Alþýðublaðið - 23.08.1950, Blaðsíða 4
4
Ai>ÝÐUBLAÐSÐ
Miðvikadagur 23. ágúst '1950
Útgefandk Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Öf mikils beðizl
BRÆÐRABLÖÐIN, Vísir og
Tíminn, hafa loksins gert þá
uppgötvun, að stórvirkustu at-
vinnutæki þjóðarinnar, togar-
arnir nýju, liggja bundnir við
hafnargarðana í Reykjavík og
kaupstöðunum úti á landi. Þau
minnast bæði á togaraverkfall-
ið í gær, enda munu jafnvel rit-
stjórar þeirra hafa heyrt þá
kröfu þjóðarinnar, að verkfall-
ið verði leyst þegar í stað á við-
unandi hátt fyrir sjómennina
og togararnir sendir út á veið-^
ar. En ekkert raskar ró ríkis-
stjórnarinnar. Hún lætur enn
sem hún viti ekki af togara-
verkfallinu.
Hitt gefur auðvitað að skilja,
að málgögn afturhaldsflokk-
anna séu algerlega á bandi at-
vinnurekendanna og taki af-
stöðu gegn sjómannastéttinni.
Vísir og Tíminn unna sjó-
mannastéttinni aldrei sann-
mælis, nema einn dag á ári, sjó-
mannadaginn. En þá reyna
þessi blöð að smjaðra fyrir
stéttinni, sem þjóðin á mest að
þakka, en afturhaldið gerir sig
bert að fjandskap við í hvert
skipti, er hún þarf á fulltingi
að halda.
*
Vísir heldur því fram, að
togaraverkfallið sé sök Alþýðu
flokksins^ og því sitji illa á Al-
þýðublaðinu að fárast yfir því,
að það dragist á langinn. Og
ekki nóg með það. Heildsala-
blaðið virðist ætla að springa af
vandlætingu yfir þeirri ósvífni,
að þess skuli vera krafizt, að
ríkisstjórnin skerist í leikinn og
beiti sér fyrir lausn verkfalls-
ins. . Ríkisstjórnin hefur ekki
komið deilunni af stað, og þar
af leiðandi er málið henni óvið-
komandi að dómi Vísis.
Þessi afstaða strs'ar sennilega
af því, að Vísir ber ekki fremur
skynbragð á verkalýðsmál en
blessuð húsdýrin á heimspek-
ina. Það er mikill misskilning-
ur, að þeir, sem neyðast til að
hefja verkfall til þess að knýja
fram kjarabætur, ætlist ekki til
þess, að verkfallið verði leyst.
En Vísir virðist halda, að sjó-
menn geri það að gamni sínu
að vera í verkfalli. Sama er að
segja um skilning Vísis á þætti
ríkisstjórnarinnar í togaradeil-
unni. Ríkisstjórnin hefur að
vísu ekki komið deilunni af
stað. En stjórnarstefna undan-
farinna mánaða er ástæðan fyr-
ir því, að verkalýðsfélögin
neyðast nú til að leggja út í
kjarabaráttu. Og hún er ríkis-
stjórninni ekki með öllu óvið-
komandi, hvað sem afsökunar-
hneigð heildsalablaðsins líður.
Auk þess hefur bað tíðkast í
öllum stórum verkföllum und-
anfarinn áratug og jafnvel
lengur, að ríkisstjórnin hefur
reynt að beita sér fyrir sáttum,
þegar deiluaðilarnir hafa ekki
getað komið sér saman. En_nú
bregður svo við, að ríkisstjórn-
in lætur sem hún viti ekki af
: togaraverkfallinu, þó að sjó-
mannastéttin sé atvinnulaus
og stórvirkustu atvinnutækin
liggi ónotuð, þegar gjaldeyris-
þörfin er meiri en nokkru sinni
fyrr. Þessi afstaða ríkisstjórn-
arinnar nemur ekki gagnrýni,
og sannarlega skánar hún ekki
við það, að heildsalablaðið un-
ir henni mætavel.
■ - i t ■ * , . ,;uo-.
Tíminn er hógværari en
heildsalabróðirinn, en afstaða
hans er þó rnjög á sömu lund.
