Alþýðublaðið - 18.10.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.10.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. október 1950 ALt>VÐUBLAöIÖ 8 urunu Frumvarpi Alþýðufíokksins þar áð . -n5-i>n.U5ri9tlli.íBH — m'rérvqo < nffroÍH.-N.iií ■ í neðri deild albinais FINNUR JONSSON hefur nú látið útbýta á al- þingi frumvarpi til laga um 12 stunda hvíid á togur- iim, á sólarhring. og er það frumvarp til laga um bréytingu á hinum gömlu togaravökulögum frá 1921 og 1928. Frumvarp Finns Jónssonar er svohljóðandi: 1. gr. 2. gr. laganna orðist svo: Þá er skip er að Veiðum með Sbotnvörpu eða á siglingu milli Innanlendra hafna og fiskimið- anna, skal jafnan skipta sólar- hringnum í fjórar sex stunda vökur. Skal eigi nema helming ur háseta skyldur að vinna í einu, en hinn helmingurinn eiga hvíld, og skal hver háseti íiafa að minnsta kosti 12 Mukkustunda hvíld á sólar- hring hverjum. Samningar milli sjómannafélaga og út- gerðarmanna um lengri vinnu- tíma en fyrir er mælt í lögum jþessum skulu ógildir vera. 2. gr. 4. gr. laganna orðist svo: Skipstjóri og útgerðarmaður bera sameiginlega ábyrgð á by4, að fyrirmælum þessara ,lgga sé fylgt, og varðar ítrek- að brot skipstjóra stöðumissi. 3. gr. í stað „1000—10000“ í 5. gr. laganna komi: 5000—50000. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar’gildi. í greinargerð fyrir þessu frumvarpi segir Finnur Jóns- son: „Frv. um lengingu hvíldar- tíma háseta á botnvörpuskip- um hefur verið til umræðv á nokkrum undanfömum þing- um. Á síðasta alþingi gaf flm. þessa frv. út nefndarálit um að lögbinda 12 stunda lágmarks- hvíla á togurum, og eru þar færð rök fyrir nauðsyn þeirr- ar breytingar m. a. á þessa leið: „Vökur og íakmarkalaus þrælkun togarasjómanna gekk á sínum tíma s\ro úr hófi fram, að hraustbyggðustu menn urðu heilsulausir á unga aldri. Alþýðuflokkurinn hóf þá bar- áttu fyrir löggjöf til verndar sjómönnum með þeim árangri, að hin alkunnu togaravökulög, sem formaður Alþýðuflokks- ins, Jón Baldvinsson, fékk sam þykkt á alþingi árið 1921, tryggðu togarahásetum 6 stunda hvíld á sólarhring, með an skip voru að veiðum. Þetta orðalag var hártogað af suni' um skipstjórum. Létu þeir slíta vöktum, þegar Iagt var af stað heim, og settu ekki vaktir fyrr en komið var á fiskimiðin aftur. Baráttunni var haldið á- fram, og með lögunum, sem gengu í gildi 1. júlí 1928, náð- ist hin upphaflega 8 tíma hvíld arkrafa, er átti að fyrirbyggja ofþjökuri við þessa strÖngu vínnu,. sem' oft var' "' unnin í verstu veðrum. Einnig var svo .tveðið á, að vaktir skyldu hald ast, meðan skip væri í sjglmgu '.nilli innlendra hafna og fiski- miðanna. í þessum lögum var ákveðið að skipta sólarhringn- um sem hér segir: Fyrst 6 tíma hvíld og 18 ííma á þilfari, en síðan 8 tíma hvíld samfellda og 16 tíma á bilfari. Þegar fyrirkomulag þetta hafði staðið nokkur ár, komust merm á þá skoðun að fenginni reynslu, að heppilegra væri að skipta vöktum þannig, að 6 tíma hvíld kæmi eftir hverja 12 stunda vinnu. Er þetta að vísu nokkur frávikning frá lagabókstafnum, en hefur ver- ið framkvæmt átölulaus» enda verður styttra milli hvílda á þennan hátt við hina erfiðu vinnu. Þegar togaravökulögin voru sett var vinnutími á landi al- mennt 10 stundir. Síðan var hann styttur niður í 8 stundir, en vinnutíminn á togurunum hélzt áfram óbreyttur. Þó var tekinn upp sá háttur í ófríðin- um, þegar allir togarar stund- uðu ísfiskveiðar allt árið, að 4 hásetar sigldu til útlanda í hverri ferð, en hinir voru í landi, þó eigi lengur en 16 stundir í söluferð. Þeir, sem í landi voru, fengu á þennan hátt hvíld frá erfiðinu, meðan togararnir voru í siglingu og ctunduðu eingöngu