Alþýðublaðið - 27.01.1951, Page 6

Alþýðublaðið - 27.01.1951, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÖIÐ Laugardagur 27. janúar 1951. Stefna lýðræðissinna í Dagsbrun Framh. af 3. síðu. íeiðin til þess að fá kröfum sín- um framgengt? Ég get skotið því inn hér, að þegar ég flutti búferlum hing- að til Reykjavíkur fyrir tæpum þremur árum, var atvinnu- spursmálið eitt af aðalvanda- málunum, sem þurfti að leysa. Ég sneri mér til manns, sem ég þekkti og vissi að var hand- genginn þeim öflum, sem virt- ust hafa yfirtökin í verkslýðs- málum þessa bæjar og var skoð- anabróðir þeirra. Að sjálfsögðu tók kunninginn málaleitan minni vinsamlega, — en svarið var skýrt og eindregið: I þess- um málum get ég ekkert lið- sinnt þér; þar verð ég að vísa til hinna ólíklegustu staða; og og þar er úr nógu að velja, að- eins að leita víða fyrir sér og nota kunningsskapinn. Ég ætla ekki að útskýra þetta einfalda og sanna dæmi frekar; en það er táknrænt um úrræða- Ieysi kommúnista í þessum mál um. Velta þeir elcki allri á- byrgðinni á herðar öðrum? Gera þeir ekki kröfur á kröfur ofan til þeirra, sem þeir þó telja svarna óvini fólksins? Hér er ekki um neitt samstarf eða þjóðskipulag að ræða. Hróp eins og .,burgeisarnir“, „bófarnir11, „níðingarnir“ kveða við; og um samstilit samtök okkar verkamanna innan lýð- ræðisflokkanna fara þeir sví- virðingarorðum og ausa úr skálum reiði sinnar. Er þetta rétta leiðin? Við, verkamenn, sem erum viðurkenndir að vera lífæð hverrar þjóðar! Látum ekki beiskja líf okkar með stétta- hatri og mannorðsvígum! Streyma ekki raðir af fólki frá okkur út í allar stéttir þjóðfé- lagsins — synir okkar og dæt- ur, bræður og systur? Kertiur nokkrum til hugar að þetta fólk sé annars eðlis en við sjálf? Eru samtök okkar ekki nógu sterk til að ná réttarstöðu okk- ar í þjóðfélaginu á friðsamleg- an, lýðræðislegan hátt? Ég segi jú. Við erum nógu sterkir og vig erum færir um að refsa á réttlátan hátt, ef yfirstéttir þjóðfélagsins bregðast trausti okkar Vinnum því einhuga að sam- starfi innan verkalýðshreyfing. arinnar og styðjum einhuga lýðræðissinnaða verkamenn! Styðjum B-Iistann! Við skulum ganga heilhuga til þessara kosninga, ákveðnir og af ráðnum hug. Það styrkir persónugildi manns, að vita hvað maður vill. Minn þáttur í þesum kosning- um er kannski ekki stór; en þó hefur verið reynt að gera hann minni en efni standa til. Hvað veídur? Er Þjóðviljinn hræddur við „hvítvoðunginn“ ? Það skiptir minnstu máli, hver maðurínn er. Hitt hefur þýðingu, hvað hann er og hvernig hann er. Um það skal ég ekkert segja. Hitt get ég sagt hér, að fyrst ég leiddist til þess að taka þetta mál að mér, þá ber ég fyllsta þjónustuhug til þess. Og yrðu mér falin á- byrgðarstörf innan Dagsbrún- ar, mundi ég rækja þau af þjón- ustuhug; og ég vona, að það iundarfar yrði mér vísir til þroska í starfi. Ég vona, að fundarmenn hafi skilið það, að það er ekki mín meining að hleypa þessum funai upp; ég kýs samstarf og friðsamlegar lausnir. Ég hef að- sins drepið á fátt eitt mönnum til íhugunar; þó get ég ekki stillt mig um að lýsa yfir því, að í verkalýðsmálum okkar íslendinga er, eins og í öll- um okkar þjóðmálum og al- þjóðamálum, aðeins um tvær leiðir ag ræða: annars vegar lýðræði, hins vegar klíku- starfsemi kommúnista. Ann- að hvort viltu þttta eða hitt, og samkvæmt því greiðir þú atkvæði á laugardag og sunnudag. Frakkar vilja sérsia! an iandvarnamála- ráðherra Ailanfs- hafsbandalagsins FRAKKAR ltafa boðið hin- um tíu þátttökuríkjum Atlants- hafsbanda’agsins í Evrópu, svo og Vestur-Þýzkalandi, til ráð- stefnu um Iandvarnamálin í París. Mun aðalviðfangsefni ráð- stefnunnar verða að fjalla um þá tillögu Frakka, að stofnað verði embætti sérstaks land- varnamálaráðherra á vegum Atlantshafsbandalagsins. Dorothy MacÁrdle Ó B O Ð N I ....... 