Hann boðar sjómönnum, að til-
raun þeirra sé fráleit og gefur
i skyn, að þeim muni fyrir
beztu að bíða ósigur í verkfall-
inu! Kauphækkun geti sem sé
ekki komið þeim að neinu
gagni, þar eð hún myndi ekki
auka kaupmátt launanna eða
bæta kjörin á neinn hátt. Auk
þess segir Tíminn, að cftir
nokkurn tíma kunni að því að
reka, að ómögulegt vevði að'
komast hjá því að lækka gengi
krónunnar á ný!
En málgagn Framsóknar-
flokksins víkur ekki að því einu
orði, hvað sé til bragðs fyrir
verkalýðshrevfinguna eftir að
!:jör hennar hafa verið skert
svo, að henni er ómögulegt að
framfleyta sér af sínjm fyrri
launufn. Hann veltir aðeins
vöngum yfir þeirri athugun, að
dýrtíðin og verðbólgan kunni
enn að aukast, ræðir einu sinni
enn um, að kauphækkanir auki
ekki kaupmátt launanna og
hefur svo í hótunum um, að
afturhaldsstjórnin lækki gengið
á ný, ef verkalýðssamtökin
reyni að knýja fram kjarabæt-
ur!
Aðaláhugaefni verkalýðs-
samtakanna í sambandi við
kjarabaráttuna, sem senn
kemst í algleyming, er að kaup-
máttur launanna aukist. Sú
stefna var mótuð á síðasta Al-
þýðusambandsþingi, og hún var
undirstrikuð á ný á verkalýðs-
ráðstefnunni í vetur. En hvað
hefur ríkisstjórnin og stuðn-
ingsflokkar hennar á alþingi
gert til þess, að þetta mætti
takast? Ekki nokkurn skapað-
an hlut. En ríkisstjórnin og aft-
urhaldsmeirihlutinn hefur gert
annað. Þessir aðilar hafa lækk-
að gengið, kallað verðhæl^kan-
ir yfir þjóðina, skapað hér ó-
fremdarástand, sem leiðir til
þess, að atvinnuleysið og fá-
tæktin er yfirvoíandi. Verka-
maðurinn, sem bárðist í bökk-
uin fyrir gengislækkui.ina,
kemst ekki af eftir að gengið
hefur. verið lækkað, og afleið-
ingar Jieirrar ráðstöfunar Kptn^
nú oðú'm í liós, eiri af annafri
og því ægilegri, sem lengra líð-
ur.
Ríkisstjórnin og stuðnings-
flokkar hennar reynir ekki að
sporna við þessari óheillaþróun.
Hún hefur svikizt um allar þær
hliðarráðstafanir, sem Fram-
sóknarflokkurinn lofaði áður
en hann gekk í flatsængina.
Útlenda varan hefur hækkað.
Innlenda varan hefur hækkað.
Allt hefur hækkacý sem fólkið
þarf að kaupa, en samtímis
minnkar atvinnan. Og hvað er
þá til ráða? Verkalýðssamtök-
in geta auðvitað ekki horft upp
á það, að alþýðan sé svelt í hel.
Þau gera það eina, sem fyrir
liggur. Þau krefjast kjarabóta
og knýja þær fram með verk-
föllum, þegar atvinnurekend-
urnir neita að fallast á kröfur
þeirra og ríkisstjórnin og aft-
urhaldsmeirihlutinn á alþingi
virðir allar óskir þeirra að vett-
ugi. Og það skiptir engu máli.
hvað ritstjóri Tímans íhugar
og hverju hann hótar. Verka-
iýðssamtökin verða ekki hrædd
til þess að bregðast hlutverki
dnu. Þau eru stofnuð til þess
að tryggja hag og afkomu hins
vinnandi fólks. Það hlutverk
munu þau rækja hér eftir sem
hingað til. Ritstjóri Tímans
skal ekki halda, að verkalýðs-
samtökin uni sulti og klæðleysi
til þess að Framsóknarflokkur-
inn geti í friði notið pólitískra
ásta íhaldsins í flatsæng stjórn-
arsamvinnunnar. Það er of
mikils beðizt.
HJÓLREIÐAMENN og aðrir
ökumenn: Akið hægra megin
fram úr öðrum farartækjum.
Það má EKKI aka fram úr
öðrum farartækjum á gatna-
mótum, heldur ekki ef annað
ökutæki kemur á móti yður,
né á hæðum og bugðum á
þjóðveginum.
