Alþýðublaðið - 27.01.1951, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 27.01.1951, Qupperneq 5
Laugardagur 27. janúar 1951. ALÞÝÐUB L AÐJ Ð 5 Kommúnistiim afneitar; strí'ði, vopnavaldi og ofbeldi ekki algerlega eins og frioar sinninn. Keyna’an sýnir, að í augum kommúnistans get- ur stríð, jafnvel árásarstríð, veriS gott, beiting vopna- valds nauðsynleg og ofbeldi sjálfsagt, ef tiltekin skilyrði eru fyrir hendi. En Iiver eru þessi skilyrði? Þau eru óbrot in og auðskilin. Stríð er gott, vopnavaid nauðsynlegt og ofbeldi sjálfsagt, ef með því er þjónað þeim málstað, sem kommúnistar aðhyllast, og það flytur þá nær markinu. En það er jafnfráleitt, ef það er honum andstætt og torveldar baráttu þeirra. Kunnir kommúnistar hafa oft lýst þessu hugarfari Ég skal hér láta nægja að minna á orð hins þekkta danska rit- höfundar Hans Kirks í bréfi til Ejn. Krenchels um Finn- landsstyrjöldina, en bréfig var birt í málgagni danska Komm- únistaflokksins (Arbejderblad- et 15. desember 1939): ,.Það er ástæðulaust að vera að ræða, hvort kröfur sovétstjórnarinn- ar á hendur Finnum hafi ver- íð réttmætar eða ekki frá sið- ferðislegu sjónarmiði, meðan valdið ræður úrslitum í stjórn málum. En ef ég á að segja þér skoðun mína, þá álít ég kröf- urnar hafa verið réttmætar frá siðferðissjónarmiði, af því að þær styrktu málstað alheims- öreiganna“. Hér er kjarni málsins, kjarni lífsskoðunar hins sanna kommúnista. Ekk- ert er rétt eða rangt í sjált’u sér Allt er rétt, sem þjónar málstað hans, jafnvel stríð, vopnavald og ofbeldi, en allt írangt, sem er honum andstætt. HÆTTULEGT HUGARFAR ' En hver er svo þessi málstað tir, sem er kommúnistum svo heilagur, að öll hugtök verða afstæð gagnvart honum? Áour en vikið verður að því, er nauðsynlegt að minnast þess, að þetta hugarfar er hættulegt í sjálfu sér, án tillits til þess málstaðar, sem um er að ræða, þ. e. án tillits til þess, hvort málstaðuj-inn er góður eða vondur, því að hætt er við, að það fæði af sér grimmd, misk- unnarleysi og ofstæki Það var þetta hugarfar, sem spillti mið aldakirkjunni og lá að veru- íegu leyti til grundvallar harð ýðgi og ofsóknaræði þeirra alda, þótt málstaðurinn væri málstaður guðsríkis. Hinu er ekki að leyna, að sérhverjum málstað er mikill styrkur að þessu hugarfari meðal fylgis- manna simia. Það gerir þá fórn fúsari, hugrakkari, einbeittari. En sannleikurinn er sá, að eng inn málstaður er svo algóður, ag hann eigi þetta hugarfar skilið, því að hann hættir að vera algóður um leið og hann hagnýtir það sér til framdrátt- ar. ÞÁTTUR í UTANRÍKIS- STEFNU RÚSSLANDS Á dögum þeirra Manc og Engels var málstaður komm- únismans fyrst og fremst mál- etaður andstöðu við auðvalds- skipulagið og baráttu fyrir nýj lum þjóðfélagsháttum, ríki jafn aðarstefnunnar. Leiðtogar rúss Jnesku byltingarinnar og þá fyrst og fremst Lenín og Trotzkí gerðu kenninguna um valdatökuaðferðina, um nauð- syn valdbyltingar og alræði öreiganna, að einum af hyrn- ingarsteinum kommúnismans. En Stalín og leiðtcgar alþjóða sambands kommúnjsta . gerðu síðan málstað Sovétríkjanna B-!is!innr lisli Sfðræi- issinna, i Dagsbnin ---------+---------i LISTÍ MAGNÚSAR HÁKONARSONAR, Guðmund- ar Erlendssonar, Jóhanns Sigurðssonar og Guðmundar Sigtrj’ggssonar o. fl. í Dagsbrún 1951, borinn fram af eftir-' töldum mönnum, er jafnframt gefa kost á sér í stjórn og aðrar trúnaðarstöður fyrir Verkamannafélagið Dagsbrún 1951: AÐALSTJÓRN: .Magnús Hákonarson. Langholtsvegi 89 I Guðmundur Erlendsson, Langholtsv. 