Alþýðublaðið - 19.09.1950, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 19.09.1950, Qupperneq 1
Veðurhorfur: Austan gola, léttskýjað. * ™ ' 'T - : ' • r~ prr * FUNDINN, AHOFNIN HEILA HUF Guðmundur Sívertsen Einar Runólfsson Ingigerður Karlsclottir loftsiglingafræðingur. vélamaður. flugfreyja. Magnús Guðmundsson ílugstjóri. Dagfinnur Stefánsson ílugmaóur. Bolli Gunnarsson loftskeytamaður. incho hálfhring um Seou BANDARÍKJAMENN héldu um helgina og í gær áfram að flytja lið á land hjá Inchon á vesturströnd Kóreu og var j)að jafnharðan sent áleiðis til Seoul. Hefur það IítiIIi mót- spyrnu mæít og myndar nú hálfhring umliverfis borgina áð súnnan, við Hanfljót, og að vestan Milynirfiifaga lögð frant í fðgaradeilunni --------*------- SÁTTASEMJARI OG SÁTTANEFND RÍKISINS lögðu í gærkveldi fram miðiunartillögu í togaradeilunni, sem borin mun verða undir allsherjaratkvæði hjá báðum deiiuaðilum, togaraeigendum og tógarasjómönnum, á fimmtudaginn. Auglýsir stjórn Sjóinannafélags Reykja- víkur á öðrum stað í bláðinu, að atkvæðagreiðsla togara- sjómanna fari fram í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu, befiist ld. 10 árdegis og verði lokið kl. 10 síðdegis. Miðlunartillagan, sem er. í samningsformi, er birt í blöðunum í dag tii jiess, að deiluaðilar geti kynnt sér liana áður en atkvæoagreiðslan fer fram. (Sjá ó. síðu blaðsins.) • Sóknin, sem hersveitir sam- einuðu þjóðanna hófu á suður- vígstöðvunum, vestur af Taegu og við Naktongfljót, á laugar- daginn, hélt áfram um helgina og í gær. Hefur her kommún- ista verið hrakinn vestur yfir Naktongfljót á 20 km langri víglínu og hersveitir samein- uðu þjóðanna fylgt honum eft- ir yfir fljótið; en norðvestur af Taegu hefur vörn kommúnista harðnað, og eru hersveitir sam- einuðu þjóðanna enn nokkra kílómetra austur af Waegwan. Gífurlegt mannfall er sagt hafa orðzið í liði kommúnista á þessum slóðum á sunnudaginn, um 4000 fallnir og særðir, og í gær vörpuðu amerísk flugvirki um 500 lestum af sprengiefni niður yfir vígstöðvar þeirra í hæðadrögum umhverfis Weag- wan. Vart hefur þegar orðið við eirihverja liðsflutninga komm- únsta af suðurvígstöðvunum norður á bóginn; en ekki er talið, að enn sé þar um neitt allsherjarundanhald að ræða. Flugvélin íannst í gær norðan til á Vatnajökli og áhöínin sásí skrita í snjóinn: O.K. \ v Vistum og úlbúnaði var varpað niðurlil fólkslns úr fiugvélum í gær, og hjálp- arleiðangur er á leiðinni frá Ákureyri SÚ GLEÐIFREGN barst 1 gær, að Geysir væri fundinn cg að áhöfnin væri öll heil á húfi. Það var Cat'alínaflugbátur Loftleiða, „Vestfirðingur“, sem fann hann kl. 16,43 norðan til á Vatn'ajökli, eða nánar til tckið suðvestur af Dyngjujökli, sem gengur norð- ur úr hinum mikla ickulfláka. Var flugvélin þar á hvolfi utan i iökulbungu, en áhöfnin sást öll á ferli og skrifaði í snjóinn „O K.“, svo 'að lesa mátti úr ieit- arflugvélinni, Strax jiegar fréttist um fund flugvélarinnar, voru flug- vélar sendar me3 vistir og útbúnaS handa áhöfninni. og var hvoru tveggja varpað niður á jökulinn, en Ijóst varð, áð ekki mundi unnt áð lenda flugvél á jöklinum, og var því það ráð tekið að senda hjálparleiðangur frá Akureyri til þess að sækja fólkið, og var gcrt ráð fyrir því í gærkvöldi, að hann yrði kominn upp á jökulinn einhvern tíma í dag. Allt frá því að Geysis var saknað á fimmtudagskvöld hef- ur hans verið leitað svo að segja óslitið af 10—15 flugvél- um, skipum og leitarflokkum á landi og flugumferðarstjórn- in á Reykjavíkurflugvelli ekki unnt sér svefns. Snemma í gær- morgun fóru 6 leitarflugvélar af stað frá Reykjavík og ein úr Hornafirði. Enn fremur héldu leitarflokkar þeirra Árna Stef- ánssonar og Jóns Oddgeirs á- fram leitinni eins og til stóð. , Um klukkan 13.35 bárust þær fréttir frá varðskipinu Ægi, sem statt var við Skála á Langanesi, að heyrzt hefði neyðarskeyti frá Geysi, og var það svohljóðandi: „Staðarákvör'ðun ókunn. — Allir á lífi.“ Klukkan 14,45 heyrði loft- skeytastöðin á Seyðisfirði skeyti frá TF RVC, sem eru einkennisstafir flugvélarinnar, en í því skeyti heyrðist ekkert nema orðin „yfir okkur“, en af því var ráðið, að áhöfnin væri að gefa til kynna, að hún hefði heyrt í flugvél yfir þeim stað, sem Geysir er. Síðar kom í ljós, að sænskt skip úti fyrir Austf jörðum hafði einnig heyrt þetta skeyti. Strax og fréttist um þessi skeyti til Reykjavíkur ákvað (Frh. á 8. síðu.) Kortið sýnir Vatnajökul og umhverfi hans. Strikalínan sýnir > sennilega flugleið Qeysis yfir Álftaf jörð og vestur yfir hálendið | og krossinn þa.nn stað, á að gizka, sem flugvélin hefur lent á.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.