Alþýðublaðið - 27.09.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.09.1950, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐEÐ Miðvikudagur 27. sept. 1950. LEIÐRÉTTING. Því miður hefur orðið línu- brengl í kvæði Leifs Leirs í blaðinu í gær. Er það sjöunda vísan, sem á að vera svona: Sefur þú sæl, er Silfurkarti sá, er ást þína unga ginnti, iðar kambi við öfugkjöftu í sama þanglundi og sáust þið fyrst . . . FEGRUNARSAMKEPPNIN Eramhald. Ilún. Ekkert. . . Svona, láttu ekki svona. Þú getur kysst hana Gerðu. Þú klappaðir ekki svo lítið fyrir henni, þegar hún fékk verðlaunin. Það er nú líka einhver munur, að vera kjörin fegurðardrottning sveitarinnar. . . . Já, og verða kannski alls- herjarfegurðardrottning. Hver veit. Hann. Láttu nú ekki svona. Þú veizt, að ég er ekki minnstu vitund skotinn í henni Gerðu . . Hún|. Nei. það heitir ekki. Augun ætluðu alveg út úr hol- unum, þegar þú gláptir upp á sviðið. . . Ég fylgdist með þér, karlinn . . . Harmonikkuleikurinn sterk- ari. Síðan skyndilega F. O. og þagnarlaust yfir í næsta at- riði. jarpa hans Kára fá fyrstu verð- laun. Þetta er bæði bógalaust og lendalaust afstyrmi. . . Og ég hefði gaman af að sjá hann taka sprettinn á móti honum Sörla mínum . . . 2. bóndi. Já, segðu það. . . . Eða að láta kolóttu kvíguna hans Halls í Hvammi fá fyrstu verðlaunin. . . ,Ég hef aldrei heyrt getið um neitt sérstakt mannsbragð af kúakyninu í Hvammi. Ég veit ekki betur en beljurnar þar hafi verið hálf- gerðar stritlur, bara rétt eins og mínar. . . . 1. bóndi. Já, og ég endurtek það, að mér þætti gaman að sjá þann jarpa taka sprettinn á móti honum Sörla mínum. Enda kom Kári ekki ríðandi á gæð- ingnum. Nei, hann hnýtti hon- um aftan í j.eppann báðar leið- ir, eða ekki sá ég betur . , . Heyrðu, fáðu þér einn í við- bót, vinurinn. 2. bóndi. Ah . . . þakka þér fyrir. Já, og ég segi bara það, að ef það á eingöngu að fara að dæma kýrnar eftir því hvernig þær eru . . . ha. . . . já, hvernig þær eru snyrtar, ja, þá fer nú skörin að færast upp í bekk- ínn. Ætli maður verði ekki að mæta með þær púðraðar og mál aðar næst . . já, og með lakk- aðar klaufir . . . ha . .*. ha . . . ha . . . Skál, vinur . . . Ætli sú kolótta hafi ekki lært tízk una af ráðskonunni hans Halls . . . þessari að sunnan, ha. . . 1. bóndi. Það segirðu satt . . . Og svo var líka af henni ilmur, ha, ha . . . Nei, en svo ég víki aftur að þeim jarpa . . .Ég gef nú ekki mikið fyrir það, þótt hann sé sagður kominn út af Nasa frá Skarði . . . Það hefur alltaf verið mesta lauslætisætt. F. O. Harmonikkuleikur, fyrst all- sterkur, en síðan sem úr fjarska. Hún. Nei. . . nei . . . ég kyssi þig ekkert . . . Hann. Hvað er þetta? Hvers- vegna læturðu svona allt í einu? Hvað hef ég gert þér. . . . Ekkaþrungin kvenmannsgrát ur, heldur frekjulegur. Síðan fótatak. Hallur. Nú, þú ert þá komin heim, Lolly . . . Hvers vegna varst þú ekki-á dansleiknum . . Og hvað er að heyra þetta . . . Ertu að skæla, kvenmaður . . . Hvað gengur eiginlega á? Lolly. (Milli gráthviðanna). O, þú vsizt það . . . Eins og það . . . það sé ekki ko-komið um alla sveitina. Hallur. Nú . . . hvað kom fyr ir þig, manneskja? LoIIy. Oh, je min a-a-almátt ugur. . . Þsssi bölvuð dó-dóm- arskepna . . . Hallur. Nú . . . hvað var með hann? Hvað gerði hann þér? Lolly. Hann hefur eyðilagt allt mitt lí-líf. Ég ge-get hvergi iátið sjá mig fra-framar. . . Ég bara dre-drep mig. Svei mé-mér þá . . . Hallur. Hvað er að heyra þetta, Lolly mín. Á miðjum slætti . . . Nei, þú verður að bera þig að hjara til haustsins. Lolly. Ska-skammastu þín. Þú hugsar um ekkert ne-nema sjálfan þig. Hvernig he-held- urðu að ég ge-geti lifað það af, að