Alþýðublaðið - 25.08.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.08.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 25.' ágúst 1850, ib go .íjnn Flllpus Bessason hreppstjórl: ABSENT BRÉF Ritstjóri sæll. ..Ekkert að frétta og þó,“ sagði karlinn, „konan mín átti tyíbura í nótt og vinnumaður- ian er faðirinn!“ Áleit víst, að 1 ef hann sjálfur hefði verið fað- irinn, væri ekkert fréttnæmt við atburðinn, og má til sanns vegar færa. Þennan kost mættuð þið blaðamennirnir taka ykkur til fyrirmyndar; þá gæti farið svo, að þið hættuð að setja upphróp- unarmerki á eftir frásögn af sjálfsögðustu hlutum, eða feit- letraðar fyrirsagnir yfir fréttir áf atburðum, sem í raun og veru eru svo rökrétt afleiðing áður kunnra orsaka, að ólíkt meiri frétt hlyti að teljast, ef þ*eir gerðusí ekki, en slíkt finnst mér oft vilja brenna við í blöðunum. Ég tek svona rétt til dæmis frásögn ykkar af öðrum eins merkisatburði og fegurðarsam- keppninní. Þar birtið þið úrslit- in undir feitletraðri fyrirsögn, eins og þau væru aðalatriðið. Að sjálfsögðu voru þau aðeins rökrétt afleiðing þess, að nokkr- ar stúlkur gáfu sig fram til „keppninnar", — og það var einmitt aðalatriðið og það eina, sem fréttnæmt getur talizt við þann atburð. Að mínum dómi v.ar fagurðarsamkeppni sem þessi ekki, og gat ekki heldur orðið, neinn mælikvarði á feg- urð reykvískra kvenna, heldur á hugarfarsþroska þeirra og sjálfsvirðingu, eins og hvort- t^sggja er í' dag. -Aðalfréttin híaut því að vera sú, að finnast sþyldu meðal reykvískra kvenna fjórtán stúlkur, sem töldu sér samboðið að ganga í yiðurvist mannfjöldans fram fyrír dómara, er meta áttu lík- ama þeirra, svip og framkomu þokka til verðlauna! Að til skyldu vera svo margar stúlkur, sem látið hafa blekkjast af aug lýsingaskrumi og ómenningar- yfirborðsgyllingu múgþjóðanna, og trúa því nú, að slík sam- keppni sé ekki aðeins dyggðug- um stúlkum samboðin, heldur og til heiðurs! Kunna einhverj- ir. ef til vill að vilja taka svari stúlknanna og segja sem svo, að enginn hallmæli búpeningi vor- um, þótt hann taki þátt í sams konar samkeppni, en því er til að svara, að það væri heldur alls ekki réttmætt, þar eð eig- éndur gripanna leiða þá fram fyrir dómnefndina og spyrja ekkert um þeirra eigið álit og vilja. Vil ég og geta þess í því sambandi, að rauðskjöldótt íbelja, sem ég átti hérna um ár- ið, og eitt sinn hlaut fyrstu verðlaun á nautgripasýningu, var gædd svo ríkri sjálfsvirð- ingu, að hún hengdi sig á básn- um nóttina áður en slík sýning Ifcyldi næst háð í sveiVnni, fflda var hún með öllu ólæs á amerísk kvikmynadblöð, greyið að tarna. En sem sagt, — þær reyndust fjórtán, stúlkukindurnar. Og þegar einhver spyrnir við steini oíarléga í “sicríðu, kemur sá steinn þrem-fjórum af stað, og hver þeirra um sig öðrum þrem fjórum, og þannig margfaldast grjótrennslið og eykst, unz það v*erður að áliílegri smáskriðu. Næst, þegar fegurðarsamkeppni verður háð í höfuðborginni, er ekki ólíklegt að þær verði fjóríán sinnum fjórtán. Og svo berst þetta út um sysitirnar eins og naglalakkið og varaliturinn. Þá verður hver landsf jórðungur, hver sýsla, hver sveit