Alþýðublaðið - 26.10.1950, Síða 4

Alþýðublaðið - 26.10.1950, Síða 4
4 ALE>Ýf)UBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. okt. 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Eitstjóri: Stefáy Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller, Augiýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Sigursæ! iausn möguleg í dag TOGARAVERKFALLIÐ, sem riú er búið að standa í hér urn bil fjóra mánuði, er orðið lang lengsta vinnudeila, sem háð hef ur verið hér á landi; enda er búið að fara um það mörgum orðum, hvílíkt tjón hún hafi bakað þjóðinni. Því skal og sízt neitað hér, að það sé orðið mik ið; en á hitt vill Alþýðublaðið benda, að það er ekki sök tog- arasjómanna, að verkfallið hef ur dregizt þannig á langinn, og sennilega hefði alveg mátt komast hjá þessu verkfalli, ef togaraeigendur hefðu í uþphafi sýnt togarasjómönnum þá sann gimi, sem nauðsynleg var, og til dæmis boðið þeim þau kjör, sem sáttanefnd ríkisins leggur nú til að sætzt verði á, — eftir íjögurra mánaða verkfall. En það er öðru nær, en að tögaraeigendur hafi sýnt togaru sjómönnum slíka sanngicrii. Mánuðum saman fengust þeir ekki einu sirrni til þess að ræða óskir þeirra. Ríkisstjórn borg araflokkanna sýndi lengi vel einnig furðu- lítinn.áhuga fyrir því að reyna sættir- með deilu- aðilum. Og þegar hún loksins hófst handa og skipaði sátta- nefnd í því skyni, var skilning urinn á kröfum togarasjómanrm enn. ekki meiri en það, að bor- in var fram miðlunartillaga, sem stjórnir sjómannafélag- anna töldu sér ómögulegt að mæla með við tog/rasjómenn- ina og kolfelld var af beim við allsherjaratkvæðagreiðslu. * Loksins er nú hins vegar svo komið, að útgerðarmönnum virðist orðið það Ijóst, að ekki verði hjá því komizt að ganga til móts við kröfur togarasjó- manna, og í dag verður ný miðl unartillaga sáttanefndar ríkis- ins, sem þeir Emil Jónsson og Ólafur Thors hafa átt veruleg- an þátt í að forma og stjórnir sjómannafélaganna mæla ein- dregið með, borin undir atkv. beggja deiluaðila. Standa því óneitanlega vonir til þess, að endi verði nú loksins bundinn á hið langa og þjóðinni kostnað arsama verkfall. Frá því var ýtarlega skýrt hér í blaðinu í gær, hvað á vinnzt fyrir togarasjómenn við ramninga á grundvelli þessar- ar nýju miðlunartillögu, bæði í samanburði við hin gömlu kjör þeirrp^ og' Kiiðað við fyrri miðlunartillögv/.ia, sem felld var. Og það er ekki lítið. Fyrst af öllu myndu togarasjómenn þar með vinna þann mikla sig- ur, að tólf stunda hvíld á sól- arhring yrði tekin upp á öll- um saltfiskveiðum og öllum tog veiðum öðrum, þar á meðal karfaveiðum, er afli skal lagð ur hér á land. Myndi hinn gamli hvíldartími þá ekki gilda áfram nerria á ísfiskv^iðum, og þó því aðeins, að afli sé fluttur út. Enn fremur hefur samningamönnum tog- arasjómann atekizt að fá inn í hina nýju miðlunartil- lögu svo verulegar breytingar til batnaðar á kjaraákvæðum fyrri tillögunnar, sem felld var, að. Sig-urjón -Á. Óláfsson íelur samþykkt hennar mundu ,þýða, um 400, króna kauphækk ’un á mánuði fyrir