Alþýðublaðið - 26.10.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.10.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐiÐ Fimmtudagur 26. okt. 1950. Kópavogsannáll hinn nýí sída Bfli ibtíjBdmsa ivd verð.ur, íjéldur í afgreiðslu Landvarnar, Laugavegi 7. — Sölubörn komið og seljið. Góð sölulaun. Þær bókabúðir, sem ekki hafa fengið ritið ennþá, snúi sér til Afgreiðslu Landvarnar, Laugavegi 7. Dr: Álfur Orffhengils: MISNOTKUN PAPPÍRSINS. Að undanförnu hefur mörg- um orðið tíðrætt um misnotk- un á pappír og sumir hafa jafn- vel gengið svo lgpgt að þeir virð ast helzt telja slíka misnotkun til syndar. Pappír er alltaf misnotaður, þegar hann er sviptur hrein- leika sínum — sínum hvíta lit- blæ. í því sambandi er það al- gert aukaatriði á hvern hátt eða með hverju það er gert. Aðalat- riðið er það að pappírinn er ekki lengur hvítur og flekklaus og ekki lengur pappír heldur eitthvað annað eftir atvikurn. Skáldverk, ljóð, fræðaspjall, pólitískar skammir eða bara bull. Hann er ekki lengur hvít- ur. Enn hefur ekkert það verið skráð á hvítan pappír er geri hann hvítari. Ekkert sem gerir hann fegurri en hann er meðan ekkert er á hann skráð. Hins vegar er það mesta undrunar- efni að hann skuli aldrei roðna af skömm og blygðun, en þaö er semsagt aukaatriði. Það eru Iíka til menn sem ekki geta roðnað. ♦ Engri sál hefur verið mis- þyrmt meira í. þessari veröíd en hinni hvítu sál pappírsins. Klám segja sumir og fyllast náttúrulausri vandl.ætingu. Pólitískar svívirðingar segja sumir og hafa þá lesið greinar andstæðinganna. Og þó er sál pappírsíns hvít. Tímarit segja enn aðrir með klassískri fyrir- Iitningaró, en kaupa þó hvert vikurit sem út kemur og gleypa í sig þýddar skrýtlur og frómar hugleiðingar um ástir og inn- brotsþjófa og fróðleikskorn frá Hollywood og frumstæðum þjóð flokkum, ákaflega skrýtnum. Klassísk skáldverk segja menn og stinga þeim ólesnúm í bóka- skápinn. Sál pappírsins er hvit, en það er sál mannsins ekki, og þess vegna er hægt að gera pappír- inn verðmeiri með því að flokka hreinleika hans. Þegar sál mannsins hefur náð efsta tindi bókmenntalegs þroska, verða aðeins gefnar út hvítar bækur, óflekkaður pappír í skrautbandi. Og mennirnir munu setjast í djúpa stóla, þeg- ar þeir koma heim til sín að afloknu dagsverki, taka þessar bækur sér í hönd og sækja hvíld, menntun og upplyftingu í hvítan hreinleika blaðanna, dást að snilld hreinleikans, orð- heppni hreinleikans, hugmynda auðgi hreinleikans. Og þá munu rithöfundar og útgefend- ur verða mikils metnir menn. Jafnvel þeir, sem moka út tíma ritunm og blöðum------------ Þann pappír verður nefnS- lega hægt að nota til alls án þess að nokkur þurfi að blygð- ast sín fyrir. Virðingarfyllst. Dr. Álfur Orðhengils. Ljósakrónur með glerskálum og plast • skermum. VEGGLAMP- AR, margar nýjar gerðir með fallegum pergament- og plastskermum. Véla og raftækjaverzlunin. Tryggvag. 23. Sími 81279. Auglysið í Alþýðublaðinul F r ank Yerhy HEITAR ASTRIÐUR .dh) - í.,f '1 Kgi 1 i/h{ tj J Hún Iagði armana að barihi honum .og bros.lék um rauðar; þvalar v.arir.. hennar. „Vertu nú vænn og kræktu frá mér treyjunni,“ bað hún; „ég er svo sárþreytt. Kalt bað mundi vissulega hressa mig.