- hy, núverandi konu sína, unga konu af aðalsætt í Flandern, sem ekki var að minnsta kosti talin hafa latt hann þéss að taka upp samstarf við Hitler. * Allt gerði þetta Leopold ó- mögulegt að haldast við í Belg- íu, er hermenn Hitlers urðu að hörfa þaðan í ófriðarlokin. Hann hvarf þá úr landi og hef-! ur síðan hafst við suður í Sviss,! þar til hann kom heim fyrir rúmri viku í trausti á vald ka- þólska flokksins í Belgíu, sem vildi fyrirgefa honurn átíá'r misgerðir og hefja hann aftur ;lil valda, ’þrátt ,‘fyrir mjþg ákveðih mótmæíi’. jáfríaðar- manna og' um, það bil helm- ings allrar þjóðarinnar, sem fyrir nokkru greiddi beinlínis atkvæði gegn heimkomu kon- ungsins. En eins og Leopold virtist fyrir aðra heimsstyrj- öldina ekki skilja stöðu kon- ungdómsins í lýðræðisríki á okkar dögum, eins virtist hon- um nú, er hann kom heim, vera það hulinn sannleikur, að kon- ungur getur ekki verið kon- ungur eins flokks, ekki einu sinni þótt hann hafi hreinan meirihluta á þingi, eins og ka- jjólski flokkurinn hefur í Belg- íu í bili. Þetta hafa hins vegar hinir fáu dagar heima í Brussel kennt honum, og því hefur hann nú loksins fallizt á að leggja niður yöld. Sonur hans af fyrra hjónabandi, Baudoin, fær erfitt hlutverk, — að vinna konungdóminum í Belgíu aftur traust þjóðarinnar. Og eigi honum að takast það, verður hann að sýna allt annan skiln- ing á tímanna táknum en faðir hans hefur gert. Sænsku ferSamenn irnfr færa SÍBS gjöf. SÆNSKI ferðamannahópur- inn, sem hér dvaldi á dögunum, gaf Vinnuheimili SÍBS 584 krónur að gjöf, og var þþð sam- skotafé frá þátttakendunum sjálfum. Er þeir höfðu heimsótt Reykjalund, þótti þeim svo mikið til stofnunarinnar koma, að þier ákváðu að láta af hendi rakna hver sinn skerf, en að cjálfsögðu voru ferðamennirnir ekki svo f jársterkir hér, að þeir gætu hver um sig látið stór- upphæðir. j i»o jjjbiiuíoiíií- .. uíJÍan^rnB -tufasitiq Bifreiðarstjóri skrifar rnn Kambaveginn. — Lýsir ábyrgð á henítursíjórn vegarnálanna. — Slys bá og þegar. — Um beygjuna á Geys- isveginum við Tungufljótsbró. BIFREIÐASTJORI SKRIF- AR á þessa leið. ,,Ég- hef lengi ætlað aS skrifa þér um veginn í Kömbum, en ekki hefur orðið af því, það er því bezt að Iáta til skarar skríða. Vegurinn um efstu brekku Kambanna er allt- af að versna. Kanturinn virðist vera að svíkja, því að ef farið er utarlega í hann þá sér maður steinvölur og mola hrynja nið- ur hallann. Undanfarið hafa gengið miklar rigningar og nú eru komnir lækjarfarvegir í veg Inn svo að bifreiðarnar hentlast fil á honum jafnvel þó að ekið sé lúshægt. ÉG FER DAGLEGA um þenn an veg og stundum með þungar bifreiðar. Ég er það.kunnugur á þessum slóðum að ég veit að þarna verður slys innan skamrns ef ekki verður að gert. Ég skrifa þetta ekki einungis til þess að reyna að vekja vegayfirvöldin, heldur til þess að aðvara þá, sem aka um veginn, um að víkja ekki of langt út í kantinn í efstu brekkunni ef þeir eru að mæta bíl, því að það getur hæg- lega orðið að slysi eins og í pottinn er búið. VIÐ VEGAYFIRVÖLDIN Vil ég s-egja þetta. Það er nauðsyn- legt að breikka veginn þarna. Það þarf að sprengja inn í hlíð- ina, svo að meira svigrúm fáist og svo þarf að steypa öfluga ctólpa á vegarbrúnina. Ég segi, að vegayfirvöldin beri ábyrgð á þessu ófremdarástandi. Hún ber ábyrgð á því ef þarna verð- ur slys, því að þarna teflir hún í evo tæpt vað að undrun sæíir ? s s fs s c Matreiðslu- og framreiðslumenn< VERKFALL matsveina og veit ingaþjóna á skipum Eimskipa félagsins og Ríkisskip hefur vakið nokkuð umtal, ekki sízt eftir hina óverðskulduðu árás Morgunblaðsins á samtök þess ara manna. Þykir blaðinu svo rríikið við liggja, að vel takist að sverta þetta verkfall í aug um alþjóðar, að það lýgur því hreinlega, að verkfallið hafi stöðvað olíuskipið Þyrill og þar með olíuflutninga til síld- arflotans. Er það furðulegt, hversu ósvífið blaðið getur j _verið, er það tekur lýgina á slíkan hátt í- þjónustu stétta- rógsins. SANNLEIKURINN í þessu máli er sá, að matsveinar og veitingaþjónar sögðu upp samningum um síðustu ára- mót, og má nærri geta, að það er þolinmæði af