Alþýðublaðið - 10.10.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.10.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐÍÖ Þriðjudagur 10. október 1950 Frank Yerby HEITAR ASTRIDUR ÖiTiO^ iL—aLá.. T.R’jscj .rnunu'ioi' i -ibv íÍIó'Í BJARGEÁÐ BJARGRÁÐ- ANNA ER FUNBIÐ. ; Um fátt er nu talað meira 'en ! gjaldcGrisskort, ' inriííutn- ingsorðugleika, eymd og vol- æði. Þeir eru og til, sem eitt- hvað eru að minnast á óstjórn, flokkaríg og sitthvað annað sem þeir álíta þjóðinni til vafa samra -hagsbóta, en það er nú orðum aukið. Jú, það er satt, við eigum vi.ð dálitla örðugleika að etja, og þó einkum á viðskiptasvið- jnu. En það ber ekki á öðru en við kunnum þteim örðugleik- um mæta vel. Að minnsta kosti verður ekki séð, að við kærum okkur um að losna við þá. Sönnunin er nefnilega sú, að við eigum völ á ráði, einkar handrægu og að því er bezt vsrður séð, öldungis öruggu ráði til þess að losna við þessi vandræði. Okkar fagra land flóir nefni Iega út í vatni; og- það ekki neinu meðal vatni, því að það er nú einu sinni til svona, að ekki stendur alveg á sama hver vætan er. Okkar vatn er hið bezta í heimi, miðað við fólksfjcjlda, að minnsta kosti. En hver vill kaupa vatn til drykkjar óþj'rstur, jafnvel þótt það sé bezta og heilnæm- asta vatn í heimi? Hver vill yf þótt hann fái það gefins, svo irleitt drekka vatn, jafnvel fremi sem hann á völ ein- hverra annarra drykkja? Enginn . . . En, — ef við setjum eitt- hvað saman við það. Eitthvað, sem dregur að vísu ef til vill eitthvað úr heilnæmi þess, — já, þá gæti gegnt öðru máli. Þá gæti farið svo, að vort vatn yrði metsöluvara á héimsmark aðinum. Gæti farið svo . . Þá færi svo. Ef við breyltum því í sæmilega áfengan bjór, og auglýstum um leið, að hann væri gerður úr heilnæmasta vatni í heimi, — miðað við fólksfjölda, — og það væri einmitt drykkurinn sem allar voru frægustu íþrótt.astjörnur svöluðu sér á, áður en þær setja metin, þé yrði engum blöðum um það að fletta. En til þess að eitthvað vetu lega munaði um betta, og til þess, að við gætum svarað efí irspurninni, mætti þetta ekki vera nein fjóshaugsbruggun. Nei. ekki aldeilis. ... Við yrðum að taka verkfræð inga vora til ráða. Og þeir yrðu að hlaða eða steypa.eina reginstíflu við ósa Sogsins, þar sem Þingvallasveitin er lægst, veita síðan nokkrum stórám inn í dalinn, og þar myndi þá verða einn stór og mlyndarleg- ur ölheituketill. Að vísú yrði þá ekki hjá því komizt, að Þing- vellir, Lögberg og allt það færi í kaf, en h'Vað spyr þjóðar- heill að slíkum smámunumi Auk þess. mundr' ketiI4; tþpssi; skjótt verða svo hein>ptrp-‘gur,‘ að hann drægi til sín fieiri túrista heldur en þingstaður- inn. Þegar allt kemur til alls eigum við líka annan þingstað að sýna útlendingum, og ekk- ert vita þeir um sóma hans eða ósóma. Síðan, eða öllu beldur áður, yrði að bora eftir neðanjarðarvolgru til þess að hita upp í katlinum, og hún ætti einmitt að vera þarna nær tæk. Úr katlinum yrðu síðan lagðar pípur, miklar og víðar, fram á hafnarbakkann í höfuð staðnum, þannig, að þar mætti fylla tankskip á nokkrum klukkustundum. Ýmissa hluta vegna yrði kannski heppileg- ast að fela góðtemplurum eftir lit með leiðslunni, — svo og af- töppuninni í skipin. Getið þið gert ykkur í hug- arlund allar milljónirnar, sem streyma myndu inn í landið í alls konar erlendum gjaldeyri? Hann mundi áreiðanlega nema tugum trilljóna, varlega áætlað. Ekki væri heldur ólíklegt, að hafa mætti drjúgar tekjur af þessu fyrirtæki í innlendum gjaldeyri, með því að leiða æð- ar í hús víða um bæinn, frá sjálfri aðalleiðslunni, þannig að menn gætu bara skrúfað frá krananum