Alþýðublaðið - 11.10.1950, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.10.1950, Qupperneq 6
s ALÞÝÐUBLAÐlö Miðvikudagur 11. okt. 1950. F r ank Yerby ---- HEITAR ÁSTRÍÐUR B'í'Iíad PROLOGUS. Að baki fjallanna rísa önnur fjöll; þar, sem einu hafi sleppir tekur annað við. Og austan við austrið er meira austur, og eitthvað líkt má víst segja um hinar áttirnar. En upp og niður eru aðeins hugtök, sem hvergi enda . . . Þetta með snafsana er því aðeins lögmál, í rökréttu samræmi við alla rökleysuna sem rök vorrar hversdags legu tilveru byggjast á . . . Leifur Leirs. (Poet du protocol) BROT ÚR GLAUMBÆJAR- ANNÁL. --------myrkur um miðjan dag, en sól litskipt; sýndist rauð í sumum héruðum en öðrum blá og þótti mörgum hugsandi mönnum að slíkt undur mætti mikil tíðendi boða og ekki góð. Stökk síldfiski á land í Grindavíkinni og spurði eftir frönskum, hverjir voru ókomn ir, en höfðu sent fyrir sér mörg heilanker, fyllt dýrustu guða- veigum og þótti þá heldur vanda samt að heita hreppstjóri þar ayðra--------— Sat enn fjárhags ráð undir vernd St. Magnúsi og annarra dýrlinga af sömu rang og reglu, en þá hinn illi fjandi hljóp í einn ritstjóra af Víkings lækjarætt, og mælti í gegn um hann mörg stóryrði og ljót í garð þeirrar góðu klíku; unddr- uðust margir sem fyrr fúlan- kraft myrkrahöfðingjans, enda tók enginn frómur undir fúk- yrðan hans og hafði ritstjórinn af þessu stóra raun og þján- ingu, en mátti eigi við fjand- anum. Gaf Björn reddari út eina stranga tilskipan fyrir írómra og göfugra' eggjan og fyrirbauð lærifeðrum að styrkja ríkissjóð með óbeinum f járframlögum, svo og þeir disiplum; skyldi brottrekstur, stöðumissir og skömm við liggja, enda var rík- iskassinn þá svo úttútnaður fyrir ráðdeild og sparsemi stjórn enda, að við sjálft lá, að hann gengi af göflunum. Hins vegar þó engin viðurlög boðuð, þótt þingmenn, ráðherrar og rónar sýndu þess merki, að þeir brygðu ekki hjaragæzku sinni við rik- issjóð; óátalið skyldi og þótt æskunni væri leyft að sýna sama örlæti lókölum þeim. sem vita .að Austurvelli; — einkum ef það sýndi sig til bragðbætis kóknurn. Alþingi .pg Bláa stjarn an hófu starfsemi sína. Létu hetjur hafsins gera sér vöttu úr silki og gluggátjálskSrlati, þar eð ráðamenn töldu þeim ekkí annað hæfa. Einar fundinn og hafði aldrei týndur verið; fögnuðu því allir maklega og í hófi. Tók Helgi Hjörvar aftur upp iðju sína við útvarpið; gerði heilt ár að misseri í hefnd arskyni fyrir það, að honum hafði ekki verið hleypt út fyr- ir járntjaldið, og bitnaði sú hefnd mest á saklausum hlust- endum, sem heldur sáu hann ut an járntjalds en innan; — en það tjald hélt öllum utan lúxus sígaunum og þeirra ökutækj- um---------- ORÐSKVIÐUR DAGSINS. Óvænt heimsókn varir ekki alltaf lengi. GENGIÐ UNDIR LEKA. Hersveitir sameinuðu þjóð- anna hafa nú haldið norður fyrir hina frægu 38. breiddar- gráðu. Er þess sérstaklega get- ið, að för þeirra hafi gengið greiðlega. Eftir því að dæma er þessi fræga 38. breiddargráða ekki neinn óyfirstíganlegur farar- tálmi, svona í sjálfu sér. STRAUJÁRN Straujánr ný gerð er kom- in. Verð kr. 195,00. Sendum heim. Véla- og raftækjaverzlunin. Tryggvag. 