Alþýðublaðið - 09.01.1951, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.01.1951, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. janúar 1951. T ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Fyrirbrigði, sem vekur vaxandi umtal: lánetunni Venusi! HVER ER sannleikurinn urn hina ..fljúgandi diska“? Eru þeir ef til vill ekki annað en hugarburður og tilbúningur trúgjarnra manna eða upp- spuni óhlutvandra sögubera? Ellegar eru þessi kynlegu fyr- irbrigði raunsönn? En hvað eru þeir þá? Eru þetta kannske geimíör, send frá íbúum ann- arra stjarna, mönnuð verum, sem líkar eru okkur jarðar- búum eða ólíkar, en lengra komnar í tækni en við og for- vitnar um okkar hagi og ann- arra hugsanlegra hnattbúa í geimnum? Gæti til dæmis ver- ið, að við eigum hugvitssama og atorkumikla nágranna á plánetunni Venusi, sem næst er sólarmegin við jörðina í sól- kerfinu, og séu þeir hér á feró í kynlegúm farartækjum, að okkar áliti, við athuganir sín- ar? ___ Þessari skýringu er á lofti haldið í bók, sem fyrir ekki löngu er komin út í Banda- ríkjunum. Yfirleitt hafa' „fljúgandi <diskarnir“ verið taldir blekk- ingar einar eða missýningar, að minnsta kosti engín undur eða stórmerki, þótt eitthvað væri hæft í sögunum um þá. Telja þó sumir, sem málinu eru mæta vel kunnugir, að varlegast sé að fullyrða sem minnst og neita sem fæstu, því að í rauninni sé ekkert vitað Jneð vissu. En hvað sem því ííður, er höfundur framan greindrar bókar ekki myrkur í máli um skoðanir sínar á þeim og telur sig byggja þær á fullgildum sannreyndum. Hann er kalifornískur blaða- maður og rithöfundur, sern samið hefur fjöldan allan af greinum í amerísk tímarit auk nokkurra bóka. Hann heitir Frank Scully, er rúmlega fimmtugur að aldri og kvænt- lir norskri konu. Hann er fé- lagi í amerísku stjórnmála- yísindaakademíi, hefur haft nokkur afskipti af stjórnmál- um ríkis síns og er einarður baráttumaður fyrir jafnrétti hynþáttanna. Hér verður drepið á nokkr- ar frásagnir úr bók hans, stór- furðulegar, ef sannar reynast, og stuðzt við grein, er nýlega foirtist í danska blaðinu Poli- tiken. FYRIRLESTURINN í DENVER. Hinn 8. marz síðast liðinn hélt óþekktur vísindamaður fyrirlestur um „fljúgandi diska“ yfir 350 stúdentum í Denver. Hripaði hann upp fyr- ír stúdentum myndir af „disk- ®m“ þessum, og voru þær jnjög líkar myndum þeim, er foóndinn P. Trent í MacMinn- yille í Oregon tók af slíkum / ,.diski“ á flugi og birtust í foandaríska blaðinu Life í júní a næstliðnu sumri. Seinna homst Scully að raun um það, að þessi dularfulli- fyrirlesari var Silas Mason Newton, for- ustumaður Newtonolíufélags- ins, auðkýfingur mikill og kunnur jarðeðlisfræðingur. FJÓRIR „DISKAR“ FUNDN- IR LENTIR Á JÖRÐINNI. Þessi fyrirle-sari stað- hæfði, að alls hefðu fjórir „fljúgandi diskar“ lent á jörðinni og þrjá þeirra hefðu frægir vísindamenn komizt yfir og rannsakað. Þrjátíu og fjórar verur, mönnum á- þekkar, hefðu fundizt dauð- ar í þessum þrem „diskum,“ mjög smáar vexti, um einn metri á hæð, en annars svipaðar okkur jarðarbúum að sköpulagi. Fyrsti fljúgandi diskurinn hafði lent tveim árum áður tæplega 800 km. frá Denver, sagði fyrirlesarinn. Væru þeir gerðir úr tveimur málmteg- undum, áður óþekktum hér á jörðu, enda taldi hann, að þeir ýæru kömnir1 einhvers staðar' utan úr geimnum, að öllum líkindum frá plánetunni Venusi. Ef þéssi geimför væru knúin áfram með segulstraumunum umhverfis pláneturnar, væri ekkert því til fyrirstöðu, að þau gætu borizt áfram með takmarkalausum hraða. Ferð- in milli jarðarinnar og Ven- usar þyrfti til dæmis ekki að taka nema sem svaraði fáein- um klukkustundum. SMÁXNIR „MENN“. Haft er fyrir satt, að í fyrsta „fljúgandi diskinum,“ sem lenti hér á jörðu, hafi fund- izt 16 „menn“, þrjátíu og fimm til fjörutíu ára gamlir, að því er helzt er ætlað. Líkin höfðu sviðnað, voru orðin dökkbrún og sums staðar kolbrunnin. Einnig eiga sextán lík að hafa fundizt í þeim næsta. Höfðu þau ekki sviðnað neitt, voru Ijós á hörund, en að öðru leyti eins og hin. Þriðji disk- urinn er sagt að hafi vcrið langminnstur. I honum voru aðeihs tveir „menn“ — báðir