Alþýðublaðið - 12.09.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.09.1950, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Suðaustan kaldi eða stinn- ingskaldi; rigning með köfi- um, r~ W * XXXI. árg. Þj-iðjudagör 12. sept. 1950. 197. tbl. Forustugrein; Könguilærnar þar og hér. 121 Kanada sendir 15000 manna her ' til Kcreu Fiilltrúar íslands á þing SÞ Jónatan Hallvarðsson Thoi Thors Forseti ísiands skipa'ði á ríkisráðsfundi í gær til þess að vera fulltrúar íslands á þingi sameinuðu þjóðanna, sem hefst í New York um miöjan þennan mánuð, þá Tkor Thors sendiherra, sern verður formaður sendinefndarinnar, og Jónatan Hall- varðsson hæstaréttardómara. Bonnstjóroio hefor óskað |>ess vegna viðsjáls ástands f alþjóðastjórnmálum. MARK CLAEK, hershöfðingi sem stjórnar hinum miklu lleræfingum, er hófust á hernáinssvæði Bandaríkjamanna í gærmorgun, lét svo um mælt í Frankfurt am Main fyrir helg- ina, að Bandaríkjastjórn hefði ákveðið áð auka mjög verulcga setulið sitt á Þýzkalandi. ---:-------------------------♦ Dr. Konrad Adenauer, for- sætisráðherra vestur-þýzku stjórnarinnar, lét í gær í ljós ánægju sína yfir þessum boð- skap; en han nhafði áður ein- dregið mælzt til þess, að Vest- urveldin styrktu setulið sitt á Vestur-Þýzkalandi vegna hins viðsjála ástands í alþjóða stjórnmálum. Jan Smufs marskálk- ur, hinn frægi for- uslumaður Suður- Afríku, láíinn JAN SMUTS marskálkur, hinn frægi stjórnmálamaður Suður-Afríku og brezka sam- veldisins, lézt að heimili sínu í Jóhannesarborg í gær, 80 ára að aldri. Smuts gat sér fyrst orðstír sem hershöfðingi í her Búa í stríðinu við Breta um alda- rnótin; en eftir að því var lok- ið beit.ti hann sér eindregið fyrir sáttum og gerðist álirifa- mikill stjórnmálamaður þjóðar sinnar. Hann varð ráðlierra i stjórn Suður-Afríku í fyrsta sinn 1910, en forsætisráðherra 1919 og var það oft síðan. Hann var bæði forsætisráð- herra og yfirhershöfðingi Suð- ur-Afríku í síðari heimsstyrj- öldinni, en flokkur hans beið ósigur fyrir þjóðernisfl.okki Framh. á 7. síðu. HERÆFINGARNAR í heræfingum Bandaríkja- manna á Vestur-Þýzkalandi, sem hófust í gærmorgun, tekur nú þátt meira lið en nokkru sinni áður, eftir stríðið, eða um 100 000 manns, þar á meðal nokkrar hersveitir Breta og Frakka. Viðstaddir heræfingarnar eru einnig hátt settir brezkir og franskir herforingjar. Heræfingar eru einnxg um það bil að hefjast hjá Bretum, á hernámssvæði þeirru, á Norðvestur-Þýzkalandi. í þeim munu taka þátt þær hollenzk- ar, danskar og norskar her- sveitir, sem dvelja á Þýzka- landi. Brjóstlíkan Bjarna Sivertsen BREZKA ÞINGIÐ landvcirnamálin í dag. ræðir Öllum árásum inn- rásarhenins var hrundið í gær STJÓRN KANADA til- kynnti í gær, að hún hefði ákveðið að senda 15 000 manna lið til Kóreu til að berjast þar undir merkj- um sameinuðu þjcðanna. Er þetta fjölmennara lið, en nokkurt ríki liefur sent til Kóreu hingað til, til hjálpar Suður-Kóreu, að Bandaríkjun- um undanskildum. Bardagar voru mjeg harðir í Suður-Kóreu í gær, einkum