að eign- ast sína fegurðardrottningu, jafnvel þótt í sumum sveitum fyrirfinnist engin kona yngri en hálfsjötug. Væri þá að sjálf- sögðu heppilegast að í sveitum yrði slík fegurðarsamkeppni háð í sambandi við búpenings- sýningar; gæti þá bóndinn far- ið með hryssur sínar, ær, kýr, dætur og jafnvel konu í einni og sömu ferðinni á sýningarstað, og yrði sú för hin glæsilegasta. Og upp með sér hlyti sá bóndi að verða, sem ræki heim til sín aftur verðlaunakú, verð- launhryssu, vei'ðlaunaá, •— og verðlaunadóttur eða tiinu! En hins vegar gæti líka hæglega úr- slitin farið svo, að hann hreytti úr sér við konu sína, og það heldur ónotalega, að kvöldi sýningardagsins: ,,Já, sú hupp- ótta, — hún hlaut verðlaunin, — en þú-----------—“ Ojá, — það er margt í mörgu. Virðingarfyllst. Filipus Bessason hr*sppstjóri. Gin a Kaus fer frá Reykjavík laugardag- inn 26. ágúst kl. 12 á hádegi til Leith og Kaupmannahafnar. Tollskoðun farangurs og vega bréfaeftirlit byrjar í tollskýl- inu vestast á hafnarbakkanum kl. IOV2 f. h. og skulu allir far- þegar vera komnir í tollskýlið eigi síðar en kl. 11 f. h. H.f. Eimáipaféfóg Minningarspjöld Dvalarheimilis aldraðra sjómanna fást í bókabúð- um Helgafells í Aðalstræti og Laugaveg 100 og í Hafnarfirði hjá Valdimar Long. Auglysið í þýðublaðinu! TíTg fnS ngsg sme iia.-svoibv „Það sama. sem alltaf áður, Lotta. Nákvæmlega það sama sem alltaf áður. Allt frá því að við vorum lítil börn, hefur þú haft gaman af því að leika þér að því að taka allt frá mér. Veiztu það kannske ekki sjálf?“ Lotta starði um stund skiln- ingssljóum augum á systur sína. Hún ætlaði bersýnilega að segja eitthvað, en hætti við' það. Með armæðusvip steig hún á benzínið, og setti bif- reiðina í gang. „Bíddu“, hrópaði Irene. „Bíddu þangað til ég er búin að segja þér það, sem ég ætl- aði að segja. Ég fór á fætur til þess eins að segja þér það. Ég vil gera upp reikningana við þig að fullu og öllu. Eða finnst þér ekki að þú sért bú- in að ljúga nógu lengi að mér, og að ég hafi verið blinduð nógu lengi?“ „Þegiðu, Irene“, sagði ég. „Lofaðu henni að fara í friði. Hún á í alveg nógu miklum erfiðleikum samt“. En Irene hlustaði ekki á mig. „Það býrjaði með pabba“, sagði hún. „Þú vissir um fjölda margt. sem hann mundi gera fyrir þig. Heldurðu ekki að ég viti það, að honum þótti bara vænt um þig? Þegar hann tók mig til sín, þá gerði hann það aðeins til þess að sýnast ekki óréttlátur og hlut- drægur. Honum þótti aðeins Vænt um þig. Vertu ekki hug- laus, Eula, þú veizt alveg eins og ég, að þetta er sannleikur“. Já, ég vissi það, en til þessa hafði ég haldið, að ég væri ein um þá vitneskju. Og að Lotta hafði ekki vitað það, gat eg sannfært mig um með því að líta á hana. En hver gat líka gert ráð fyrir því, að Ir- ene hefði alltaf frá bárnæsku fundizt, að hún væri höfð út- undan. „Manstu eftir litla Ott?