Alþýðublaðið - 05.05.1951, Síða 4
I
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 5. maí 1951
Útgefandi: Alþýcíuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emilía Möller
Ritstjómarsími: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Hjáróma rödd
KRAFA verkalýðsins um
fulla vísitölu á kaup sameinaði
reykvíska alþýðu 1. maí. Þús-
undir karla og kvenna mót-
mæltu þá árás afturhaldsins á
afkomu og lífskjör almennings.
En þó heyrðist hjáróma rödd
þennan dag. Hún kom frá Þjóð-
viljanum, málgagni Kommún-
istaflokksins.
Þjóðviljinn birti raunar á
forsíðu sinni 1. maí hvatningu
til verkalýðsins um að fjöl-
menna í kröfugönguna og á úti
fundinn til að krefjast einhuga
og samtaka fullrar atvinnu og
dýrtíðaruppbótar. En í forustu-
grein sinni sama dag notaði
hann tækifærið til þess að bera
fram einu sinni enn rússnesku
kröfuna um að 1. maí yrði gerð
ur að baráttudegi gegn Banda-
ríkjunum. Þannig staðfesti
Þjóðviljinn, að kjarabarátta
íslenzkrar alþýðu er honum
ekkert aðalatriði, þó að hann
hafi nú sveigzt til fylgis við
hana í orði undan þunga al-
menningsálitsins. Hugur hans
og hjarta er austur í Rússlandi,
og fyrir honum vakir fyrst og
fremst að taka skilv^ðivlausa
afstöðu með því til deiluatriða
heimsstjómmálanna og hafa
endaskipti á staðreyndum
þeirra rússnesku húsbændun-
um í hag. Barátta íslenzkrar al
þýðu heima fyrir er skriffinn-
um Þjóðviljans algert aukaat-
riði í samanburði við hagsmuni
Rússa og útþenslu kommúnism
ans.
*
Þjóðviljinn er svo blindaður
af hatrinu til Bandaríkjanna,
að hann virðist halda, að kaup-
lækkunarherferð ríkisstjórnar-
innar sé undan þeirra rótum
runnin! í kjölfar þessa kemur
svo langur reiðilestur um yfir-
vofandi „hernám'1, enda eru ís-
lenzkir kommúnistar á góðri
leið með að tryllast af hræðslu
við varnarsamtök lýðræðis-
þjóðanna, en ganga alveg fram
hjá þeirri staðreynd, að trygg-
ing friðarins í heiminum stend-
ur ekki á neinum öðrum en
húsbónda þeirra, Jósef Stalin!
Vilji hann frið, þá verður frið-
ur, en vilji hann stríð, þá verð-
ur stríð. Styrjaldarótti komm-
únista er vissulega ekki ástæðu
laus. Það er táknrænt, að 1.
maí í Moskvu var ekki helgað-
ur kjarabaráttu verkalýðsins,
þó að afkoma almennings í ríki
kommúnismans sé margfalt
lakari en í lýðræðislöndunum.
Þar var dagurinn hátíðlegur
haldinn með viðhafnarlegri her
sýningu, og Vasselievski her-
málaráðherra, sem stjórnar
hervæðingu Rússlands, flutti
æsingaræðu gegn Vesturveld-
unum. En auðvitað voru skrið-
drekarnir á rauða torginu og
fluevélarnar, sem yfir þeim
sveimuðu, tákn hins einlæga
fr’ðarvilia Rússa að dómi kom-
múnista!
Það er engin ástæða til þess
að fiölvrða um smámuni á borð
v;ð bað, þó að kommúnistar
gefi siálfum sér þá einkunn, oð
þeir séu „þau öfl, sem þerjast
fyrir heiðri og írelsi ættjarðar-
ínnar". Slíkt og þvílíkt er að-
eins til að hlæja að. En hitt er
athyglisvert, að baráttan fvrir
fullri dýrtíðaruppbót er Þjóð-
viljanum einskis virði nema
hægt sé að tengja hana við
Bandaríkin og ágreiningsatriði
heimsstjórnmálanna! Hann er
búinn að fá Bandaríkin svo
rækilega á heilann, að honum
er ómöjulegt að færa kaup-
lækkunartilraun íslenzka aft-
urhaldsins á reikning þess. Nei,
hún skal vera sök Bandaríkj-
anna, hvað sem hver segir!