Brautryðjendur með irikinn fróoleik. — Vesíur-
íslendingar. — Áskorun á ríídsútvarpið. — Gam-
alt fólk sendir Bifreiðaeigendafélaginu kveðjur
og bakkar fvrir síðast.
VESTUR-ÍSLENDINGUR
skrifar mér á þessa leið: „Við,
sem höfum dvalið í fslending'a-
byggðum vestan hafs einhvern
hluta af ævi okkar, vitum að
íandnemar af íslenzkum ættum
hafa átt og hafa geysimikið af
fróðleik í fórum sínum. Þessi
fróðleikur snertir fyrst og
fremst lífskjör íslenzku þjóðar-
innar fyrir aldamót, en einnig
og um leið lífsbaráttu þess fólks,
sem flutti vestur og nam þar
iand.
SMÁTT OG SMÁTT fækkar
þeim, sem lögðu grundvöllinn
að fslendingabyggðunum vestra
— og margir eru þegar géngnir.
Mér. hefur oft blætt í augum
þegar slíkir menn hafa fallið frá
og tekið með sér í gröfina allan
þann fróðleik og þá lífsreynalu,
sem þeir áttu. IÞsss vegna vil ég
nú styðja þá tillögu, sem ég hef1
einhvers staðar heyrt getið um,
að hafin sé ritun eftir þessu
fólki. En framar öllu öðru vildi
ég mælast til þess við ríkisút-
varpið, að það efndi til starfs
meðal þessa ifólks.
ÉG IIAFÐI HUGSAÐ MÉR
að útvarpið sendi mann vestur
um haf til að taka upp á stálþráð i
frásagnir þessa fólks, en jafn-
framt væru teknar upp kveðjur
og ræður forustumanna meðal
íslendinga vestan hafs. Nokkuð
vár unnið að þessu eitt sinn, en
því var svo hætt, en akurinn var
aðeins kannaður og allt var í
raun og veru eftir. Ég veit að
þessi starfsemi mundi kosta þó
nokkuð fé, en dagskrá útvarps-
ins er dýrt og hér mundi það
fá mjög kærkomið dagskrárefni.
ÉG VIL MÆLAST TIL þess,
að Jónas Þorbergsson útvarps-
ctjóri taki þetta mál nú til at-
hugunar og hrindi því í fram-
kvæmd ef hann sér þess nokk-
urn kost. Slík starfsemi mundi
verða ákaflega vel þegin beggja
inegin hafsins.“
INNAN SKAMMS mun slátr-
un fara að hefjast hér í bænum.
í fyrra var sú nýbreytni tekin
upp, að almenningur gat ekki
fengið slátur keypt og var það
óvinsæl gerbreyting frá því,
sem áður var. Hins vegar
keyptu kjötverzlanir slátrið og
matreiddu það, en seldu síðan
við okurverði svo að fólk gat
eiginlega ekki keypt neitt af
því. Ég .vænti þess að nú verði
ekki þessi siður látinn viðgang-
ast, heldur fái fólk slátur eins
og alltaf liefur áður verið.
EFNT VAR TIL skemmtifar-
ar fyrir gamalt fólk á Elliheim-
ilinu í fyrra sumar. Það var fél-
ag bifreiðaeigenda, sem stóð
fyrir því. Það var vel gert og
félaginu til sóma. Gamalt fólk
hefur verið að spyrja mig að
því, hvort ekki stæði til að efna
til slíkrar farar á þessu sumri,
en ég hef ekki getað svarað því.
Nú fer að halla að hausti og
dagarnir að þyngjast. Ef bif-
reiðaeigendafélagið ætlar að
gera eitthvað í sumar, þá fer nú
að verða hver síðastur. Þetta er
orðsending til þess frá þakklátu
gömlu Jólki.
Baráttan gegn fátœktinni
BREZKI Alþýðuflokkurinn hef
ur nú gefið út stefnuyfirlýs-
ingu, þar sem flokkurinn
meðal annars leggur til, að
skipulögð verði sókn gegn fá-
tæktinni um allan heim, þeg-
ar Marshallhjálpinni lýkur.
Er það hugmynd hinna
brezku jafnaðarmanna, að
ráðizt verði gegn fátækt
hvar sem hún fyrirfinnst, og
auðlindir heimsins hagnýttar
á sem beztan hátt, en þeim
þjóðum hjálpað, sem stytzt
eru á veg komnar eða eiga við
erfiðleika að etja.
