Alþýðublaðið - 27.01.1951, Page 4

Alþýðublaðið - 27.01.1951, Page 4
« ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 27. janúar 1951. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Pátstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902 Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. „Bfýanfcslrikið" ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði frá því í gær, að „blýntsstrik“ rík- isstjórnarinnar myndi verða fólgið í frjálsum gjaldeyri og einokun fyrir útvegsmenn á vissum innfluttum vörum, Nú hefur vertð staðfest, að þessar upplýsingar eru réttar og ráð- stafanirnar þó sýnu uggvæn- legri en við var búizt. Ólafur Thors atvinnumálaráðherra hef ur skýrt frá því í viðtali við Morgunblaðið, að tillögur ríkis stjórnarinnar séu á þá leið, að eigendur vélbátanna fái um- ráðarétt yfir helmingi andvirð- is útílutningsafurða báta sinna að undanskildum þeim gjald- eyri, sem fæst fyrir þorskalýsi og síldarafurðir. En fyrir hinn „frjálsa gjaldeyri*' eiga þeir svo að fá að flytja inn vissar, til- teknar vörur, sem þeir fá ein- okun á og heimild til þess að selja við okurverði. Þannig eru þá ráðstafanirn- ar, sem ríkisstjórn afturhalds- flokkanna ætlar að gera með einu blýantsstriki. Hún hefur valið þá leiðina, sem háskasam- legust var. „Blýantsstrikið“ er ekkert annað en ný gengis- lækkun. Afleiðingar þess verða þær, ag verð mun enn stór- hækka á öllúm þeim vörum, sem útvegsmenn flytja inn fyr- ir þann gjaldeyri, er þeir fá til umráða. Þefrta þýðir þannig í fyrsta lagi stórauhna dýrtíð og í öðru lagi stóraukið brask og spillingu. ❖ Morgunblaðið kemst svo að orði í tilefni af þessum tíðind- um, að með þessu sé stefnt að auknu vcrzlunarfrelsi í land- inu. Það er auðvitað rétt skilið frá sjónarmiði stórútgerðar- manna. Þetta er „verzlunar- frelsið“ og „frjálsi gjaldeyrir- inn“, sem stjórnarflokkarnir hafa stöðugt verið að fimbul- famba um. En fyrir almenning í landinu þýðir þetta „verzlun- arfrelsi“ og þessi „frjálsi gjald- eyrir“ nýja gengislækkun, aukna dýrtíð og nýja stórfellda kjaraskerðingu. Þessi er þá útkoman af geng- islækkuninni í fyrravetur. Hún átti að lækna ÖIl mein, en sér í lagi að bjarga vélbátaflotanum frá stöðvun og hruni. En nú verður að höggva aftur í sama knérunn af þvi, að öngþveiti at- vinnulífsins, og alveg sérstak- lega vélbátaútvegsins, hefur aldrei verið meira en einmitt í dag. Það á að halda enn lengra á óheillabrautinni, bæta nýrri gengislækkun ofan á hina fyrri! * Gengislækkunarpostularnir lof. uðu hliðarráðstöfunum til að bæta almenningi álögur gengis- lækkunarinnar. Þeir ræddu um „verzlunarfrelsi" og „frjálsan gjaldeyri“ í því sambandi. Hlið- arráðstafanimar hafa enn hvorki sézt né heyrzt. En ný gengislækkun og ný aðför að lífskjörum almennings er í þeirra stað komin til sögunnar. Og Morgunblaðið er svo sem ekki í vándræðum með að gefa Ræða Gylfa Þ. Gíslasonar á stúdentafundinum um friðarmálin: neinu en af hugarfari kommúnismans LÍKLEGA á engin hugsjón jafnsterkan hljómgrunn meðal jafnmargra manna um víða veröld og hugsjónin um frið á jörðu Er þetta sízt að undra A þeim aldarhelmingi, sem nú er nýliðinn, hefur nær gjör- vallur heimur tvívegis flotið í • -blóði. Ekki eru nema fimm ár síðan lauk ægilegustu styrjöld í sögu mannkynsins. 