Alþýðublaðið - 02.11.1950, Side 6

Alþýðublaðið - 02.11.1950, Side 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÖ Fimmtudagur 2. nóv. 1950. Þing BSRB feiur frumvarpið Leggur áherzlu á, að Iaun verði fíokk- uð eftir störfum, en ekki stofnunum. --------4-------- BANDALAGSÞING starfsmnana ríkis og bæja gerði ýmsar ályktanir varðandi launamál opinberra starfsmanna og ítrekaði þá sérstakuega fyrri kröfur um setningu endurbættra Iaunalaga. Taldi þingið samkvæmt þeim* ' upplýsingum, sem fengist hefðu um frumvarp það til nýrra launalaga, sem væntanlega verð ur lagt fyrir alþingi bráðlega, að það sé ekki í samræmi við kröfur bandalagsins og milli- þinganefndar í dýrtíðar og launamálum. F r ank Y erhy iliaíi'i , f Þingið taldi því nauðsynlegt að kjósa þriggja manna nefnd til að fjalla um frumvarpið í nánu samráði við einstök félög innan BSRB og stjórn sam- bandins. Við athugun frumvarpsins lagði þingið áherzlu á að launin verði flokkuð eftir störfum en ekki stofnunum, að enginn starfsmaður lækki í launum, meðan hann gegn- ir því starfi, sem hann hef- ur við gildistöku nýrra launa laga, að laun séu að minnsta kosti , sambærileg við það sem tíðkast á, frjáísum vinnu markaði og lægstu laun þó svo há, að teljast megi lif- vænleg, að þar til kjörin nefnd ákvarði hvort stöður þær er losna, verði lagðar niður eða ekki, að tala starfs manna verði ekki ákveðin í launalögum, og að jafnrétti karla og kvenna til starfa og launa verði tryggt. Þá ályktaði þingið, að bráða birgðarákvæði laganna verði efnislega þannig, að þar til sett hafa verið lög um réttindi og skyldur embættismanna 'og starfsmann hins opinbera, verði vinnutími ákvarðaður í fullu samráði við stjórn bandalags- ihs. I Þá fól þingið stjórninni að fá nú þegar bætt kjör þeirra, sem mestum misrétti hafa verið beittir um laun og starfstíma, og enn fremur var stjórninni falið að stuðla að því, að bæi- árfélög greiði starfsmönnum sínum eigi lægri uppbætur á íaun en greidd eru starfsmönn um ríkisins, unz ný launalög liafa verið sett, en launagreiðsl- ur bæjanna verði þá sam- ræmdar þeim; og loks var bví bent til stjórnarinnar að hún veitti starfsmönnurn bæjarfé- láganna fyllstu aðstoð til að fa laun sín greidd reglulega og rheð eðlilegum hætti. Bandaríkjamenn forulust í gegn í Horður-Koreu í gær Aðeins 22 km frá íandamæruiium. BANDARÍKJAHER, búinn skriðdrekum, brauzt í gær í gegnum varnir kommúnista í norðvesturhorni Kóreu og sæk ir nú hratt fram til landamæra Mansjúríu. Átti hann í gær- kveldi aðeins 22 km. ófarna þangað. Annars staðar á vígstöðvun- um voru háðir harðir bardagar án .þess að til úrslita drægi j Talið er nú hafið yfir allan efa, að Kínverjar taki þátt í bar- I dögunum með Norður-Kóreu- j mönnum, og er áætlað, að 1—2 i herdeildir kínverskra hermanna | hafi þegar verið sendar inn í j Norður-Kóreu til fulltingis við iþá. I Vart varð í gær við all marg- i ar orrustuflugvélar Norður- Kóreumanna, í fyrsta sinn á tveimur mánuðum, þar á meðal þrýstiloftsflugvélar af rúss- neskri gerð. Tvær þeirra voru skotnar niður. Ufforefðlð Álþýðublaðinu! ■; FJÓRTÁNDI KAFLI. Síðla kvölds í aþrílmánuði árið 1868 riðu þeir Laird Four- nois og Jim Dempster heim að Plaisance. Þeir þögðu, og Laird, sem bar það með sér, að hnn var húsbóndinn, brosti út í annað munnvikið, dálítið glettnislega, þegar honum varð litið á förunaut sinn. Vesalingurinn, hugsaði hann; hann er alveg að drepast af ást til Sabrínu, og hún hefur ekki minnstu hugmynd um það. Hvernig skyldi henni annars verða við, ef hún kæmist að því, hugsaði hann enn, og hann gat ekki látið vera að hlægja lágt að þeirri hugsun sinni. Það var annars spauglaust, að eiga fyrir höndum að fela þessum manni, sem var ást- fanginn af konu hans, svo að honum lá við sturlun, vörzlu búgarðsins og hennar, en dveljast sjálfur langdvölum inni í borginni. Og skyndilega hvarf brosið af vörum hans. Það er ekki einungis það, hugsaðj hann, að ég beri ótak- markað traust til Sabrínu í þessum efnum, heldur stendur mér gersamlega á sama um hvernig fer. Þegar þeir nálguðust setrið, sáu þeir hvar hópur negra reið át traðirnar og síðan út á akr- ana. Þar dreifðust þeir og reið sinn í hvora áttina. Jim leit spyrjandi á Laird. „Þeir hald.a á atkvæðaveið- ar“, mælti Laird. „Kosning- arnar eiga að fara fram á morg un eins og þú veizt“. „Þurfa þeir að smaia kyn- bræðrum sínum á kjörstað- inn?