Alþýðublaðið - 13.08.1950, Síða 7

Alþýðublaðið - 13.08.1950, Síða 7
Sunnudagur 13. ágúst 1950. ALÞÝÐURLAÐIÐ 7 HfiS dvelur Hvílárbrú vii iu! -----------------«----- Orðsendiog til þiogmanna Árnessýslu og vegamálastjórnar íslands. FÝRIR næstsíðustu alþingis- kosningar hrósuðu þingmenn Árnessýslu sér mjög af því, að þeir hefðu með harðfengi ög dugnaði fengið samþýkkta þingsályktun um að brú á Hvítá hjá Iðu skyldi byggð og full- gerð fýi’ir árslok 1948. Ekki veit ég hvort þetta var aðeins kosningabeita af hálfu þingmannanna eða þingsins í heild. En menn glæptust á að trúa að hér væri af heilindum mælt, en ekki með ákveðin svik í huga. En svo mikið er víst, að ekki er verk þetta enn hafið. Ég er nú svo gamaldags að álíta að alþingi sjálft — sú virðulega stofnun — megi ekki svíkja gefin heit, að það verði að standa við gerðar sam- þykktir, jafnvel þótt einstak- ir þingmenn telji sér engan vanza að svíkja sín hátíðleg- ustu ioforð. Heyrzt hefur, að verið sé að smíða þessa brú í Englandi, En aðrir fullyrða, að sú brú eigi að fara eitthvað annað. Hvað satt er í þessu veit ég ekki. En eitthvað „dvelur qrm- inn langa“. Eitthvað tefur þessa nauðsynlegu samgöngubót. Allir kunnugir vita, þar á meðal þingmenn sýslunnar, hve brýn þörf er á þessari brú. Hvítá er bagalegur og oft hættulegur farartálmi. Þrír allfjölmennir hreppar þurfa að vitjá læknis yfir hana. Oft er miklum erfiðleikum bundið að komast yfir ána, stundum ó- mögulegt og alltaf mikil töf. Einatt er teflt á tæpasta vað, ef mikið liggur við að ná í lækni. Klukkutíma töf eða lengri getur haft alvarlegar af- leiðingar. Mannslíf getur ver- ið í veði ef ekki er hægt að komast hindrunarlítið yfir Hvítá. Mætti benda á dæmi því til Sönnunar, ef með þyrfti. Auk þess er hin umrædda brú mjög mikilsverð samgöngu bót. og öryggi viðvíkjandi mjólkurflutningum o. fl. úr Biskupstungum, því eins og kunnugt er, er þessi leið miklu snjóléttari, að jafnaði, heldur en um Grímsnesið. Það skal tekið fram, að'fram angreint er mælt fyrir munn -alls þorra manna í a. m. k. fjór um hreppum Árnessýslu, auk margra annarra. Og í þeirra allra nafni vil ég alvarlega skora á þá, sem þessum málum - eigá að stjórna, og aðra þá, sem geta haft áhrif á þetta máí, að standa nú við marggefin lof orð og hefja nú þegar fram- kvæmd þessa nauðsynjaverks. Okkur Iðubúum þykir all- þuhg kvöð á okkur hvíla að verða að gegna ferjukalli, hvernig sem á stendur, í hvaða veðri sem er, á nótt sem degi. Og þ'ótt við séum seinþreyttir til vandræða, getur að því rek- ið, áð við neyðumst til að gera verkfall, ef stjórn samgön.gu- málanna sýnir ekki betri vott skilnings á starfi ferjumanna hér eftir en hingað til. Enda er það sjálfgert, því nú fæst ekki spýta í bátsár, hvað þá borðstubbi til að gera við ferju bát. En ferjubátar fyrnast og bila fljótt. Þeim er lagt í ís- skrið og jakahurð, sem mjög reynir á traustleika þeirra og illa getur farið, ef ár brotnar, þegar íerjuskilyrði eru slæm. Ég ætla ekki að fara fleiri orðum um þetta mál hé rök- otyðja frekar, því öllum kunn- ugum eru ljós þau rök er hér að lúta. 8. ágúst 1950. Einar Sigurfinnsson. Baudonin... Framb. af 5. síðu. augu; hann er nú hávaxinn en dálítið renglulegur unglingur, líkur föður sínum um margt, en ekki jafn glæsilegur og hann, — að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Leopold konungur vinnur markvisst og sleitulaust að því að búa krónprinsinn undir að taka við konungdómi og verða nýtur þjóðhöfðingi, enda þótt honum hafi enn ekki gefizt tækifæri til að sýna honum framkvæmd þess tignarstarfs, þar eð aðrir hafa fram til þejsa farið með það í umboði hans. Hins vegar hefur konungurinn reynt að efla viljastyrk krón- prinsins og venja hann við að taka skjótar ákvarðanir. Hann fékk belgiskan aðalsmann til þess að kenna honum hnefa- leik, en drengurinn kvartaði við föður sinn: „Ég get ekki barizt með gleraugun á nefinu, — og ef ég tek þau af mér, sé ég ekki hvernig ég á að haga höggum eða verjast,“ sagði hann. „Sláðu bara eins fast og þú getur, hvort sem þú sérð högg- um þínum stað eða ekki,“ svai’- aði kóngur; og hann bauð kennaranum að leyfa ekki af höggunum: „Hann verður að venja sig á hörku,“ sagði