l norðan við Taegu, þar sem innrásarherinn er um 10 km. frá borginni, og reyndi enn að sækja fram, en var jafnharðan hrundði til baka af harðsnúnu liði Bandaríkjamanna. Gat inn- rásarherinn um eitt skeið rofið herlínu Bandaríkjamanna á þessum slóðum og sótt fram um 2ja km. vegaiiengd; en Bandaríkjamenn hrundu að lokum þessari sókn með gagn- áhlaupi og náðu aftur öllu því svæði, sem þeir höfðu misst. Suðvestur af Taegu, við Nak tongfljót, hrundu Bretar í gær öllum áhlaupum innrásarhers- ins, og á austurströndinni gerðu hersveitir sameinuðu þjóðanna vel heppnað gagná- hlaup suður af Pohang. Flugvélar lýðræðishersins voru mjög athafnasamar í I Kóreu í gær og gerðu fjölda árása á hernaðarlega þýðingar- mikla staði í víglínu innrásar- hersins og að baki henni. YFIRMAÐUR INNRÁSAR- HERSINS FALLINN Stjórn Norður-Kóreu til- kynnti á laugardaginn, að yf- irforingi hers hennar í Suður- Kóreu, sem jafnframt var varahermálaráðherra hennar, hefði fallið á vígstöðvunurn á föstudaginn. Brjóstlíkanið, sem Ríkarður Jónsson gerði, var afhjúpað í Hellisgerði í Hafnarfirði á sunnudaginn að viðstöddum miklum mannfjölda. Sjá frétt á 8. síðu blaðsins. Belnagrind af manni ■ fanns) i Heiðmörk á sunnudaginn Ekki er vitað af hvaða manoi hún er, en Iíkið virðist hafa Iegið þarna íengi. Öryggisráðið ræðir kæru Pekingsljorn- ar úi af loflárás- um á Mansjúríu ÖRYGGISRÁÐIÐ hélt fund í Lake Success í gærkveldi og var kæra Pckingstjórnarinnar út af loftárásum, sem liún seg ir að amerískar flugvélar í (Frh. á 7. síðu.) BEINAGRIND af manni fannst í Heiðmörk síðdegis á sunnudaginn. Er hún af karlmanni, og virðist Iík hans hafa legið þarna árum saman. Ekki ei vitað af livaða manni bein þessi eru, en í gær voru þau tekin upp og fengin Jóni Steff- ensen prófessor til rannnsóknar. Það var Þórður Pétursson,^~ Laugaveg 159 A hér í bæ, sem fann bein þessi, er hann var við berjat.ínslu á mörkinni á sunnudaginn. Fann hann bein- in á hæðarhrygg nokkrum langt suður af Elliðavatni. Tveir jarðfastir steinar eru á hryggnum, en á milli stein- anna, norðan við þann stærri, lágu beinin, líkt því, sem maðurinn hefði leitað sér þar skjóla. Beinin eru mjög skinin og hanga ekki saman, en leifar af e fötum voru hjá þeim, háífsokknar niður í jarðveg- inn. Sveinn Sæmundsson yfirlög- regluþjónn fór í gær ásamt Niels Dungal prófessor, Árna Péturssyni, er nú gegnir störf um borgarlæknis, og yfirhjúkr unarkonunni á Kleppi, á fund- (Frh. á 3. síðu.) Clausensbræður sigursælir í Svíþjóð Einkaskeyti til Alþýðubl. STCKKHÓLMI í gær. CLAUSENSBRÆÐUR hafa getið sér mikinn orðstír á al- þjóðlegum íþróttamótum í Lin köping og Gávle á laugardag og sunnudag. Urðu þeir fyrsti og annar í 100 metra hlaupi og 200 metra grindahlaupi í Lin- köping og fyrsti og annar í 100 metra hlaupi í Gávle. í Linköping varð Haukur fyrstur í 100 metra hlaupi á 10,9 sek. og Örn annar á 11,0, en Haukur fyrstur í 200 metra grindahlaupi á 25,4 sek. og. Örn annar á 26,4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.