*
Það er ekkert furðulegt með
tilliti til andlegs heilsufars
Þjóðviljans, þó að honum hafi
mislíkað ræða sú, er Helgi
Hannesson, forseti Alþýðusam-
bands íslands, flutti í útvarpið
að kvöldi 1. maí. Hann iátar
raunar, að hún hafi verið
„sæmileg að svo miklu leyti
sem hún fjallaði um hagsmuna-
baráttu alþýðunnar". En svo
kemur rúsínan í pylsuendan-
um: „Niðurlag hennar var and-
styggð hverjum hugsandi al-
þýðumanni"!
Og hvað var það, sem Þjóð-
viljinn taldi andstyggilegt í
bessari ræðu Helga Hannesson-
ar? Auðvitað það, að forseti Al-
þýðusambandsins benti á, að
fyrir hendi sé sú hætta, að
kommúnistar reyni að misnota
þá kjarabaráttu verkalýðsins,
sem fram undan er, fyrir fjar-
skyld flokkspólitísk markmið
sín. Hann segir orðrétt í ræðu
sinni: „Verkalýðssamtökin
verða nú, er þau heyja baráttu
sína við afturhaldsöflin í land-
inu, að vera jafnframt á verði
pegn hverri þeirri tilraun, sem
Heir menn, er fremur unna yf-
irráðastefnu austræns einræðis
en vestrænu frelsi, kunna að
rera til þess að fá þau til sam-
stöðu með sér til athafna, er
'“tlað er að þióna markmiði,
æm ekkert á skylt við kiara-
Þótabaráttu albýðusamtak-
anna." Þióðviljinn var fljótur
sð taka bessi ummæli til sín.
enda ekki ástæðulaust, þar eð
hann var einmitt að reyna þetta
[ ritstjórnargrein sinni 1. maí,
•— að fleka alþýðusamtökin til
þjónustu við tilgang, sem ekk-
ert á skylt við kjarabótabar-
áttu þeirra.
Þetta er sönnun þess, að
Þjóðviljinn situr á svikráðúm
við markmið verkalýðsins í bar
áttunni gegn atvinnuleysinu
og kauplækkunarherferð aftur-
haldsins. Honum er í raun og
veru ekkert áhugamál að berj-
ast fyrir atvinnu og fullri dýr-
tíðaruppbót, þó að h'ann látist
leggja þeim málstað lið af ótta
við almenningsálitið í verka-
lýðshreyfingunni. Hann vill
berjast með Rússum, en gegn
Bandaríkjunum, með einræð-
inu, en gegn lýðræðinu, með
kúguninni, en gegn frelsinu.
Þess vegna er ekkert lið að
honum í viðureigninni við aft-
urhaldið hér heima fyrir. ís-
!enzk alþýða verður að berjast
til sigurs-án hans - og það mun
hún gera. Hún sýndi einhug
sinn og samheldni 1. maí. Og
hún lætur áreiðanlega ekki
geðsýkisskrif Þjóðviljans rugla
sig, þegar allt veltur á því, að
baráttsn sé háð af viti
Fólkið og leiklistin. — Sölumaður deyr
ómerkilegt skvaldur. — Skálkur í
kvikmyndahúsi.
eða
leggja sig fram til að skilja
gang leiksins og dýpt hans, en
það vill fólk ekki. Þegar ég sat
í leikhúsinu á annarri sýning-
unni varð ég var við mann, sem
flissaði oft, en hundleiddist á
milli. Það var eins og hann birti
mynd af því fóki, sem ekki kann
að meta góða leiklist.
EE AI.MENNINGUR ekki
getur tekið við þeirri list, sem
boðin er, verður erfitt fyrir
, þjóðleikhúsið að sinna köllun
sinni. Þá er hætt við að smátt
og smátt fækki góðum sýning-
Vesfur-Þýzkaland
nú aðiii að
Evrópuráðinu
RÁÐHERRANEFND Evrópu
ráðsins samþykkti samhljóða á
fundi í Strassbourg nýlega að-
5ld Vestur-Þýzkalands að ráð-
inu með fulíum réttindum þess
og skyldum.