óuppdregin sveitastelpa sku- skuli hafa verið tekin fram yf- ir mig . . . Og hú-hún var ekki einu sinni pú-púðruð . . . Hallur. (Hlær við). Nú, var það ekki annað en þetta, sem þú ert að skæla út af. Lolly. Ba-bara þetta, segirðu. . . . Er það kannski ekki nóg? Hallur. Satt bezt að segja, þá finnst mér langt frá því að það sé þess vert að vera með skæl- ur þess vegiía. Sennilega hefur þessi dómari heldur ekkert vit haft á kvenfólki. Lolly. (Hressari). Hvers- vegna. Sennilega hefur þessi dómari heldur ekkert vit haft á kvenfólki. Lolly. (Hressari). Hvers- vegna segirðu það. . . Þú segir þetta bara til þess að hugga mig. Er ég kannski ekki ljót? Framhald. F r ank Yerby ____ HEITAR ÁSTRÍDUR þeirri baráttu er sá fyrirfram dæmdur til ósigurs, sem lætur ofnæma samvizku ráða ákvörð- unum sínum!“ Laird starði á þennan fölleita ungling, og glettnin skein úr augum hans. ,,En slíkt hlutverk getur engin liðleskja leyst af hendi. Til þess þarf dirfsku og karl- mennsku, Laird. Það.þarf stál- taugar, skarprar hugsunar, samfara kaldri, rólegri vfirveg- un. Öllum þessum eiginleikum ert þú gæddur, Laird. Þú sérð, að þetta er einmitt veglegt hlutverk og mikilsvert. Þú sérð hvílíkt gagn þú gætir unnið ætt þinni og sjálfum þér, ef þú tækist það á hendur. Hvílíkt gagn þú gætir unnið Suðurríkj- unum!“ Laird leyndi glettni sinni og setti upp áhyggjusvip. Lét sem hann væri á báðum áttum og ætti í stríði hið inni-a með sér. Ég hefði átt að gerast leikari, hugsaði hann og skemmti sér prýðilega. Hugh lét blekkjast og sló út trompinu. ,,Og svo er það frænka- mín, hún Sabrína litla! “ mælti hann. „Ég efast ekki um, að tilfinn- ingar þínar gagnvart henni séu einlægar. En hverju vilt þú fórna ást hennar? Kemur þér til hugar, að hún myndi giftast manni, sem fylgir norð- urríkjamönnum að málum, -— jafnvel þótt sá maður kunni að vera afbragð annarra að karl- mennsku og glæsileik eins og þú? Sabrína er suðurríkjakona, herra minn, og kynbornar dæt- ur hinnar fornu landnemakyn- slóðar eru hvorki minna stolti né staðfestu gæddar heldur en eynirnir. íhugaðu hvílíkum breytingum það hlyti að valda varðandi afstöðu hennar og til- finningar, ef hún yrði þess á- skynja, að þú tækist á hendur þetta mikilsverða en hættu- tega hlutverk vegna okkar allra! Hverju svarar þú, Laird ________?“ Laird reis á fætur og rétti úr sér. Ilann leit til Hugh, ofboð rólega, og brosti. „Ég svara því einu til,“ mælti hann og rómur hans var einkar hlýr og vingjarnlegur, „að ef þú værir ekki náfrændi Sab- rínu, þá myndi ég lemja líftór- Lina úr skrokknum á þér!“ „Hvað segirðu!“ mælti Hugh, hvellt og snöggt. „Ég sagði,“ endurtók Laird iafn vingjarnlega og áður, ,,að ef þú værir ekki náfrændi Sa- brínu, þá myndi ég---------“ En Hugh Duncan greip fram í fyrir honum með hvellum hlátri. „Þú hefur leikið á mig!“ hrópaði hann. „Þú hefur ginnt mig eins og þurs, Laird! Þú lætur mig vaða elginn, unz ég hef tjáð þér mínar leyndustu hugrenningar. Gott og vel, — ég sltal minnast þess og ekki láta það her.da mig oftar að vanmeta vopnfimi þína! Það er aðeins eitt, sem ég á ósagt —“ ;,Og það er?“ spurði Laird. (,Þú ættir að spara þér það ómak framvegis, s.ð leita funda Sabrínu. Héoan í frá eru þér allar leiðir lokaðar, hvað það snertir!“ „Fer það ekki að mestu leyti eftir afstöðu hennar sjálfrar?