44 Jóhann Sigurðsson, Laugavegi 53 Sigurður Guðmundsson, Freyjug. 10 A Vaklimar Ketilsson, Shellvegi 4 Gunnlaugur Bjarnason, Stórholti 25 Bjarni Björnsson, Hagamel 4 VARASTJÓRN: Guðmundur Sigtryggsson, Barmahlíð 50 Guðmundur Konráðsson, Miðstræti 4 Ólafur Skaftason, Baugsvegi 9 STJÓRN VINNUDEILUSJÓÐS: Formaður: Árni Kristjánsson, Óðinsgötu 28 Meðstjórnendur: Geir Þorvaldsson, Bollagötu 8 Þórður Gíslason, Meðalholti 10 VARAMENN: Ásgeir Þorláksson, Efstasundi 11 Haráldur Jóhannsson, Laugarnesv. 80 ; ENDURSKOÐENDUR: | Þorsteinn Einarsson, Bræðraborgarst. 31 Gunnar Sigurðsson, Kamp-Knox 3 G TIL VARA: Jörundur Sigurbjarnason, Nesvegi 58 Formaður: Varaformaður: Ritari: Gjaldkeri: Fjármá’aritari: Meðstjórnendur: ... að málstað hinnar alþjóðlegu kommúnistahreyfingar og hana þannig í raun og veru að tæki í utanríkisstefnu þeirra. Nú er kommúnisminn ]>ví í raun og veru ekki aðeins þjóðmálastefna í venjulegum skilningi. Hann er ekki einu sinni byltingarkenning ein- vörðungu. Hann er einnig þáttur í utanríkisstefnu og valdabaráttu eins voldugasta stórveldisins_ Þess vegna get nr kommúnistahreyfing reynzt hættuleg á örlaga- stundum, því að hagsmunir kommúnismans og hagsmun ir Sovétríkjanna eru hinir sömu. Hægt er að tilfæra ummæli þekktra kommúnista í öllum löndum þessu til sönnunar. Fimm árum fyrir síðustu styrj- öld eða 24. október 1934 sagði danskur kommúnistaleiðtogi, Munch-Petersen, í þingræðu: ,,Sem sósíalistískur flokkur get um við aldrei tekið þátt í vörn um auðvaldsríkis, þótt það sé kallað föðui’land okkar, en við tökum undir vígorð alþjóða sambands kommúnista um að beina.. vopnunum í hina réttu átt. Víð getum ekki. tekið þátt í að verja hið borgaralega lýð- ■•:éði eða auðvaldsskípulagið í DanmÖrku . . . Hlutverk ör- eigalyðsins í Danmörku í heimsvaldastríði verður að berjast við auðvaldsskipulagið í Danmörku“. í grein, t sera einn . aðalleiðtogi íslenzkra kommunista, Brynjólfur Bjarna son, ritaði 1939 gegn Benjamín Eiríkssyni um utanríkisstefnu Sovétríkjanna, gerði hann þau orð Dímitroffs að sínum, að prófsteinninn á einlægni og heiðarleik sérhvers starfsmanns verkalýðsflokks væri afstaða hans til Sovétríkjanna Og for maður danska Kommúnista- flokksins, Aksel Larsen, sagði í ræðu 13. desember 1948: „Félagi Dímitroff benti á það fyrir stríð, að afstaðan til Sov- étríkjanna sé prófsteinninn á það, hvort maður sé með eða móti sósíalismanum, með eða móti framförum, með lýðræð- inu eða móti því, með friðin- um eða andvígur honum. Hér getur ekki verið um neina málamiðlun, engan meðalveg að ræða“. Einna skýrast hef ég séð þessa hugsun orðaða af ungverska varaforsætisráð- herranum Matthíasi Rakósi: „Sá, sem fylgir ekki Sov- étríkjunum nema