Alþýðublaðið - 22.04.1951, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.04.1951, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Vaxandi suðaustan átt og rigning i kvöld. XXXII. árgangur. Sunnudagur 22. apríl 1951 90. tbl Forustugreios Hvers annars var / að vænta? 1 Vorið komið Vorblómin eru að b;/rja að springa út i nágrannalöndum okkar í Norður-Evrópu. sendinefnd fii TILKYNNT var í Wasliing- ton í gær, að amerísk hernaðar sendinefnd væri íög'ð af stað til Formósu, en hún á að Ieggja á ráð um varnir eýjarinnar og hafa eftirlit með því, hveniig þjóðernissinnastjórnin ráðstaf- ar fjárhagsaðstoð Bandaríkj- anna. Var tekið fram í tilkynning- tinni, að nefnd þessi myndi ekki taka þátt í neinum ráða- gerðum um innrás frá Formósu á meginland Kína. Utanríkismálaráðherra For- mósustjórnarinnar lét svo um mælt í gær, að ameríska hern- aðarnefndin taki við störfum frá og með næstu mánaðamót- um. sr r< TRUMAN Bandaríkjaforseti hefnr nú til athugunar ásamí ráðunautum sínum ræðu þá, sem MacArthur hershöfðingi flutti, þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing á fimmtudag, en forsetinn er sagður óttast, að hún hafi meiri áhrif en de- mókratar bjuggust við. Er talið, að sumir þingmenn demókrata séu, eftir að hafa hlýtt á ræðuna, efins í, að Tru- man hafi gert rétt, þegar hann vék MacArthur frá. Og vaía- laust þykir, að ræða hershöfð- ingjans hafi mikil áhrif í þá átt að breyta almennnigsálitinu í Bandaríkjunum honum í vil. Fór með.skipinu frá Reykjavík farseðils aus og hvarf án þess að vitað sé, að hann hafi farið í land af því. HORFIÐ HEFUR héðan úr Reykjavík maður að nafni Svavar Þórarinsscn, rafvirkjameistari, Bragagötu 38. Vitað er, að hann fór með skipinu Ile'ðubreið áleiðis vestur á firði um miðnætti aðfaranótt laugardagsins 14. apríl. en hins vegar verður ekki séð, að því er Sveinn Sæmundsson yfirlögreglu- þjónn skýrði frá í blaðaviðtali í gær, að hann hafi noklturn tíma farið í land af því aftur. Svavar lagði af stað heiman að frá sér laust fyrir miðnætti föstudagskvöldið 13. apríl. Lét hann ekkert uppi, hvert hann ætlaði, og engan útbúnað hafði hann til fararinnar — fór far- angurslaus og eins og hann stóð. Fékk hann sér leigubifreið nið- ur að höfn, að því er bifreiðar- stjórinn, sem ók honum, hef- ur tjáð rannsóknalögreglunni, og fór síðan um borð í Herðu- breið, sem þá um miðnætti var að leggja af stað vestur á ísa- fjörð. Rannsóknalögreglan hefur haft tal af skipverjum á Herðu breið, og kannast þeir við, eft- ir að hafa séð mynd af Svav- ari, að hann hafi verið með skip inu vestur. Margir farþegar voru með skipinu, og fóru þeir flestir á land í liöfnum við Breiðafjörð, margir í Stykkis- hólmi. KÆRÐI SIG EKKERT UM AÐ HVÍLAST. Ólafur Tryggvason bryti seg ist hafa tekið eftir manni þess um milli kl. 12 og 1 um nótt- ina. Stóð hann þá á ganginum framan við matsalinn og virtist í þungum þönkum. Farþegar voru þá nokkrir að leggjast til VERKAKONUR í HAFNARFIRÐI hafa nú vcriS í verk- falli í tvo daga hjá öllum atvinnurckendum, nema bænum og fyrirtækjum hans; cn eins og kunnugt er hefur Hafnarfjarðar- bær samið við vekakvennafélagið um greiðslu fullrar visitö’.u- uppbótar á kaupið. En þó að verkfalli'ð hafi ebki staðið lengur, hefur komið í ljós, að nokkrir karlmenn úr Verbamannafélag- inu Hlíf hafa þegar framið alvarlegt verkfallsbrot og gengið inn á verksvið verkakvennafélagsins. Er það við fiskþvott; en verka- konur hafa einar sámning uni sérsíakan kaupíaxta við þá vinnu. í gær hitti Alþýðub’aðið frú Sigurrósu Sveinsdóttur, for- mann Verkakvennafélegsins Framtíðarinnar, að máli, og sagði hún, að konur í Hafnar- firði væru einhuga í barátt- unni, en hiytu að líta alvarleg- um augum verkfallsbrot þeirra . karlmanna, sem gengið hefðu inn á verksvið verkakvenna. Sigurrós sagði, að fyrsta dag yerkfalisins hefðu félagskonur gengið á vinnustaðina til að líta eftir, hvort nokkrar konur héldu áfram störfum hjá þeim atvinnurekendum, sem félagið væri í verkfa’li við, og hefði það ekki verið. Hins vegar hefðu karlmenn verið byrjaðir að vaska fisk hjá Jóni Gíslasyni útgerðarmanni og hefðu haldið því áfram enn í gær. Um fisk- þvottinn hefur verkakvennafé- lagið sérstakan samning og taxta, og eru karlmennirnir því tvímælalaust að ganga hér inn á verksvið verkakvenna. Sigurrós sag’ðl, að stjórn Verkakvemiafélagsins Fram iíðarinnar hefði snúið sér til Hermanns Guðmundssonar, formanns Hlífar, með til- mælum um að hann léti stöðva fiskþvottinn; en svör Sigurrós Sveinsdóttir. og heí'ði hann þó látið í það skína, að þvotturinn yrði stöðvaður eftir 7 daga, sem væri lögákveðinn tími til samúðaraðgerða. Virðist Hermann því ekk- ert ætla að ffýta sér að stöðva verkfallsbrotin. Þess má þó geta, að vegna verkakvennaverkfallsins í Hafn arfirði eru nú öll frystihúa stöðvuð þar, og ef komið verð- Framh. á 7. síðu. Svavar Þórarinsson. hvílu á bekkjum í matsalnum, og bauð Ólafur Svavari, að búa um sig þar á borðinu, en Svav- ar sagði þá: „Ætli þess þurfi". Skömmu seinna sá Ólafur að Svavar var kominn inn til Elíasar Guðmundssonar mat- sveins, og var Elías að reyna að tala við hann, en Svavar svaraði fáu nema helzt eint at- kvæðisorðum. Seinna sá Ólafur Svavar sitja Framh. á 7. síðu. KÁPUEFNI hefur hækkað í verði í tíð núverandi ríkisstjórnar eins og annað. Fer hér á eftir tafla, er sýnir liækkunina á því síðustu árin: Kápuefni Innlent 1 m Útlent 1 —- Des. 1947 kr. 46,00 — 60,42 Des. 1949 kr. 64,00 — 67.10 Marz 1951 ltr. 101,45 — 99,35 Eftirfarandi samanburður sýnir hve langan tíma verkamaður með Dagsbrúnarkaupi þurfti að vinna fyrir einum metra af kápuefni á umræddum tímamótum: Kápuefni Des. 1947 Des. 1949 Marz. 1951 Innlent 1 m 5 klst. 03 mín. 7 klst. 01 mín. 8 klst. 57 mín. Útlent 1 — 6 — 38 — 7 — 16 — 8 — 45 --

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.