kon- ungurinn. Baudouin hefur hvað íþróttir snertir mestan áhuga fyrir knattspyrnu, enda þótt hann hafi hrifizt með af áhuga kon- ungshjóhanna fyrir golfleik. Hann leikur oft golf með stjúpu sinni þegar konungur- inn á annríkt; tekur hins vegar lítinn þátt í skemmtanalífi ög telur þátttöku í samkomum og mannfundum leiðinlega nauð- syn. Hann reykir ekki, er mjög samrýmdum alsystkinum sín- um og hálfbróður, Alexander litla, og elskur að föður_sínum og stjúpu, sem hann kallar mömmu. Hvað afstöðu þjóðarinnar belgisku gagnvart Baudoin snertir, veltur mjög á því, hvort hann reynist háður vilia föður síns í einu og öllu. Ef- laust má gera ráð fyrir því, áð hann sé það að verulegu leytj, enn sem komið er. En hvað sem því líður, þá kemst Baudouin ekki hjá þvi að stofna sitt eigið heimili um leið og hann tekur við konung- dómi, býa í Brússel og ráða högum sínum, án aðstoðar föð- ur síns og stjúpu. Þessu líviðir hann mjög. Þá er og líklegt. að hann verði að hlíta ráðum nýrra ráðgjafá, þar eð ósenni- legt er, að þjóðin kæri sig um það, að þeir, sem konungurinn hefur leitað til um ráð, verði framvegis til kvaddir. Vafalaust má telja, að k.róti- prinsinn freisti, þegar hann _er tekinn við konungdómi, að haga sér í einu og öllu eins og; hann álítur að faðir sinn vilji og hefði sjálfur gert. Honum virðist það helzt metnaðarmál að líkjast föður sínum sem mest. Væri sú staðreynd ekki fyrir hendi, er ekkert líklegra en honum mundi farast ríkis- stjórnin mjög á annan hátt úr hendi, þar eð han ner hiódræg- ur og finnur til þess, að hann skortir reynslu. Ekki hefur harth heldur tileinkað sér þann valdátónrí tali og ræðu, sent súrnir töldu bera -vitni virðu- leik konungs og ábyrgð'artil- finningu, — en aðrir sögðu ein- kenni hins þrálynda og óráð- þægna valdhafa. En hvernig sem þetta fer, þá er það staðreynd, að innan skamms hefst nýr kafli í sögu Belgíu, sem enginn getur neinu um spáð, — kafli hins unga konungs, er verður fimmti erfðakonungur belgisku þjóð- Þrír nýir prestar arinnar. Nýfundnaland Framh. af 3. síðu. hefur nú ákveðið, að saltfiskur Nýfundnalandsmanna skuli seldur til hinnan gömlu mark- aðslanda í sunnanverðri Ev- rópu fyrir sterlingspund. Ætl- unin er, að pundið gangi til Breta upp í skuldir Nýfundna- Síðastliðinn sunnudag voru þrír prestar vígðir í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þeir eru talið frá vinstri: Séra Kristján Róberts- son, séra Magnús Guðmundsson og séra Gísli Kolbeins. landsmanna við þá, en kana- diska stiórnin greiði til Ný- fundnalands jafnvirði í dollur- um. Mjög góð veiði hefur verið undanfarið við strendur Ný- fundnalands, og heíur svo mik ið af fiski borizt á land, að miklu rnagni af þorski hefur verið kastað í sjóinn við St. .Tohns. Nýfun’dnalandsmenn eru nú að revna að vinna aukinn mark • að fyrir fiskafurðir sínar í j Bandaríkjunum og telja horfur ! góðar. Erlendir togarar hafa verið svo ágengir á miðum við strendur Kanada undanfarin ár, að stjórnin hefur sent sér- stakt eftirlitsskip til verndar kanadiskum bátum. Telja sjó- menn, að hinir erlendu togar- ar, aðallega Spánverjar, hafi viljandi eyðilagt veiðarfæri þeirra. —Fishing News. Nýtt! Nýlt Minningar írá íslandi heitir myndahefti, sem kemur út í dag. í heftinu eru margar gullfellegar ljósmyndir af landi og þjóð. Myndahefti þetta er sérstaklega ætlað fyrir innlenda og er- lenda ferðamenn, en óhætt má te’.ja, að það verði kærkomið á hverju heimili. Heftið er á íslenzku, ensku og dönsku. Formáli ásamt mynda- útlenda jafnt sem inaður af Bjarna Guðmundssyni blaðafulltrúa af hans alkunnu smekkvísi. Einnig hefur hann skrifað Annál íslands, sem er í heftinu og vafalaust mun vekja verðskuld- aða athygli. Dönsk þýðing er eftir Martin Larsen fulltrúa í sendiráði Dana, gerð af samvizkusemi og þekkingu. * Þetta er bók, sem verður vinsæl af ferðamönnum, hvort sem viðstaðan er 2 tímar eða 20 dagar. * Þetta er bók, sem handhægt er að senda vinum sínum. heima og erlendis — ekki of stór — ekki of lítil — einmitt mátuleg. Þetta er bók, sem verður til ánægju og frseðslu fyrir útlenda jafnt sem inalenda menn. * Þella er smekklegur minjagripur um land og þjóð.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.