Alþýðublaðið - 10.10.1950, Blaðsíða 4
ALfc>Ýf)UBLAÐIÐ
Þriðjudagur 10. október 1950
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Var komið við kaun!
TÍMINN hefur stokkið upp
á nef sér vegna greinar Alþýðu
blaðsins, þar sem rætt vár um
aðstoðina við bændur á óþurrka
svæðinu í sumar og hvernig
það mál er í pottinn búið af
hálfu ríkisstjórnarinnar. Fjall-
ar forustugrein Tímans á
sunnudaginn um þetta mál,
þótt undir rós sé: en einnig
er það gert að umræðuefni á
óvenjulega sóðaiegan hátt á
öðrum stað í blaðinu.
Alþýðublaðið vill í þessu
sambandi endurtaka það, sem
áður hefur verið fram tekið,
að engum dettur í hug að telja
eftir hjálp til bágstaddra
bænda. En vinnubrögð ríkis-
stjórnarinnar í þessu m'áli ná
engri átt. Hún velur tvo menn
til að athuga hag og afkornu
bænda á óþurrkasvæðinu íyrir
norðan land og austan, og fyr-
ir valinu verða tveir af fram-
bjóðendum Framsókanrflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins í
einu af hlutaðeigandi héniðum
og einmitt því kjördæminu, sem
harðast er um keppt í þessum
landshlutum. Niðurstaða tví-
menninganna verður svo sú, að
kjördæmi þeirra þarfnist mestr
ar hjálpar, þótt það sé einna
fámennast. Og svo gefur ríkis
stjórnin út bráðabirgðalög um
aðstoð þessa nokkrum dögum
áður en alþingi kemur saman
til funda. Auk þessa er auðvelt
að færa rök að því, að aðrar
stéttir þjoðfélagsins þurfa
ekki síður opinberrar hjálpar
við en sumir bændur á óþurrka
svæðinu, en ríkisstjórnin læt-
ur sem hún viti ekkert af erfið
leikum þeirra, þótt hún rjúki
upp til handa og fóta, þegar
bændur eru annars vegar, og
stofni jafnframt til pólitísks
happdrættis fyrir tvo gæðinga
sína — og auðvitað borgar
ríkissjóður brúsann.
❖
Málfultningurinn í forstu-
grein Tímans er ekki upp
marga fiska. Þar er ekki vikið
einu orði að því hneyksli, að
Ámi G. Eylands og Páll Zóp-
hóníasson, keppendumir um
þingmennskuna fyrir Norðmýl
inga, skuli valdir til þess að
vera ríkisstjórninni til ráðu-
neytis úm þetta mál og tryggja
kjördæmi sínu stærstan
skammtinn, og engin skýring
gefin á því, hvers vegna svo
mikið lá á að gefa varð úr bráða
birgðalng nokkrum dögum áð-
ur en albingi settist á rökstóla.
Þar er hins vegar rætt fram
og aftur um bað, sem greinar
höfundur kalor hina andleeu
hlið þessarar viðleitni og sagt,
að bændur finni, að þeir séu
þó metnir svo míkils, að á mál
beirra sé btið os viðleitni höfð
til að -rétta hlut þeirra
rétt eins og aldrei hafi ver-
ið eftir þeim munað af al
þingi og stiómarvöldum lands-
ins, og ekkert verið fyrir
þá gert! Og svo er auðvit-
að lögð áherzla á að rægja þá,
sem hreyfa andmælum gegn
íyrirkomulagsatriðum og hlut-
drægni aðstoðar þessar. Tfm-
inn þorir raunar ekki að koma
hreinlega til dyránna í bessu
sambandi. Hann segir, að eftir
töluhreimur vegna aðstoðarinn
ar við bændur héyrist á götum
Reýkjávíkúr og káffihúsum, og
revnir þannig að læða því inn
hjá bændum, að gagnrýneiidur
málsins séu ómerkir slæpingj-
ar. Og síðar kemst hann svo
smekklega að orði, að rægi-
blcðrur noti erfiðleika bænda
til að vekja tortryggni og óvild
milli alþýðustétta landsins í
sveitum og við sjó. En það er
nú samt ríkisstjórnin, sem vek
ur þessa tortjryggni og óvild
með því að mismuna stéttum
þjóðfélagsins svo áberandi,
sem hér er gert — og meira
að segja líka bændunum á ó-
þurrkasvæðinu. Það. er því
rannarlega verr farið en heima
setið, þegar Tíminn er að
reyna að klóra í bakkann.
