Alþýðublaðið - 19.10.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.10.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. október 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Augíýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: AÍþýðuhúsið. : Alþýðuprentsmiðjan h.f. Löggjsfarmál eða samningsmál! TÍMINN er ákaflega hneyksi aður yfir því í gær. að Al- þýðuflokkurinn skuli hafa lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um tólf stunda hvíld á sólarhring á togurunum; og telur Framsóknarblaðið þetta kapphlaup eitt við kommún- ista. „Afstaða Framsoknar- flokksins til þessa máls er sú“, segir Tíminn, ,,að þetta eigi að vera samningsmál útgerð- arfélaga og sjómanna, eins og önnur atriði, er snerta kaup og kjör á togurunum“. * Það er rétt, að þetta hefur verið afstaða Framsóknar- flokksins til kröfunnar um lög boðna lengingu hvíldartímans á togurunum eftir stríðið; og er þess skemmst að minnast, að hann Iagðist á eitt með í- haldsflokknum á alþingi síð- ast liðið vor um að vísa hvíld- artímamálinu frá öllum að- gerðum þess, einmitt með þeim ummælum, að það ætti að vera samningsmál milli útgerðar- manna og sjómanna. Og hafa menn nú séð, í sambandi við verkfallið á togurunum hve heppileg sú afgreiðsla alþingis var á því máli, eða hitt þó heldur; því að engum bland- ast hugur um það, að deilan um hvíldartímann hefur vald- ið mjög miklu um það, hve erfiðlega hefur gengið að leysa togaradeiluna og hve gífurlegu tjóni hún hefur valdið þjóðarbúinu þess vegna. En þó að afstaða Framsókn- arflokksins sé n ú sú, eins og Tíminn segir, að hvfldartím- inn á togurunum eigi að vera samningsmál útgerðarfélaga og sjómanna, eins og önnur at- riði, er snerta kaup og kjör á togurunum, þá hefur hann, því betur, ekki alltaf verið þeirr- ar skoðunar. Sú var tíðin, að Framsóknarflokkurinn átti heiðarlegan og virðingarverð- an þátt í því, með Alþýðu- flokknum, að alþingi setti lög um hvíldartímann á togurun- um, fyrst um sex stunda hvfld, en síðar um átta stunda hvfld á sólarhring. En það var að vísu fyrir tuttugu til þrjá- tíu árum, þegar Framsóknar- flokkurinn bar nafn sitt enn með sóma og skildi nauðsyn félagslegrar löggjafar, meðal annars löggjafar um lágmarks hvfldartíma á togurunum. * En síðan hefur að vísu margt breytzt. Hvfldartími hefur ver ið styttur í flestum atvinnu- greinum í landi, en togarasjó- menn orðið að una sínum gamla lágmarkshvíldartíma, enda þótt krafizt sé af þeim sívaxandi afkasta. Það er því sannarlega ekki ófyrirsynju né vonum fyrr, að togarasjómenn fara nú fram á það, að hvfld- aftími þeirra verði með lög- um Iengdur upp í tólf stundir á sólarhring. En þá kemur í ljó.s, að ein sú breyting, sem orðið hefur síðan alþingi setti gömlu tog- aravökulögin, er sú, að Fram- sóknarflokkurinn er nú orðinn íhaldsflokkur . og neitar að standa með Alþýðuflokknum að löggjöf um lengingu . hvíld- artímans á togurunum í stað þess leggst hann nú á sveif með Sjálfstæðisflokknum, sem aldrei vildi lögbjóða neinn hvíldartíma á togurunum, og vísar málinu með honum frá öllum aðgerðum alþingis á þeim forsendum, að þetta mannréttindamál togarasjó- mannanna eigi ekki að vera löggjafarmál, heldur samn- ingsmál við útgerðarmenn! Svo langt er Framsóknar- flokkurinn kominn frá upp- hafi sínu. Svo skilningslaus er bann orðinn á nauðsyn fé’ags- legrar löggjafar á okkar tím- um. Nú vill hann láta það vera undir náð útgerðarmanna komið, hvort togarasjómenn njóta nauðsynlegrar hvíldar, hafi þeir ekki bolmagn til þess ao knýja hana fram með sam- takamætti sínum! Nei, tólf stunda hvfld á tog- urunum á ekki að vera neitt camningsmál milli útgerðarfé- laga og sjómanna, heldur lög- fest mannréttindi. Og það er alveg sama. hver niðurstaða verður af átökunum um þetta mál í sambandi við lausn. tog- aradeilunnar: Alþingi á, — al- veg án tiflits til þess, — að lögbjóða tólf stunda hvíld á togurunum. Annað er því ekki sæmandi; enda -mun málið að öðrum kosti verða síendurtek- ið deflumál með togarasjó- mönnum. og útgerðarmönnum í sambandi við samninga um kaup og kjör á