23. Sími 81279. Minninprspjöld Dvalarheimilis aldraðra sjómanna fást í skrifstofu Sjómannadagsráðs, Eddu- húsinu, sími 80788, kl. 11—12 og 16—17, Bóka- búð Helgafells í Aðalstr. og Laugavegi 100 — og í Hafnarfirði hjá Valdi- vísu a hann, en augnatillitið var leiðslubundið og hlutlaust, og enn brosti hún stirðnuðu brosi svefngengiisins. ,, . , , j „Þá lýsi ég ykkur iöglega vígð til hjúskapar og hjón fyr- ir augliti guðs og . manna‘„ mælti presturinn. Hann var fljótmæltur og röddin bar með sér, að hann væri því fegnast- ur, að verki hans var lokið. Laird sneri sér nú að brúð- inni. Það var sem sjáaldur brúnna augna hennar stækk- uðu og augnaráðið yrði dálítið spyrjandi, þegar hann snart föla og mjúka kinn hennar. „Þekkirðu mig ekki? Ég er Laird!“ hvíslaði hann svo lágt, að enginn viðstaddra mætti heyra. „Þú hlýtur að muna eft- xr mér?“ Skyndilega sló bliki á dimm augu hennar. „Laird!“ mælti hún hátt og skýrt. „Laird! Pabbi er failinn; þú hefur heyrt það. Það var risavaxinn svertingi, sem skaut hann til bana á gangstéttinni, og blóð hans — — —“ Hún mundi hafa hnigið niður, ef hann hefði ekki gripið hana í arma sína. Hann þaggaði niður í henni með kossi, lyfti henni síðan varlega og bar hana í faðminum á brott úr salnum, an brúðkaupsgestirnir störðu á eftir þeim sem steini lostnir af undrun. Hann bar hana upp stigann, að dyrum brúðhjónaherbergj- anna, sem Hugh hafði leigt fyr ir þeirra hönd, spyrnti upp hurðinni, bar hina meðvitund- arlausu brúði sína inn í svefn- herbergið og lagði hana var- lega á rúmið. Síðan settist hann á stól við rúmstokkinn og tók að nudda úlnliði hennar. Þá var hurðinni hrundið upp og Hugh staðnæmdist á þröskuld- ínum. „Laird,“ hóf hann máls; ,,ég hafði ékki minnstu hugmynd um —--------“ Laird leit á hann, og augna- ráðið var ískalt. „Einhvern tíma,“ mælti hann, „rekur að því, að óg drep þig með mínum eigin höndum. Komdu þér út.“ Og unglingurinn fölleiti hneigði sig lítið eitt í kveðju- skyni og hraðaði sér út. Laird hélt áfram tilraunum sínum til að vekja Sabrínu aft- ur til meðvitundar. Skömmu síðar heyrði hann Phi!ip ræskja sig fyrir utan dyrnar. „Þetta er allt í lagi,“ kallaði Larid til bróður síns. „Það leið bara yfir hana. Geðshræringin skilurðu. Við sjáumst á morg- un, Philip.“ Eftir nokkra stund opnaði Sabrína augun. „Laird,“ hvíslaði hún. „Hvers vegna komstu ekki fyrr, ástin mín? Svertingjarnir flykktust að okkur þúsundum saman og glöttu til míiiJ Þeir myrtu pabba, Laird;í;myrtu hann og slógu síðart h'ringíútðn úlnr ökfe4 ur og dönsuðu. Verndaðu mig, Laird, svo að! þeir drepi mig ekki líka. Verndaðu mig. Ó, þeir eru . . . . “ Laird lagðí höndina á munn hennar, svo að hún vekti ekki athygli þjónustufólksins eða gestanna með ópum og gráti. Þegar skelfing hennar var tekin að réna og gráturinn orð- inn að hljóðum ekka, reis Laird á fætur og kippti í bjöllustreng- inn. Þjónustustúlka gegndi kall inu, og Laird bað hana að koma boðum til Felix Terrabonne, ungs læknis af kreólaættum, en faðir hans og afi höfðu ’báðir verið með kunnustu læknum á sinni tíð. Hann kom að nokk- urri stundu liðinni og athugaði sjúklinginn. ,,Taugaáfail,“ mælti hann ró- lega. „Þér segið, að faðir henn- ar hafi verið skotinn til bana í óeirðunum að ' henni ásjá- andi?“ „Teljið þér líklegt, að hún fái bata?“ spurði Laird. „Það er það, sem er aðalatriðið fyrir mig.“ Læknirinn ungi dró við sig svarið. „Um það þori ég ekkert að fullyrða. Hún er ung og hraust. Sennilega hefur hún samt alltaf verið ístöðulítil. Ég þarf að tala við ættingja hennar. Ég tel.