Sóðinn, sem, skrifar Baðstofu
hjal Tímans, kann sér þó enn
síður hóf, því að hann kallar
bað óþverra, að Alþýðublaðið
skuli gefa í skyn, að sjómenn,
sem komi slvppir og snauðir af
síld, eigi engu síður heimtingu
á hjálp úr ríkissjóði og sama
gildi um iðnaðarmenn. En ’Al-
þýðublaðið stendur viö allt,
sem það hefur um þetta sagt.
Ríkisstjórnin lætur sem hún
viti ekki af því, að sjómenn
þjóðfélagsstéttunum og taka
upp varhugaverð vinnubrögð.
Hitt ræðir Tíminn heldur
ekki af neinni alvöru, að erf-
iðleikar bænda norðan lands og
austan í sumar stafa af því, að
Jandbúnaður þar stendur á
lægra stigi en í öðrum lands-
hlutum ög að Ár-ní G. Eyíands
og Páll Zóphóníasson hafa ber
íýpilega lagt meiri áherzlu á
kapphlaupið um þingmennsk-
una en að hlutast til um raun-
hæfar búnaðarframfarir í kjör
dæmi sínu.
Enginn sænskur
ráðunajitur við
þjóðleikhúsið.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti á
sunnudaginn í dálkinum „Okk-
ar á milli sagt“ fréttaklausu
eftir sænska blaðinu Stock-
holmstidningen, þar sem segir
frá því, að Svíinn Per-Thorsten
Hammarén hefði verið ráðinn
fulltrúi og bókmenntalegur
ráðunautur við þjóðleikhúsið.
Út af þessari frétt í Stock
holmstidningen lrefur Guðlaug
ur Rósinkranz, þjóðleikhúss-
stjóri, beðið blaðið að geta þess,
að maður þessi sé umboðsmað-
ur fyrir - allmarga sænska og
erlenda leikritahöfunda eða eig
endur höfundarréttar, og hafi
komið hingað til lands til að
ræða við þióðleikhúsið um
koma heim hundruðum saman flutning leikrita þeirra, en sé
slyppir og snauðir af sjöttu að öðru leyti ekkert á vegum
ríldarleysisvertíðinni í röð. Hún leikhússins.
Ármann HalIdórssSh slíolasÍjlríhim gágnlrsejðá-
skólana, fræð-sluiögin og kemiarana.
FRÁ ÁRMANNI HALL- ásökun í garð kennaranna,
DÓRSSYNI skólastjóra hefur! enda væri það út í hött, þar
mér borizt eftirfarandi bréf sem elcki er til í landinu nein
skrifað 6. þ. m.: „í dálkum þín- j stofnun, sem annast slíka und-
um birtast stundum hugleiðing- J irbúningsmcnntun Tyrir fram-
ar um skólamál samdar af litl-’ haldsskólakennara.
um kumiuleika, enn minni í-1 krÖFUR fræðslulaganna eru
grundun og þó minnsíri Vel- j þessum efnum í aðalatriðum
vild. í gær birtir þú m. a. bréf þær> ag kennarinn hafi annað-
umþessiefni. Væriþörf áaðleið hyort lokið stúdentsprófi eða
rétta ýmislegt, sem þar er sagt. jíennaraprófi 0g hafi auk þess
Talað er um lélegan árangur und stundað framhaldsnám (há-
anfarið í landsprófi í' gagnfræoa gkólanám) í kennslugreinum
skólum bæjarins og látio í það sjnum Gg ank þess nám í .upp-
skína að því sé um að kenna, að ^jújg^ 0g kennslufræðum á-
margir barnakennarar hafi ráð- samt að hafa tekið þátt í
izt íil kennslu undir það próf. jtennsjucéfjngum undir leiðsögn
(Á prófárangur legg ég engan rey11(fra kennara. í fræðslulög-
honum ekki svo unum er gert ráð fyrir kennsiu-
dóm. Ég er
kunnugur.)
