Alþýðublaðið - 05.05.1951, Page 7

Alþýðublaðið - 05.05.1951, Page 7
dag ra ftœkjaverzlun og vinnmtofu á Vesturgötu 2 undir nafninu Verzlunin Rafall) FRAMKVÆMUM: NýJagnir og breytingar í verksmiðj ur, hús og skip. ÖNNUMST: Rafteikningar í hús. Viðgerðir á „Rafha“-eldavé öðrum raftækjum. SELJUM: Florescentiampqr, einnar peru. Ljósakrónur, Veggiampar. Borð- lamar. Búsáhöid. Kaffistell. Skálar og margt fleira. Virðingarfyllst. Gísli Jóh* Sigurðss i lögg. rafvirkjam. Heimasímar: 80664 Ragnar Stefánsson 7626 Gísli J. Sigurðsson LlTIÐ I GLUGGANN UM HELGINA Laugardagur 5. maí 1951 FÉLAGSLÍF Knattspyrnufélagig Valur: Áríðandi æfing hjá 3. fl. kl. 3 í dag. Nefndin. Skíðaforðir í Hveradali: Laugardag kl. 2 og kl. 6. — Sunnudag kl. 9, kl. 10 og kl. 1.30. — Sótt í úthverfin fyrir kl. 10—ferð. Skíðadeild K.R. Skíðafélag Reykjavíkur. Hafnarstræti 21. Sími 1517. Ferðafélag íslands ráðgérir að fara gönguför á skíðum yf ir Kjöl næstkom. sunnudagsmorgun kl. 9. Ekið að Fossá en gengið það yfir Þrándssti afjall og yfír Kjöl inn- að Kárastöðum í- Þing- vallasveit. Aðeins farið ef veður er bjart. Farmiðar við bílafia á Austurvelli. Í.R. Innanfélagsmót verður að Kolviðarhóli a sunnudag. Keppt í svigi og stökki. SkífSaferðir. í'dag kl. 2.00 og kl. 6.00 og á morgun kl. 9,30—10 og kl. 1.15. Farið frá Varðarhúsinu. Stansað i'.ð Vatnsþró, Sund- laugaveg, Sunnutorg og Voga hverfi. Farmiðar við bílana Skíðadeild ÍR.( ALÞÝÐUBLAÐIÐ til Snæfellsneshafna, Flatevj- ar og Vestfjarða hinn 9. þ. m. Tekið á móti flutningi árdeg- is í dag og á mánudag. F'ar- seðlar seldir á þriðjudag austur um land til Siglufjarð- ar hinn 10. þ. m. Tekiö á móti flutningi til áætlunarhafna milii Djúpavogs og Húsavík- ur á mánudag og þriðjudag. Farseðlar seldir á þriðjudag- mn. ■ til Sliagafjarðar- og Eyjafjarð ar hinn 10. þ. m. Tekið á móti flutningi til Sauðárkróks, Hofsóss, Haganesvíkur, Ólafs fjarðar og Ðalvíkur á mánu- dag. Farseðlar seldir á þriðju daginn. „Ármann" Tekið á Tl')ti flutningi til Vest mannaeyp. daglega. S s s s s færðu fijótt og vel við-\ S gerðar hjá BIRNI, Stórholti 27. Jarðarför móður okkar og tengdamóður, RAGNHEIÐAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, er ákveðin mánudaginn 7. maí frá Dómkirkjunni. Athöfnin hefst frá heimili hennar, Brekkustíg 1 kl. 1.30 eftir hádegi. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Guðrún Guðmundsdóttir. Ina Wessman. Helgi Helgason. SOO >-n Fransk íslenzki jökulleiðangurinn (Frh. af 1. síðu.) vegur og skógargróður í hlíð- um dalsins; finnst í honum mór og iurkar, enda eru nú komnar úndir jökul tvær bújarðir, sem lengi fram eítir öldum voru þar í byggð, Fell og Breiðamörk. | LEIÐANGURSMENN Leiðangursmenn voru fimm, tveir Frakkar, Allain Joset og Stephan Sanvelian, og þrír Is- lendingar, Jón Eyþórsson veð- urfræðingur, sem var leiðang- ursstjóri, Sigurjón Rist, vatna- mælingamaður hjá raforku- málaskrifstofunni, og Árni Stefánsson bifvélavirki. Auk þess sem það var hlutverk leið- angursins að mæla þykkt jök- ulsins, gerði Sigurjón Rist snjó- og vatnamælingar. Leiðangur- in var gerður út af rannsóknar- ráði ríkisins og Grænlandsleið- angri P. E. Victors. FERÐUÐUST 500 KM Leiðangurinn lagði á jökul- inn 19. apríl og kom ekki niður af honum fyrr en eftir nálega 40 daga. Höfðu þeir þá ferðazt 500 km. Þeir fóru upp Breiða- merkurjökul og fyrst beint norður á Brúarjökul, síðan til baka suður á miðjan jökul og I þaðan til vesturs að Grímsvötn- um, þá norður á Dyngjujökul og í boga um vesturhluta jök- ulsins á Skeiðarárjökul, og svo norðaustur á miðjökul aftur.' Þeir fóru síðan niður Breiða- merkurjökul. Veður var oft óhagstætt, ofsarok með snjókomu og skaf- renningskófi og 20—30 stiga frosti. Urðu leiðangursmenn þá að sitja um kyrrt og gátu ekk- ert aðhafzt. En útbúnaður þeirra félaga var góður. Og vegna skriðbíl- anna, sem þeir höfðu frá Græn- landsleiðangri P. E. Victors, gátu þeir farið yfir allt þetta svæði á ekki lengri tíma. Bílar þessir ganga á gúmbeltum, eru allþungir, en mjög heppilegir ! til c.