“ spurði Irene. „Hann var leik- brójBir minn. Hann sagði allt- af, að þegar hann væri orðinn stór, þá ætlaði hann að kvæn- ast mér. En frá því að þú fyrst fékkst að fara með okkur á s.kauta, sagðist hann bara ætla að kvænast þér. Þá varstu bara sex ára. Og það var al- veg eins með Vinzent Uhl. Og einnig Harrý Roeder. Þú tókst þá alla frá mér“. Lotta haiði aftur stigið út úr bifreiðinni og gekk til Ir- ene og rétti henni hendina. „Ef ég hef gert þér illt, þá bið ég þig að fyrirgefa mér það“, sagði hún. „Ég hef aldrei vilj- að gera þér illt, hvorki fyrr né síðar, ekki frekar nú en þegar ég var lítið barn. Ég hef aldrei viljað taka neitt frá þér, því að mér hefur alltaf þótt svo ákaflega vænt um þig . . .“ röddin' brást henni og hun þagnaði. „Og ég? Hefur mér ekk: þótt vænt um þig? Ég hef meira að segia tilbeðið þig. Manstu eftir því þegar Lina frænka kom með nýjan kjól fr^ París. Ég lánaði þér hann til bess að fara á dansieik hjá Roeders, en sjálf fór ég í kiól frá árinu áður. Og ég var svo hamingjusöm af því að allir sögðu að þú værir fallegasta stúlkan á dansleiknum. í öll i!,* .1, háisöiiífiÍBg'ioS 1 iq'qs'iri þéssi ár hefur mér fundizt sjálfsagt að allir dáðust að þér, en ég sjálf drægi mig inn í skuggann til þess að vera ekki fyrir. Ég hef verið heimskingi, hlægilegur og steinblindur heimskingi. Mér er það nú orð ið ljóst, mér hefur orðið það ljóst þessa síðustu daga. En um leið veit ég líka, hvað þú ert í raun og veru . . .“ „Ekki segja þetta“, grátbað Lotta. „Við skulum reyna að skilja án þess að hata hvor aðra. Ég skal aldrei framar standa í vegi fyrir þér“. í þessu kom Alexander út cm dyrnar. Hann hafði verið í baðherberginu meðan eldhús stúlkan var uppi hjá Irene. Hann leit út eins og nýsleginn túskildingur við hliðinji á Ir- ene, sem var svo argintætu- ieg. Hann hlýtur undir eins að hafa. tekið eftir bifreiðinni og Lottu, sem var í ferðakápunni. Kann varð náfölur í framan, en hann gat ekkert sagt og- heldur ekki spurt neins. bví að Irene, sem nú leit út eins og hún væri orðin geggjuð, hljóp fast að Lottu og öskraði. „Já, reyndu bara að troða mér oftar um tær. Reyndu fcara að ná sambandi við Alexander. Ég mun krefjast skilnaðar við hann, og mér mun verða dæmt barnið. Ég hef hugsað um þetta síðustu dagana og ég hef tekið mínar ákvarðanir. Ég er alls ekki eins heimsk eins og þið bæði virðist halda. Alex- ander fær að velja nailli þín og drengsins“. Alexander hentist til Lottu. Hann lagði handlegginn um herðarnar á henni og sagði: „Hann er okkar barn“. „Ykkar barn?“ sagði Irene hæðnislega. „Þið verðið fyrst að sanna það. Og það mun ekki reynast létt fyrir ykkur. Lotta fór klóklega að öllu, þegar hún var að reyna að dylja smán sína. Reyndu bara að sanna það, Alexander. „Þetta er fölsk fæðingartilkynning“, sagði Lotta sjálf í þá tíð, því að hún reiknar allt út og veit alltaf nákvæmlega hvað hún hefst að. „Það er fölsuð fæðingar- tilkynning, og ef það kemst upp þá förum við báðar í fang- elsi. Já, þú um það, Alexand- er, gjörðu svo vel, láttu það koma, gerðu eins og þér sýn- ist. Farðu til lögreglunnar og kærðu okkur báðar, bæði Lottu og mig, við verðum svo sem ekki hálshöggnar, við fá- um bara nokkurra mánaða fangelsi. Ef til vill fáum við að vera saman í klefa, bæði nótt og dag — og þá fáum við sannarlega tækifæri til að tala um okkar elskaða Alexander íí Ég gat ekki betur séð en aðTrene hefð in'iisst vitið. Það að Irene hefði