Alþýðublaðið - 11.10.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. okt. 1950.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Hið nýja ríki í Áusfur-Asíu;
SJÁLFSAGT finnst mörg-
um manninum í hinum vest-
rænu löndum, að nokkurs yfir-
lætis ogjafnvel hroka gæti í
nafni hins nýja ríkis í c$.síu,
Bandaríkja Indónésíu, cfg V;ama
verður uppi á teningnum og
sízt betra, er litið er á frímerki
þess. A þeim er mynd af Ach-
med Soekarno, fyrsta forseta
Indónesíu — og George Wds-
hington, fyrsta forseta Banda-
ríkja Norður-Ameríku. Senni-
lega ber að taka þetta sem virð-
ingarvott við Bandaríkin, enda
hefði Indónesía aldrei orðið
það, sem hún er, án stuðnings
irá þeim, en auk þess er þetta
djarfleg samlíking. Þá gæti
þetta einnig skoðazt sögulega
táknrænn samanburður, Það er
nefnilega engar ýkjur, að Soe-
karno hefur nú ekki minni
\ærkefni og vandamál að leysa
en Washington á sinni tíð, og
xnikil þörf er á traustum hand-
tökum, styrkum vilja og djörf-
um áformum til þess að ráða
fram úr þeim.
Vanda'mál Indónesíu eru
margþætt, trúarlegs og efna-
hagslegs eðlis, auk þeirra, er
snerta afstöðu hennar til ann-
arra ríkja og sambúðina við
þau,
Þetta nýja ríki er samsett úr
sextán sjálfstæðum lýðveldum
með rúmlega 70 milljónum í-
foúa alls og skorið sundur í 2000
eyjar á svæði, er í samanburði
við Evrópu mundi ná frá
JMjörvasundi til norðurodda
Noregs og frá írlandi til Kas-
foíahafs. Stærst er lýðveldið
Indónesía, en aðalhluti þess er
eyjan Java, sem er auðugust
og þéttbyggðust a’.lra eyjanna,
með um 300 íbúa á hvern kíló-
metra. Frá þessu ríki komu
flestir helztu menn þjóðernis-
hreyfingarinnar, eins og Soe-
karno og Hatta, og fyrir þær
sakir verða ráð þess enn meiri
í bandaríkjunum. Það er því
nauðsynlegt að greina vel á
milli Bandaríkja Indónesíu og
lýðveldisins Indónesíu, þar eð
bæði eru í daglegu tali nefnd
sama nafni.
Nú er þrjú hundruð ára ný-
lendustjórn lokið á þessum eyj-
um. Eftir tveggja og hálfs mán-
aðar samningatilraunir í Haag
undir umsjá sameinuðu þjóð-
anna var 2. nóvember 1949
„fcundinn endi á deilu,
vandamál leyst, þjóðfélag
myndað og ríki stofnsett“, eins
og Belgíumaðurinn Raymond
Herremans komst að orði, er
samkomulagið var undirritað,
en hann var formaður þeirrar
nefndar, sem sameinuðu þjóð-
irnar skipuðu til að reyna að
koma á samkomulagi. Meinið
hafði verið það, allt frá styrj-
aldarlokum, hve þeir, sem af
Hollands hálfu áttu um málið
að fjalla, voru íhaldssamir og
þjóðernissinnaðir og tregir til
að efna það loforð, er Wilhelm-
ína drottning gaf Indónesíu-
mönnum skömmu eftir að Jap-
anir hernámu eyjarnar 1942,
að þeir skyldu fá fullt frelsi að
styrjöld lokinni.
