Alþýðublaðið - 25.08.1950, Side 1
Veðurhorfur:
NorSan og norðaustan átt.
stinningskaldi eða ailhvass
og dálítil rigning. Léttir
heldur til síðdegis á morg-
un og lœgir.
XXXI. árg.
Föstudagur 25. ágúst 1950.
183. tbl.
Forustugrein:
Svlk kommúnista
við tögarasjómenn.
KommúnijlaherÍRn undirbýr úrslila
Om fremsfur s fugprautmm; , , , ,
orrusiu a vigsloðvunum við Taegu
Æflar að reyna að brjófasf úr
kreppunni, sem sókn sunnanhers-
ins undanfarið hefur seft hann í.
Haukur var:3 5. I 100 m hlsupino, Örn á
góðri ieið að setja met í tugþrautinni.
Guðmundur Lárusson.
GUEMUNDUR LÁRUS30N setti glæsilegt íslandsmet í
400 m hlaupi á Evrópurneisíarámótinu í Brussel í gær, er hann
varð þriðji í milliriðli á 48,0 ssk. og komst þar með í úrslit og
ætti að liafa von.ir um þriðja sæti. Þá er Örn Clausen fremstur
í tugþraut eftir fyrri daginn með 4104 stig, sem er 127 stigum
meira en hann hafði, er hann setti metið í íyrra. Örn hljóp 100
m á 10,9, stökk 7,09 í langstrkki, kastaði kúlu 13,17 m, stökk
1,80 í hástökki og enáaði með því að hlaupa 400 m á afburða-
tíma, 49.8 sek.
Haukur Clausen komst í úr-
slit í 100 m. hiaupinu og varð
fjórði á 10,8 sek., en Finnbjörn
komst ekki í úrsf.itin, Hljóp
hami á 11,1 sek. í milliriðli.
Haukur átti í harðri baráttu um
þriðia sætið í seinni milliriðli
við ítalann P(y\na, og var fyrst
tilkynnt, að Penna hefði kom-
izt í úrslitin, en ljósmynd sýndi,
að Haukur var á undan. Bally
frá Frakklandi vann úrslita-
hlaupið, og kom það á óvart, að
Russin Soukharev varð aðeins
þriðji.
Torfi Bryngeirsson stökk 4,00
í stangarstökki í annari tilraun
og komst þannig í úrslitakeppn
ina. Gunnar Huseby kastaði
kringlunni 43,78 m. og varð ell-
efti. Árangur þar var yfirleitt
lélegur í forkeppninni, og kast
aði Consolini lengst, 49,63 m.
Guðmundur Lárusson bætti
met sitt í 400 m. um 9/10 sek.
og hefur með hlaupi sínu skip
að sér í fremstu röð 400 m.
hlaupara í álfunni. Bíða menn
með óþreyju eftir úrslitahlaup
inu í dag.
Örn Clausen stóð sig með af
brigðum í tugþrautinni og sigr
aði í þrem greinum. Náði hann
betri árangri en áður í tug-
þraut, og beztum í þrautinni í
gær í 100 m., langstökki og 400
ím. Hættulegasti keppinautur
hans er Frakkinn Heinrich,
varð annar á ólympísku leikun
um. Þá eru Svíarnir hættuleg-
ir, Tanander og Widenfelt og
stukku þeir 1,86 og 1,96 í há-
stökkinu.
Árangur Arnar er hér borinn
saman við metþraut hans í
fyrra:
Metið í gær
100 m. 11,1 10,9
Langst. 6,79 7.09
Kúluv. 13,37 13,17
Hást. 1,83 1,80
400 m. 50,6 49,8
Stig: 3977 4104
Hér fer á eftir röðin eftir
fyrri daginn í þrautinni:
1. Örn Clausen, ísl. 4104 stig
2. Tanander, Svíþj. 3869 stig
3. Heinrich, Frakkl. 3790 stig
4. Widenfelt, Svíþj. 3748 stig
Rússnesk stúlka vann lang-
stökk kvenna á 5,82, og Sviss-
lendingurinn Schwam vann 10
Framhald á 8. síðu.
Örn Clausen.
Shinwell og Gailskell
áhindi í París í gær
SHINWELL, landvarnamála
ráðherra Breta, og Gaitskell
verzlunarmálaráðherra ræddu
í París í gær við Moch, land-
varnamálaráðherra Frakka, og
fleiri ráðherra í frönsku stjórn
inni. Engin tilkynning var gef-
in út um fund þennan, en talið
er víst, að hann hafi fjal.rð um
samvinnu Breta til samræm-
ingar á landvörnum og efnahag
beggja þjóðanna.
Brezku jcáðfaerrarnir flugu
aftur heim vtil London í- gær-
kvöldi frá París.
SÍÐUSTU FRÉTTIR frá Kóreu í gærkvöldi
greindu frá því, að kommúnistak'erinn safni nú miklu
liði við Teegu, og telja fréttaritar'ar, að fyrir honum
vaki að legg.ja til úrs/itaorrustu á þessum vígstöðvum
alveg á næstunni, enda eigi hann e’kki annarra kosta
völ, þar eð vígstaða sunnanhersins hefur batnuð til
mikilla muna undanfarin dægur.