heima hjá sér, gegn sanngjörnu olcurgjaldi. Það mundi til dæmis spara megnið af þeim gjaldeyri, sem nú fer til flöskukaupa, þar eð önnur drykkja, ítem mjólkurdrykkja, mundi með öllu afleggjast. Sjálfsagt væri að hafa marga krana í þinghúsinu, að minnsta kosti eins marga og flokkana. Og yrði einhver flokkurinn með einhverjar pólitískar brodelíur, gæti stjórnin innsiglað hans krana. . . Ætli það drægist þá lengið að hann makkaði rétt? Sjálfsagt væri að hafa krana þessa, bæði í einkahúsum og opinberum, óaðgreinda frá venjulegum vatnskrönum, svo að bindindismenn gætu tekið kranafeil. Bjargráð bjargráðanna er fundið — aðeins eftir að við berum gæfu til að hagnýta okk ur það . . . Smurt brauð og sniliur. Til í búðinni allan dag - inn. — Komið og veljið eða símið. Síld & Fiskur. 4 hennar voru stór óg spyrjanái. * „A meðan þú énn'átt frelsi að fagna?“ endúrtók hún. ,,Hvers vegna segir þú þetta, Laird?“ Laird leit í augu henni og augnaráð hans var þrungið kvöl og sársauka. „Manstu hvað ég sagði þér nóttina góðu, þegar þú veittir mér eftirför?“ spurði hann. Denísa hallaði sér að honum og greip báðum höndum um arm hans eins og hún vildi verja sig falli. „Hvenær, Laird?“ Hún greip andann á lofti. „í kvöld,“ hvislaði Laird )ágt. „Nei,“ hvíslaði hún og tók að gráta. „Nei, þú gerir það ekki, Laird.“ „Því miður kemst ég ekki hjá því.“ Laird dró við sig cvarið. „Hvers vegna kemst þú ekki hjá því? Þú elskar mig, en ekki þessa náfölu stelpurenglu.“ Laird fór allt í einu að hlæja. „Fallgei, litli telpukjáninn minn,“ varð honum að orði. „Það er ég ekki,“ svaraði hún. „Ég er ekki neinn telpu- kjáni. Og þú kvænist henni ekki, Laird.“ „Hvérs vegna ekki?“ „Gerir þú það, er þig einan að saka um það, sem fyrir mig kann að koma. Og það get ég sagt þér, að þú verður ekki öf- undsverður af þeirri ábyrgð.“ • La-rd tók um úlnliði hennar og losaði tak hennar af armi GÍnum. „Mér þykir fyrir því, sagði hann. ,,En ég á ekki annars úr- kosta.“ Denísa steig skydnilega okrefi fjær honum. „Þú átt eftir að bíta úr nál- inni með þetta,“ hrópaði hún grátandi og tók á rás í áttina að hesthúsinu. Laird stóð og horfði á eftir henni. Ég á ekki annars úrskosta, hugsaði hann. Guð veri með þér og verndi þig, geðríka, tilfinningaheita skógardísin -mín. Ég á ekki onnars úrkosta. því er nú verr og miður. . . Síðan hélt hann heim að húsinu. Þegar dimma tók, hélt Laird af stað til gistihússins. Hann var rakaður og greiddur og klæddur sínum bezta skrúða. Það var að vísu ekki neinn há- tíðarklæðnaður; á stöku stað hafði verið stoppað í brækurn- ar og treyjuna, þar sem mölur- inn hafði verið að verki, og skyrtan var eilítið tekin að gulna, en synir Suðurríkjanna voru ekki svo efnum búnir eft- ir styrjöldina, að þeir gætu leyft sér annan eins munað og ný spariföt. Hann gekk hljóð- um skrefum í myrkrinu og fikaði við gullhringinn, sem lá í vasa ' líans! Qéítai eiíbaig, sem móðir hans hafði borið sem giftingarhring. Lynne hefði átt að taka þennan hring að erfðurn, hugaðsi hann. Adlrei óraði mig fyrir því, að hann ætti eftir að prýða hönd annarrar konu en hennar. Philip herti sppriö til bess að fylgjast með honum. Hann var áhyggjufullur á svip inn. ..Er þetta ekki helzt til fljót- ráðið?“ tuldraði Philip. „Að vísu er okkur kunnugt um að bú hefur eitthvað verið á þin'g- um með þessari stúlku, en . . “ ..Nei,“ mælti Laird. „Það er síður en svo að þetta sé fljót- ráðið. Ég hef þaulhugsað mál- ið; Sabrína er ómetanlegur hlekkur í keðju fyrirætlana minna. En eins ætla ég að biðja þig, Philip. Að þú látir þér ekki koma það á óvart þótt framkoma hennar verði að ein- hverju leyti óvenjuleg. Hún er veik, en þetta kemst allt í lag, þegar hún nýtur friðarins og kyrrðarinnar heima í Plais- ance.