gefur því heldur engan gaum,
að atvinnuleysisvofan hefur
þegar haldið innreið sína í kaup
staði landsins og kauptún. En
begar heyskapur bregzt austur
í Norður-Múlasýslu eru þing-
maður kjördæmisins og fallinn
íhaldsframbjóðandi gerðir út
af örkinni með ríflega f járfúlgu
upp á vasann. Og ekki nóg
með það: Tíminn kemst í sinn
versta ham, þegar á það er
bent, að þetta sé að mismuna
Þá hefur hr. Hammaréri átt
tal við blaðið í tilefni af þess-
ari fregn, og látið þess getið,
að hún geti ekki af öðru staf-
að en missögn fréttaritara,, er
átti tal við hann. Kveðst
Hammarén hafa komið hingað
vegna réttindasamninga við
þjóðleikhúsið og segist munu
dvelja hér nokkuð lengi þeirra
erinda, en hvorki hafa fast
starf né stöðu við nefnda stofn
un.
GAGNFRÆÐADEILDIR tóku
fyrst til starfa við barnaskólana
haustið 1948. Af nemendum
þeirra eru því engir ltomnir til
landspórfs enn. Og það er við
þessar deildir, sem barnakenn-
arar hafa einkum ráðizt til
kennslu. Og hlutverk gagn-
fræðaskóla er miklu víðtækara
en að búa nemendur undir
landsprófi.
í BRÉFI ÞESSU ER .einn-
ig að mínum skilningi mjög
rangtúlkuð samþykkt fræðslu-
ráðs um ráðningu námsstjóra
fyrir gagnfræðaskólana. Ég V£ir
að vísu ekki aðili að þeirri sam-
þykkt, en ég átti sæti á fund-
um þar sem hún var rædd. Þar
er á það bent, að fjölmargir
kennarar skólanna hafi ekki
hlotið þá undirbúningsmennt-
un, sem fræðslulögin gera ráð
fyrir. Ég skildi þetta ekki sem
Bústaðavegshmin.
SÚ HUGMYND, sem liggur að,
baki byggingaframkvæmdum
Reykjavíkurbæjar við Bú-
staðaveg, var mjög tímabær
og viðleitni í rétta átt. Það
átti að hjálpa efnalitlu fólki
til þess að eignast þak yfir
höfuðið.
Sjálfstæðisflokkurinn bás-
únaði mjög þessar fram-
kvæmdir fyrir síðustu bæjar-
. stjórnarkosningar, og myndir
voru óspart birtar af hinu
fyrirhugaða hverfi í hinni
víðfrægu „bláu bók'*. Al-
menningur trúði þessu þó
varlega af fenginni reynslu
á byggíngaframkvæmdum
bæjarstjórnarmeirihlutans.
En reynslan með Lönguhlíð-
arhúsin og Skúlagötuhúsin,
þar sem bæjarstjórnin stóð í
broddi fylkingar um okur á
húsaleigu og húsasölu, hvíldi
?em þungur skuggi og mara á
hinum nýju hugmyndum
Sjá'fstæðisflokksins í hús-
næðismálum.
MEÐ BYGGINGU þessara
húsa skuldbindur bærinn sig-
til að lána væntanlegum hús-
eiganda húsið fokhelt og múr-
húðað að utan, með miðstöð,
til 50 ára með jöfnum mán-
aðargreiðslum. Ákveðið fram-
lag (25 þús. fyrir þriggja og
15 þús. fyrir tveggja her-
bergja íbúðir) skal húseig-
andinn greiða sem nokkurs
konar tryggingu fyrir því að
geta innréttað íbúðina, a. m.
k. að mestu.
Allt þetta lítur vel út á
pappírnum. En skuldbinding-
ar bæjarins hafa komið hon-
um í sjálfheldu. Nú er svo
komið, að beir af væntan-
legum íbúðaeigendum, sem
ekki geta ,,lánað“ bænum
miðstöð og vatnsrör, eru þeg-
ar stöðvaðir. M. ö. o.: þeir,
sem ekki geta tekið á sig hluta
af skuldbindingum bæjarins
og eiga ckki ,,kunningja“,
sem eiga eða geta útvegað
efni, — hiá beim stöðvast
allar framkvæmdir.
HÉR í BLAÐINU hefur þrá-
faldlega verið óskað eftir
upplýsingum frá borgarstjóra
um, hvort hugmyndin sé að
láta hina 100 væntanlegu
húseigendur byrja að greiða
afborganir sínar 1. janúar
1951, þótt fyrirsjáanlegt sé,
að jafnvel ekki verði byrjaðar
framkvæmdir á meginþorra
íbúðanna fyrir þennan tíma.