“ spurði Laird og brá ekki ró sinni. „Má vera,“ svaraði Hugh. „Vilji föður hennar mun þó ráða þar mestu um, og hann tekur mikið tillit til þess, sem ég segi. En þess utan mundi kona af jafn göfugum ættum og Sabrína aldrei giftast land- ráðamanni — --------“ „Ég held,“ mælti Laird, vin- gjarnlega sem fyrr, „að hyggi- iegast væri að láta Sabrínu sem sjálfráðasta hvað þetta snertir. En hvað landráðum mínum við kemur, þá — — —“ Hann gekk skrefi nær Hugh; augu hans blikuðu af glettni og bros lék um varir hans. Og skyndilega þreif hann föstu taki í perlusaumskreytta vest- isboðunga Hughs, hóf hann á loft og sveiflaoi honum létti- æga yfir höfði sér nokki’a hríð. Síðan lét hann þennan grann- vaxna ungling varlega niður og brosti vingjarnlegar en nokkru sinni fyrr, um leið og iiann lauk setningunni. ,,------ ættir þú ekki að vekja máls á slíku fyrr en þú hefur strokið flekkina af þínum eigin skildi!" Hugh lagfærði vestisboðung- ana og reyndi að láta sem ekk- ert væri. „Vertu ekki að því arna, Laird!“ mælti hann. „Við skul- um láta deilu okkar niður falla.....Og meðan ég man; þú hézt því að segja mér heim- ilisfang negrans, sem kom þér til aðstoðar kvöldið góða.“ Laird brosti enn. „Það loforð skal ég efna og meira en það. Ég skal koma með þér heim til hans!11 mælti hann. „Hvenær?" „Nú þegar, ef þig lystir!“ „Allt í lagi,“ hvíslaði Hugh. „Ég kem þá boðum til ekilsins míns — •—“ Skömmu síðar tilkynnti gistihússþjónn, að vagninn biði þeirra. Laird nam staðar á úti- dyraþrepinu og virti fvrir sér hinn nýja og íburðarmikla tví- eykisvagn, sKrautleg aktygin og hina glæsilegu, gljástroknu góðfáka, sem kröfsuðu hófun- um í götuna, frísandi og iðandi af fjöri. Reistir makkarnir, hvelfdir bógarnir og tindrandi augun báru því vitni, að þessir heslar væi’u af úrvalskyni. „Morgans hest£.kyn!“ várð V honum að orði. „Hreini’æktaðir góðhestar!“ „Ég heyri að þú berð gott skynbragð á hesta,“ svaraði Hugh. „Ekki síður á menn,“ mælti Laird. „Búgarður ykkar var Iagður í rústir og ekrui’nar eyðilagðar af eldi. Þú hlýtur að hafa fólgið fjársjóði ykkar í jörðu áður en það gerðist, og það hljóta meira að segja að hafa verið digrir fjársjóðir. Slíkur ökubúnaður og hestar kosta skildinginn sinn.“ Hugh brosti. „Já, það kostaði skildinginn sinn. Og þsð eru norðurríkja- menn, sem borga þann brúsa. Það sakar ekki, þótt maður búi sig undir væntanleg átök.“ „Og aðferðin, sem þú beitir til þess?“ „Við skulum láta aðferðina liggja á milli hluta. Þegar allt kemur til alls, er það árangur- inn, sem mestu máli skiptir!“ Enn varð Laird litið á þenn- an grannvaxna ungling. Hann brosfi. „Og árangurinn varð sá, að þú varðst auðugri eftir en áður. Hugh Duncan, ef mér skjátl- ast ekki?“ „Já, stórum auðugri,“ svar- aði Hugh næsta rólega. „Og enn ríkari verð ég áður cn lík- ur.“ „Ég efast ekki um það “ varð Laird að orði. „Ég fæ bara ekki skilið hvaða hag repúblikanar sjá sér í því, að láta þig hafa fé til kaupa á gæðingum og skrautvagni.“ Hugh tók einn þessara löngu, brúnu vindla' úr svínsleðurs- hylkinu og kveikti í. Tóbaks- ilmurinn lék um vit Lairds, heitur og ljúfur. ,,Þeir veita mér aðeins ó- beina c.ðstoð,“ svaraði Hugh. „Gangi mér allt að óskum, get- ur farið svo, að ég eigi minn þátt í úrslitum styrjaldar, sém engu verður um spáð. En þó því að eins, að mér gangi allt að óskum. Hver veit nema það borgi sig að vera mér heldur innan handar en hitt. En nú skulum við fella niður allt tal um sjálfan nng. Hvað hefur þú haft fyrir stafni síðan þú komst?“ ,,Ekkert,“ svaraði Laird. „Alls ekkert.“ „Ég öfunda þig. Ég hef verið önnum kafinn hvei’ja stund. Annríki, anníki, annríki. Þú getur ekki gert þér í hugar- iund hve þreyttur ég er orðinn á þessu öllu saman.“ „Yeldur Bienvue búgai’ður- inn þér örðugleikum? Ég að- varaði þig, minnztu þess.“ „Nei, — þótt furðulegt megi teljast, þá virðist allt ætla að ganga sæmilega hvað búgarð- inn snertir. Við flytjum þang- að eftir viku eða hálfan mánuð, þegar nauðsynlegri viðgerð ! á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.