6. dagur GE ST I SKIPAUTGCKÐ : RIKVSXNS „Ármann" 'er til Vestmannaeyja í kvöld. Vorumóttaka í dag. Kaupum, seljum, alls konar notaða húsmuni í góðu standi. PAKKHÚSSALAN, sími 4663. Ingólfsstræti 11, Auglýsið f Alþýðublaðinu! skrifborðinu, rétt eins og hann væri að gera einhverjum að- vart með dulmálsmerkjum. Eftir langa þögn tók hann skyndilega til máls. „Skyldan býður mér a3 skýra yður frá öllu!“ mælti hann. „Já, einmitt.“ „Eg sagði yður áðan, að fyr- ir sex árum síðan, hefði fólk búið í Drangsvík um skeið. Eg hlýt að skýra yður frá því, að það fólk bjó þar ekki lengi. — Það varð fyrir ónæði þar.“ „Varð fyrir ónæði!“ Eg gat ekki að mér gert að brosa að orðalagi hans. Flestir aðrir mundu hafa tekið þannig til orða, að fólkið hefði „ímyndað sér“ eða „talið sig“ verða fyr- ir ónseði, — það er að segja, ef þeir hefou álitið slíka smá- muni umtalsverða. „Svo fremi, sem þaö hafa ekki verið rottur, er énæðinu ullu ■— — —“ svaraði ég glettnislega. „Það voru ekki rottur." Eg beið. Hafði hann í hyggju að ræða þetta nánar? Auösjá- anlega ekki. Hann beit á vör- ína og tók að horfa út á glugg- ann á kött, sem var á rölti upp \ á garðsvegnum. „Mér fannst það skylda mín, að skýra yður frá þessu,“ sagði hann. Og það var all og sumt. „Eg er þess fullviss, að slík saga vekur óskiptan áhuga syst ur minnar,“ sagði ég. ,,Þér haldið það? ‘ Hann sneri sér að skrifborð- inu og skrifaði nafn og heim- ilísfang lögfræðings síns í Lundúnum á blað, er hann fékk mér, og kvað hann mig ékki þurfa annað en snúa mér til hans varðandi kaupin og allt það, er húsið snerti. Þóttist ég mega sjá þ,uð á öUu, að hann kysi að vera laus allra beirra mála, og það sem fyrst. Ég gat því ekki annað en dáðst að með dálít’ð þurri og á stund- nm iielzt til hrjúfri gamanseroi og af einlægri v;rðingu fyrir þessu fólki. Pamela, sem var í tólskinsskapi, hlýddi scgum aans með athygli ,.Ha?a ekki ættir fólks hérna í Norður-Devonshire blandazt Keltum?“ spurði hún. „Hérað- ið lig'gur milli Cornwall og Welsh, svo að slíkt virðist að- eins eðlilegt.“ ,,Nei,“ svaraði hann stuttur í spuna. „Welshbúar eru af allt iiðruni kynþætti.“ Og það var auðheyrt á rómi hans, að hann áleit þann kyn- þátt mun lakari og óæðri. Stella, sem sat á hægri hönd mér, .borfði niður í diskinn sinn, sýnilega annars hugar. Var hún með afbrigðum hlé- dræg," eöa svona dul að eðlis- fari? Ég gat ekki getið mér þess til hvort heldur væri. Andlit hennar var einkar frítt, ennið mikið og hvelft, augna- ráþið bjart og síbreytilegt, og muú opinskárra en varir'henn- ar, Til heiðurs við okkur hafði hún bundið bláan flauelsborða um hár sitt, en tekið kambana og nælurnar úr því og skreytt barm sinn fögru nisti, sem hékk í grannri hálsfesti úr gulli. Heimsókn okkar var að sjálfsögðu mikill viðburður í fásinninu og sala hússi-ns ekki síður. Ég þóttist þess fullviss, að hún mundi hafa spurt okkur margs, ef háttvísi hennar hefði leyft það.. Það var eins og hún vildi fieista að ná taki á ein- nverri hugsun, vær: að berjast .■ið að muna eitthvað; hún lok- aði augunum til hálfs nokkra hríð, opnaði þiau síðan skyndi- íega. „Pamela Fitzgerald?'1 mælti hún spyrjandi. „StelJa," hrópaði liðsforing- mr.r-með undrun og andúð og lért á hana svo hvasst, að liún fölnaði við. Og hvarmar henn- ar döggvuðust tárum, hún hreinskilni hans, er hann var-! barðist við grátinn og mátti aði mig við því „ónæði" sem ékki mæla. Pamela brostí. fóllt taldi sig hafa orðið fyrir í j húsinu, og þeirri nærgætni, hans, að vilja ekkert á það minnast svo að Pamela heyrði. Sterk skapgerð, hugsaði