þó líkur til, að hún nái sér, með hvíld og góðri umönnun.“ Hann opnaði tösku sína, leit- aði í henni unz hann fann glas með hvítu dufti, sem hann fékk Laird. „Gefið henni skammt af þessu, og þá sefur hún þungum, værum svefni til morguns,“ mælti hann. „Ég lít inn aftur einhvern tima í fyrra- málið.“ Laird fylgdi honum til dyra. „Ég ráðlegg yður að fara sem skjótast á brott með hana héðan úr borginni,“ mælti læknirinn að skilnaði. „Breytt umhverfi og breyttar aðstæður hafa stundum undraverðan lækningamátt. “ Laird gekk aftur inn í svefn- herbergið. Hann blandaði duft- inu í vatn og gaf Sabrínu. Síðan slökkti hann ljósið. Skömmu síðar mátti heyra það á léttum reglubundnum andardrætti iiennar, að hún var sofnuð vært. Laird sat um hríð á stólnum við rúmstokkinn. Hvaða synda rnun ég gjalda, hugsaði hanu, er mér er dæmd slík refsing? Og allt í einu tók hann að hlæja, en hláturinn var kaldur og gremjuþrunginn. Mun ég eiga að gjalda ein- hverrar einstakrar syndar eða þeirra allra, sem ég hef dr.ýgt? Af nógu er að taka. Jæja, hvað um það; hafi ég áður verið hik- andi og hlédrægur, er það ur sögunni. Nú er ég til 'álls bú- ittn. Sjálfur hef ég þolað svipu- höggin allt of lehgi, — nú tek ég svipuna, og ég skal sveifla henni svo áð''úm höggin muni þar, sem þau lénda. Hann reis á fætur og gekk út að gluggan- um. Heimskir menn einir trúa því, að hver og einn hljóti þá refsingu, sem hann hefur til unnið. Það er aðeins ein synd, sem skaparinn refsar fyrir, vægðarlaust og án tafar. Sú synd er nefnd heimska .... Hann gekk aftur að rúminu og kyssti Sabrínu laust á munn inn. „Sofðu rótt, brúður mín,“ hvíslaði hann og gekk síðan út úr herberginu og niður stigann. Hann gekk út á götuna. Stjörn- urnar tindruðu á mvrkum næt- urhimni. Og yfir höfði hans blikaði silfursigð mánans. Hann hélt af stað, eitthvað út í myrkrið og nóttina. Þegar hann hafði skamma hríð geng- ið, heyrði hann, að einhver nefndi nafn hans. Hann nam staðar og litaðist um. Skammt frá honum sat Denisa í litlum léttivagni. „Komdu,“ hvíslaði hún. Laird hleypti brúnurt og augu hans urðu myrk og djúp eins og næturhúmið. „Komdu“, hvíslaði hún enn. Hann gekk hægum skrefum yfir götuna að vagni hennar, og kleif upp í sætið við hlið henni. Hún lét taumana ríða að mjúk um makka hestsins sem þegar tók til fótanna. Þau óku þögul út fyrir borgina, unz þau komu á veginn, sem lá niður með ánni, í norðurátt. Þegar Laird varð litið um öxl, sá hann ljós borg'arinnar blika eins og litlar stjörnur í fjarska. Hann leit á stúlkuna, sem sat við hlið hans, grann- vaxin og tíguleg. Myrkt iokka- flóðið féll um herðar hennar og vanga. Borgin var horfin s.ión- um þeirra, en framundan bí.ik uðu stjörnurnar í lygnum fleti fljótsins. Og yfir höfðum þeirra skein silfursigð mánans á heiðum, bládimmum nætur- himni. Denisa kippti í taum- ana og stýrði hestinum út af veginum; inn í sk'ógarþykknið, þar sem silfurglóð mánans merlaði grá blöð vafningsjurt- anna í digrum stofnum trölleik anna. Þégar inn í sgógarþykkn- ið kom, lét hún hestinn nema staðar. Nokkra stund sátu þau hlið við hlið í vagninum og — stcirðu þögul út á fljótið," sem geislar mánans brúuðu björt- um glóðum. Síðan sneri Denisa sér að Laird. „Hún er brjáluð“, sagoi hún. „Iivernig í fjandanum veizt þú það?“ spurði hann. „Svertingjarnir, sem éru

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.