“ spurði Jim. „Ég hélt að allir vissu hvar hann er“. „Að sjálfsögðu vita fáir það með nokkurri vissu“, svaraði Laird. „Demókratarnir, flokks bræður þínir, að því er mér er sagt, munu sjá svo um, að svertingjunum verði leit að kjörkössunum og segja kosn- ingunni lokið“. Jim hló hátt. „Þetta kalla ég sniðugt kænskubragð“, varð honum að orði. „Það er það“, svaraði Laird og brosti við. „En það kemur þeim samt sem áður að engu haldi í þetta skiptið". ,,Og hvers vegna ekki?“ „Vegna þess“, svaraði Laird rólega, „að í þetta skipti er ég meðal frambjóðenda“. Þegar þeir komu heim að húsunum, var orðið aldimmt af nótt og stjörnurnar brunnu og blikuðu á myrkurn hirnni Þeir riðu upp traðirnar, fram hjá þar, sem negrakofarnir stóðu í skuggalegri þyrpingu. Jim Dempster herti á reið- skjóta sínum, unz hann komst samsíða Laird, leit á hann opyrjandi augum, eins og hann Isg ðsci öfgnsl rnubhbíil rám'íö fýsfi áð fá vitneskjú um' eitt- hváð. „Hvernig stendur á því, að þú kemur heim í kvöld?“ spurði hann. „Það er orðið síðla, og konunni þinni bregð- ur . . .“ Laird leit á hann og svipur hans varð glettnislegur. „Já, þú berð býsnamikla umhyggju fyrir konu minni“, sagði hann ósköp rólega. „Það verður ekki annað sagt“. Jim setti dreyrrauðan. Hann opnaði munninn og hugðist svara, en Laird greip þétt- íngsfast um handlegg hans og þaggaði niður í honum. „Þey, hlustaðu?“ hvíslaði hann. ■ Þungur hófadynur rauf þögn næturinnar. Hann færðist óð- um nær, og allt í einu hrökk Jim við, eins og hann hefði séð vofur á ferli. Hópur manna í hvítum hjúpum reið upp traðirnar, stefndi inn í kofa- þyrpinguna. Þar létu þeir hvít- hjúpuðu hesta sína nema stað- ar og tóku að syngja fullum hálsi: „Vísum þeim sálum, er villtar ráfa veginn til dýrðar í Para- dís. Hver svertingjaræfill skal myrtur á morgun. sem með okkur ekki kýs“. Laird varð litið á Jim, sem brosti gleitt við þessa sjón. „Þarna er riddaraanda suður- ríkjamanna rétt lýst“, sagði Laird. „Við bíðum og sjáum hvernig þeir bregðast við á morgun“. Hann stökk af baki hesti sínum og fékk Jim taum- anna. „Láttu hann inn í hest- húsið. Ég verð að hitta negr- ana að máli og ta’a kjark í þá. Segðu Sabrínu að ég komi að vörmu spori“. Ekki er ég neinn hestastrák- ur hans, hugsaði Jim og reidd ist við. Hvernig má það vera, að hann skuli hvað eftir ann- að stefna mér á fund hennar einnar, öldungis eins og ég sé einhver guðsgeldingur, sem honum geti ekki stafað minnsta hætta af. Svei þeim samvizku- lausa þorpara; hann veit ósköp vel hvernig allt er í pottinn búið. Getur það átt sér stað, að hann láti sig slíkt engu skipta, þegar kona hans á hlut að máli? Hann braut heilann iengi um þessa spurnigu, en komst ekki að neinni niður- stöðu. Aumingja konan, hugs- aði ha.nn. Það er ekki við því að búast að henni líði vel . . . Kann hristi höfuðið og teymdi hestana inn 1 hesthúsið, cn hóp ur hinna hvítu riddara hvarf út í húmið og nóttina og jó- dvnurinn dó út í fjarska. Árla morguns stigu negrarn ír á bak múldýrum sínum og riðu á brotí úr negraþorpinu í sk'ipuiagðri‘ fylkíngu.. ísak Robinson reið í fararbroddi, ásamt sonum sínum tveimur, Sál og Tímóteusi. Þeir Lair<l Fournois og Jim Dempster riðu spölkorn á eftir fylking- unni. Jim virti fyrir sér negrana. „Þeir eru vonandi óvopnað- ir?“ spurði hann Laird. „ Já. Ég kýs ekki að til blóð- ugra átaka komi á kjörstað', svaraði hann. Þeir riðu í gegn um skógar- þykknið. Nú fór Timoteus fyrstur og vísaði leiðina. Nótt- ina áður hafði hann komizt á snoðir um, hvar þeir hvítu hvítu höfðu valið kosningun- um stað, og kvað hann það vera langt inn í skóginum. Áð sjáifsögðu vissi hver einastj hvítur demokrati hvar sá stað ur var, en því var haldio vand lega leyndu fyrir repúblikön- um og svertingjum. Þögulir riðu þeir um skóginn, unz Timótéus gaf þeim merki um að nema staðar og benti þeim á rjóður nokkurt skammt frá. Þar höfðu hvítu mennirnir Straujánr ný gerð er kom- in. Verð kr. 195,00. Sendum heim. Véla- og raftækjaverzlunin. Tryggvag. 23. Sími 81279. isirf brau Ódýrast og bezt. Vinsam- legast pantið með fyrir- vara. MATBARINN Lækjargötu 6. Sími 80340. SÍð I áifoýðublaðinu!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.