Tók Konrad Adenauer, kanzl
ari og utanríkismálaráðherra
Vestur-Þýzkalands, sæti á
fundi ráðherranefndarinnar
strax og samþykkt þessi hafði
verið gerð. Flutti hann ræðu
við það tækifæri, sagði að þetta
væri ógleymanlegur merkis-
dagur í sögu Þýzkalands og
lýsti yfir hollustu vesturþýzka
lýðveldisins við markmið Ev-
rópuráðsins.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sætir gagn
rýni, stundum vinsamlegri, en
oft fjandsamlegri. En það mun
fara fyrir því eins og öðrum
stofnunum, að það mun ekki
geta gert eins og öllum líkar.
Þjóðleikhúsið setti sér upphaf-
Iega það háleita markmið að
sýna aðeins góða list, góð leik-
rit og eins góða leiklist og þjóð-
in getur framast látið í té. Þjóð-
Ieikhúsið hefur reynt að keppa
að þessu, en ekki tekizt eins og
skyldi. Stundum hafa því fatazt:
tökin eins og með Dickensleik
ritinu í vetnr, en stundum hef-, að Jeikritin verði lélegri
Ur^kÍZt. hverjum mánuði og barátt-
an fyrir meiri þroska og víðari
vanþekkingar
leikhússgesta.
og vanþroska
ÞAÐ ER TIL DÆMIS lær-
dómsríkt hve sjaldan leikritið
„Óvænt heimsókn" var sýnt, og
þá fyrst og fremst þegar það er
haft í huga hve „Pabbi“, þetta
hundleiðinlega
skvaldur, var _____
fremur kemur þetta og á daginn urbæjarbíó
sjónarhring slævist. Þetta verða
menn að hafa í huga þegar þjóð
leikhúsið er gagnrýnt, en gagn-
rýni er þó góð.
ÞAÐ ER TALAÐ UM siðievsi
, fólks — og víst er um það, að
og ómerkilega j óvíða sér maður það birtast á
sýnt oft. Enn I sama hátt og hér. Ég fór í Aust-
i þriðjudaginn.
nú þegar í Ijós kemur að almenn
ingur kann ekki að meta snilld-
arverk eins og „Sölumaður
deyr". Nokkrum sinnum er búið
að sýna þennan leik og oft við
fremur litla aðsókn.
HÉR ER ÞÓ um að ræða, ekki
aðeins bókmenntalegt ágætis-
verk, heldur og mjög sérkenni-
legt leikrit, sem um leið er nýj-
ung í sviðsetningu og þó fram-
ar öllu öðru á mjög mikið er-
indi til hvers einstaklings af því
hvað það er mannlegt. En sá
höfuð-„galli“ er á leikritinu, að
fólk þarf að hugsa, þarf að
Kaupfélögin ogverðlagseftirlitið
DAGBLAÐIÐ Tíminn hefur
haldið því fram í umræðun-
um um afsögn verðgæzlu-
stjóra og afstöðu viðskipta-
málaráðherra til verðgæzl-
unnar í landinu, að kaupfé-
lögin væru og ættu að vera
tryggasta verðlagseftirlitið í
landinu. Verður naumast ann
að skilið, en Tíminn telji að
slíkt verðlagseftirlit ætti að
geta nægt. En furðu hlýtur
það að vekja, að blað Fram-
skónarflokksins skuli halda
þessu fram, þar eð sá flokkur
hefur jafnan um alþingiskosn
ingar lagt á það mikinn
þunga, að herða þyrfti verð-
lagseftirlit og stýrkja svo sem
tök eru á.
EKKI ÞARF að taka það sem
neina ádeilu á kaupfélögin,
þótt því sé haldið fram, að
eftirlit þurfi að hafa með
vöruverði kaupfélaga alveg
eins og vöruverði hjá kaup-
mönnum. Að vísu má gera
ráð fyrir, að einstaklingar
standist síður en kaupfélög þá
freistingu að leggja óhæfilega
mikið á vörurnar, en eigi að
síður er ekki fyrir það girt,
að þau leiddust af einhverjym
ástæðum út á þá braut. Og
verðlagseftirlit með sjálfum
sér geta kaupfélögin auðvitað
ekki haft.