togarasjó- menn, miðað við hin gömlu kjör, þó að mánaðarafli yrði ekki nema um 230 lestir salt- fiskjar, en mun meiri og því meiri, sem aflinn færi fram úr bví. Vitanlega yrði hér ekki frek ar en endranær í vinnudeilu um neinn algeran sigur togara sjómanna að ræða; en hins veg' ar telja stjórnir sjómannaíé- laganna nú Ioksins það langt gengið til móts við óskir þeirra, að mjög óhyggilegt væri af þeim að fella hina nýju miðlun artillögu og stefna þar meö út í þá óvissu, sem við myndi taka, ef henni væri hafnað. Þess vegna hvetja þær nú togara- sjómenn eindregið til þess að samþykkja hana. Það þarf ekki að því að spyrja, að kommúnistar róa að því öllum áurm, að hindra íausn togaradeilunnar, á hvaða grundve'.li sem um væri að ræða. Þess vegna kalla þeir nina nýju miðlunartillögu .,smánarboð“ og vilja lítinn eða engan mun gera á henni og hinni fyrri, sem felld var. En | hvaða boð voru það bá, sem; þeir sjálfir sömdu upp á fyrir | sjómenn norðan og austan lands í sumar, þegar þeir voru að skipuleggja verkfallsbrotin þar með hinum frægu karfa- veiðisamningum? Það, voru-víst ekki „smánarboð", að- semja íyrir sjómenn þar um aðeins átta stunda hvíld, með öðrum orðum, sextán stunda þrældóm. á sólarhring, á karfaveiðunum þar og fækka um leið þeim mönnum, sem á skipunum skyldu vera?! Það er meira en furðulegt, þegar kómmúnistar, sem með slíkum samningum hafa svikið verkfáll togarasjómanná -suríri- án lands og vestan í allt sumar og haust, koma- nú og skora á þá að fella sámningsuppkast, sem hefur ekki áðeins í sér tólf stunda hvíld á sólarhring á öll- um saltfiskveiðum, heldur og á karfaveiðum, — og þar að auki verulega kauphækkun. Og sannarlega verður það að telj- ast ólíklegt, að tpgarasjómenn láti slíka menn hafa áhrif á at- kvæði sitt um hina nýju miðl- unartillögu í dag. Því að sú miðlunartillaga gefur þeim tækifæri til þess að ljúka hinu langa verkfalli með sóma og mikilsverðum sigri, — sigri, sem ekki hefur unnizt fyrir neina aðstoð kommúnista, held ur þrátt fyrir svik þeirra og verkfallsbrot. Kvikmyndasýning r K.O.B. í Danmörku. KAUPMANNAHAFNAR- BLAÐIÐ POLITIKEN getur nýlega kvikmyndasýningar, er harm sýndi íslenzkar kvikmynd ir í Kaupmannahöfn. Meðal mvndanna, sem hann sýndi voru kvikmynd hans frá Vest- mannaeyjum, af Vestfjörðum. laxveiðimyndir og loks mvnd af Heklugosinu. Segir blaðið að það hafi ver ið líkast því að blaða í ævin- týrabók, að horfa á þessar und- urfögru litkvikmyndir. Kjartan hefur einnig sýnt Langt verkfalí. Dregar nú til úrslita? — Hefði verið hægt að koma í veg fýrir þessa cleilu? — Ef jafnrétti ríkir. — 12 stunda hvíldin. — Há laun fyrir ..hvíldarstörf£. — Lærdómsrík Iiosningaúrslit. TOGARAVERKFALLÍÐ hef- ur nú staðið í fjóra mánuði og er það lengsta verkfall í sögu íslenzkra verkalýðssamtaka. Líkur eru nú fyrir því að verk- fallinu sé í þann veginn að Ijúka, enda er tími til kominn. Engin þjóð þoiir það til lengd- ar að stórfelldustu framleiðslu- tæki hennar séu óstarfrækt um svo Iangan tíma án þess að það þýði mikla blóðtöku. Það er og víst, a® fjármálalíf