ð draga sleða með flutningi. ÞYKKTARMÆLINGAR Joset, sem er jarðeð’isfræð- ingur. annaðist mælingar á þykkt jökulsins. Er þyltktin reiknuð út éftir því, hvé þrýsti- bylgja frá sprengingu, sem íátin er verða í yfirborði jökuls- ins, er lengi að fara niður í gegnum jökulinn og aftur upp á yfirborð hans. Mælitækin eru svo viðkvæm fyrir titringi, að bau sýna breytingu, þótt ekki sé annað gert en að stappa í snjóinn í svo sem 50 m fjar- lægð. SNJÓ- OG VATNA- MÆLINGAR Sigurjón Rist gerði mælingar á snjólaginu frá vetrinum, en með því er átt við þann snjó, s‘em festst hefur á jöklinum frá því að leysing hætti í fyrra sumar. Minnstur var snjórinn sunnan til á jöklinum, á Breiða merkur- og Skeiðarárjökli, 1,00 til 1,50 m. og reyndist vatns- gildi hans 40—60 cm., þ. e. a. s. væri hann bræddur alhir í einu þar sem hann er, fengist þetta djúpt vatn. Mestur var snjórinn á Brúarjöldi og miðjöklinum, um 5 m., og vatnsgildi hans allt að 2,20 m. Gróf Sigurjón gryfju til að komast niður úr snjólag- inu, og var það mikið verk þar, sem grafa þurfti 4—5 m. Og varð hann að gera þessar mæl- ingar undir renningskófi, því að í góðu veðri var ekki haldið Sigurjón setti niður stengur við mælistaðina, og má síðar lesa af þeim snjósöfnunina. Þótt 20 stiga frost væri í lofti og efst í snjónum, var frostið að eins um 3 stig í 4 metra dýptr en í 10 m. dýpt er talið, að með- alhiti ársins varðveitist. Þá mældi Sigurjón vatns- magn ánna, sem falla undan Breiðamerkurjökli, og Smyrla- bjargaáar og einnig hæð yfir- borðsins á Grænalóni og Gríms vötnum með tilliti til hlaupa úr þessum vötnum. Margar stórár landsins, sem búa yfir mikilli orku til raf- magnsvinnslu eiga upptök sín í Vatnajökli, svo sem Þjórsá, Jökulsá á Fjöllum, Skjálfanda- fljót og Lagarfljót. Hvernig þær ckipta jöklinum í aðrennslis- svæði á milli sín, hefur verið næsta óljóst, en með þykktar mælingum á jöklinum fæst mynd af'landinu u’;dir honum og þá verður hægt að ákveða aðrennslissvæðin með meiri ná kvæmni. 1 SKÁLI í ESJUFJÖLLUM Leiðangursmenn fluttu með sér upp í Esjufjöll efni í skála, er Jöklarannsóknarfélagið hyggst reisa þar vegna ferða- laga og rannsókna íslendinga og erlendra manna á jöklinum, en ferðir um jökulinn gerast nú æ tíðari. Á skálinn að standa í grennd við tind, sem leiðang ursmenn nefna Steinþórsfell. ; Árni Stefánsson tók myndir í förinni og einnig kvikmynd, þótt ekki væri aðstaðan góð til bess vegna kulda og slæmra veðra. , Myndin sýnir, hvernig farið er að þyí að mæla þykkt jökuls. Út frá sprengingunni (til vinstri) ganga bylgjur í allar áttir, þar á meðal eftir yfirborðinu til „seismic“ sem er þrjú hnefastór á höld, mjög viðkvæm fyrir titringi. Frá þeim liggur svo raf- leiðsla í filmtæki í skriðbílnum, en á filmuna kerríur sveiflan í tækjunum margstækkuð. Filman gengur mjög hratt, og er hægt að greina á henni breytingu, sem á sér stað á aðeins þús- undasta hluta úr sekúndu. Enjjurkastsbylgjan þarf að fara lengri leið og kemur því örlítið seinna í tækin. og út frá því er hægt að reikna þykktina út, þar eð hraða bylgjunnar má reikna út eftir yfirborðsbylgjunni, hann ér 3600—3900 m. á sek. KIKISJNS Herðubreið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.