“ Hún sneri baki við honum og horfði niður að ánni. Laird hík- rði aðeins við, en tók síðan að lást við krókana og lykkjurnar á reiðfötum hennar. „Gættu þess að líta ekki á mig. Ég vil fyrir alla muni ekki særa blygðunarkennd þína“. — Ködd hennar var glettnislég. Laird hikaði enn. Síðan beit hann á jaxlinn og hélt áfram orustunni við krókana og lykkj urnar. Nokkrum andartökum síðar stóð Denisa allsnakin frammi fyrir honum og gekk síðan hægt cg rólega niður að ánni, án þess að líta aftur. Þar nam hún staðar eitt and- artak og stakk tánni í vatnið, en óð því næst út í ána, unz hægur þungur straumur lék um þrýstin brjóstin. Laird sá hana teygja upp armana og fleygja sér til sunds undan struamnum, eftir að hún hafði hnýtt hið mikla, svarta hár sitt í hnakkahnút. Sundtök hennar voru hnitmiðuð og mjúk og líkami hennar smjmg vatnið eins og gullin ör. Þegar hún hafði synt drjúgan spöl undan straumnum, eftir að hún hafði freistaði að synda gegn honum, en þungi hans varð henni ofur- efli og eftir nokkur tök gafst hún upp, setti fætur í botn og óð til lands. Hún skalf lítið eitt, þegar hún steig upp á bakkann. Laird starði undrandi á hana. „Þú kvefast af þessu,“ mælti hann. Denísa leit þangað, sem hestur hennar stóð. Samanvaf- in ábreiða var bundin aftan við söðulinn. „Komdu með ábreiðuna,“ sagði hún. „Hún er að vísu dá- iítið hörð, en það er þó betra r.ð hafa hana heldur en ekkert.“ Laird gekk að hestinum og leysti ábreiðuna frá söðlinum. Þegar hann vafði hana í sund- ur, féll innan úr henni brauð- hleifur, þurr og harður, og dá- iítill ostbiti. Hann leit á hana spyrjandi augnaráði. „Fórstu peningalaus?“ spurði hann. Denísa. yppti öxlum. „Það hefur ekkert að segja“ svaraði hún. „Þurrkaðu mér nú. Ég er svo þreytt, að ég hef ekki dug í mér til þess.“ Laird vafði ábreiðunni utan um hana og tók að nudda hana og þerra. Hann fór mjúkum höndum um grannan, fagur- mótaðan líkama hennar, en hún gat séð hvernig blóðið ólgaði í æðum hans, því að æð- arnar á armi hans tútnuðu út ■ :<> ;. -. :>.t- ginuio -\3 og titruðu, eins og þeim lægi * 'X áC * ~ í? O t. viq ao spnnga. ,;Vek ég slíka bennandi æs- ingu í líkama þínum, vinur minn?“ hvíslaði hún. „En hví- líkar kvalir má ég þá líða? Við inmnstu snertingu þína er sem lamandi straumur fari um all- an líkama minn; blóðið streym- ir frá kviðarholinu, unz þar verður tilfinningalaust tóm, og andrá síðar fossar það þangað aftur, fýllir liverja æð, ólgandi og trylit, unz kviður minn brennur og mér þykir sem all- ur máttur sé úr mér dreginn. Legðu mig flata á jörðina, Laird .... Ég stend ekki . ... “ Laird lagði hana á grasið og nuddaði líkama hennar með harðri ábreiðunni, unz hörund hennar roðn£>ði við. Hún lá á bakinu og stundi af vellíðan. Þá rétti hann úr sér, virti hana fyrir sér þar sem hún lá, en leit síðan skyndilega und- an. „Horfðu á mig,“ hvíslaði hún. „Ég bið þig þess. Líttu á líkama minn. Er hann ekki freistandi, Laird? Grannvaxinn, en þó mjúkur. Ég nýt þess að finna augu þín hvíla á honum, löngunin í augnaráði þínu vek- ur mér ylsára fullvissu um það, að þú girnist mig .... hafir ekki kastað mér frá þér með lítilsvirðingu.