Alþýðublaðið - 09.01.1951, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.01.1951, Blaðsíða 6
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. janúar 1951. STÆLT OG STOLIÐ OPIÐ BRÉF til forráðamanna Ríkis- útvarpsins. (Framh). Nú kváðu erlendir fræðingar komnir á þá skoðun, að íslenzki rímnakveðskapurinn sé alls ekki eins snarvitlaus og við höfurr, endilega viljað vera láta; kepp nmst vér nú og sjálfir við að komast á þá skoðun og gefum nú út í vönduðu skinnbandi gullskreyttu, verk þeirra rímna skálda, er vér töldum ofsæmd af skóbót og túskildingi méð gati, — hvað þá gullpeningi, — hérna áður fyrr meir. Er þetta ekki nema gott og blessað, svo langt sem það nær . . . aftur í tímann . . . en þá er annað hvort, að lítið er að marka miðla vora, eða að þau hin sömu skáld hafa glatað Öllum húm- oristískum sans við hörpulátt- inn fyrir handan, ef eitthvert þeirra sendir oss ekki skemmti- lega þakkarstöku. Og þá gerð- um vér bezt, ef vér sæ.ium svo um arftaka þeirra, — atóm- skáldin svonefndu, — að erlend ir fræðingar þyrftu þar ekki neitt að kenna niðjum vorum, og það ætti okkur einmitt að veitast auðvelt, ef við tækjum upp þann sið, að fela þeim að snúa öllum fréttum í rímur, áð- ur en þær væru fluttav í út- varpið, og - væru þær síðan fluttar af völdum kvæðamönn- um, en tónskáldum vorum falið að flikka eitthvað upp á stemm urnar. Samanborið við rímna- skáldin gömlu, sem gátu ort heilar rímur um hólmgöngu tveggja garpa eða ástaþrá eins kotríkiskonungs, ,þyrftu útvarps rímnaskáldin ekki að kvarta um efnisskort nú, þegar millj- ónalierirnír heyja sin hildar- leík. Og mér er sem ég sjái upplitið á þeim gömlu, hefði þeim boðízt annað eins yrkis- efni og ástafar Síamskonungs, eða fjöllyndi Farúks í Ekyptó . . . Að gamni mínu kem ég hér með nokkur dæmi, en tek það. fram, að ég hef aldrei við rímna kveðskap fengizt, og auðvelt mundi atómskáldum vorum að gera betur,. þegar þaú væru komin í þjálfun. Fyrst er þá brot úr mansöng. sem fluttur væri, er fréttákveð' skapurinn- hæfist: Við rétíubál og rjómaís, • rödd mtn faeyrí öldin vís; seinna ég af þér sönglaun kýs sjússa-lcossa-vanadís ... Og svo kemur dæmi um flutning erlendra frétta, valið af handahófi; Attlee vatt ér vestur um haf; j vindil í nestið Churhill gaf, | Frcink Yerby óvíst kvað, að Acheson annað byði >en Wellington. Tindilfættur Trúmanninn í tröðunum bauð hann vel- kominn; spurði glettinn: ,,Do you do?“ Drundi í sörnum: „Yes and no“. Og þá kemur hér stutt glefsa úr innlendum fréttum: í Urðarsveit er enn þá beit; efst í rsitum fjalla. í hinztu leit fannst lambær feir frá Línu Teits á Hjalla. Mr. John kom flugleiði-i til Fróns i morgun. Frægur mjög hann virðist, vera. Við því er ekki neitt að gera. „Reykjavik á fsgurst úrval fljóða í heimi'*. Við fréttamemi að fyrra- bragði fyrir miðjan dag hann sagði. Mr. John kvaðst yndi landsins aldrei gleyma. Austurstrætis undraheima ægitöfra kvað hann geyma. Óflýjanlegt gróðabragð að gesti slíkum þjóð og landi virðist vera. Við því er >ekki neitt að gera. Úr fréttabréfi ... í fréttum neitt ég finn ei, nema þetta: að af oss hérna er yfirleitt ekki neitt að frétta. Leiðrétting við fyrri frétt um fjallabeit í Urðarsveit: Ærin kom í aðra rétt en engin skepna í briðju leit. Áttræður varð á Akbraut níu Ólafs kundur Þorvaldur. Ef hann lifir önnur tíu ætti ann að verða níræður. Ég tek það fram, að þetta sýnishorn er a£ vafnefnum gert, bæði hvað rím, kenningar og alla stílfæringu snertir. Samt- sem áður geri ég mér vonir um, að þeir, sem heyra, megi