Alþýðublaðið - 31.03.1951, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.03.1951, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur að Alþýðoblaðinu. [ Alþýðublaðið inn á hvert heimili. Hring- ið í sími 4900 og 4906 Börn og unglingafi Komið og seljið ASþýðublaÖiÖ, Allir vi'lja kaupa ASþýðublaÖið, Laugardagur 31. marz 1951. iskimið fundin vii röstd Suður4friku í einhverri stál- skemmu bæjarins? DANSKI KANNSÓKNAKLEIÐANGURINN, sem nú er á ferðalagi umhverfis jörðina með hafrannsóknaskipinu „Galat- hea“, hefur meðferðis geislavirkt efni, sem auðveldar mjög athuganir á botngróðri, bæði á grunnsævi og djúpsævi. Með notkun þessa efnis hefur leiðangursmönnum tekizt að finna geysistór og au'Jug fiskimið imdan vesturströnd Suður-Afríku; og er það kastaði síðan botnvörpu á þessum slóðum, fengust mcira en 4000 fiskar í vörpuna, — þar á meðaf. 25 spirula- fiskar, sem aðallega halda sig á djúpsævi, og hafa aðeins ör- sjaldan veiðzt áður. Með notkun þessa geislavirka* ' r ; • ------- efnis, sem er úrgangsefni, er ! _ ti _ myndast við kjarnorkufram- 30rpS}Ö0IIl SfaÖSeff íeioslu, er unnt ao akveoa magn J botngróðursins, en magn hans ræður aftur á móti fiskimagn- inú á hverjum stað, eða hefur að minnsta kosti úrslitaáhrif, .hvað fiskimagnið snertir. Slíkar rannsóknir hafa áður verið ó- framkvæmanlegar. og hefur BÆJARRÁÐ liefur fa'ið Galathealeiðangurinn með hönd borgarlækni að halda áfram um frumtilraunir á þessu sviði.! undirbúningi að sorpvinnslu- Svo víð og fiskiauðug eru stöðinni og sækja enn um fjár- þessi nýju mið, sem leiðangur , festingarleyfi fyrir tækjum inn hefur fundið, að vísinda- j stöðvarinnar, en fjárfestingar menn á þessu sviði gera sér ^ lcyfi fékkst ekki á síðast ári, vonir um, að þarna séu fundin ' enda þótt þá hafi vcrið sótt um framtíðarmið. er geti dregið úr: það til f járhagsráðs. þeirri fiskiþurrð. sem nú hefur j j haf- var r4ðgert að gert vart við sig i norður og b ja þ fti fir sorpvinnslu vesturhofum. ! tekin, en nú hefur sú hug- mynd komið fram, að notast vig eitthvað af stálskemmum bæjaris, en hann á allmargar stórar stálskemmur, og myndi á þann hátt sparast byggingar kostnaður, og telur borgar- læknir, að unnt muni verða að koma sorpeyðingarstöðinni fyr ir til frambúðar í einhverri af þessum skemmum. ifrætisvagnasljérar la $ STRÆTISVAGNASTJÖRA- DEILD Rifreiðastjórafélagsins Hreyfils hefur mótmælt harð- lega við bæjarráð þeirri hug- mynd bæjarstjórnarmeirihlut- ans, að selja strætisvagnana. Vnru mótmæli þessi lögð fram á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn. Á sama fundi lá fyrir umsókn frá manni í Kleppsholti. Margeir J. Magn ússyni, Skipasundi 62, um að fá leyfi til þess að hafa fast- ar áætlunarferðir um bæinn. Samþykkti bæjarráð að fá um- sögn forstjóra strætisvagn- anna um þetta mál. Aðalfundur bifreiða- kennarafélagsins AÐALFUNÐUR Bifreiða- kennarafélags Reykjavíkur, Var haldinn 27. marz í húsi V. R. í Vonarstræ,ti. Fundarsókn var með ágætum og virtist mik ill áhugi ríkjandi meðal fund- armanna, a'ð efla þessi nauð- sjmlegu samtök. I fundarbyrjun minntust fundarmenn fyrr'verandi for- manns og aðalhvatamanns fé- lagsins, sem nú er látinn. I s,tjórn félagsins voru kosn- ir: Sverrir Guðmundsson for- maður, _ Gísli Ó. Sessilíusson ritari, Árni