hálfu slíks fé- lags að grípa ekki til verkfalls réttar síns fyrr, þar eð dýrtíð in hefur aukist daglega og fé- lagsmenn höfðu ekki fengið sambærilegar kjarábætur við aðra á síðasta ári. Það er því enn furðuiegra; þegar Morgun blaðið heldur því fram, að ver ið sé að „ógna atvinnulífi þjóð arinnar“. ÞESSI STÉTT, matreiðslu- og framreiðslumenn, hefur að mörgu leyti sérstöðu meðal vinnandi manna í landinu. Víða um lönd, og til skamms tíma hér á landi, hafa veitinga þjónar haft tekjur sínar og lífs viðurværi af þjórfé, sem var algerlega háð duttlungum við skiptavinanna og oft öðrum aðstæðum, sem þjónarnir ekki ráða við. Matreiðslumenn hafa átt við ærið misjöfn kjör að búa, en þó eru gerðar kröf- ur til þeirra um mikla kunn- áttu og oft listræna mat- reiðslu. SÍÐUSTU ÁR hefur margt ver ið gert til að lyfta þessari stétt á hærra stig hér á landi, og mikið áunnizt. Ákvæði hafa verið sett um skólapríngu og nákvæma þjálfun, og í stað þjórfjár veitingaþjónanna er nú föst prósentá. Margir ung- ir menn í stéttinni hafa farið utan til að fullnema sig, enda hefur bæði matreiðslu og að ýmsu leyti framreiðslu farið mjög íram á veitingahúsum og skipum hér undanfarin ár. ÞÓ ER SVO ENN, að mikið misræmi ríkir innan stéttar- innar. Er þar ærinn kjaramun ur, og verður sjálfsagt lengi. Það er ógerningur að greiða ekki yfirmatsveinum á skip- um eins og Heklu og Gullfossi góð Iaun, því það er ábyrgð- arstarf mikið að matreiða fyr ir 2—300 manns, svo að vel fari. Hins vegar hafa veitinga þjónarnir sumir sáralítið fast kaup, og sé lítið um farþega, eins og oft vill verða stóran hluta ársins, er varla hægt að lifa á tekjum þeirra. ÞESSI STÖRF eru mjög óviss, bæði í landi og sjó. Vinnutím inn er langur og óhentugur, og gerir líf þessara manna á margan hátt erfitt. Það er því næsta ódrengilegt að ráðastað þessari stétt, eins og Morgun- blaðið hefur gert, þótt hún j reyni að .halda kjörúm. sínum í samræmi við það, sem aðrar og lýsir í raun og veru bara hirðuleysi, ábyrgðarleysi og kæruleysi. FERÐAMAÐUR SKRIFAR: Ég brá mér af tilviljun á sunnu daginn var austur að Gullfoss bg Geysi. Allt gekk það íerða lag vel eins og venja er til nú á tímum. Gullfoss giltraði á sín um sama stað og Geysir gaus fögru gos-i. En eitt var það, sem vakti sérstaka eftirtekt mína. Bifreiðin, sem ég var í, náði ekki beygjunni af Tungufljóts brú á veginn að Geysi og varð því að taka aftur á bak, en þá varð ég nú hræddur. ÞARNA HAGAR svo til, 'eins og kunnugt er, að vegurinn Uggur á fljótsbakkanum við bratta brekku og fljótið . fyrir neðan. Mér hefur verið sagt, að það hafi verið steinar á vegkant Lnum fyrir möygum árum, en þeir eru allir farnir nú. .Væri þeirra þó full þörf, ef bíll væri þarna bremsulítill á ferð. VEGAGERÐARMENN VORU staddir þarna og virtust horfa á þetta með ánægju. En mér sýnd ist ekki þurfa annað en moka með skóflu svo sem 6 til 7 ten ingsmetra úr moldarbarðinu til þess að hinir stóru bílar gætu náð beygjunni óhindrað, en mér hefur nú kannski missýnst, því að ég fór ekki út úr bílnum. En fari nú svo að þetta væri rétt þá kostaði þetta ekki nema eins manns verk, 6 til 7 tíma. Varla gæti vegagerð ríkisins munað mikið um 65,00 kr. nú á tím um. Og það getur jafnvel kost að meira að gera einn til tvo menn hrædda, þó að ekki sé meira sagt. NÚ VILDI ÉG spyrja þig, Hannes minn, og jafnvel stinga upp á því hvort ekki væri ráð fyrir vegamálastjóra og sam göngumálaráðherra að ferðast þessa leið og jafnvel fleiri leiðir með vanalegum mjólkurbílstjóra eða rútubílstjóra, til þess að kynna sér hjá þeim þá staði á vegum úti á landi, sem! helzt burfa lögunar við, og kosta lítið £é og láta síðan laga þá. ÞETTA HYGG ÉG, að sé ráð, því '2f þeir hafa komið að Tungu Eljóti, þessir ágætu menn, þá hlýtur það að hafa verið í fylgd með verkfræðingum en varla öðrum, því það virðist ganga svo seint hjá þeim að laga hinar gömlu beygjur á vegum úti.“ stéttir hafa fengið, og það get ur enginn ásakað samtök þeirra fyrir að beita verkfalls rétti sínum, þegar ekki hefur náðst samkomulag í átta.mán- uði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.