ég, á- unnin að meira eða minna lcyti fyrir strangan sjálfsaga. Og um leið gat ég ekki varizt þeirri spurningu, hvort harm mundi einnig beita dótturdótt- ur sína hörðum aga. Hann var í því skapi, að mér reyndist torvelt að halda uppi samræðum við hann, og ef lil vill hef ég sýnt rneiri fögnuð en kurteisi gat talizt, er Stolla kom inn aftur og kallaði á okk- ur ti! árdegisverðar. Maturinn var Ijúffengur og myndarlega fram reiddur. Vín- ið ágætt. Við borðið var liðs- foringinn hinn skemmtilegasti, iék á als oddi og sagði sögur, er sýndu skapgerð og háttu De- vonshirebúa, sem hann túlkaði „Liðsforinginn hefur. senni- ffga ekki heyrt minnar frægu formóður getið,“ sagði hún og 4ieri máli sínu að honum. :.„Það er sagt, að hún hafi úérið dóttir greifans af Orlé- uns,“ mælti hún, er liðsíoring- ínn svaraði ekki spurningu hennar, „og að hún hafi verið með afbrigðum fögur. Hún giftist Játvarði Fitzgerald, sem var foringi írsku frelsishrevf- ingarínnar 1898. Og hvort sem hún hefur í raun og' veru verið formóðir mín eða ekki, þá er ég stolt af því að bera nafn hennar. Saga þeirra hjóna var sanmkölluð hetjusaga." .;Ég er hræddur um það,“ mælti liðsforinginn kuldalega, „að ég þekki lítið sögu írskra óaldarmanna.“ En það er ekki auðgert að slá Pamelu af laginu, sé hun b\ rj- uð að ræða um hina írsku for- feður sína. Ég fór að ra-ða um nýjustu fréttirnar og annað þess háttar við liðsíormgjann, en Pamela tók að segja Stellu jíá sögu, að Pamela eldri gengi ijósum logum á Frasscatisetr- inu, sem verið hafði heimili hennar, sæist þar roeira að segja oft á ferli tun hábjartan dag. Stella hlustaði heillúð á frá- sögn hennar. „Eiginlega finnsj mér þetta ekki svo undarlegt," hélt Pa- me'la áfram. „Húii át.ti ham- ingjuríka ævi að Frasscati. Ég er þess fullviss, að svo fremi sem svipum látinna manna er það unnt að reika um jöröina, þá leiti þeir til þeirra staða, sem þeir eiga ljúfar minningar við bundnar. Þess vegna þykir mér einmitt sem það sá beimska ein að óttasc þá.“ Hún hafði talað u.m betta í léttum tón, en áhrif orða her.n- ar vöktu samt furöu mína. Stella hætti að borða og starði á hana stórum augum, r.g svip- ur hennar lýsti einlægum fögn- uði. „Þér hvggið það,“ mælti hún og dró djúpt andann. „Það er sannfæring' yðar?“ Liðsforinginn hvessfi augun á Pamelu, og tillitið var svö reiðilegt, að mér tók að hitna í hámsi. „Þér getið ekki,“ sagði hann og reyiidi að tala rólega, „þér getið ekki varið þessa skoðun yðar með neinum fram bærilegum rökum. Það er blátt áfram furðulegt með hvílíkri léttúð og af hvílíku þekkingarr leysi fólk getur leyft sér að ræða þessi mál.“ Pamela horfði á hann með nokkrum kulda; ætlaði hún að beita hann háði? Hún átíi ]iað til að bregða því fyrir sig. Nei, hún svaraði af rólegri yfirveg- un, og ekki varð anr.að á rödd hennar heyrt en hugur fylgdi máli: ..Þér hafið rétt fyrir yð- ur. Fólk segir meir en það véit um slíka hluti.“ Nú varð þögn. Sntt bezt að segja þótti mér Parnela ekki hafa verið heppin í valinu Iivað umræðuefni snerti. Það var bersýnilegt, að hinn aldni liðs- foringi hafði ekki tiltakánlegá mikið álit á Welshmönnum, vofum eða írskum frelsissiniæ um. Stella virtist ekkl vita hvað hún ætti til bragðs að taka og hnuðlaði vasaklút sinn milli handanna. Sterkur ilm- vatnsþefur harst úr klútnum; liðsforinginn tók að hnusa og þefa, og Stella stakk klútnum á sig í skyndi og roðnaði við. „Fyrirgefðu, afi,“ mælti hún bljúg. „Ég mundi ekki eftir því að þú hefur mikla andúð á ilmvatnsnotkun minni.“ „Ég þóttist vita, að þú hefðir gleymt því,“ svaraði hann. Hún reis á fætur, laut. Pam- elu og sagði: „Þið afsakið mig,“ GOL- ÍAT

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.