SAMVINNA allra lýðræðis-
þjóða er grundvallaratriði í
þessu máli. Þær verða að sam
hæfa alla slíka starfsemi, sem
þegar er hafin, bæði á vegum
stórveldanna sjálfra og al-
þjóða stofnana innan eða ut-
an sameinuðu þjóðanna.
Vilja hinir brezku jafnaðar-
menn að öll ríki, sem þátt
taka í þessari samvinnu, á-
kveði skipulag og starfshætti,
en leggi síðan hjálp að mörk-
um eftir getu á hverjum
tíma. Innan hins víða ranima,
sem starfseminni verði sett,
ættu bæði ríkisframtak og
einkaframtak að geta þrifizt,
eftir því sem við á og bezt
fer hverju sinni.
ÞAÐ ER AUGLJÓST, að fá-
tækt, kreppur og vandræði
eru beztu bandamenn komm-
únismans og annarra öfga-
stefna, og er því margföld á-
stæða til að berjast fyrir
bétri lífskjörum í öllum lönd-
um. Er á engan hátt hægt að
tryggja lýðræðislöndin gegn
undirróðri kommúnista betur
en með tryggum lífskjörum
alþýðunnar.
FRÁ STRÍÐSLOKUM hefur
margt verið gert til þess að
bæta lífskjör og jafna þau um
heim allan. Einstök ríki hafa
' eytt milljónum á milljónir
ofan í þessu skyni, og má þar
nefna aðstoð Bandaríkjanna
, við önnur ríki og hinar víð-
tæku viðreisnarframkvæmdir
Breta í nýlendum sínum. Þá
hafa stofnanir eins og al-
þjóða matvælastöfnunin og
heilbrigðisstófnunin þegar
unnið geysimikið starf á veg-
um sameinuðu þjóðahna.
og skortinum ekkl aðeins um
mílljónaþjóðir Asíu, Afríku
og Suður-Ameríku, sem búa
við léleg lífskjör, heldur
einnig fátækt í Evrópulönd-
um og Norður-Ameríku,
hvar sem hún fyrirfinnst.
Mun þar víða full ástæða til
slíkrar starfsemi og það í all-
stórum stíl.
ÞESSAR TILLÖGUR brezkra
jafnaðarmanna eru ekki
tengdar við pólitískar stefn-
ur og þeir gera það ekki að
neinu aðalatriði að ríki frek-
ar en einstaklingar annist þá
starfsemi, sem skipulögð
yT-ði. Fyrir þeim vakir ein af
grundvallarhugsjónum jafn-
aðarstefnunnar, að útrýma
fátækt og misrétti um heim
allan. Hér gæti því verið um
að ræða heimsbyltingu, sem
væri mannkyninu meira
virði en sú útbreiðsla á vopn-
aðri ógnarstjórn Moskvu-
valdsins, sem kommúnistar
kalla heimsbyltingu.
BREZKIR JAFNAÐARMENN
hugsa í sambandi við þessa
alþjóða sókn gegn fátæktinni
Framh. af 3. síðu.
riðlar), 150U m (undanrásir),
110 m grindahlaup (úrslit), 100
m (úrslit), 5 km (undanrásir).
FÖSTUDAGUR:
Tugþraut (seinni dagur).
kúluvarp (forkeppni), lang-
stökk (forkeppni),50 km ganga,
200 m (undanrásir), kúluvarp
(úrslit), 400 m (úrslit), hástökk
(forkeppni), 4X100 m (úrslit).
Ilér munu fslendingar bíða
íveggja úrslita með óþreyju,
kúlnvarpsins — en úrslita-
keppnin hefst kl. 17,30 — og
tugþrautarinnar — én síðasta
greinin hefst kl. 19,05 eftir
Brússel-tíma.
LAUGARDAGUR:
Sleggjukast (forkeppni),
stangarstökk (úrslit), kringlu-
kast ( úrslit), 400 m grindahlaup
(undanrásir), 800 m (úrslit),
200 m (milliriðlar), spjótkast
(forkeppni), langstökk (úrslit),'
4X400 m (undanrásir).
SUNNUDAGUR:
Hástökk, sleggjukast. 400 m
grindahlaup, 200 m, 1500 .m,
spjótkast, 3000 m hindrunar-
hlaup, 4X400 m (úrslit í öllum
þessum íþróttagreinum).