Litlar sem engar breytingar
hafa orðið á vígstöðvunum í
Kóreu síðasta sólarhring Kom-
múnistaherinn reyndi þó að
hefja gagnsókn við Taegu í
gær, en sunnanherinn hrakti
hersveitir hans strax á undan-
hald og tefldi fram skriðdrek-
um og flugvélum. Hins vegar
draga kommúnistar að sér mik-
inn liðsauka á vígstöðvunum
við Taegu, og segja njósnar-
flugmenn sunnanhersins, að
þeir undirbúi nú bersýnilega
úrslitaorrustu til þess að reyna
að brjótast úr þeirri kreppu,
sem þeir hafi komizt í við sókn
lýðræðishersins undanfarna
daga. Á öðrum vígstöðvum
hafa aðeins smávægilegir á-
rekstrar átt sér stað, og sunnan-
lierinn hefur enn bætt aðstöðu
sína við Naktongfljót og Po-
hang, án þess að mæta nokkurri
mótstöðu.
Flugher sunnanhersins hefur
haft sig mjög í frammi síðasta
sólarhring og valdið miklu
tjóni á samgöngumiðstöðvum
og í birgðageymslum komún-
istahersins.
Tvær brezkar hersveitir
leggja af stað í dag frá Hong
Kong til Kóreu, og eru þær
þjálfaðar eins og það lið Breta,
sem gat sér mestan orðstír í
síðustu heimsstyrjöld. Verður
lið þetta flutt með brezku flug-
vélamóðurskipi og mun taka
þátt.í orrustum eftir fáa daga.
Kínverskir komm-
únislar ælia að
ráðast á Formosu
UTANRÍKISMÁLARÁÐ-
HERRA kínversku komm-
únistastjórnarinnar sendi í
gær Trygve Lie og Jakob
Malik orðsendingu, þar sem
þess er kx-afizt, að öryggis-
ráðið fyrirskipi stjóirn Banda
ríkjanna að flytja allan ame
rískan _her burt frá eynni
" Fornxosu. Segir í orðsending
unni, að kínverski kommún-
istaherinn sé staðiáðinn í
að gera innrás á Formosu og
aðrar eyjar úti fyrir Kína-
ströndum.
Öryggisráðið kemur sam-
an til fundar í dag undir
forsæti Maliks, og mun orð-
sending kínversku kommún-
istastjórnarinnar verða tek-
in þar til umræðu.
Valur-KR vann þýzka úrvals-
með 3 mörkum gegn 2
Þjóðverjarnir Iéku betur, en skemmdu
Ieikinn irseö þrefi, hörku og óvægni.
16,8 milljarða auka-
f járveiling til land-
varnanna í USA
F J ARVEITIN G ANEFND
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
samþykkti í gær 16,8 milljarða
dollara aukafjárveitingu til
landvarnanna, og mun fulltrúa
deildin ræða fruinvarp þetta á
fundi sínum í dag.
Verulegum hluta þessarar
fyrirhuguðu fjárveitingar á að
verja til smíði á vetnissprengj
um og öðrum nýtízku vopnum
heima í Bandaríkjunum, en
einnig á að kaupa fyrir hluta af
henni vopn handa öðrum ríkj-
um, svo að þau geti eflt land-
varnir sínar sem fyrst.
ÞAU URÐU ÚRSLIT þriðja leiks íslendinga við Þjóð-
verja í gærkvöldi, að úrva.Isliðið úr Val og KR vann nxeð'
þrem mörkum gegn tveimur, eftir að Þjóðverjarnir höfðu haft
yfir, 2:1, í hálfleik. Leikurinn var framaxi af hraður og vel
leikinn, en er líða tók á síðari hálfleikinn færðist í hann hin
mesta harka, þiátt fyrir ítrekaðar tilraunir dómarans, Þráins
Sigurðssonar, til þess að halda tilfinningum leikmánnanna í
skefjum.
FYRRI IIALFLEIKUR
Þjóðverjar völdu mark og
kusu að leika á syðra mark
undan allsterkum vindi. Leið
ekki á löngu, þar til fyrsta
markið kæmi, og voru það
Þjóðverjarnir, sem skoruðu.
Markmaður Þjóðverja hafði
knöttinn, spyrnti mjög langt
út, nokkuð fram fyrir miðju til
vinstri útherja Þjóðverjanna.
Helgi hljóp þegar í stað út úr
markinu, enda átti hann ekki
annars úrkosta, en Þjóðverjinn
náði að spyrna fram hjá hon-
um og í mannlaust markið, því
bakverðir íslendinga urðu of
seinir til að hlaupa í markið,
sem reyndar var von, því allt
bar þetta hraðar að en frá því
verður sagt. Litlu síðar kvittaði
Sigurður Bergsson fyrir íslend-
inga, eftir prýðilegt upphlaup
með Ellert sem driff jöður. Und-
ir leikslokin náðu Þjóðverjarn-
ir aftur yfirhöndinni, og þann-
ig endaði hálfleikurinn 2:1
þeim í hag.
SÍÐARI HÁLFLEIKUR
Það var Ellert Sölvason' sem
kvittaði fyrir íslendinganna
hönd, er skammt var liðið á
síðari hálfleik, með föstu, ó-
verjandi skoti af stuttu færi,
eftir að hafa leikið af sér tvo
leikmenn. Litlu síðar fékk
Hörður Óskarsson langa send-
ingu og reyndu þeir báðir í
senn, hægri bakvörður og mið-
framvörður Þjóðverjanna, að
varna því, að hann kæmist í
skotfæri, en hann reif þá af sér
og skoraði af alllöngu færi með
föstu, óverjandi skoti, mjög
glæsilega. Færðist við þetta hin
mesta harka í leikinn. Er bezt
að segja það eins og það er, að
sökin var ekki síður gestanna.
Eitthvað virðast þeir hafa ver-
Framhald af 1. síðu.