Þrátt fyrir þennan boðskap
drottningarinnar rak neíndin,
sem skipuð var í Hollandi til
varðveizlu þjóðarheildarinnar,
háværan og tiifinningasjúkan
úróður gegn sjálfstæði Indó-
nesíu, en kjarna þess áróðurs
var sundurbrotin konungskó-
róna látin tákna á ái | lurs-
spjöldunum. Hvað eftir annað
; litnaði upp úr samkomulags-
tilraunúm á árunum eftir stríð-
ið fyrir það eitt,, að þessir hol-,
lénzkú'" 'þjóðórhiSsinnar þver-:
neituðu að eiga nokkuð saman.
að sælda vig annah eins kvis-
iing og Soekarno. Slíkur áróð-
ur var rekinn > Hollandi, enda
þótt Indónesíumenn' stæðu sem
einn- maður að baki Soekarno
og viðurkenndu réttmæta
framkomu hans á hernámsár-
unum. En hún var sú, að Soe-
karno og Hatta unnu með Jap-
önum til þes að standa vörð
um hagsmuni Indónesíu, en
tveir forustumenn jafnaðar-
mannaflokksins, Siahrir og
Starífoedin, stjórnuðu Ieyni-
hreyfingunni gegn Japönum.
Hin ágæta samvinna þessara
fjögurra manna á ’ stríðsárun-
um og eftir þau ætti að sýna
það ljóslega, hvar fiskur lá
undir steini, og hvað sem Ev-
rópumenn hyggja um slíkar
baráttuaðferðir, verða þeir þó
að taka tillit tli þess, að Indó-
nesíumenn hafa á þeim sínar
sérstöku skoðanir.
Ho'ilenzki jafnaðarmanna-
flokkurinn hefur alltaf viljað
etuðla að .frelsi Indónesíu-
manna. Var því lýst yfir svó að
ekki verður um villzt í stefnu-
skrá flokksins 1930. Samvinnan
hefur verið góg með jafnaðar-
mannaflokkunum í Indónesíu
og Hollandi, enda þótt indónes-
íski flokkurinn væri hálfpart-
inn ólöglegur fyrri stríð. Þann-
ig sat Sjahrir 10 ár í fangabúð-
um Hollendinga vegna aískipta
sinna af stjómmálum, og það
var tvímælalaust að þakka for-
sætisráðherra Hollands, jáfnað-
armanninum Schermerhom, að
einmitt hann skyldi fá að mæta
sem forsætisráðherra Indónesíu
til samningaumleitana við
Holland árið 1945 án allra
athugasemda. Eftir stjórnar-
skiptin í maí 1946 hófust átök-
in fyrri alvöru og Hollending-
ar tóku að beita hen/aldi í
Indónesíu. Lauk þeim svo að
lokum fyrir afskipti samein-
uðu þjóðanna. En nú viður-
kenna allir, hversu starf jafn-
aðarmanna hefur verið mikils
virði fyrir heillavænleg sam-
skipti Hollands og Indónesíu.
Samkomulagið milli Hol-
lands og Bandaríkja Indónesíu
er í þremur atriðum. I fyrsta
lagi á Holland að afhenda
Bandaríkjum Indónesíu skil-
yrðislaust og óafturkallanlega
algeran yfirráðarétt yfir indó-
nesíska eyjasv'æðinu og viður-
kenna þau sem fjálst og full-
valda ríki. Valdaafsal Hollands
ckyldi í síðasta lagi fara fram
H0. desember 1949, en þó geta
Bandaríki Indónesíu . fallizt á
nð- Nýja-Gumea verði undir
íiollenzkri stjórn til árs’oka
1950. Þá -er kv.eðið á um sam-
band Hollands og Indónesíu á
a.Igerum jafnréttisgrundvelli.
Sr til þess sambands stofnað j
ve'gna sameiginlegra hagsmuna
beggia ríkjanna í utanríkismál-
um, landvörnum, fjármálum og
menningarrnálum. Og að lok-
um er sagt fyrir um bað, hværn-
ig gera skuli út um fiárhagsítök I
Hollendinga í Indónesíu, sam- j
bandið mil'i indónesísku ríkj- j
anna ákveðið, ásamt því að,
sameinuðu þióðirnar skuli sjá
um framkvæmd samkomulags-
ins.