22 millj. manna munu hafa látið lífið, en 34 millj. særzt. Eyðilegg- ing verðmæta var óskapleg. Milljónaborgir voru brenndar til ösku, stór landsvæði ger- eydd og tugþúsundum skipa sökkt í sjó. Nú, ekki fimm árum eftir að cíðasta harmleiknum lauk, mót ast heimsstjórnmálin að veru- legu leyti af ótta við þriðju heimsstyrjöldina. Friðarþrá al- mennings með öllum þjóðum verður þeim mun sterkari sem styrjaldarhættan verður meiri. Þeir, sem tala um frið, óska friðar, krefjast friðar, eiga greiðan aðgang að hjörtum mannanna. Menn vita það nú betur en nokkru sinni fyrr, að stríð leysir ekki vandamál, heldur veldur böli og evðilegg ingu. Með hliðsjón af öllu þessu er það í sjálfu sér sízt að undra, að stofnað skuli hafa verið til alþjóðlegrar friðar- hreyfingar, friðarþing séu hald- in og blöð gefin út til efling- ar málstað friðarins. í þessu sambandi er þó ýmislegs að gæta. ,,FRIÐARHREYFING“ KOMMÚNISTA. Orð og yfirlýsingar hafa ó- líkt gildi í munni ólíkra manna. Með þessu á ég ekki fyrst og fremst við það, að menn kunna að nota orð í ólíkri merkingu, og skiptir það þó auðvitað meg- inmáli. Allir vita, að orð, sem eru hól í munni vinar, geta verið háð í munni óvinan Að j baki sömu yfirlýsingar getur) legið einlægni eða hræsni, og j fer gildi hennar auðvitað eftir I því. Til grundvallar sama, verknaði getur ýmist legið velvild eða fláttskapur, og eiga viðbrögð að sjálfsögðu að mið- ast við það. Sagt var um kunn- an erlendan stjórnmálamðnn, sem mjög var alvörugefinn, að ævinlega mætti treysta orðum hans, — nema þegar hann brosti, þá meinti hann ekki það, sem hann segði. Yfirlýsingar um frið og frið- arvilja eru auðvitað háðar þess um almennu lögmálum. Sá, sem dæma vill um gildi þeirra, verður að athuga, hvort orð eru þar notuð í sömu merkingu og hann notar þau sjálfur, og hann verður að kynnast hugar- farinu, sem á bak við býr. Und ir þessu er það komið, hvort slíkar yfirlýsingar efla frið- inn eða spilla honum. Hin alþjóðlega friðarhreyf- ing, sem mönnum hefur orðið tíðræddast um hin síðustu misseri, hefur verið skipulögð af kommúnistum. Friðarþing hafa verið haldin og sótt fyrst og fremst af kommúnistum. Eitt slíkt þiny í Stokkhólmi samþykkti andmæli gegn notk un kjarnorkuvopna í stríði. Hefur verið leitað undirskrifta undir þá ályktun um heim all- an, og hafa kommúnistar beitt sér fyrir því. 3$$$ Spurningin er nú: Hefur þessi friðarhreyfing eflt frið- inn? Er hún líkleg til þess að gera það framvegis? Til þess að geta dæmt um þetta er nauðsynlegt að athuga kenningar kommúnista annars vegar og athafnir þeirra hins vegar. „VIÐ ERIJM EKKI FRIÐARSINNAR“ Það er grundvallaratriði í fræðikenningu kommúnism- ans, eins og hann hefur verið boðaður af Lenín, Stalín og öðr um helztu forvígismönnum hans, að í auðvaldsþjóðfélagi muni borgarastéttinni ávallt takast að hagnýta lýðræðið til þess a2L tryggja sér völd, með því að nota yfirráð sín yfir