dauðir, eins og í hin- um. „DISKURINN“, SEM STRAUK. Fjórði, „fljúgandi diskurinn'1 kvað háfa fundizt nokkru seinna í . nánd við eina af til- raunastöðvum ríkisins. Enginn maður var í honum, þegar að var komið, en þá er vísindamehnirnir snéru við til ;bifreiða sinna til að ná sér í myndavélar og önn- ' ur tæki, urðu þeir varir við smávaxria „menn“, er þustu upp í ,,diskinn“. Ilóf hann sig þá ■áj loft og hvarf hið skjótasta. UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA FLUGHERSINS GERIR ATHUGUN. Áður en fyrirlesturinn í Denver var haldinn, hafði upplýsingaþjónusta flughers- ins haft með höndum athugun á fregnunum um hina svo nefndu ..fljúgandi diska“ og skoðunum manna á þeim. Get- ur Scully um það, og þess einn- ig, að hún bafi svo haldið því fram, að ekki væri þetta nema þvaður eitt. 375 skýrslur eða frásagnir hefðu verið athugað- ar, en þótt á 34 þeirra hefði enga náttúrlega skýringu ver- ið unnt að finna, hafi hún eigi að síður talið allt saman heila- spuna. HEILL FLOTI „FLJÚGANDI I)ISKA“. Skömmu eftir að fyrirlestur- inn var haldinn. fóru fregnir að berast um, að sézt hefðu „fljúgandi diskar.“ Hinn 17. marz, það er að segja, 9 dög- um eftir það, en þá hefði ekk- ert verið birt um fyrirlestur- ánn opinberlega, barst sú fregn frá olíubænum Farming- ton í Nýju-Mexikó, að allir borgarbúar — 5000 að tölu — hefðu séð heilan flota „fljúg- andi diska“. Töldu sumir, að „diskarnir“ hefðu verið nálægt 500, aðrir hugðu þá færri, En mælingar landmælinga- manns nokkurs sýndú, að hraði þeirra hefði verið um 1600 km. á klukkustund. ÐULARFULLT FLUGSLYS. Þá var frá því skýrt, að 7. janúar 1948 hefði sést á lofti undarlegur og ókenndur hlut- ur frá flugstöð nokkurri við Fort Knox í Kentucky. Flug- mönnum á fjórum orustuflug- vélum, sem þar voru á sveimi í nágrenninu var gert aðvart frá flugturninum og þeir beðn- ir að athuga hlut þennan. Þrír komu á vettvang og greindu svo frá, að hlutur þessi, eða hvað það nú var, væri gerður úr málmi og býsnastór. Einn flugmannanna, Mantell flug- stjóri, skýrði þannig frá í tal- tækið: „Illuturinn flýgur meS helmingi minni hraða en ég og er beint fram undan mér. Eg ætla að fljúga nær hon- um og skoða hann betur.“ — Seinna: „Hann sýnist vera úr máhni og geysistór. Nú hækkar hann sig og flýgur með sama hraða og ég, 360 mílna hraða. Eg ætla að hækka mig upp í 20 þúsund feta hæð, og ef ég get ekki komizt nær honum, þá hætti ég.“ Þetta var það seinasta, sem heyrðist frá Mantell flugstjóra. Síðar sama dag fannst hznn dauður í flaki flugvélarinnar skammt frá Fort Knox. DAUÐAGEISLAR. Engin skýring var birt á flugslysi þessu, en fyrirlesar- inn í Denver var ekki í nein- um vafa um, að þeir, sem í „fljúgandi disknum“ svifu, Framhald á 7. síðu. Vinningar 7500 Samtals 4 200 000 krónur Hæsti vinningur 150 000 kr. á vinningar á 40 000 Iu\, 9 vinningar á 25 000 kr. 18 vinningár á 10 000 kr., 22 vinningar á 2 500 k.r. Dregið verður í 1. fl, 15. janúar. Viðskiptamenn eiga forgangsrétt að fyrri núm- erum sínum til miðvikudagskvöld 10. janúar. Eftir það er umboðsmönnum frjálst að selja hvaða númer sem er. ATHUGIÐ: Þetta á einnig við þau númer, sem hlutu vinning í desember 1950, og það enda þótt menn hafi í höndum ávísun á núm- erið. Happdrættið getur ekki ábyrgzt, að þau númer verði fáanleg eftir 10. jan., og verður handhafi þá að sætta sig við eitthvert annað númer. Á fyrstu árum happdrættisins keypti kona nokkur hálfmiða í happdrættinu. Átti hún mið- ann í nokkur ár, og kom aldrei vinningur á hann. Einu sinni um áramót segist konan vera að hugsa um að skipta um númer og vita, hvort hún yrði þá ekki heppnari. Ekki lagði umboðs- maður til málanna annað en það, að þá yrði konan að gleyma því númeri, sem hún sleppti. „Ekki lofa .ég því“, sagði konan, „en nýtt númer ætla ég að fá“. í 2. flokki á nýja árinu kom hæsti vinningur á númerið, sem konan sleppti. Á vinningana verður samkvæmt íögum ekki lagður tekjuskattur né tekjuútsvar. Sá á happ, sem hlýtur 150 000 kr. fær hver sá, sem hlýtur hæsta vinning í Happdrætti Háskóla Islands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.