“ Laird fleygði sér niður við hlið hennar á mjúkan, angandi svörðinn og greip höndunum fyrir andlit sér. „Laird“, hvíslaði Denísa“, veldur þetta þér slíkri kvöl?“ „Já“, svaraði hann gremju- lega. „En, — hvers vegna, Lair.d? Hvers vegna?“ Laird spratt skyndilega á fæt ur. „Ég er kvæntur!11 svaraði. hann harkalega. „Kvæntur góðri konu, sem ann mér hug- óstum. Indælli konu, Denisa, sem aldrei hefur unnið mér minnsta mein“. „En hún er brjáluð, Lair.d. Hvernig má hún vera þér eig- inkona í þess orðs fylltsu merk- ingu?“ Laird hristi höfuðið. „Það er ekki með öllu von- laust, að hún kunni að ná aft- úr fullri heilsu. Hún stendur nú á vegamótum. Það eru eins miklar líkur fyrir því, að hún verði albata. Hins vegar verð ég að játa, að líkurnar fyrir því, að hún verði það aldrei, oru jafn miklar. Úrslitin geta að verulegu leyti verið undir bví komin, hvernig við bregð- umst við þessu, Denisa. Og ég vil ekki hafa það á samvizk- unni, að mér sé um að kenna, ef illa fer“. „Ég skil“,. hvíslaði hún svo .. .(li.töiv . . : Ti lá^h,_ ,að yarla . heyrðist. V,I/áu?d‘. „Já, Ðeriiáa?“ ; „Ef svo færi“ ■ hóf hún máls og talaði hægt og lágt, eins og hún athugaði hvert orð gaum- gæfilega áður en hún sagði það“, að ég yrði barnshafandi af þínum völdum, — hvað þá? Laird stirðnaði upp eins og hann hefði verið lostinn þungu höggi, starði á hana og mátti engu orði upp koma. En Denisa hristi höfuðið. „Nei!“ mælti hún.“ Enn er það ekki orðið. Ég spurði að- eins, — ef til þess kæmi“. Laird varpaði öndinni létti- lega eins og helfargi væri af honum lyft. „Það myndi engu breyta!“ mælti hann hranalega: „Ég myndi ,taka barnið að mér, ef mér væri það unnt; annað hefði það ekki í för méð sér“. „Ég skil! „Hún starði á hann og skyndilega fylltust augu hennar tárum. „Það er bezt, að þú hverfir á brott!“ bætti hún við. Laird þagði um hríð; horfði á hana og virtist á báðum átt- um með hvað gera skyldi. „Farðu fjandans til! Ég hata big! Ég hata þig og allt þitt blövaða göfuglyndi og heiðar- leika!“ Síðan fleygði hún sér á grúfu á ábreiðuna og titraði öll af hamslausum ekka. Laird stóð nokkra hríð í sömu sporum og starði á líkama hennar, fagurmótaðan og mjúkan, sem engdist sundur og saman af gráti og ekkasogum. Og hann rétti út hendina, hægt og hikandi, en þegar lófi hans nálgaðist herðar hennar, tók Laird allt í einu skjótt vio bragð og gekk þangað, sem reið skjótti hans stóð. Þegar hann var að því komin að stíga á bak, hikaði hann eins og hann myndi skyndilega eftir ein- jiverju, gekk að hesti hennar, tók nokkra peningaseðla upp úr vasa sínum og stakk þeim. samanvöfðum undir . hnakk- nefnið. Síðan sveiflaði hann sét í söðul sinn, reið hægt á brott og sat beinn og háleitur, — og barðist við löngunina að líta um öxl. Og þegar hann var RSKilSINS „SkjaldbreiS" Tekið á móti flutningi til Súg- andafjarðar og Bolungavíkur á morgun. Félagar og nýir félagar viíji bóka sinna í M.F.A. í n

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.