ÞÁ MUNDU KAUPFÉLÖG
ekki hafa ákæruvald gegn
þeim verzlunum, sem kynnu
að taka upp á því að selja
gallaða eða ónýta vöru, en
slíkt vald þarf opinbert verð-
lagseftirlit að hafa. Kaupfélög
mundu ekki geta upplýst og
kært mál eins og heildsala-
málið svokallaða ellegar
gluggatjalda- og blúndumál
fransk-íslenzka verzlunarfé-
lagsins. Og varla er hægt að
hugsa sér, að kaupfélögin
gætu komizt á snoðir um og
upplýst ýmiss konar smygl-
mál, sem verðlagseftirlitið
varða, eins og til dæmis
Hrútafjarðarmálið í fyrra-
sumar.
SÉ ÞAÐ NÚ orðin skoðun
framsóknarmanna, að kaupfé-
lögin geti bezt annazt verð-
lagseftirlitið í landinu, hafa
þeir breytt um stefnu í þess-
um málum, kæra sig ekki
jafnmikið um það nú og fyrir
síðustu kosningar, að eftirlit
með vöruverði og vörugæð-
um sé strangt og traust. í
þessu sambandi er ástæða til
að minna á það, að einmitt
Framsóknarflokkurinn bar
fram og fékk samþykkta á
alþingi núverandi löggjöf ura
verðgæzlu, og vildi hann með
því efna kosningaloforð sín
um aukið verð’agseftirlit. Þá
héldu framsóknarmenn því
fram og ættu væntanlega að
vera sömu skoðunar í dag,
að sérstakan verðgæzlustjóra
ættu neytendur sjálfir að velja
og bæri hann að nokkru leyti
ábyrgð gerða sinna fyrir
þeim, og minntust þeir þá
aldrei á það, að kaupfélögin
gætu komið í stað slíks emb-
ættismanns.
HIN SORGLEGA staðreynd er
einmitt sú, að framsóknar-
menn hafa í þessum mál-
um sem ýmsum fleiri látið
undan síga fyrir ágengni í-
baldsins og þrælatökum.
Stefna þeirra hefur breytzt
til mikil’a muna í íhaldsátt-
ina frá því sem var fyrr á
árum. Kosningaloforð þeirra
um bætt verðlagseftirlit voru
þeím ef til vi.Il ekki eins
mikið alvörumál og þeir vildu
vera láta, þegar þeir voru að
afla sér kjósendafylgis síðast.
Seldar eru appelsínur í sælgæt-
issölunni. Fólk beið eftir því að
setjast í sæti sín og var fjöl-
mennt í hinni víðu fórstofu.
Skammt frá mér sátu tveir ung-
ir menn, báðir myndarlegir að
valiarsýn, annar hár og grann-
ur, dökkur á brún og brá með
Clark Gable-skegg, hann reif
híðið af appelsínunni og henti
því með heimskulegum keskn-
issvip yfir fólkið.
IIINN, ljóshærður og mildari
á svipinn, hló að, flissaði, en
hafðíst ekki að, langaði þó að
henda híði yfir fólkið, en ann-
aðhvort skort hugrekki eða haft
meiri siðmenningu til að bera
en hitt fíflið. Sagt var mér að
þetta væru kunnir dansherrar
úr samkvæmislífi borgárinnar.
Allir urðu jafnt fyrir hýðiskasti
liins dökka, ungar stúlkur, börn
og fullorðnir, eftir lá hýðið eins
og hráviði á gúmmídúknum —
og vitanlega stafaði mikil hætta
af þessu. Mest undrandi vavð ég
yfir því, að enginn skyldi taka
sér fram um að rassskeila
skálldnn.
ÉG HVERF af horninu um
skeið, en tek til starfa á nö þeg
ar ég kem heim aftur. Bless á
rneðan.
Hannes á horoinu.
Fjöimenni vtð bæna
messnrnará
Aknreyri_
BÆNAMESSA var haldin í
Akureyrarkirkju á sunnudag-
inn og voru kirkjugestir um
650—700. Vígslubiskup, séra
Friðrik J. Rafnar prédikaði.
Var athöfnin fögur og hátíð-
leg.
Séra Pétur Sigurgeirsson
messaði samtímis í Lögmanns-
hlíðarkirkju, sem er anexía
Akureyrarprestakalls. Þar var
fjölsótt, eins og kirkjan gat
rúmað. Sumir komu á skíðum
til kirkjunnar. og er það eins-
dæmi um þetta leyti árs.