Pálsson gjaldkeri. Varamenn í stjórn voru kosn- ir: Guðmundur Sigurðsson, Magnús H. Valdimarsson: og endurskoðenaur Geirjón Helga son og Páll Þorgilsson. Umsóknarfresfur um lektorssföðuna í Höfn framlengdur SAMKVÆMT UPPLÝSING- UM frá Háskóla íslands hefur umsóknarírestur um lektors- stöðuna í íslenzku við háskól- ann í Kaupmannahöfn verið lengdur, og getur háskólinn tekið vig umsóknum til laugar- dagsins 7. apríl. Valur vann afmæl- ismóf siff í VALUR vann afmælismót sitt í handknattleik í gærkvöldi með því að sigra KR með 3:2. Tveir leikir fóru fram í gær- kvöldi áður en úrslitaleikur var leikinn. Vann Valur þá Víking með 10:3 og KR Ár- mann með 9:6. Verð rafmagns og kola hækkar FRANSKA stjórnin hefur ákveðið að verð á kolum og gasi skuli hækka um 5 prósent og verð rafmagns um 10 prós- ent. Hækkun þessi er eftir því sem stjórnin lýsti yfir gerð til þess að vega upp á móti launa hækkunum, sem nýlega hafa átt sér stað og einnig til að tryggja hagkvæmari útkomu á rekstri þessara framleiðslu- greina. Lofíræsting strætisvagnanna futi- nægir ekki heilbrigðissamþykkt; -----------------«------ BORGARLÆKNIR hefur enn á ný ítrekað við bæjaráð að ýmissa endurbóta sé þörf í sambandi við þrifnað og liollustu hætti strætisvagnanna og sömuleíðis útlit þeirra. Vakti borgar* læknir fyrst athygli á þessu fyrir áramót og aftur eftir áramót8 og krafðist þess jafnframt, að ýmsar endurbætur væru gerðar sérstaklega í sambandi við loftræstingu vagnanna, og er meðal annars nauðsynlegt að setja á þá lofttúður. Þrátt fyrir þessar umkvart- anir borgarlæknis hafa bæjar- yfirvöldin ekkert gert til þess að bæta úr þessu, og hefur borgarlæknir því enn ítrekað fyrri kröfur sínar, sérstaklega með tilliti til þess að vekja at- hylgi væntanlegra kaupenda vagnanna á því, að vagnarnir fullnægi ekki heilbrigðissam- þykktinni, hvað loftræstingu og annan þrifnag snertir. Eins og kunnugt er hafa vagnamir verið auglýstir til sö’u, og sagði borgarlæknir í viðtali við blaðið í gær, að hann myndi ganga ríkt eftir því, að áðui'greindar aðfinnsl- ur yrðu teknar til greina og vildi hann gera væntanlegum kaupendum það ljóst, að ef ekki yrði bætt úr þessu áður vagnarnir . yrðu seldirs en myndu framkvæmdirnar lenda á nýju kaupendunum. Fiskaflinn fvo fyrslu mánuði ársins 34801 smálesi Sókn Kínverja við Seoul í gær sfððvuð Var ekki nema 31.409 smálestir í fyrra. -----------------------------•------------ FISKAFLINN frá 1. janúar til 28. febrúar 1951 varð alls 34.801 smálest. Til samanburðar má geta þess, að á sama tíma 1950 var fiskaf inn 31.409 smál. og 1949 var hann 38.336 smál. Hagnýting þessa afla var* sem hér segir (til samanburð- ar eru settar í sviga tölur frá sama tíma 1950): ísvarinn fiskur 16.659 (9.083 smál. Til frystingar 10.238 (11.740) smál. Til söljtunar 5.352 (10.096) smál. Til herz’u 112 (218) smál. I fiskimjölsverksmiðjur 1.887 (0) smál. Annað 555 (272) smál. Þungi fiskjarins er miðaður við slægðan fisk með haus að undanskildum þeim fiski, sem fór til fiskimjölsvinnslu, 'en hann er óslægður. iefsf verkfalð í 30—40 vei VERKFALL VOFIR YFIR hjá starfsfólki í veitingahúsum hér í -bænum og hefst það í fyrramálið, sunnudaginn 1. apríl, ef samningar takast ekíri í dag. Mun verkfall þetta ná til 30—40 veiiingaliúsa