togurunum, og útgerðarmenn nota - það til þess að reyna að þröngva kosti togarasjómannanna í öðrum camningsatriðum, eíns og þeir hafa gert, þjóðinni til ómetan- legs tjóns, í togaradeilunni, sem nú stendur yfir. Það er ekki af neinu ,,kapp- hlappi við kpmmúnista", sem Alþýðuflokkurinn knýr nú á um sómasamlega afgreiðslu þessa máls a,f hálíu alþingis. Hann hefur áðeins, — í mót- setningu við Frarnsóknarflokk inn — haldið tryggð við sínar gömlu hugsjónir, og skilur nú, engu síður en á árum barátt- unnar fyrir gönT.u togaravöku- lögunum, nauðsyn þess, að bu- ið sé að togarasjómönnum á þann hátt, sem möguleikar gera unnt og tímarnir krefj- ast. Ókeypis íögfræði- þjónusla fyrir efna - litla í Bretfandi Ávísun hinna Stétíaskiþtm meðal fullorðnu. — Tillaga um félagsheimili. — Áskorun til hinna fullorðnu. UNGUR REYKVIKINGUR skrifar mér á þessa Ieiff: „Mér ckilst, að til séu tvö stig svo- kallaðra ,,baróna“. „Barónarn- :'r“ í Hafnarstræti eru einhvers konar yfirstétt, og ég tala ekki um þá, sem venja komisr sínar á Arnarliól. Meffal þessara manna eru menn á öllum aldri og allmargt kvenna. f undir- ctéttinni virffast hins vegar vera unglingar. sem venja komur sínar á ,,harina“ í Austurstræti, Aðalstræti og víðar í bænum. NÝ LÖG um lögfræðilega aðstoð \dð efnalitla borgara komu nýlega til framkvæmda í Bretlandi. Samkvæmt lögum þessum er öllu efnalitlu fólki í landinu trjrggð mjög ódýr eða algerlega ókeypis lögfræðileg þjónusta, ef viðkomaridi hefur. gildar ástæður til að hefja mál- sókn eða verja sig fyrir rétti eða leita ráða lögfræðings. Brezka rikið rnun leggja fram eina milljón sterlingspunda ár- lega til þess að kosta þessa þjónustu. Meðal. þeirra mála, sem viðurkennd eru otr hægt er að fá aðstoð vio, eru skilnaðax- mál, og var eitt slíkt mál hið fyrsta, þar sem málshefjandi kaupa fyrir miklar. vritingar, naut ókeypis aðstoðar lögfræð- bg nú, eftir að farið er að draga nigs. tvr peningaflóðinu, ekkert fé. ÞAíí ER ÁGÆTT hjá hinum fullorðnu áð velja æskulýð sín- um þessi nöfn •— og virðist það vera eina ávísunin, sem unga vóklið fær frá þeim, nokkurs konar vísbending um það, hvert leiðin liggur — og jafnframt ieiðbeining. Er það og í full- komnu samræmi við það for- dæmi, sem hinir fullorðnu hafa gefið æskufólki í Reykjavík á umliðnum tíu árum. EN SVO AÐ ÉG 'TALI í fullri aivöru um þetta raál, þá, vil .ég segja þetta; Hvert. eiga ungir piltar og. ungar stúlkur að leita á kvöldin, sem þrá félagsskap jafnaldra sinna.? Mikill fjöLdi.af • þessu unga fólki á ekki: fé til að Tímabœr þingsályktunartillaga ALÞÝÐUFLOEKURINN flutti fyrir helgina þingsályktun- artillögxx, um að alþingi skori á ríkisstjómina að skipa fimm manna nefnd til þess ag kynna sér atvinnuástand og atvinnuhorfur í kaupstöð- um og kauptúnum og gera svo fljótt sem unnt er rökstudd- ar tillögur um ráðstafanir til atvinnuaukningar, þar sem þess er talin þörf. Á nefnd þessi að leita álits og tillagna verkalýðsfélaga, aridnnurek- enda og sveitarstjóma á við- komandi stöðum, en skipun hennar að vera með þeim hætti, að Alþýðusamband ís- lands tilnefni tvo og Vinnu- veitendafélag íslands tvo, en einn verði skipaður án til- nefningar. TILLAGA ÞESSI er sannar- lega þörf og tímabær. At- vinnuástandið í kaupstöðum og kauptúnum hefur aldrei verið eins alvarlegt og nú frá því á kreppuárunum. Sí’d- veiðarnar brugðust fyrir Norðurlandi, hraðfrystihús- in hafa víða verið lokuð mán- uðum saman og fiskafli stop- ull. Önnur vinna hefur einn- ig minnkað að miklum mun. Húsabyggingar hafa víðast lagzt niður, og iðnaðarmenn berjast í þökkum. Athugun í kauptúnunum úti á landi leið ir í ljós, að víða er stórfellt atvinnuleysi. þegar komið til sögunnar, og þó gefur að skilja, að vandinn. aukist enn að miklum mun. Heimilisfeð- ur, sem komu heim af síld- arvertíðinni eftir aflabrest sjötta sumarið í röð. höfðu að- eins fengið helming kaup- tryggingar sinnar greiddan og eiga ekki bost á því að láta innheimta afganginn. Við heimkomuna bíður þeirra svo atvinnuleysi og jafnvel ör- birgð. Það er því furðulegt, að ríkisstjórnin skuli