Alþýðublaðið - 27.01.1951, Page 3
Laugardagur 27. janúar 1951.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
3
B-listinnÞ listi lyðrœðissinna, í Dagsbrún
fffs: ,
Magnús Hákonarson.
Guð2nundur Erlendsson.
oJiann
Sigurðsson.
Magnús Hákonarson:
SigurÖur Guðmundsson.
Val’dimar Ketilsson.
Gunniaugur Bjarnason.
Ræða fiutt á fundi Dagsbrúnar,
fimmtudaginn 25. janúar s. I.
GÓÐIR DAGSBRÚNAR-
MENN! Eins og lög mæla fyrir,
eiga kosningar að fara fram í
Verkamannafélaginu Dagsbrún
dagana 27. og 28. þ. m. eða nú
á helginni. Tveir listar hafa
komið fram: A-listi, sem er listi
núverandi stjómar, og B-íisti,
sem er listi lýðræðissinnaðra
verkamanna innan Dagsbrún-
ar.
Stefnumál B-listans eru í
þessum íimm aðalatriðum:
1. Ðýrtíðar og kaupgjaldsmál.
2. Húsnaíðismál.
3. Atvinnuöryggi.
4. Öryggi, eftirlit og aðbúnað-
ur á vinnustað.
5. Uppsögn samninga.
í fyrsta liðnum, um dýrtíðar-
og kaupgjaldsmál, er það tví-
tnaelalaus krafa okkar verka-
manna vegná hinnar síauknu
verðþenslu í landinu,
áð hækkun á nauðsynjavöru
verði stöðvuð;
að verkamenn fái áfrani fulla
greiðslu á vísitö'.u;
að skrifstofubákn ríkisins verði
dregið saman til sparnaðar
á útgjöldum ríkissjóðs; og
að verkamönnum verði ekki í-
þyngt með frekari tolla- og
skattaliækkunum, nc nýrri
géngislækkun.
Er þessi liður mjög í sam-
ræmi við tillögur þær, sem við
fjórmenningarnir lögðum fyrir
síðasta Dagsbrúnarfund, og
samrýmdar voru samþykktum
fundarins í heild.'
Húsnæðismálin, sem er ann-
að aðaktriðið á stefnuskrá okk-
ar, eru sá liður dýrtiðarinnar,
cem langverst fer með kaupgetu
okkar verkamanna. Það er
kunnara en frá þurfi að segja
hið síaukna húsaleiguokur, sem
á sér stað vegna hinnar síauknu
eftirspurnar eftir húsnæði. Það
er raunar bjóðfélagsvandamál,
sem nær til feiri stétta en okk-
ar verkamanna En það hlýtur
að vera krafa okkar verka-
manna,
að b.vgging verkamannabú-
staða og samvinnubygginga
sé látin sitja í fyrirrúmi fyr-
ir öðrum byggingafram-
kvæmdum; því þar er þörfin
brýnust
Þriðja atriðið er atvinnuör-
yggi. Það er krafa verkamanna
að liið opinbera tryggi verka- ^
mönnum stöðuga og næga1
atvinnu,
að atvinnumöguleikar verka-
manna séu scnt minnst liáð-
ir árstíðum og
að Dagsbrúnarnienn sitji fyrir
allri almennri verkamanna-
vinnu í félaginu.
Einnig er það krafa okkar lýð
ræðissinna, að stjórn félagsins
hafi sem nánast eftirlit með
því, að samningar séu haldnir
af atvinnurekendum. Verða
mál þessi rædd ýtarlega af öðr-
um ræðumönnum hér í kvöld,
og fjölyrði ég ekki meii’a um
þau hér.
Fjórða atriðið, öryggi, eftir-
lit og aðbúnaður á vinnustöð-
Bjarni Björnsson.
um, er einnig mál, sem aðrit
ræðumenn munu koma inn á
eða ræða frekar.