okkar verði alllengi að ná sér eftir þetta mikla áfall. ÞAÐ ÞARF ENGUM að koma á óvart, þó að kommúnistar snúist í hvert sinn öndverðir við hverri miðlunartillögu. Þ-eir vilja ekki samninga né sam- komulag. Þeir vilja verkfall. Þeim gengur ekki til umhyggja fyrir afkomu einstaklinganna í bili heldur stefna þeir lengra. Stöðvun aðalatvinnutækjanna er hemaður þeirra, voprr í póli- tískri báráttu, - flís, sem þeir reýna að stinga í þjóðarlíkam- ann. myndir sínar Nrið-ýmsa danska skóla,- en í lok mánaðarins mun hann hafa sýningu í Oddfell- owhöllinni. JVá er Tíminn ánœgður! EINU SINNI átti blaðið Tím- inn bágt: Framsóknarflokk- urinn var í stjómarsamvinnu við tvo aðra flokka undir forustu Alþýðuflokksins. Þessu undu ritstjórar Tímans illa. Þeir voru óánægðir yfir vöruskorti, vöruokri, húsa- leiguokri og yfir því hve illa gengi með atvinnuvegina og hve dýrtíðin færi hækkandi. TÍMINN fékk vilja sinn Flokk- ur hans losnaði úr þessum vonda félagsskap og gerði hjúskaparsamning við íhald- ið eitt saman. Og nú er Tím- inn ánægður. Samvinnan við íhaldið hefur verkað róandi á hinar fínu taugar ritstjór- anna. Fátt skyggir á sæluna, svo orð sé á haft, af hálfu blaðsins. Alþýðuflokkurinn fór úr ríkisstjórninni og Framsókn og íhald fram- kvæmdu gengislækkunina, sem Alþýðuflokkurinn taldi hið mesta óráð. Gengislækk- unin átti að lækna allan vnada. En hvernig er reynslan? V ÖRU SKORTUR og svarta- markaðsbrask hefur aldrei verið verra en nú. Húsnæðis- vandræði og húsaleiguokur hefur farið sívaxandi. Algert afskiptaleysi og kæruleysi einkennir feril núverandi rík- isstjórnar í þessum málum. Dýrtíðinni hefur verið sleppt alveg lausri með þeim árangri að dýrtíðarvísitalan hefur hækkað um 23 stig á 7 mán- uðum, en átti samkvæmt Iof- orðum ríkisstjómarinnar og útreikningi ekki að hækka nema um 11—13 stig. Engin erlend verðhækkun svo nokkru nemi önnur en afleið- ingar gengislækkunarinnar, samfara skeytirigarleysi rík- isstjórnarinnar um verðlagn- ingu hafa valdið þessari gíf- urlegu hækkun. Vöruskort- urinn veldur vandræðum á hverju heimili og skortur efnivöru til þess að vinna úr við byggingar og í iðnaðin- um orsakai- vaxandi atvinnu leysi og vandræði. ÚT YFIR TEKUR ÞÓ með'vél- bátaflotann. Loforðin um liækkun á fiskinum úr 75 aur- um í 93 aura reyndust fals og blekkingar, þegar daginn eftir gengislækkunina. Síðan hefur allt sígið á ógæfuhlið. Og nú er svo komið, sam- kvæmt útreikningum lands- sambands útvegsmanna, að við flotanum blasir voveif- legri stöðvun um næstu ára- mót en nokkru sinni fyrr. Telur landssambandið að nú þurfi kr. 1,30 fiskverð til þess að gefa sáma árangur og 85 aurar hefðu gefið fyrir geng- islækkunina. Svo gífurlega hafa allir útreikningar þeir, er ríkisstjómin byggði vonir sínar og framkvæmdir á, brugðizt. GEN GISLÆKKUNIN var víxl- spor til hægri, og ríkisstjóm- in hefur haldið áfram að ganga út á þá hlið. Hún er komin út af veginum, út í fen og foræði. Um allt landið horfa menn með kvíða á af- leiðingar hinnar íhaldssömu stjórnarstefnu, og óánægjan með aðgerðaleysi