ísfiskveið- ar. Meðan svo var ástatt, virt- ist ekki brýn ástæða til, að lög- gjafarvaldið hefði afskipti af málinu, en á þessu hefpr nú orðið mikil breyting. Saltfisk- veiðar togara hófust á ný árið 1946, en hafa þó eigi verið stundaðar verulega fyrr en á bessu ári. Og er útiit fyrir, að þær veiðar haldi áfram. Við þessa breytingu hefur erfiði togaraháseta aukizt mjög á ný. Hefur málið því verið rætt af samtökum sjómanna og komið til umræðu á alþingi. í tilefni af frv. til 1. um tólf stunda hvíld togaraháseta, sem boriö var fram á alþingi 1947. en vísað var til ríkisstjórnar- innar. skipaði þáv. forsætis- og félagsmálaráðherra, StefánJóh. Stefánsson, 6 manna milli- þinganefnd í málið. í nefnd- inni voru Jónatan Hallvarðs- ron hæstaréttardómari og Torfi Hjartarson tollstjóri, í.kipaðir án tilnefningar, Borg- þór Sigfússon formaður Sjó- mannafélagsins í Hafnarfirði Og Sigfús Bjarnason starfsmað ur Sjómannafélags Reykjavík- ur af hálfu sjómanna, ep af hálfu útgerðarmanna Skúli Thorarénsen forstjóri og Ingv- ar Vilhjáhnssoíi útgérðattnaðr ur. ... =■■ .'.jjHiiínv:. : i 'Or,' i.rrv r ; i ■ Vaentumenn góðs árangurs ’ af starfi. pefnclarinnai'. r :r. ..• • 'Nefndin- starfaði' f rúmt'Áv? ogrhefur viðað að sér miklu afr Uögnuin víðl vegar. áð. -Hún: klofnaði að lokum í þrennt. Fulltrúar sjómanna lögðu til, að Iögboðin vrði 12 stunda hvíld togaraháseta. fulltrúar útvegrmanna Iögðust gegn því, ' n tveir nm. gerðu engar til- logur. Af þessu er auglióst. að ramkomulag næst ekki með hásetum og útgerðarmönnum um bettá :nál. Fulltrúar útvegsm. leggia höfuðáherzlu á. að aukinn hvíldartími mundi mjög drage úr framleiðslu togaranna og inannafjölgun á skipunum, rem nauðsynleg væri til að halda aflamagninu, ef hvíld- artími væri aukinn. yrði svo kostnaðarsöm. ao ókleift yrði að h^lda togurunum úti. Jafn- framt benda þeir til frístunda sjómanna á ísfiskveiðum, en gera saltfiskveiðarnar lítt að umtalsefni. Fulltrúar sjómanna segja hins vegar m. a. um þessi at- riði: „Átta stunda vinnudagur hefur verið lögleiddur með flestum menningarþjóðum heims og við hér á landi haft hann um árabil. Víða er enn unnið að styttingu vinnudags- ins. Það er því ekk: sæmandi. að togarasjómenn þurfi að vinna 16 klukkutíma á sólar- hring og ávallt við mun verri aðstæður en menn í landi. ís- lenzk togaraútgerð hlýtur að byggjast á því, að menn íáist til að stunda þá atvinnu, en það verður því aðeins, að menn njóti í þeim starfa þeirrar hvíldar og aðbúðar, sem þeim er nauðsynleg. Seinna atriðinu hefur verið séð fyrir méð hin- um nýju og stóru skipum, sem við eigum nú. En að því er hvíldartímann varðar, verður ekki talið, að nauðsyn sjo- manna hafi verið fullnægt, og er þess ekki að vænta, að menn séu fúsir til þess að ráða sig á togara til 16 stunda vinnu á rólarhring, er fáanleg er vinna í landi, þar sem 8 stunda vinnu dagur er gildandi. Það er vitað mál, að togara- vinna er engin íhlaupavinna og stór hópur manna gerir hana að lífsstarfi sínu, en eins og nú er háttaðúm vinnutíma, er ekki hægt fyrir menn nema á bezta aldri að stunda þessa atvinnu. Þegar menn eru orðn ir miðaldra, eru þeir orðnir svo til útslitnir, en oft samt nevddir t;l að vera áfram á rjónum. sökum þess að þeir fá okki vinnu í landi. Líðan þess- ara manna þarf ekki að lýsa. ’ • ss pmng. : . Samkyæmt’-heiniild í lögum pr. 10Ó;/,L;948 ■ 18, gr.f ' ög reglugerð1 nr., I58ýl949 ‘um^ðstoð t.il .síldaruíyégs- - 'tha'iina'''gaf skiláhéfnd' samkvæifif "ngffiðúm iogújii út • innkalíánir á • kröfuhá -á' hendur 109 síl'darútvegSiíiknna. og félaga, í Lögbirtingablaðinu 5. og 11. þ. m. Skilanefndin vill hér með vekja athygli' þeirra, 'ér = kröfur kunna að eiga á nefnd