Fimmta atriðið er um upp-
sögn samninga.
i*að er skýlaus krafa w.rlta
manna, ef ekki fæst viðun-
andi lattsit á dýrtiðar- eg
verðlagsniáhnn og áfrarr-
bahlandi greiðsla á rétír>
vísitölu, eins og hsítt er cöa
á að vera á hverjum tíma,
að samningum félagsins viö
atvinnurekendur verði sagt
upp og grunnkaup hækksð
til samræmis við hækkað
vöruverð.
Við verkamenn vitum þsé
manna bezt, hvað laun dag-
iaunamannsins hrökkva
skammt fyrir öllu því, sern
meðalfjölskylda þarfnast. V >
vitum vel, að hver hækkun á
verðlagi á nauðþurftum okkar
þýðir vöntun eða skort, nema
auknar kjarabætur komi á
móti. En hver er auðveldjasia
Framh. á 6. síðu.
FRÁ MORGNITIL KVÖLDS
í DAG er Iaugardagurinn 27.
janúar. Fædclur Ðaði Níelsson
fróffi árið 1809, Mozart árið 1756.
Sóiarupprás í Rsykjavík er
kl. 9.25, söl hæst á lofti kl.
12.40, sólarlag kl. 15.56. Ardeg-
isháflæður kl. 7.20, síðdegishá-
flæður kl. 19.37.
Næturvarzla: Reykjavíkur
apótck, sími 1760.
Fksgferðir
FLUGFÉLAG ÍSLANÐS:
Innanlandsflug: Ráðgert er
að fljúga í dag frá Reykjavík til
Akureyrar, Vestmannaeyja, ísa
fjarðár, Blönduóss og Sauðár-
króks, á morgun til Akursyrar
og Vestmannaeyja, frá Akur-
eyri í dag til Reykiavíkur og
Sigluf jarðar, á morgun til
Reykjavíkur.
Uíanlandsflug: Gullfaxi fer á
þriðjudagsmorguninn kl. 8.30
til Prestvíkur og Kaupmanna-
hafnar, kemur aftur á miðviku
dag.
LOFTLEIÐIR:
í dag er áætlað að fljúga til
ísafjarðar, Patreksfjarðar og
Hólmavíkuy fyrir hádegi og til
Vestmannaeyja kl. 13,30, á rnorg
un til Vestmannaeyja kl. 13,30.
PAA:
í Keflavík á miðvikudögum
kl. 6,50—7,35, frá New York,
Boston og Gander til Óslóar,
Stokkhólms og Helsingfors; á
fimmtudögum kl. 10,25—21.10
frá I-Ielsingfors, Stokkhólmi og
Ósló til Gander, Boston og New
York.
Skioafréttir
Eimskip.
Biúarfoss fó.r frá Reykjavík
24/1 til Grimsby. Dettifoss átti
að fara frá Gdynia 25/1 til
Kaupmannahafnar, Leith og
Reykjavíkur. Fjallfoss fer frá
Reykjavík í dag til Keflavíkur.
Goðafoss fór frá Reykjavík
17/1, var væntanlegur til New
York í gær. Lagarfoss er á Aust
fjörðum. Selfoss er væntanlega
á Siglufirði, fer þaðan til Húsa-
víkur, Raufarhafnar og út-
landa. Tröllafoss kom til St.
Johns 23/1, fór þaðan í gær til
New York. Auðumla fór frá
Immingham 22/1 til Rvíkur.
Ríkisskip:
Hekla fsr frá Reykjavík í dag
austur um land til Siglufjarð-
ar. Esja er á Austfjörðum' á
suðurleið. Herðubreið er á Aust
fjörðum á suðurleið. Skjald-
breið fór frá Reykjavík í gær
kvöld til Breiðafjarðar. Þyrill
er á Austfjörðum. Ármann fer
ÚTVARPIÐ
20.30 Tónleikar (plötur).
20.35 Likrit: „Don Quixote" eft
ir Miguel de Cervantes (áður
útvarpað haustið 1948). —
Leikstjóri: Lárus Pálsson.