Rétt er að geta þess hér, að
pað v7ar jafnaðarmaðurnin
Drees, forsætisráðherra. sem
undirritaði samkomulagið af
Hollands hálfu og tók því þar
til, er Schermerhorn hafði frá
horfið 1946.
Á miðju hinu suðræna sumri,
1. janúar 1950, var ábyrgðin á
stofnun þessa nýja ríkis lögð á
herðar hins fyrsta forseta þess,
Seokarno.
Vilji menn skilja til hiítar
■viðhorf þjóðarinnar til þess at-
burðar, er þeim nauðsynlegt að
þekkja nokkuð til sögu þjóðar-
innar á umliðnum öldum. Á
íjórtándu völd var Indónesía
stórveldi í austurálfu. Sendi-
herrar og menningar- og verzl-
unarfulltrúar voru þá sendir
þaðan til annarra þáverandi
stórvelda austur þar, Modjopa
! hit og Kína, öldungis með sama
hætti og nú gerist. Hindúis-
minn indverski markaði djúp
spor í þjóðsagnir og dansa Indo
nesíumanna og fjölmargar á-
letranir og grafskriftir á Sú-
mötru greina* enn í dag frá
því, hvílíkt afhroð menning
þeirra galt, er Múhameðstrú
barst þangað austur á fimm-
tándu öld. Menningaístríðið,
sem af því leiddi. auð’/eldaði
Hollendingum valdatökuna á
sextándu öld. En minningin um
hina fornu dýrðardaga, er rökk
ur miðaldanna grúfði enn vfir
Evrópu á djúgan þátt í sjálf-
meðvitund þjóðarinnar, sem nú
á tuttugustu öld öðlast frelsi á
ný.
Hollendingar hafa ekki far-
ið öðru vísi með nýlendur sín-
ar en önnur nýlenduveldb Þó
er rétt að geta um fáein atriði
varðandi stjóm beirra. . Frá
fyrstu tíð hefur stjórnín tak-
markað mjög innflutning hvítra
■nanna til eyjanna og stundum
var hvítum konura bannað að
lytjast þangað austur, s’vo að
nrekendur - framfeiðendur
Við kaupurn eða tökum í umboðssölu alls konar ís-
Ienzkar framleiðslu- og iðnaðarvörur.
Við óskum nú sérstaklega eftir sælgætisvörum, alls
konar fatnaðaryör.um og • prjónavörum úr.garni og enn
frernur alls.konar jóla- og gjafavörum.
Við höíum viðskiptasambond við allar verzlanir á -
landinu og duglega sölumenn í ferðum kringum land.
Lið útvegum einnig alls konar hráefni til iðnaðar
frá 1. fl. verksmiojum í viðskiptalöndum okkar.
Sendið okkur tilboð eða fyrirspurnir. Þeim verour
syarað um hæl.
f
Árnason, PáSsson & Co. h.í,
Laekjargötu 10 B. — Símar 6558 og 5369.
geng yrðu hjónabönd'jnilli inn- :
: lytjenáa og frumbvggja. Þar
hefur aldrei verið neinn veru-
'egur kvnþáttamunur, eins og
þó víða þekkist í öðrum ný-
iendum. Hollendingar hafá |
enn fremur alltaf viðurkennt j
eignarrétt frumbyggjanna á |
landinu, og aðkomumenn gátu I
aðeins tekið jarðnæði á leigu
um ákveðinn tíma. Þá notaði ;
Holland sér þau verzlunarsam-
bönd, er Indónesía hafði tii |
forna, meðal annars með bví j
að láta Indónesíu hafa sérstaka j
verzlunarfulltrúa víða um Aust
urlönd. Nú í seinni tíð gerðu
Hollendingar sér mjög far urri
að bæta kjör almennings, síúfn
uðu skóla, fluttu nútíma tækni
inn í landið og gerðu ráðstaf-
arnir til að bæta heilsufar þjóð-
arinnar.. Segja má, að þessi
stefna hafi orðið örlagarík, því
að bæði fjölgaði þjóðinni mjög
ört og svo tileikaði hún sér vest
rænar hugmyndir um frelsi.