útgerðarfj’rirtæki á nefnd- um innköliunum. Reykjavík, 17. október 1950. SKILANEFNÐ. Útgerðarmertn halda því ’ hins vegar fram, að stytting vinnutímans mundi ■ þýða fleiri menn um borð í skipun-1 um og þar af leiðandi hærri ■ útgerðarkostnað. En við telj-1 um miklar líkur fvrir, að þótt fjölga þyrfti mönnum til að byrja með, mundi það koma1 fljótt í Ijós, að vinnuafköst mundu aukast það mikið við, aukna hvíld. að fleiri menn en | nú eru um borð í togurunum mundu óþarfir." Ég fellst á rökstuðning full- trúa sjómanna í málinu og tel fengna reynslu sanna, að of langur vinnutími við erfiða vínnu dregur mjög úr vínnu- afköstum. Mótbára útgerðarmanna gegn aukningu hvíldartíma hefur eigi við rök að styðjast, hún er nákvæmlega hin sama nú og þegar fyrst var borið fram ! Crumvarp um 6 stunda hvíld | eg síðar 8 stunda hvíld tog- araháseta. Útgerðarmenn töldu í bæði skiptin, að afköstin i mundu minnka, en reynslan sýndi, að þau uxu að mun við lengdan þvíidartíma. Það er, sama reynslan og kenndi bænd u.m á sinni tíð, að þeir afköst- uðu meira við túnasláttinn með orfi og Ijá á 10 klukku- stundum en á 12—16 stund- um áður. Sú ofþjökun, sem togarahásetar eiga nú við að búa á. saltfiskveiðunum, er þess eðlis, að við hana verður ekki unað. Til sjósóknar þarf þrek og þor jafnframt fyrir- hyggju. Þessa kosti þarf að örva með hæfilegum hvíldar- tímum. Við þá hörðu vinnu, sem nú er krafizt af togara- hásetum, endast fáir lengur en til fimmtugsa’durs. en flestir Tniklu skemur. Engin sann- girni mælir með. að togarahá- setar séu skyldir til að vinna 16, stundir á sólarhring, þeg- ar landmenn vinna 3 stundír, og er munurinn nógu mikill samt, þótt hvíldartími þeirra verði ákveðinn 12 stúndir“. Síðan þetta var ritað hefur fengizt talsverð reynsla fyrir þeim hvíldartíma og vaktaskipt um, sem lagt er til með frv. Skipstjóri á togaranum Ingólfi Arnarsvni reið þar á vaðið. Gaf sú tilraun svo góða raun, að fiestir þeir togaraskipstjór • ar, er fóru til veiða í Hvita • hafinu, mundi hafa tekið upp 12 stunda hvíld háseta. Hefur þar með ásannazt það, sem fullvrt er hér að framan. ■» Nú stendur yfir deila milli togaraháseta og útgerðar- manna um kaup og kjör og hvíldartíma. 'Hefur sáttanefnd að fenginni reynslu lagt til, að samíð verði um tólf stunda hvíld á saltfiskveiðum. Engin ástæða virðist til að undan skilja aðrar veiðar þessu á- kvæði. Hins vegar mælir öll sanngirni með því, að hvíldar - tíminn verði lögboðinn, og er eigi ósennilegt, að slík löggjcf gæti orðið nokkur áfangi á þeirrí leið að Ievsa hina hvim • leiðu togaradeilu. enda laga- setning ,sú, sem lögð er til í frv„ framhald af því, er al- þingi hefur áður aðhafzt i þessu máli“. Fyrirspurn til Dr. laitað foiaMakjöf í hálftumium — ódýr matarkaup. amband ísf. samvimmféfaga. Sími 2678. DR. JÓN DÚASON ritar mikið um Grænland, og er það að vonum, því Íslendingar hafa verið of tómlátir með að gera fullkomnar iilraunir með fiak veiðar við Grænland. Sumarið 1949 lögðu nokkrir menn frarp fé tii útgerðar þar, en vegna þess að útgerðin var síðbuin, varð engin reynzla fengin í það sinn. Eri allt kapp er bezt með for- sjá. Og ég vildi nú biðja dr. Jón Dúason að svara eftirfar - andi spurningum: 1. ) Hvað má gera ráð fyrir að 40—60 smálesta mótorbat ur og 60—100 lesta bátur öfluðu míkið af saltfiski, miðað \ið þriggja mánaða úthald við Grænland; og sé rniðað við fullsaltaðan fisk? 2. ) Þar sem nú eru full vand- ræði með að selja þann salt fisk, sem til er í landinu, hvernig ætti þá að selja til viðbótar afla 100—20:) mótorbáta, .sem öfluðu í •.. slat víð' Graenland ? ’... ■c :icr Útéfcröarmaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.