Alþýðublaðið - 19.09.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.09.1950, Blaðsíða 7
ÞriSjudagur 19. sept. 1950 ALÞYÐUBLÁÐIÐ 7 um t.'L-'ö-gu sáttanefndar í togaradeilunni fer fnam meðal fólagsmanna (togarasjó- manna) í skrifstofu Sj ómannafelags R;eykjavíkur í Alþýðuhúsínu yið sHverfis- götu fi'mmtudaginn 21. september. Ajtkvíóðagreiðs’lan hefst' kl. 10 árd. og ska! I:.kið kh 22 sama dag Stjórn Sjómannafélags, Reykjavíkur. ef hann hefur greiðslu vinnu- 1 launa á hendi, heldur eftir af kaupi þeirra skipverja, er samningur þessi tekur til, ijár- hæð, er nemur ógreiddu ið- gjaldi til stéttarfélágs þess, sem er aðili að samningi þess- um, ef þess er óskað af félag- inu, og afhendir tilgreinda fjárhæð, þegar þess er krafizt, enda liggi krafan fyrir, áður en skiþverji fer úr skiprúmi. 17. gr. Þeir skipverjar, er stýri- mannsréttindi hafa, skulu að öðru jöfnu ganga fýrir starfi í útsiglingum í forföílúm hinna föstu stýrimanna. Komi þeir í ! stað hinna föstu stýrimanna í útsiglingum, skulu þeir gera það í siglingaleyfum sínum. 16. gr. Samningur þessi gildir til 1. júlí 1951. Verði honum ekki í sagt upp frá þeim tíma með tveggja mánaða fyrirvara, framlengist hann til 1. janúar 1952 með sama uppsagnar- fresti. Éftir það má segja samn ingnum upp með tveggja mán- aða fyrirvara, miðað við 1. jan- úar og 1. júlí ár hvert. Reykjavík, 18. september 1950. Torfi Hjartárson. Jónatan Hallvarðsson. Gunnl. E. Briem. r eiðasfióra U E Framhald af 3. síðu. Vinnum að sigri lýðræðisaflanna í kosningunum til 22. bings Alþýðusambands íslands! Bifreiðastjórar! Kjósið A-listann'. Reykjavík, 19. september 1950. Bergsteinn Guðjónsson Gestur Sigurjónsson Sveinbjörn Tímóteusson Sofus Bénder Bérgur Magnússon Ingimuridur Géstsson Guðbjartur Kristjárisson Einar Villijáhrisson Ingvar Sigurðsson Guðlaugur Guðmundssön Olafur Jónsson Guðjón Ilansson Haukur A. Bögáson Ásgeir Gíslason Úlfar Magnússon Skiili P. Ilelgason Gripdeildirnar í skip broismannaskýl- inu í Þorgeirsfirði BLÖÐIN hafa gert að um- talsefni skrílslega meðferð á skipbrotsmannaskýiinu,. að Þönglaþakka í Þorgeirsfirði. Þó umgengni skýbsins sé lakari, en siðuðum mönnum vel sæmir, er hún þó engan veginn eins skelfileg og frá- sögn blaðanna hermir. Þegar yfirtollvörður og lög- rgeluþjónn frá Akureyri komu í skýlið 22. ágúst s.l., var eignaskýrsla, er þeir sömdu yfir muni skýlisins, á þessa íeið: 4 stk. beddar, 10 stk. rúm- teppi, olíulampi, sjúkrakassi, tvíhólfa olíuvél, pottur, kfafi- kanna, ketill, blikkfata, bolla- pör, 3 pör vettlingar, 2 stk. drykkjarmál, sjókort, 10 pk. kaffi, 8 stk. export, 3 kg. strau- sykur, 1 kexkassi, 8 kg. tvíbök- ur, 6 búnt eldspýtur, 40 lítrar olía og lítið eitt af kolum. Það sem vantar er: Ein rúm- ábreiða, beddi, alla niðursoðna matvöru, hámar, naglbít, kola- ausu, reku, matskeiðar, gaffla, borðhnífa o. fl. Orðrómur hefur heyrzt um bað, að gagnamenn væru va'd- ir að spellvirkjum þeim, sem gerð hafa verið á skýlinu, en þetta er með öllu óSatt. Enginn Þingeyingur hofur verið þar að verki; sönnu nær, að ,,túristar“ frá Akurevri og Reykjavík séu hinir seku og því miður nokkrir drukknir sjómenn, en manna sízt eiga þeir, sem sjóinn stunda, að granda skýlinu, því auk þess sem slíkur verknaður er brot gegn hegningarlögunum, þá getur hann, og það skiptir mestu máli, orðið til þess, bæði beint og óbeint, að skipbrots- menn og aðrir nauðleitamenn, sem að skýli þessu og öðrum slíkum skýlum eða sæluhúsum koma, mæti þar daúð’a sínum r»f kulda, vosbúð og hungri í stað hressingar og líknar, ef greiðastöðum sem þessum er ekki þyrmt. NÝ SKÁLDSAGA EFTIR Jóhannes úr Kötlum. Framhald af DAUÐSMANNSEY, sögu Ófeigs grallara, sem út kom í fyrra. Sagan er af leiðangri íslendinga til Vesturheims, og meðal þeirra sem tekið hafa sig upp, er Ófeigur og skyldulið hans. Örlög þessara vesturfara speglast í marglitu ljósi. — Sagan gerist öll á leiðinni vestur, er bundin við líf fólksins á skipinu, endurminning- ar þess að heiman og framtíðarvonir í ókunnu landi. Að mörgu leyti er ólíkur blær yfir þessari bók og Dauðsmannsey, margar nýjar persónur koma við sögu og Ófeigur sjálf- ur breytist mjög á þessari reisu. — Þessa örlagasögu íslendinga í lok 19. aldar ættu sem flestir að kynna sér. — Fæst hjá öllum bóksölum. Bókaúlgáfan Heimskringla Laugavegi 19. — Sími 5055. Tengdamóðir mín Sigríður Davíðsdóttir fyrrverandi ljósmóðir, sem andaðist að heimili mínu Lækjarg. 