framleiðslutækjum og áróðurs- tækjum og blekkja millistétt- ina til fylgis við sig. Þar eð borgarastéttin muni aldrei af- sala sér völdum sínum á frið- samlegan hátt, sé hinn bylting- arsinnaði öreigalýður neyddur til þess að svipta hana þessum völdum með borgarastyrjöld. Auðvaldsþjóðfélögin þarfnist hráefna og markaða í svo sí- vaxandi mæli, að þau stofni til ctyrjalda til þess að afla þeirra. Þá sé tækifæri fyrir kommún- ista til þess að láta til sín taka •og binda enda á stórveldastyrj- öldina með því að breyta henni í borgarastyrjöld og snúa loka- stigi auðvaldsskipulagsins þann Lg upp í sigur byltingarinn- ar. Kommúnistar gera m. ö. o. ráð fyrir því, að styrjaldir séu óumflýjanlegar milli auðvalds- ríkja. Það sé lögmál, sem ekki tjói að reyna að breyta, heldur eigi að snúa stórveldastyrjöld- um upp í borgarastyrjaldir til þess að tryggja sigur öreiganna og sósíalismans. Það er ekki hugarfar friðarsinnans — pas- ífistans — sem liggur til grundvallar þessum skoðunum. Það er ekki hugarfar þess manns, sem hefur óbeit á vopn um og valdbeitingu og vill 'eysa deilur með umræðum og friðsamlegum samningum. Ekk ert er hinum sanna friðarsinna fjarskyldara en trú á nauðsyn þessum ráðstöfunum fallegt heiti. Draumurinn um „verzl- unarfrelsið“ er að rætast! Það var illa til núverandi ríkisstjórnar stofnað, og henn- ar mun lengi minnzt að endem- um í stjórnmálasögu íslend- inga. Hún hefur kallað böl skorts og atvinnuleysis yfir þjóðina. Afleiðingarnar af stefnu hennar eru slíkar, að þær hafa lagt afkomu og efna- hag þúsunda í rústir. Og nú gerir hún sér hægt um vik og þyngir enn drápsklyfjarnar til þess að hinir fátæku verði fá- tækari og hinir ríku ríkari. Hún hefur þannig með verkum sínum reist sjálfri sér níðstöng, sem blasir við augum sérhvers íslendings. En Morgunblaðið virðist halda, að það sé merki, sem þjóðinni verði ljúft undir ag ganga! GYLFI Þ. GÍSLASON prófessor var einn af þremur framsögumönnum á fundi þeim, sem Síúdentafélag Reykja víkur hélt um friðarmálin síðast liðinn þriðjudag, og tví- mælalaust sá þeirra, sem flutti veigamestu og rökstudd- ustu ræðuna. Sú ræða átti vissulega ekki aðeins erindi til stúdenta, heldur og til livers einasta hugsandi manns, Því hefur Alþýðubla'ðið fengið leyfi prófessorsins til þess að fá að birta hana lesendum sínum. Gylfi Þ. Gíslason. og gildi valds. En það er ein- mitt kenningin um nauðsyn valdbeitingar, sem er kjarni í þessum skoðunum kommún- ismans. Þess vegna eru hinn sanni kommúnisti og hinn sanni friðarsinni gerólíkar manngerðir með gerólíkar grundvallarskoðanir. Það er því auðvitað engin tilviljun, að Lenín skuli víða í ritum sínum lýsa sig andvíg an friðarhyggju eða pasífisma. í 6. bindi hinnar norsku útgáfu rita hans (bls. 94) má m. a. um þetta lesa: Við erum ekki friðarsinn- ar, segir hann, og getum elcki tekíð afstöðu gegn bylt ingarstyrjöld. Það, sem sker úr um, hvort um byltingar- styrjöld eða auðvaldsstyrjöld er að ræða, er fyrst og fremst tvennt: Hvaða stétt heyir baráttu í styrjöldinni, og hver er stefna þessarar stétt ar. Lenín er ekki hinn eini af helztu