“ „Það segir sig sjálft,“ taut- aði Philip. Máninn stráði geislademönt- um og silfursindri á gangstétt- arsteinana. Nóttin sveipaði hið liðna og hið ókomna myrkum vængjum sínum, og fjaðrir hennar voru skreyttar blik- fölvum stjörnum. Laird varð litið upp í húmdimmt himin- hvolfið. Á slíkri nótt, hugsaði hann, væri gaman að þeysa með Denísu niður með ánni, sitja við hlið' hennar á árbakk- anum og horfa á eld stjarn- anna brenna í myrkum hyljun- um. . .. Og á samri stundu varð augnatillit hans þrungið kvöl pg þjáningu vonleysisins. Hugh Duncan beið þeirra í anddyri gistihússins, fagur og tígulegur sem ungur prins. Hann bar dökkblá skartklæði, ný af nálinni og úr vanclaðasta eíni. Hann heilsaði þeim með mestu kurteisi. „Ég hef leigt hjónaherbergi í gistihúsinu fyrir þína hönd,“ sagði hann við Laird, broshýr mjög. „Á morgun stendur svo vagninn minn og hestarnir ykkur til boða, svo að þið getið þegar hafið ferðina. Tomilson, ppestur við biskupakirkjuna, hefur tekið að sér að fram- kvæma hjónavígsluna. Hann er 'þegar kominn.“ Það mátti sjá á svip Philips, að eitthvað var það við þessa ráðagerð, sem honum féll mið- ur. „Hafið þér eitthvað við þetta að athuga?“ spurði Hugh. „Við erum kaþólskrar trú- •ar,“ mælti Philip. „Það getur því ekki orðið af neinni hjóna- vígslu, nema . . .“ r. yonnntííópíó / ';r „Fyrir aila muni, vertu ekki með þessa smámunasemi-. bróðir,“ greip Laird fram í. „Það gildir einu hvort það er prestur, preláti eða gyðingleg- ur lærifaðir, sem slíka athöfn fremur.“ Philip þagnaði, en ekki a!ls kostar ánægður. Þeir gengu hljóðlega inn í stofu Hughs og þágu vín. Síðan gengu þeir inn í salinn, þar rem presturinn beið. Nokkur ctund leið. Laird hevrði ckrjáfa í silki og varð litið til dyra. Hugh gekk inn í salinn og leiddi Sabrínu sér við liönd. Hún var klædd mjallhvítum brúðarklæðum, og bak við slæðuhjúpinn sá í andlit henn- ar, fagurt eins og engils. Laird gekk til móts við þau og tók í hönd Sabrínu. Hún leit ckki á hann, fremur en hún vissi ekki af nálægð hans, en brosti þó. Presturinn ræskti '"ig- „Kæru elskendur . . .“ hóf hann máls; Laird varo litið á Sabrínu. Hún biosti enn, Hann gat ekki v-mzt bví, að þetta stöðuga bros hafði óþægileg áhrif á hann; honura þótti sem hann hefði einhvein tíma áður litið slíkt bros .... en hvar? Og nú var að því komið að svara vígsluspurningunum. Laird svaraði þeim lágum en rkýrum rómi. Síðan sneri presturinn máli sínu að Sab- rínu. En þá gerðist það, að brúð- urin lét spurningum hans ó- svarað. Hún stóð þarna frammi fyrir prestinum, starði a hann og bros lék um varir hennar. En hún þagði. Presturinn end- urtók spurningarnar og á- hyggjusvipur færðist á andlit hans. Hann mælti eins greini- lega og honum var unnt og lagði áherzlu á hvert orð. Síð- an varðþögn. Presturinn leit á brúðina. Hún brosti, en þagði sem fyrr. Presturinn leit undrandi og áhyggjufullur á Hugh Duncan. „Hvers konar heimskupör eru nú þetta?“ heyrði Laird Philip tauta fyrir aftan sig. Hugh gekk skrefi framar, afj hlið brúðarinnar, greip liehd- inni um arm hennar og kleip hana svo fast sem hann mátti. „Segðu já,“ hvíslaði hann hörkulega. Sabrína sperrti upp dökk og dimm augun. „Já,“ hvíslaði hún. Prestinum létti sýnilega. Hann hraðaði athöfninni og þerraði síðan svitaperlurnar af enni sínu. Þegar Laird tók um hendi brúðarinnar og dró giftingar-’ bauginn á fingur henni, varð hann þess var, að hönd henn- ar var helköld. Hún leit að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.