ríkisstjóm- arinnar í dýrtíðarmáiunum og atvinnumálunum fer dag- vaxandi. Jafnvel í Morgun- blaðinu bera raddir almenn- ings þess ljósan vott. TÍMINN eÍQn er þó ánægður, hvað sem öllu líður. Nú horf- ir hann með velþóknun á vöruskort, dýrtíð, atvinnu- leysi, vöruokur og húsaleigu- okur. Hinar nafnkunnu „hlið- arráðstafanir" Framsóknar- flokksins eru alveg gleymdar og komnar undir hjónarúmið hjá stjórnarflokkunum. ■ Frá því fyrst að þessi samvinna íhalds og Fram,sóknar tókst hefur aðeins tvennt skyggt á gleði Tímans, svo óánægju hafi valdið. Annað atriðið er gagnrýni Morgunblaðsins og Viáis á tauriilaúsan komriiún- Nstaáfóður S-rðdéötvarþsj&s^ - Tíminn telur-þessa gagnrýni AÐ LÍKXNDUM hefði albingi geíað afstýrt svo langri viririu- stöðvun, sem raun er á í tog- araverkfallinu, með því að sam þykkja með lögum 12 tíma. hvíld ina. En það ber ekki gæfu til þess. Ef slík lög hefðu verið komin, hefði verið auðveldara að ná saman endunum í kaup- streitunni. ÞAÐ ER viðurkennt að engir menn verða að þræla eins fyrir lifibrauði sínu og sjómennirnir og barátta þeirra fyrir hvíldar- tímanum er því sjálfsögð. Þetta hafa valdhafarnir ekki skilið, jafnvel ekki einu sinni þegar reynslan hefur þó sannað, að þessar reglur er hægt að taka upp til hags fyrir sjálfa útgerð- ina. ÞAÐ ER HELDUR engin furða þó að sjómenn séu tregir til að samþykkja kjör, sem þeir telja sig ,ekki..geta-r vpríð. sæm.d- ir af þegar. þe.ir sjá..l-tuinak.5.iir margra manna í landi,., sem vinna. létt störf, nokkurs konar „hvíldarstörf", eins og sjómað- ur komst að orði við mig í fyrra dag, og tajca fyrir* það. 5IL-60 þúsund á ári en hafa ,auk þess rétt til eftirlauna og annarra hlunninda. ■ ÞAÐ ER OG VÍST, að meðan misrétti er í þjóðfélaginu koma upp deilur eins og þessi sem nú stendur. Ef ekki er látið jafnt yfir alla ganga, helzt ófriðurinn. Ef jafnrétti ríkir eru allir fúsir til friðar og telja ekki eftir sér að þola’ súrt og sætt með af- komumöguleikum þjóðarinnar. . KOSNINGUM . til , Alþýðu- sambandsþings er að verða lok- ið. Auðséð er hver hlutföllin verða á þingi sambandsíns. Kommúnistar hafa fengið einn þriðja fulltrúanna, en and- stæðingar þeirra tvo þriðju eiða þar um bil. Merkustu tíðindin í sambandi við þessi kosningaátök eru þau að kommúnistar hafa tapað stjórn Fulltrúaráðs verka lýðsfélaganna í Reýkjavík. Þetta þykir þeim.ill tíðindi, sem vonlegt er, enda eiga þau -eftir að hafa mikil áhrif í sögu sam tekanna. Hannes á horninu. ótugtarslcap, vill ekkl þola hana °g telur sýnilega nærrl sér höggvið. Hitt hefur þó komið enn verr við kaun Tímans, er dómsmálaráð- herra vill ekkj leyfa „Vetrar- klúbbnum“ vínveitingaleyfi fullkomlega á við Sjálfstæð- ishúsið og Hótel Borg. Um þetta skrifar blaðið bæði feitar og margar greínar. í öll- um þeim vandræðum, er aö þjóðinni steðja, telur Tíminn þessi mál nú mikilsveröust og Sjálfstæðisflokknum mest til miska, — en að öllu öðm leyti :.virðist hann -.hmn á- nægðasti með samvlrinuna við Sjálfstæðisflokkinri.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.