með tii - teknum skilyrðum cða til- teknum fyrirvara, sá, sem heldur, að hagsmunir síns eigin lands og hagsmunir Sovétríkjanna fari ekki ávallt saman í einu og öllu, hann er ekki kommúnisti“. HAGUR SOVÉTRÍKJANNA PRÓFSTEINNINN Málstaður Sovétríkjanna er því málstaður hins sanna kom- múnista. Þegar þetta er haft í huga, verður það skiljanlegt, sem annars væri óskiljanlegt, að kommúnistar telja árásar átríð stundum réttmætt, en stundum glæpsamlegt, að þeir telja það frelsun þjóðar í einu tilfelli, sem þeir telja kúgun hennar í öðru. Þeir eru á móti því stríði, ; sem beinist eða hætt er við ! að beinist gegn Sovétríkjun ] um, en með því stríði, sem styrkir þau eða vini þeirra. j Þeir eru á móti þeim vopn- um, sem andstæðingar Sov- j étríkjanna eru birgari at en þau. En þeir gleöjast, er þeir heyra um vopn, sem Sovét- ríkin eigi', en andstæðingar þeirra ekki. , Allt er þefjta rökré.tt, miðað við grundvallarskoðun komm- únismans. Sumar styrjaldir cfla Sovétríkin. Aðrar gera þeim tjón. Sum vopn eru þeim hættuleg. Önnur eru þeim gagn leg. Sá, sem telur velgengni og veldi Sovétríkjanna mestr, máli skipta í heimsmálum, á auðvitað að fagna sumum styrjöldum og sumum vopn- um, en fordæma aðrar styrj- aldir og önnur vopn. ENGIN SÖNN FRIÐARHREYFING Hitt er svo annað mál, að friðarhi'eyfing, þar sem menn með slíkar skoðanir eru í fylkingarbrjósti, cx ekki sönn friðarhreyfing, henni er hvorki ætlað að efla skilyrðislausan frið á jörðu né heldur er hún fær um það. Henni er ætlað að efla i'rið þar, sem það er í sam- ‘ ræmí við hagsmuni Sovét- ríkjanna og alheimskomm- únismann að friður haldisí. En henni er ætlað að láta ófrið afskiptalausan þar, sem ófriðurinn er í samræmi \ ið hagsmuni Sovétríkjanna, og það hefur hún gert. Sumir friðarsinnar kunna að spyrja, hvort ekki sé, þrátt fyr j ir c.llt, rétt að taka þátt í frið- arhreyfingunni. Ekki versni málstaður friðarins við það, ‘ þótt kommúnistar kunni að vera blendnir í fylgi. sínu við hann. Og líkt munu ýmsir hafa hugsað varðandi Stokk- hólmsávarpið. Jafnsjálfsagt sé að lýsa andstöðu sinni við notkun kjarnorkuvopna, þótt það séu kommúnistar, sem beiti sér fyrir andstöðunni. Ýmsir ágætir menn, bæði hér og annars staðar, menn, sem eru sannir friðarsinnar og eru algerlega fráhverfir öllum kommúnisma, munu hafa und- irritað Stokkhólmsávarpið af þessum ástæðum. Ég held, að þessum mönnum hafi sézt yfir mikilvægt atriði í þessu sam- bandi. Engan á að gilda einu, í hvaða íélagsskap hann er, því að félagsskapurinn hlýtur ávallt að'setja sinn blæ á það, sem sagt er eða gert. Miklu mikilvægara er þó hitt, að spurningin um notkun kjarn- orkuvopna, sem Stokkhólmn- ávarpið fjallaði um, er ekki nema einn þáttur mikils vanda máls, þ. e. hvernig eigi að koma í veg fyrir, að ófriður brjótist út og leiði nýjar hörm ungar yfir heiminn. Sérhver maður getur séð, að bann gegn notkun kjarnorkuvopna tryggði engan veginn frið. Ekki þarf annað en að láta hugann hvarfla til Kóreu til þess að sjá það. Þeir, sem eru ekki komm únistar, hljóta að hafa skoðan- ir á heimsmálunum í heild, sem eru gerólíkar skoðunum