Erlend áhrif urðu þó„til þess
að vekia þjóðfrelsishreyfingu
Indónéísu. Hin þjóðernislega
vakning í austurálfu á árunum
“vrir heimsstyrjöldina ýtti ó-
byrmilega við þeim, einkum
byltingin í Kína. og minntust
beir nú þeirra tíma, er þeir
áttu forðum mikil samskipti
við Kínverja. Sun Yat-sen,
frelsishetja Kínverja dvaldist
iandflótta á Jövu árið 1911 og
safnaði þá fé til starfs síns hjá
kínverskum kaupmönnum þar
og inndónesískum mennta- og
hugsjónamönnum, og sigur
hans q^kaði mjög á þjóðina. Er
Japanir höfðu hernumið eyj-
arnar, fór þeim svo að verða
ijóst, að frið og öryggi gætu
þeir þá fvrst öðlazt, ^r þeir
hefðu fengið fullt frelsi og sjálf
stæði. Þéssa skoðun styrkti WIl
helmina drottning með heiti
sínu um frelsi þeim til handa
að styrjöld lokinni.
(Niðurlag á morgun.)
er nýjung hér á landi
------4------
Vignir Andrésson kennir kyrrsetufófld
og þreyttum önduo og afsiöppun.
\ IGNIR ANDRÉSSON fimleikakennari mun ó næsíunni
efna til heilsuverndarnámskeiða, sem er nýjung hér á landií,
en þar veróa kenndar öndunaræfingar, afslöppunaræfingar og
húðstrokur. Leggur Yignír aðaláherú.u á öndunar- og afslöpp-
unaræfingarnar og telur, að þær muni orkn miklu til að efla
velííðan og heilbrigði kyrrsetufólks og þreyttra, og hefur hanrr
tekið upp þessa nýjung í samráði við lækna, er hafa trú á góS-
um árar_ri hennar.
ekki gat farlð hjá því, að al-
í 1,1 tunnum
í 1 '2 tunnum og
í Vé tunnum *
nýkomið.
Frystihúsið Herðubreið.
Sími 2678.
i Alþýðublaðið hefur átt tal
| við Vigni í tilefni þessa, og
fara upplýsingar hans hér á
eftir: .
..Það hefur um margra ára
rkeið verið eitt af mínum á-
hugaefnum að geta einhvern
tíma fengið tækifæri til þess
að halda námskeið fyrir. það
fólk. sem ekki hefur aðstæður
til þess að stunda líkamsæfing-
ar eða aðrar þiálfunaræfingar
að staðaldri utan heimilisins.
Qp þá fyrst og fremst fyrir
fólk, sem hefur miklar kyrl-
~etur og ekki hefur heilsu til
að ríunda erfiðar æfingar.
Mér hefur orðið það æ ljós-
ara. að undirstaða líkamlegrar
vellíðanar og heilbrigði er að
miklu leyti fólgin í hinni dag-
legu heilsuvernd og þá ekki
sízt í afslöppun og rólegum,
djúpum andardrætti. sem hægt
er að iðka — eða réttara sagt
að temja sér - við svo að segja
flest störf hins daglega lífs.
Það er alkunna, að fjöldi
sjúkdóma á að miklu Ieyti rót
sína að rekja til ofspenntra
tauga eða taugaþenslu. Stöðug-
ur hugaræsingur verkar á
taugakerfið og veldur ýmiss
konar vöðvasamdrætti, sem or-
sakar þreytu og vanlíðan og
oft á tíðum gigt. Læknar telja,
að spenntar taugar og hugar-
æsingur séu tíðum orsök í inn
vortis bólgum í líffærum, sem
svo verða með tímanum krón-
ískar, ef ekki er að gert, og
Framh. á 7. siðu-