misst vitið. Það ragði, því að það var rökrétt, en allt útlit hennar, tryllir.ss- leg augun og háðshreimurinn í rödd hennar virtist benda til þess að hún væri orðin brjál- uð. Lotta hafði aftur sezt upp í í bifreiðina. Hönd hennar hvíldi á stýrinu. „Hættu, Ir- ene“,' sagði hún blælausri rödd.. „Vertu ekki svona æst. Þú kemur engu góðu til leiðar með því. Ég skal aldrei íram- ;%st 'i.uó'i.,. ;gíóíí hláójii mTJ ar hitfá AlexúndérÁÉ'g vil gera hvað sem vera slial til þéss að þið getið aftur orðið hamingju söm“. „Dáfallegt kveðj^iloforð. finnst þér eltki. Þú yfirgefur vígvöllinn, þú hefur yfirburð- ina, þú getur allt, og öllum þjTkir vænt um þig, og ég er fátæk, og þú ætlar að geia mér eiginmann minn og barn- ið. Fyrir þína náð og miskunn á ég að verða hamingjusöm. En þú ert ekki eins rík og þú helaur. í raun og veru ertu eins fátæk og hver annar .aum- ur beiningamaður. Já, þú ert betlari, . betlari, segi ég. Þú hefur viljað verða allt milli himins og jarðar, og þú hefur viljað eignast allt. Og hvað hefur svo orðið úr þér? Og livað áttu sjálf? Það, sem þú hefur erít eftir pabba, er farið út í veður og vind. Þú átt hvorki hús né heimili, og ekki eina einustu manneskju, sem heyrir þér til. Og þess vegna, og aðeins þess vegna komstu hingað, vegna þess að þú áltir ekki neitt, ekki nokkurn skap- aðan hlut. Og eftir að þú hefur eyðilagt allt, sem hægt var að cyðileggja, ætlar þú að gefa mér brotabrotin, eins og það sé ákaflega höfðingleg gjöf“. Skyndilega skar annað hljóð gegnum ofsann í Irene. Vélin hafði verið sett í gang og sam stundis brunaði bláa Bu.ckbif reiðin burtu, og var á skammri stundu komin langt burtu. „Lotta frænka“, öskra.ði Fel- ix litli í örvæntingu. Enginn hafði hugsað um barnið. Hvað hafði það skilið af þessum ofsalegu orðum? Með stórum tryllingslegum augum horfði drengurinn á eftir bifreiðinni, sem nú var að hverfa. Ég beygði mig og reyndi að hugga drenginn. Ég hef líkast til sagt eitthvað um kettling- ana eða eitthvað slíkt. Ég þurrkaði burt tárin með vasa- klútnum mínum, og þess vegna veitti ég því ekki at- hygli, sem var að gerast. Þegar .ég leit aftur upp, stóðu dyrnar á bifreiðaskúrn- um opnar upp á gátt og Al- exander var í þann veginn að aka Mercedesbifreið sinni út i garðinn. Hann var ekki méð hatt á htífðinu og hann var jakkalaus. Hvort Irene hefur ætlað að reyna að stöðva hann, veit ég ekki enn þann dag í dag. Hún sat á bekknum við hliðina á dyrunum, annars lá hún miklu fremur en að hun sæti, alveg eins og henni hefði verið hrint á bekkinn. En ef til vill lá hún svona af því að hún fann, hve gjörsamlega hjálparvana hún var. Kortéri seinna kom létta- drengurinn, en hann hafði far- ið niður í þorpið til að kaupa brauð. Hann sagðist hafa séð báðar bifreiðarnar þeysa á ofsahraða eftir þjóðveginum, að minnsta kosti hefðu þau ekið með hundrað og tíu tíló- metra hraða. Hann spurði, hvort það hefði verið kapp- akstur og veðmál, og við ját- nðum því. Hann áleit, að húsa- meistarinn mundi varla ná í angfrúna því að hún hefði ver ið orðin töluvert á undan. „Jú, hann nær henni áreið-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.