ekki hafa hlutazt til um það fyrir löngu, að hafizt yrði handa um að greiða fram úr erfið- leikum þessa fólks. Hún hefur látið þetta vandamál alger- lega afskiptalaust til þessa. Nú kemur til kasta alþingis að beita sér fyrir, að atvinnu- leysisvofunni verði bægt frá dyrum alþýðuheimilanna í landinu. t ÞESSU SAMBANDI verður ekki hjá því komizt að benda á, að ríkisstjórnin virðist hafa ærið lítinn áhuga á at- vinnulífi landsmanna Stór- virkustu atvinnutæki þjóðar- ínnar eru ónotuð, og mánuð- um saman hefur ríkisstjómin látið svo sem hún vissi ekki af þessari staðreynd. Þó verð- ur naumast um það deilt, að henni hafi borið skvlda til a5 láta þetta mál til sín taka, þótt hún sé ekki beinn aðili að togaraverkfallinu. Það eina, sem hún virðist hafa frétt' af öngþveiti atvinnu- ■lífsins, er af óþurrkasvæðinu Þetta unga fólk getur ekki sótt kvikmyndahús eða dans- skemmtanir, nema sjaídan. Þess vegna leitar það félags- skapar á „börunum", jafnvel þó að það.geti ekki keypt neitt. UNDANFARIN ÁR hefur mikið verið rætt um æskulýðs- höll. Til munu vera samtök um. það mál. Ég, sem að vísu cr ekki nema tvítugur, hef litla trú á slíku bákni. Það mun kosta milljónir króna, það munu líða tugir ára þar til hún kemst upp — og hún mun verða of stór og of mikið tildur í s.am- bandi við hana. ER-LENDIS og þó sérstaklega í Svíþjóð eru til félagsheimili í flestum bæjum, jafnvel smá- bæjum. Þetta fer mjög i. vöxt þar í landi og eru heimilin geysimikið sótt af æskulýðnum. Það kostar ekkert að koma þangað, þar þarf maður ekki að kaupa dýrar veitingar. Þar get- ur maður labbað ,inn á kvöldin og hitt einhvern kunriingja sinn, Þar eru blöð og tímarit, töfl og ýmisskonar spil, en jafn framt. f astar og. ákveðnar regl- ux til að fara eftir. ÉG HEF dálítið kyhrizt svona félagsheimilum' í Svíþjóð, óg ég er alveg viss' um að það eru eínmitt svona heimili, sém eiga við hér. Hér í Reykjavik eiga að rísa upp fjögur til fimm slík heimili. Og ég er sannfærðúr um að það mundi í framtíðinni borga sig fyrir bæjarfélagið og landið að láta æsku sinni í té slík heimili. Það má ekki kosia neitt að koma þar inn, en heim- ilin eiga að standa opin fyrir þann æskulýð, seni labbar út á kvÖIdin og lan.gar að hitta' jafn- aldra sína. ÉG SÉ að Reykjavíkurbær hefur komið upp einföldum hús um og sett á stofn í þeim dag- norðan lands og austan. Og heimili fyrir börn. Það eru hús þá stóð ekki á því, að hún seildist ofan í ríkiskassann með örlæti í huga. EN SAMTÍMIS ÞESSU reyn- ir ríkisstjómin ekbi að bæta úr vandræðum þeirra, sem komið hafa slyppir og snauðir heim af sfldveiðunum og eiga eftir að fá helming kaup- tryggingar sinnar greiddan. Hún virðist ekki hafa hug- mynd hefur þegar haldið innreið sína í kauptún og kaupstaði landsins og að hættan á ör- birgð vofir yfir alþýðuheim- jlunum. Það er því sannar- lega nauðsynlegt og tíma- bært, að alþingi láti þessi mál til sín taka. Þingsályktunar- tillaga Alþýðuflokksins styðzt við staðreyndir, sem eru svo alvarlegar, að enginn hugs- andd maður getur lokað aug- unum fyrir þeim. ATVTNNULEYSIÐ er böl, sem reyna verður að sigra strax ,og þess verður vart. Ella getur það hægk-ga orðið að a borð við þetta, sem ókkur vantar og þannig eru æskulýðs- heimilin víða í Svíþjóð. Þarna á ekki að vera neiim clans, að- eins þægilegt að koma og rabba saman, leiktæki, eins og ég hef áður sagt, yfirleitt að opna möguleika fyrir unga fólkið til að . hittast við heilbrigðar. að- stæður án þess að það.kosti neitt. Þó er ég ekki að segja, nð ekki mætti selja til dæmis, mán_ um, að atvinnuleysið! aðarkort til að tryggja aðgang að svona heimii,l en mánaðar- kortin mega þá ekki . kosta meira en tíu til fimmtán 'krón- ’framk á 1. síðu- ólæknandi þjóðfélagsmeini á skömmum tíma. Reynsla kreppuáranna ætti að' vera ískndingum svo minnisstæð, að þeir létu ekki hjá líða að ráðast til atlögu gegn at'vinnu leysinu, þegar þess verður vart, í staðinri fyrir að bíða hinna hörmulegu afleiðinga. Þá getur reynzt um seinan að ætla að bæta úr vandan- um. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.