En borgarstjóra hefur , orðið
svarafátt. Hér er þó um veiga-
mikið
getur
atriði að ræða, sem
haft úrslitaþýðingu:
stofnun í uppeldisfræðum við
háskólann og auk þess æfinga-
og tilraunaskóla. Hvorug þess-
ara stofnana hefur enn tekið til
starfa, en þ.eim var ætlað að hafa
með höndum að búa gagnfræða
skólakennarar undir starf sitt.
ÉG LAGÐI þann skilning í
samþykkt fræðsluráðsins, að
vegna þess m. a. að hin eigin-
Isga kennaramenntun (uþpeld-
is- og kennslufræðanám ásamt
kennsluæfingum) hafi orðið að
sitja á hakanum, teldi úáðið
þörf á að ráða uppeldisfróðan
mann til leiðbeininga 1 fyrir
nefnda skóla. Annars voru önn-
ur og enn veigameiri rök færð
fyrir ráðningu námsstjóra í
samþykktinni. Ráðið var áreið-
anlega ekki að kallsa til þeirra
kennara, sem það hefur sjálft
mælt með, að ráðnir yrðu. Það
hefur valið þá menn, sem bezt-
ir hafa boðizt að þess áliti.
EN VEGNA þeirra skilyrða,
sem eru fyrir hendi í landinu,
eða öllu heldur vegna skorts á
skilyrðum, hafa framhaldsskóla
kennarar ekki getað búið sig
undir starf sitt á þann veg, sem
löggjafinn lengur æskilegt. Um
þetta er ekki að sakast við
kennarana sjálfa. — Annars
það nefnilega, hvort þetta | geta menn verið á ýmsu máli
efnalitla fólk á að greiða
húsaleigu á tveim stöðum. Þá
myndi það vafalaust verð'a að
hætta við Bústaðavegshúsin,
því flestir munu hafa átt
nógu erfitt með einn stað.
um það, hvort heppilegra sé, að
gagnfræðaskólakennari hafi
stundað háskólanám í kennslu-
greinum sínum, en skorti hins
vegar eiginlega kennaramennt-
un og kennarareynslu eða hann
hafi kennaraskólanám og hafi
NÚ ER BEZTI.TÍMI bygginga- [ orðið mikla reynslu í kennslu-
framkvæmda um garð geng- starfi.
inn og veturinn gengur í garð;
en til þess að létta þeim störf-
in, sem að afloknum vinnu-
degi viidu reyna að vinna við
íbúðir sínar, eru engin götu-
ljós í hverfinu; en allar götur
eru þó sundur grafnar fyrir
væntanlegum skolp’eiðslum.
Það er heppni, en ekki fram-
kvæmdaraðilum að þakka, að
þarna hefur ekki þegar hlot-
izt stórslys.
UM ÝMIS ÖNNUR fram-
kvæmdaratriði er ekki tíma-
bært að ræða, en næstu mán-
uðir munu leiða í ljós þá þró-
un þessara mála, sem margir
óttuðust. Og ósjálfrátt líta'
menn í „bláu bókina“ og
verður tíðrætt um hvort
þetta sé sú hiii mikla hjálp
bæjarstjórnarmeirihlutans við
húsnæðis'leysingjanna.
ÉG FYRIR MITT LEYTI tel,
að reyndir og góðir barnakenn-
arar séu meðal hinna ákjósan-
legustu starfskrafta, sem völ er
á nú, hina fyrstu vetur gagn-
fræðastigsins, enda hafa þeir
langmesta kynningu af þeim
aldursflokki, sem sækir fyrsta
bekk gagnfræðaskólanna. Hann
hefur fram undir þetta heyrt
barnaskólunum til. Ég tel því
mjög skynsamlega ráðið, að ieit
að hefur verið til allmargra
barnakennara um að fylgja
þessum flokki áfram. — Því er
og svo farið, að varhugavert er
að dæma hæfni kennara ein-
göngu eftir prófum hans og hve
langt skólanám hann hafi stund
að. Allra mestu máli skiptir í
kennarastarfi, að það sé stund-
að af alúð og rækt sé við það
lögð.“