fyrir. bragðið gera sér nokkurn veg- ínn í hugarlund, hvilíkum straumlivQrfum þessi tilhögun hlyti óhjákvæmilega að valda í msnningarmálum þjóðarinnai, ef að henni yrði horfið. í raun og veru yrði þarna um þjóð- lega endurvakningu að ræða. Framhald. Kaupum luskur á Baldursgötu 30. að koma fallbyssu sinni í skot- stöðu. Honum varð litið til svertingjanna, sem þyrpzt höfðu út að glugganum, og svipur þeirra lýsti ofsafenginni hræðslu. Þá fór Incheiiff ró- lega úr treyju sinni, síðan úr hyítu skyrtunni, hallaði sér ,út um gluggann og veifaði skyrt- unni eins og fríðarfána. Gamall négri brá ,séi» niður í réttarsal- inn og kom þaðan með biblíu mikla, fletti biöðum hennar, unz hann fann vissan ritning- arstað: „Sælir eru miskunn- samir,“ las hann í hálfum hljóð- um, ‘ reif síðan blaðig úr bók- inni, festi það á staf sinn og veifaði því út um gluggann. Þá var það, að Victor hljóp i um skref frá fallbyssuhjólinu um Iqíö og hann kippti skamffl- byssu sinni úr hylkinu. Og án þess að rétta úr sér til fulls og án þess að miða, hleypti hann skotinu af byssunni; kúlan hvein að glugganum og gegn um ritningarblaðig á stafnum, og þegar gamli maðurinn kippti stafnum inn um gluggann, kom í ljós, að hún hafði tastf aðeins eitt orð á brott af blaðinu, — orðið „miskunrisamir“ —, en rendur gatsins, þar sem orðið hafði staðið, voru brendar og sviðnar. í sömu andrá brá Nim- rod sér út að glugganum og svertingjanná inni í ráðhúsinu, .hleypti af riffli sínum. Victor I vitandi það, að þeir myndu hneig niður við fallbyssuhjól- j aldrei hætta á að drepa fang- ið og lá síðan hreyfingarlaus. aða kynbræður sína. Þegar þeir Þegar Etiehne sá það, brá komu nær, sá Inehcliff, að þeir hann við skjótt, gekk þangað, j báru báðir stóra baðmullar- sem hann lá, og sparkaði laust böggla á bakinu, og draup olía í síðu hans meg stígvélistánni. úr baðmullinni. ” fallni bærði ekki á sér xncilci;ff sneri sér að Nimrod. að heldur, glotti Etienne Fox Tröllið glotti grimmdarlega, anægjulega; þarna var þp eina þegar hann ski!di hvað um>ar gatan leyst fyrirhafnarlaust.1 ag vera .... Og Etienne varð litið upp í gluggann á ráðhúsinu, þar sein hann vissi veganda Victors, nálægan, og hann brösti lítið eitt eins og í viðúrkenningar- skyni. og Inchcliff gat fylgzt með hinni stóru járnkúlu, er hún reis hærr og hærra, unz hún hvarf sjónum hans. Hann vissi, að ekki mundi líða lengri tími en sem svaraði broti úr sek- úndu unz kúlan félli niður á þak hússins, bryti sér leið nið- ur gegn um bjálka og stoðir með braki og brestum og mol- aði allt, sem fyrir henni yrði, með fallþunga sínum. Gnýsins var heldur ekki langt að bíða. Á sömu andrá kvað við feikna þungur brestur, þakið rofnaði og kúlan lét ekki þar við sitja, heldur braut .sér einnig leið niður úr gólfinu og skalí síðan með miklum dynk á grjótflór- uðu kjallaragólfinu. Áð því búnu varð allt hljótt aftur, að- eins götin- á þaki og gólfi hermdu ferðasögu fallbyssu- kú’.unnar. Þeir hafa eitthvart annað herbragð í undirbúningi, hugs- aði Incheliff með sér .... Sá grunur hans reyndist réttur. Nú gekk C. C. Nash, borgarfógeti demókrata inn á torgið. Hann fór ekki einn, heldur rak hann á undan sér tvo negra; hélt skammbyssu- hlaupinu að baki annars þeirra og hugðist auðsjáánlega nota þá sem skjöld gegn skotum Nimrod sá bros hans. í skyndi fór hann að leita að hampi í byssuna í vasa sínum, til þess að ganga frá annarri skothleðslu; um leig leit hann út undán sér með kuldalegu> glotti þangað, sem Etienne: stóð. Hvítu mennirnir úti á torg- inu tóku að