kommúnista, og þá er rangt að láta eitt atriði, sem sé and- stöðu við notkun kjarnorku- vopna, /erða til þess að sam- lylkt sé við þá, einkum þegar þesrs er gætt, að tilgangunnn er líklega fyrst og fremst sá að koma slíkri samfylkingu til leiðar. Það villir öðrum mönn um sýn og getur orðið til þess eins að efla heildarmálstað kommúnismans, sem er allt annars eðlis, styrkja það hug- arfar, sem honum liggur til grundvallar. En heimsfriðinuin stafar nú ekki meiri liætta af neinu en einmitt því hugarfari, sem telur styrjöld ekki alltaf styrjöld'og frið ekki alltaf frið, en þannig er hugarfar hins hreina kommúnisma. Ég vil ekki segja, að hugar- far allra þeirra, sem fylgt hafa kommúnistískum flokkum, sé meg þessum hætti. En það er vissulega kominn tími til þess að þeir geri sér þess grein. að hugarfar leiðtoganna er svona. MIÐALDAHUGS- UNARHÁTTUR Það er eitt af djúpstæðustu menningareinkennum þeirr- ar aldar, sem við lifum, að mikilvæg orð og hugtök eru hætt að hafa almenna og al- gilda merkingu. Þetta á t. d. við um orðin lýðræði, frélsi og friður. Það ,sem sumir kalla lýðræði, kalla aðrir einræði. það, sem sumir kalla frelsi, kalla aðrir ófrelsi, jafnveí styrjöld er talin efling frið- ar. Slíkt er óhjákvæmileg af- leiðing þess, ef menn taka þá trú, að til sé eitt markmið í iífinu, ein stefna, er sé öllu æðri og allt annað verði a3 lúta. Þá hlýtur allt það að vera gott, sem eflir þessa stefnu, og allt íllt, sem er henni and- Etætt. Öll siðgæðisvandamál eru þá auðleyst, öllum spurn- ingum um, hvað sé rétt og hvað rangt, auðsvarað, Ekkert vandamál þarf að rannsaka i sjálfu sér, heldur aðeins aS spyrja: Eflir það málstaðinn eða veikir það hann? Það er venjulega fijótsagt, og þá er málið leyst. Slík lífsskoðun auðveldar að sjálfsögðu alla breytni. Vandinn er sá einn að gera sér grein fyrir, hvað gera eigi til þess að flýta fyrir því, að markið, sem að er keppí. náist, og það er auðveldara en að miða breytni sína við á- kveðnar skoðanir á því, hvað sé rétt og rangt í sjálfu sér. Kommúnisminn er eina þjóð málakenning nútímans, sem grundvallast á þessu hug- myndakerfi. Trúarlíf miðalcl- anna hvíldi á nákvæmlega hli3 stæðum grunni. Tilgangur þess, og hinztu rök voru í því fólg- ín að gera lífið einfaldara og vandamál þess auðleystari hin- um ótarotna manni, með því að gera allt annað hvort hvítt eða svart, og losa hann þannig við kvalræði efans og færa honum sælu hinnar algeru fullvissu. Og það tókst að verulegu leyti, en það kostaði ofstæki og skort á umburðarlyndi, mann- úðarleysi og grimmd, sem reyndist dýr, þegar fram liðíi stundir, færði þekkingarleitina í fjötra og torveldaði framfar- ir. Hvað menningarmál snerf- ■r voru 18. og 19. öldin í raun- inni fyrst og fremst andóf gegn þessu einfalda lífsviðhorfi, gegn hinu afstæða eða skilyrð- isbundna siðgæðishugtaki. Og það var hætt að hafa nokkra verulega þvðingu, þegar Köm- Framh. á 7. síðu. Tökum klukkur til. viðgerðar. Sækjum og sendum allar stærri klukkur. FRANCH MICHELSEN Úrsmíðavinnustofa. Laugavegi 39. — Sími 3462.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.