12 í Hafnarfirði, þ. Í4. þ. m. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikud. 20 :þ. m. kl. 1 lé e. h. oce.éo- i i'l!rr&viú!Bfafu ' Blóm og kransar afbeðnir, en jáeir; sem vildú ' hennar, láti einhverja líknarstofnun njóta þess Þorvaldur t.mawvx Skora ég því í nafni Siysa- varnafélags íslands á alla landa mína að hlúa að skip- brotsmannaskýlum og sælu- húsum landsins og forðast að skemma í þeim nokkurn hlut eða hafa á burt. Húsavík, 2. september 1950. Júííus Havsteen, fulltrúi Slysavarnafél. íslands fyrir Norðlendingafjórðuag. Brutinir rafíar og trjáleifar finn- ast í jörðu á Bergþórshvoli —...........- ■' »--------- KRISTJÁN ELDJÁRN þjóðminjavörður er nýkominn austan frá Bergþórshvoli, en þar hefur hann verið við rann- sóknir í því skyni, að reyna að finna einhverjar leifar frá Njálsbrennu. Gróf hann nokkrar gryíjur á mismunandi stöð- um og fann loks í bæjarhólnum nokkra brennda rafta og smá mola úr brunnum trjáviði. Voru leifar þessar í tveggja metra dýpt um 30 metra frá útihúsum, sem standa rétt vestan við Bergþórshvolsbæinn. Telur þjóðminjavörður sterkar líkur fyrir því, að hér sé um að ræða leifar frá Njálsbrennu, en frekari rannsóknum verður haldið áfram. Rannsókn þjóðminjavarðar er gerð að tilhlutan stjórnar fornritafélagsins, en það vinn- ur nú að undbúningi nýrrar út gáfu af Njálssögu, og sér próf- essor Einar Ól. Sveinsson um útgáfu verksins. Blaðamenn áttu í gær tal við . Kristján Eldjárn þjóðminja- vi^rð og prófessor Einar Ól. Sveinsson, út af þessum merka fundi, en þetta er í fyrsta sinn sem leifar finnast á Bergþórs- hvoli, sem bent geta til Njáls- brennu. Sagði fornminjavörður áð áð ur hefði Matthias Þórðavson fyrrv. fornminjavörður gert merkar rannsóknir á Bergþórs hvoli, og grafið þar víða og fundið ýmislegt, en þó ekk- ert sem bent gæti til bæjar- brunans. Hins vegar hefði hann fundið leifar af Safnhúsi. sem brunnið hefði, og mætti að sjálfsögðu setja það í samband við Njálsbrennu, þótt ekki sé vitað hvort það hafi brunnið í sama skipti. Þegar Matthias hætti, var rannsóknunum hvergi nærri lokið, og eru þetta raunveru- lega framhaldsrannsóknir af hans rannsóknum. Fyrir aldamót gerði Sigurð- ur Vigfússon fornleifafræðing ur ranrisóknir á Bergþórshvoij, og fann þá Bergþórshvolsskyr ið, en ekkert sem bent gat til brunans. Meðan Kristján Eldján dvald izt eystra, gróf hann gryfjur á nokkrum stöðum, og telur hann allt benda til þess að gamli bær inn hafi alltaf staðið á núver- andi bæ.iarstæði. Loks gróf Kristján 2 gryfjur um tveggja metra diúpar í bæjarhólinn um 30 metra vestan við gripa- hús, sem standa við bæinn, og neðst í þeim gröfum fann hann leifar af brunnum trjám. Einn rafturinn, sem hann fann er um 40 sm. langur, en auk þess voru ýmsir minni, svo og mol- ar úr trjáviði. Þá fann hann i gryfjunni nokkra hlóðarsteina og leifar frá rauðablæsíri. Þessi fundur er vissuiega mikill sögulegur fengur. Þótt margir, haldi því fram að Njáia sé mest megnis skáldskapur, sagði Einar Ó. Sveinsson. Eru all öruggar heimildir fyrir því, að brennan sé staðreynd og er hennar m. a. getið í Landnámu sem sennilega er rituð um 100 árum eftir brennuna, en slíkir atburðir þóttu einir þeir vof- veiflegustu í þá daga, er fólk var brennt lifandi inni. Þvæitingur af hjúpaður... Framh. af 5. síðu. um á þjóðvegum landsins. En sem kunnugt er hefur nú- verandi stjórn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðis- flokksins hér hjá okkur und- anfarið verið að afhenda ný- stofnuðum gróðafélögum einstaklinga farþegaflutn- inga með bifreiðum á lang- leiðum landsins, sem búið var að taka í hendur hins op- inbera! SVO SEGIR TÍMARIT- STJÓRINN, að þjóðnýting brezka stál- og járniðnaðar- ins sé ,,það eina, sem brezkir jafnaðarmenn hafi gert í þjóðnýtingaráttina, er gangi lengra en einkarekstursmenn hafi gert annars st.aðar“!! Og heldur, að hann geti talið mönnum trú um að Attlee og flokksmenn hans séu bara Framsóknarmenn eins og hann sjálfur og hans líkar! AuglýsiS í Alþýðublaðinu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.