hér í bæn um. Félag starfsfólks í veitinga- húsum boðaði- fyrir nokkru vinnustöðvun frá 1. apríl, ef samningar næðust ekki fyrir þann tíma. í fyrradag átti sáttasemjari viðræður við deiluaðila, en ekkert sam- komulag náðist þá, og óvíst er, hvort nokkuð verður ræðzt við í dag. Starfsfólkið mun hafa fund í nót,t eftir vinnutíma. P'félagi starfsfólks í veitinga húsum er allt ófaglært fólk á veitingastöðunum og nær verk fallið því ekki til þjónanna eða faglærðra matreiðslumanna, en vinna þeirra mun að mestu leyti stöðvast af sjálfu sér, ef aðstoðarfólkið leggur niður vinnu. HIN skyndilega og ákafa sókn kínverska hersins í fjall- lendinu fyrir norðaustan höf- uðborgina Seoul var stöðvuð í gærkvöldi eftir hina hörð- u^tu bardaga, sem átt hafa sér stað um margra vikna skeið á vígstöðvunum í Kóreu. Það var ekki fyrr en stórskotalið og flugvélar höfðu spúð splengi kúlum í marga klukkutíma á fylkingar kínverska sóknar- hersins, að þær drógu sig' til baka. Kínverjar tefidu að vanda fram ógrynni fótgönguliðs og höfðu undirbúið árásina með látlausri stórskotahríð. Tóku þeir í fyrstu árásunum fram- varðastöðvar, er her samein- uðu þjóðanna lét undan síga fyrir ofureflinu. Á miðvígstöðvunum voru einnig harðir bardagar, þar sem her sameinuðu þjóðanna sótti fram nokkrum kílómetrum fyrir sunnan 38. breiddarbaug. Á austurströndinni voru sveitir Í3uður-Kóreumanna konmar 10 km. norður fyrir hin gömlu landamæri, en mættu frekar lítilli mótspyrnu. Fréttir herma að Kínverjar flytji mikið lið og hergögn til vígstöðvanna, Sreytlur sýninga- tími tijá Leikfé- lagl Reykjavíkur SJÓNLEIKURINN Anna Pétursdóttir, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi fyrir páska, verður sýndur í fjórða sinn annað kvöld. Aðsókn aö leiknum hefur verið mjög góð, en sýning á leiknum á mið- vikudagskvöld fyrir skírdag féll niður vegna bilunar á ljós um, sem varð kvöldið áður5 þegar verið var að sýna gam- anleikinn Elsku Rut. Eins og auglýst hefur verið er sýning- artími sjónleiksins Önnu Pét- ursdóttur dálítið annar eia venjulegast er; hefst leikurinrj ekki fyrr en kl. 8,15, og hafa ýmsir leikhúsgestir látig í Ijós undrun yfir þeirri ráðabreytni ’eikfélagsins, þar sem leikritið er í lengsta lagi, sýningu ekkl lokið fyrr en um kl. 11,30. Stafar þessi breytti sýningar- tími m. a. af því, að Brynjólf- Ur Jóhannesson, sem leikur hlutverk séra Jóhannesar I öðrum þætti leiksins, hefur jafnframt með höndum hlut- verk í Heilagri Jóhönnu hjá þjóðleikhúsinu í fyrstu sýn- íngu þess leiks. Er það sjald- gæft mjög, að sami leikari leild tvö hlutverk sama kvöldið sitt hjá hvoru leikhúsinu og leysir Brynjólfur þann vanda af hendi með einstakri prýði, þar sem hlutverkin, höfuðsmaður- ínn og klerkurinn, eru sitt af hvorum toga spunnin, en Brynj ólfur gerir þeim þanr.ig skil, að báðir mennirnir verða hin- ir eftirminnilegustu. En r.okk- urn tíma þarf Brynjólfur til að skipta um gervi, og er þannig til kominn breyttur sýningar- tími á leikritinu í Iðnó Samkeppní um merki Reykjavíkurborgar BÆJARRÁÐ hefur sam- þykkt að efna til samkeppni um merki Reykjavíkurborgar. Var húsameistara bæjarins, for stöðumanni skipulagsdeildar- innar og skjalaverði bæjarins falið að undirbúa samkeppn- ing.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.