Leikendur: Lárus Pálsson,
Þorsteinn Ö. Stephenssen,
Brynjólfur Jóhannesson, Val-
ur Gílason, Jón Aðil.s, Gest-
ur Gíslason, Jón Aðils, Gest-
son, Gunnar Eyjólfsson, Ró-
bert Arnfinnsson, Anna Guð-
mundsdóttir, Bryndís Péturs-
dóttir, Ragnhildur Steingríms
dóttir, Þorgrímur Einarsson
og Steindór Hjörleifsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmar, nr. 6.
22.20 Danslög (plötur).
frá Reykjavík í dag til Vest-
mannaeyja.
SÍS:
Arnarfell er á leið til Ítalíu
frá Reykjavík. Hvassafell átti
að fara frá Reykjavík í dag á-
leiðis til Pörtugal.
Fundir
Aðalfundur Kvæðamannafé-
lagsinns ..Iöunn" verður settur í
Baðstofu iðnaðarmanna í kvöll
kl. 8 síðdegis.
Söfn og sýningar
Lanclsbókasafnið:
Opið' kl. 10—12, 1—7 og 8—
10 álla virka daga nema laugar
daga kl. 10—12 og 1—7.
NfáttúrugTÍpasalnið:
Opið kl. 13.30—15 þriðjudaga,
fimmtudaga og sunnudaga,
Þjóðskjalasafnið:
Opið kl. 10—12 og 2—7 alla
virka daga.
Þjóðminjasafnið:
Lokað um óákveðinn tíma.
Safn Einars Jónssonar:
Opið á sunnudögum kl. 13,30
til 15.
Messur á morgyn
Dómkirkjan: Biblíudagurinn.
Messa kl. 1.1, altarisganga. Séra
Bjarni Jónsson. Messa kl. 5.
Séra Jón Auðuns.
Eilliheimilið: Guðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 10 árd.
Séra Sigurbjörn Á. Gíslason.
Hallgrímskirkja: Messa kl.
11. Séra Jakob Jónsson. Ræðu-
efni; Hvað segir Biblían um
sjálfa sig? Bamaguðsþjónusta
kl. 1,30. Séra Jakob Jónsson.
Messa kl. 5. Séra Sigurjón Þ.
Árnason. Samkoma kl. 8,30 síð
degis. Ræðumenn: Séra Bjarni
Jónsson vígslubiskup og Bjarni
Eyjólfsson ritstjóri.
Fríkirkjan: Messa kl. 5. Séra
Þorsteinn Björnsson.
Nesprestakall: Messa í kap-
.éllu háskólans kl. 2: Síra Ás-
mundur prófessor Guðmunds-
son prédikar. Síra Jón Thorar-
ensen þjónar fyrir altari.
Óháði fríkirkjusafnaðurinn:
Messa í Aventkirkjunni kl. 5.
Sálmanúmer 131, 432, 419, 225,
og 24. Séra Emil Björnsson.
Hafnarf jarðarkirkja: Barna-
guðsþjónusta kl. 10 í KFUM.
Séra Garðar Þorsteinsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði:
Messa kl. 2. Fermingarbörn
1951—1952 óskast til viðtals eft
ir messu. Séra Kristinn Stefáns
son.
Bessastaðakirkja: Messa kl.
2. Séra Garöar Þorsteinsson.
Úr öllum áttum
Barnasamkoma
verður í Tjarnarbíói kl. 11 f.
h. á morgun. Séra Jón Auðuns.
Sunnudagaskéli
Hallgrímssóknar er í gagn-
fræðaskólahúsinu við Lindar-
götu kl. 10 á morgun. Skugga-
myndir. Öll börn velkomin.
Sjónleikurinn ,,Pabbi“
verður sýndur í þjóðleikhús-
inu í kvöld í 32. sinn.
Handbrúðulciltur
Nemendur í teiknikennara-
deild Handíðaskólans sýna hand
’brúðuleik í teiknisal skólans á
Laugavegi 118 á morgun kl. 3
og kl. 4.30 síðd. Aðgangur er ó-
keypis fyrir öll börn, sem njóta
kennslu í skólanum. Aðgöngu-
miðar vcrða afhentir á Grund-
árstíg' 2 A í dag kl. 4—5 og á
morgun kl. 1—2 síðd.