hlaða fallbyssuna og setja hana í mið. Inchdiff fylgdist með því, er þeir beindu hlaupinu upp á við Nímrod skaut aftur, og annar hvítur maður féll dauður tíl’ jarðar. í sama mund gekk hár, sbeggjaður maður að fallbyss- unni. Hamingjan góða, hugsaði Inchcliff með sér, þama er þá Étienne Fox sjálfur kominn. Á sömu andrá kippti Etienne í túndurkveikjarann. Feriegar drunur kváðu við, „Heimskir eru peir hvítu,“ mælti hann og hló við. „Þeir táka það ekki með í reikning- inn, að húsið er hlaðið úr múr- steini. Hvað ætla þeir sér að brenna?“ Það er einmitt það, hugsaði Inchcliff með sér. Þakið er þó úr viði, gólfið, hliðarnar og dyrauinbúnaður allur, glugga- karmarnir; nóg til þess, að hverjum manni, sem hér er staddur inni, mundi bráður bani búinn, ef þeim tekst á- forni sitt. Svörtu bandingjarnir nálg- uðust skjótt, því að fógetinn rak rösklega á eftir þeim með skammbyssunni. Þegar þeir komu í náhd við húsið, kveiktu þeir í baðmullarbögglunum og vörpuðu þeim inn um glugg. Inchcliff starði á atferli þeirra, sárum harmi lostinn. Þeir seldu líf sitt. Keyptu sér stundárfrest. Ög hvers virði yar þeim sá frestur? Eru þá kynbræður mínir gersamlega rændir allri dáð og djörfung? Hann stóg kyrr við gluggann, starði út, án þess að kenná nokkurs ótta eða kvíða. Hann hevrði þegar snarka í brenn- andi harðviði skamt frá; á næstu andrá heyrðist brak og hvæs í logatungunum, — eftir nokkur andartök hlaut bygg- ingin að standa í björtu báli. Enn stóð hann kyrr við gluggann. Stóð kyrr’ og hlust- aði á gný og brak bálsins. Hann stóð kyrr, þótt loftið yfir saln- um, sem þeir höfðust við í, væri tekið áð loga. Aðrir þeir, sem inni voru, tóku að ryðjast út um dyrnar, og að síðustu fór Inchcliff að dæmi þeirra. Hann heyrði skothríð kveða við, um leið og þeir þustu út, sem á undan honum fóru. Síðan gall rödd Nash fógeta við: „Drepið þá ekki svona a'la í einu, dreng- ir. Við skulum treina okkur skemmtunina." Um leið og Inchcliff gekk út úr dyrunum, fann hann þrem skammbyssuhlaupum stungið í síður sér. Tveir hvítir menn þukluðu hann allan, til þes að fullvissa sig um, að hann bæri ekki á sér vopn. Að því búnu leiddu þeir hann niður á ár- bakkann og fengu hann vopn- uðum vörðum til gæzlu, hurfu að því búnu aftur upp á torgið og komu að vörmu spori með f’eiri fanga. Að nokkrum tíma liðnum stóðu þarna íimmtíu svartir, vopnlausir menn í hópi, titrandi af ótta og skelfingu. ínchcliff varð litið upp að ráð- húsinu, sem nú stóð í björtu báli, en kvalavein þeirra svert- nigja, sem ekki höfðu komizt úr eldinum, kváðu sífellt við, h$erri og ægilegri, unz þau urðu að vitfirringslega, sáru öskri. Svo féll þakið niður í Jogana með gný og brestum, og veinin þögnuðu. Vindáttin breyttist skyndi- iega, og bar nú reykjarmökk- inn niður að fljótinu, beint í andlit bandingjanna. Þessum reykjarmekki fýlgdi þefur, sem Inchcliff þóttist kannast við; minnti hann á, þegar kona bans, Desirée, hafði klippt hár hans og varpað því á eldstóna. Og um leið pg hann áttaði stg á því, af hverju þefur þessi stafaði, þraut hann allan mátt; bonum varð myrkt fyrir aug- um, eins og hann hefði fengið rothögg. og hann hneig með- vitundarlaus til jarðar. Þegar hann kom aftur til siálís sín, sá hann hvar Etienne Fox kom og stefndi til han's. Ilann sá, að Etienne var hinn brosleitasti, og nýr vonarneisti kviknaði í hjarta hans. En þá gerðist furðulegur atburður. Um leið og Etienne Fox gekk fram hjá logaridi rústuriurh, brauzt út úr þeim risavaxinn GOL- ÍAT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.