leiðtogum kommúnista, sem fest hefur slíkar skoðanir á pappír Gottwald, núverandi forseti Tékkóslóvakíu, hefur skrifað þessar setningar: „Munurinn á vörn Sovét- ríkjanna og vörn hins kapí- talisííska föðurlands er jafn mikill og á liimni og helvíti. Við kommúnistar erum ekki friðarsinnar, heldur bylting- armenn. Þess vegna erum víð andstæðingar afturhalds styrjalda, en viðurkennum nauðsyn byltingarstyrjalda og skylduna til þess að verja hið öreigasinnaða föðurland okkar. Hinar vinnandi stétt ir hafa eignazt sitt föður- land, þar sem Sovétríkin eru, og þetta föðuvland er hið sanna föðurland allra vinnandi manna, allra vinn- enda um gjörvallan heim.** (Kommunistisk Tidsskrift 1934, bls. 117). HEYJA STRÍÐ MEÐ FRIÐAEORÐ Á VÖRUM Frekari vitna ætti ekki við að þurfa. Kommúnisl'ar aðhyll ast ekki þá lífsskoðun, sem er andstæð öllum styrjöldum og allri beitingu vopna og valds. Þeir eru andvígir þeim styrj- öldum, sem skaða málstað þeirra, en fylgjandi þeim, sem flytja þá nær marki sínu. Þeg- ar kommúnistar beita sér fyrir friðarhreyfingu, hlýtur því að vakna sú grunsemd, að það sé ekki efling friðarins í sjálfu sér, sem fyrir þeim vakir, held ur annað. Þessar grunsemdir verða að vissu, þegar athugaðar eru at- hafnir kommúnista og afstaða þeirra til heimsviðburða. Þá kemur í Ijós, að þeir lifa eftir þessari kenningu. Nægir að minna á nokkur dæmi úr sögu síðasta áratugs þessu til sönn- unar. Enginn einn atburður átti eins mikinn þátt 1 að styrkja Þjóðverja og gera þeim kleift að hefja síðustu heims- styrjöld og griðasamningurinn við Sovétríkin. Samt kölluðu kommúnistar hann hvarvetna friðarsáttmála. Sovétríkin og Þýzkaland skiptu Póllandi með sér 1939. Rússnesku herirnir fóru ekki með ófrið á hendur Póllandi, heldur til þess að að stilla til friðar. Þegar rúss- neskar hersveitir héldu inn i Finnland og Bessarabíu, var það einnig til þess að efla frið. Og þegar Sovétríkin lögðu Eystrasaltsríkin undir sig og þau hurfu úr tölu sjálfstæðra ríkja, var það einnig til þess að tryggja þeim frið í mál- gögnum kommúnista hefur aldrei verið hægt að lesa um, að rússneskur her eða rúss- neskir skriðdrekar hafi farið með ófriði. Það hefur verið friður eða a. m. k. í þágu frið- arins, þegar þeir hafa verið á ferð. í Kóreu hafa og verið réttir menn á ferð með rétt vopn. Þar er ekki um að ræða árás- arstyrjöld af hálfu Norður- Kóreumanna, heldur baráttu í þágu friðarins. Sama máli gegnir um herferð Kínverja í Tíbet. Þess- vegna hafa friðar- þingin auðvitað ekki gert álykt anir gegn þessum hernaði. Hví skyldu þau beita sér gegn því, sem er til eflingar friði? Hins vegar hefur heyrzt, að stuðn- ingur sameinuðu þjóðanna við Suður-Kóreumenn hafi verið friðrof. Stúðningur Kínverja við Norður-Kóreumenn er aft- ur á móti í þágu friðarins! STRÍÐ GOTT, EF ÞAÐ HENTAR KOMMÚNISTUM Þessar staðreyndir nægja til að sýna, að það er ekki aðeins, að grundvallaratriði í fræði- kenningum kommúnista séu ándstæð lífsskoðun og hugsjón friðarsinnans, heldur hafa þeir staðfest þessar skoðanir sínar í verkum. J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.